Morgunblaðið - 23.06.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.06.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNf 1983 .éi Bíllinn sem Kristín ók í keppninni var BMW 1600 og sést hún hér sitja á honum og við hlið hennar er Jón & Halldórsson, en hann lenti í öðru sæti. Fyrsti kvennasigur í „rally-cross“-keppni UM HELGINA var haldið „rally- cross“ á Kolbeinsstaðahæð á milli Garðs og Sandgerðis. Það voru BÍKR og Akstursíþróttafélag Suð- urnesja sem sáu um keppnina og voru þátttakendur sjö. Einungis tveir bflar luku keppninni, en öðr- um þeirra stjórnaði 20 ára gömul stúlka, Kristín B. Garðarsdóttir úr Reykjavík. Ekki var nóg með að henni tækist að Ijúka keppni, held- ur var hún einnig sú sem kom, sá og sigraði og var þar með fyrst íslenzkra kvenna til að sigra í svona keppni. „Ég hef haft áhuga á „rally- cross" í nokkur ár og bíladellu hef ég alltaf verið með,“ sagði Kristín í samtali við Mbl. „Mað- urinn minn og kunningjar okkar hafa þetta áhugamál og ég veigra mér ekki við því frekar en þeir að fást við þessi farartæki. Það má eiginlega segja, að það að fást við bíla sé það skemmti- legasta sem ég geri og mestallur frítíminn fer í það að sinna þessu áhugamáli. Við hjónin eig- um þó einnig mótorhjól og einn- ig erum við með áhuga á flugi og ég er komin með einkaflug- mannspróf." Við spurðum Kristínu hvernig hefði verið að taka þátt í keppn- inni. „Það var frekar erfitt. Það rigndi svo mikið að sums staðar var brautin ekkert nema drulla og svað. Þá átti ég líka í vand- ræðum tvo síðustu hringina og þurfti að keyra bílinn í fyrsta gír allan tímann, svo það má segja að ég hafi lullað í mark. Samt var ég hálfum hring á undan næsta keppanda," sagði Kristín B. Garðarsdóttir að lokum. KJS Verslunarmannafélag Reykjavíkur: Segir upp samningum Á FIINDI trúnaðarmannaráðs Versl- unarmannafélags Reykjavíkur í fyrradag var einróma samþykkt að segja upp gildandi kjarasamningum félagsins. I ályktun sem samþykkt var á fundinum var lýst yfir stuðn- ingi við samþykkt formannafundar ASÍ þann 6. júní vegna setningar bráðabirgðalaganna 27. maí síðast- liðinn. „Sérstaklega vill trúnaðar- mannaráðið mótmæla harðlega af- námi samningsréttarins og þeirri skerðingu, sem verður á kaupmætti Nýtt miðbæjar- skipulag sam- þykkt í Hafnarfirði NÝTT miðbæjarskipulag var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfiröi á þriðjudag. Skipu- lagið var samþykkt með 10 at- kvæðum gegn einu atkvæði Al- þýðubandalagsins. Sá fyrirvari var gerður á samþykkt skipulags- ins, að útfærsla á Lækjargötu, milli Öldugötu og Austurgötu, verði könnuð nánar og að sá þáttur skipulagsins komi aftur fyrir bæjarstjórn að því loknu. Skipulagið er unnið af Sigur- þóri Aðalsteinssyni, arkitekt. Miðbæjarskipulag þetta gildir til næstu aldamóta. Með sam- þykkt sinni á þessu skipulagi hefur bæjarstjórn Hafnar- fjarðar á innan við ári lokið afgreiðslu á nýju aðalskipulagi fyrir kaupstaðinn, deiliskipu- lagi fyrir Setberg auk þessa nýja miðbæjarskipulags. Þess má geta að aðalskipu- lagið gerði Björn Hallsson, arkitekt, sem einnig gerði deiliskipulagið að Setbergs- hverfi. Skipulagsnefnd bæjar- ins hefur haft yfirumsjón með skipulagsgerðinni, en formað- ur hennar er Jóhann Berg- þórsson, verkfræðingur. Að- eins eru tvö ár frá því að skipu- lagsvinna þessi hófst. þeirra, sem búa við lægstu rauntekj- urnar,“ segir í ályktuninni. Þá segir í ályktuninni að það sé frekar orðin regla en undantekn- ing að stjórnvöld ógildi kjara- samninga. Með bráðabirgðalögun- um sé þó gengið lengra en oftast áður, þar sem aðilum vinnumark- aðarins sé beinlínis bannað að semja um kaup og kjör. í ályktun- inni segir að með slíku banni sé brotinn grundvallarréttur lýðræð- isskipulagsins. „Eins og jafnan áður, er megin- uppistaðan í efnahagsráðstöfun- um ríkisstjórnarinnar skerðing á kaupgjaldsvísitölunni, sem leiða mun til stórfelldrar kaupmáttar- rýrnunar, sem ekki verður séð að aðrar ráðstafanir bæti nema að litlum hluta, miðað við hinar stór- felldu hækkanir á vöru og þjón- ustu, sem svo til daglega dynja nú yfir, þrátt fyrir hina miklu skerð- ingu á kaupgjaldsvísitölunni," segir í ályktuninni. „Það er eftir- tektarvert, að allar aðrar vísitölu- viðmiðanir haldast að fullu eins og t.d. lánskjaravísitalan, sem reikn- ast af fullum þunga á lántakend- ur.“ Vakin er athygli á því að versl- unar- og skrifstofufólk getur ekki drýgt tekjur sínar með bónus- eða álagstöxtum, né yfirvinnu sem neinu nemur. Stór hluti þessa fólks fái útborguð laun í samræmi við launataxta, sem voru á bilinu 9.581 kr. til 11.667 kr. þegar lögin voru sett. Norsk-íslenzki loðnustofninn: Engin sumar veiði verður SAMKOMULAG hefur náðst milli Norömanna og íslendinga um að engin loðna verði veidd úr Norsk- íslenzka stofninum, fyrr en að af- loknum nýjum rannsóknum. Loðna úr þessum stofni verður því ekki veidd í sumar, þar sem ekki verður hægt að rannsaka stofninn fyrr en í október eða nóvember í haust. Þetta samkomulag náðist á fundi norsk-íslensku fiskveiði- nefndarinnar í Reykjavík í gær. Formaður nefndarinnar er Jón L. Arnalds og formaður norska hlut- ans er Finn Bergesen. Bankar og sparisjóðir: Afla þinglýsinga og veðbókarvottorða Viðskiptabankar og sparisjóðir hafa gert samkomulag við Borg- arfógetaembættið í Reykjavík um að afgreiðslustaðir þeirra annist öflun veðbókarvottorða og þing- lýsingu veðskuldabréfa hjá emb- ættinu. Ráðgert er að þessi þjón- usta hefjist á mánudag, 27. júní. Reynist þessi þjónusta vel, er fyrirhugað að bankar og spari- sjóðir leiti samkomulags við önn- ur fógetaembætti um sama fyrir- komulag. Tilgangurinn með þessari nýju þjónustu er að draga úr þeirri fyrirhöfn sem fylgir lán- töku hjá lánastofnunum. Til dæmis má taka að sé lán tryggt í fasteign, hefur lántakandi fram að þessu þurft að útvega veðbókarvottorð og þinglýsa veðskuldabréfi eftir útgáfu þess. Útvegun veðbókavottorðs tekur tvo daga og þinglýsing aðra tvo daga. Þetta hefur þýtt samtals fjórar ferðir hvers lántakanda til fógetaembættis- ins. Ef allir lántakendur fast- eignaveðlána í Reykjavík not- færðu sér þessa þjónustu, myndu þeir spara nær 15 þús- und ferðir til fógetaembættis- ins samanlagt á einu ári. Fyrir þessa þjónustu munu lánastofnanirnar taka sérstakt gjald, kr. 28 fyrir útvegun veð- Leiðrétting í FRÉTT Morgunblaðsins í gær af brunanum um borð í Gunnjóni GK misritaðist föðurnafn eins hinna látnu skipverja. Fyrsti vélstjóri, Haukur, var sagður ólafsson. Það er ekki rétt. Haukur var ólason og biðst Morgunblaðið hér með vel- virðingar á þessum mistökum. bókarvottorðs og kr. 28 fyrir umsjón með þinglýsingu, eða samtals kr. 56. Meiri aska á Vatnajökli en talið var (irímsfjalli á Vatnajökli, 20. júní, frá blaðamanni Mbl., Elínu Pálmadóttur. í DAG var reynt að fara niður í Grímsvötnin til að huga að gos- stöðvunum, sem nær ekkert hef- ur verið hægt að sjá til fyrir rign- ingu og dimmviðri síðan 33 manna rannsóknarleiðangur kom hér upp á laugardagskvöld á 4 snjóbflum, 7 vélsleðum og með mikinn útbúnað, m.a. jarðbor á sleða. Öskulagið frá gosinu er samt greinilegt og liggur á miklu stærra svæði en vitað var um, nær a.m.k. talsvert austur fyrir Grímsfjall. Engin merki um gos- virkni hafa fundist, utan einn jarðskjálfti fyrstu nóttina eftir að lciðangurinn kom hér. Búið er að bora 27 metra djúpa holu vestan við skálann og mældist í gær í henni 90 stiga hiti. Erfiðleikar hafa ver- ið með að fá kalt skolvatn, því á jöklinum þarf að bræða allt vatn úr snjó, og sú aðgerð gleypir olíubirgðir. En þar er líka jarðhiti undir og nú eru snjallir rannsóknamenn búnir að koma sér upp bræðsluofni ofan í gufugati utan í Saltar- anum og gengur vel að bræða. Ætlunin er að fá úr gufunni orku fyrir sjálfritandi sendi- tæki, sem sendi stöðugt upp- lýsingar af jöklunum um jarð- skjálfta o.fl. Einnig hefur verið boruð önnur hola sunnan við skálann fyrir hallamæli, sem setja á upp þar. Hótun Rússa við kjarn- orkuvopnalaus Norðurlönd 1 FRÉTTUM Ríkisútvarpsins í gær var frá því greint, að nýlega hefði birst grein í Rauðu Stjörnunni, málgagni sovéska hersins, þar sem því hafí verið haldið fram að Atlantshafsbandalagið hefði áætlun um kjarnorkuárás á Sovétríkin þar sem Norðurlönd gegndu veigamiklu hlutverki. Var þar haft eftir blaðinu að Sovétraenn myndu svara með kjarnorkuárás á Noreg, Dan- mörku og ísland. Frétt Ríkisútvarpsins kom frá fréttamanni þess í Noregi og var sagt, að norskir fréttamenn í Moskvu teldu umrædda grein líka ótal öðrum greinum sem birtast í sovéskum blöðum, en til nýmæla teldist að draga þessi þrjú lönd inn í umfjöllun þeirra, þ.e. sem hugsanleg skotmörk í sovéskri árás með kjarnorkuvopnum. Geir Hallgrímsson, utanríkis- ráðherra, lét svo ummælt í frétta- tíma útvarpsins í gærkvöldi, að Atlantshafsbandalagið hefði enga áætlun gert um árás á einn eða neinn. „Atlantshafsbandalagið hefur þvert á móti gert samþykkt um að það myndi aldrei hafa frumkvæði að valdbeitingu í viðskiptum þjóða í milli. Atl- antshafsbandalagið er varnar- bandalag og þess vegna eru þessi ummæli Rauðu Stjörnunnar út í hött og eingöngu unnt að túlka þau sem vitnisburð um það, sem býr undir hjá þeim sjálfum," sagði Geir meðal annars. Hann bætti því við að hann teldi siík ummæli eingöngu til þess fallin að spilla fyrir viðleitni manna um afvopn- un og þess vegna ekki í anda frið- samlegra samskipta milli þjóða. Hann sagði að til lítils væri að tala um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd ef sú staðreynd, að þau eru kjarnorkuvopnalaus, verði til þess að ráðist verði á þau með slíkum vopnum. Því færi víðs fjarri að Atlantshafsbandalagið byggði varnaraðgerðir sínar á því að fórna öryggi eins í þágu ann- arra. „Hér er um varnarbandalag að ræða sem gerir öryggi allra þátttökuríkja jafn hátt undir höfði,“ sagði Geir ennfremur. Spurningu um það hvaða skýr- ing væri hugsanleg á því að Rauða Stjarnan tæki þessi lönd allt í einu til meðferðar svaraði Geir Hallgrímsson á þessa leið: „Fram hefur komið í umræðum að Svíum, og jafnvel Finnum líka, finnist lít- ið öryggi fólgið í friðartali Sovét- ríkjanna þegar kafbátar með kjarnorkuvopn innanborðs eru á sveimi við strendur þessara landa. Einnig má nefna hugleiðingar manna um það, að Svíar þyrftu jafnvel að endurskoða hlutleys- isstefnu sína. Þetta kann að eiga þátt í þessari ásökun málgagns Rauða hersins. En í þessum um- mælum felst auðvitað hótun og ógnun. Það á að reyna að hræða Norðmenn, Dani og íslendinga frá því, að taka þátt í varnarsamstarfi vestrænna þjóða. En ef þessi lönd gerðu það, þá opnuðu þau mögu- leika fyrir Sovétríkin til að beita jafnvel ennfrekari þrýstingi og komast inn í það tómarúm sem við það skapaðist. Þetta er auðvitað takmark Sovétríkjanna og frjáls vestræn ríki þurfa að vera vel á verði gagnvart slíkum fyrirætlun- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.