Morgunblaðið - 23.06.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.06.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNl 1983 27 Hundaeigendur í Kópavogi: Mótmæla nýjum reglum um hundahald NÝLEGA héldu Hundaræktarfélag fslands, Hundavinafélag íslands og Samband dýraverndunarfélaga ís- lands fund með hundaeigendum í Kópavogi vegna nýrra reglna um hundahald í Kópavogi sem bæjar- stjórnin hefur gefið út. Fundurinn samþykkti ályktun þar sem ýmsum ákvæðum í hinni nýju reglugerð er mótmælt. Meðal annars er mótmælt túlk- un bæjaryfirvalda á úrslitum könnunar á viðhorfum bæjarbúa til hundahalds og lýst undrun á þeim vinnubrögðum að „etja bæj- arbúum hverjum gegn öðrum með siðlausum uppástungum um upp- ljóstranir og fyrirheit um nafna- leynd," eins og segir í fréttatil- kynningu frá Hundaræktarfélagi íslands. Kröfunni um ófrjósemis- aðgerðir á tíkum er mótmælt svo og gjaldi þvi sem hundaeigendum er gert að greiða. Þá er fram- kvæmd leyfisveitinga mótmælt. Að lokum fer fundurinn fram á að framkvæmd reglugerðarinnar verði frestað og væntir þess að teknar verði upp viðræður á milli bæjaryfirvalda og hundaeigenda um eðlilegar og réttlátar óskir hundaeigenda. Unnið við að merkja rækjuna um borð í Dröfn. Sleppibúrið látið síga. Þessi háttur á að setja rækjurnar í sjóinn forðar Ljósmynd: Guðmundur Bjarnason. J^jn, fr£ fug|jnum. Merktar rækjur settar í sjóinn í ísafjarðardjúpi — markmiðið að kanna hvort stofninn sé sjálfstæður eða ekki RÚMLEGA þrjú þúsund rækjur voru merktar og settar í sjóinn á þremur stöðum á ísafjaröardjúpi fyrr í þessum mánuði. Það var rannsóknarskipið Dröfn sem sá um þessa framkvæmd og er mark- miðið það að kanna hvort rækjur ganga úr ísafjarðardjúpi út á djúprækjumiðin. Heitir Hafrann- sóknastofnunin á sjómenn sem kunna að finna þessa merktu rækju að senda stofnuninni merk- in, eða koma þeim til rækju- mælingarmanna eða eftirlits- manna á hverjum stað. Upplýs- ingar um dagsetningar, staðsetn- ingar, dýpi og veiðarfæri þurfa að fylgja með. Verða endurheimtur launaðar með einhverri fjárupp- hæð ásamt upplýsingum um það hvar rækjan hafi verið merkt. Sólmundur Einarsson fiski- fræðingur sagði í samtali við Mbl. að þetta væri í annað skipt- ið sem slík könnun væri gerð. Sú fyrri var gerð árið 1971, en þá skiluðu rækjurnar sér ekki, „einkanlega vegna þess,“ sagði Sólmundur, „að rækjunum var þá einfaldlega kastað í sjóinn og voru því auðveld bráð fyrir fugla. Nú voru þær settar í sér- stök sleppibúr, sem sökkt var á mikið dýpi og síðan opnað og dregið upp. Auk þess voru rækj- urnar of fáar i fyrri könnuninni og sjósettar of utarlega í Djúp- inu.“ Sólmundur sagði að hingað til hefðu menn álitið að stofninn í ísafjarðardjúpi væri sjálfstæður og aðskilinn frá stofninum á djúprækjumiðunum, en þau liggja 60 sjómílur norður af Kögri og austur að Kolbeinsey og suður að Sporða- og Stranda- grunni. En þetta væri ekki vitað fyrir víst og mikilsvert væri að fá örugga vitneskju þar um. „En þessi rannsókn getur ekki gengið upp nema í góðri sam- vinnu við sjómenn og því heitum við á þá að slá ekki slöku við að senda merkin inn. Það er auðvelt að finna merkin, þau eru tölu- vert stór miðað við rækjuna, blá og ílöng,“ sagði Sólmundur. í þessum sama leiðangri var einnig framkvæmd árleg rækju- lirfukönnun, en það er gert til að varpa ljósi á árgangaskipun rækjunnar. Frá hestamóti á Murneyri. Ljósm.: Sig. Sigm. Murneyrarmót- ið um helgina KvAra-I.M«hnlti 21 mni Syóra-Uhgholti. 21. jóni. ÁRLEGT hestamót hestamannafé- laganna Sleipnis og Smára í Árnes- sýslu fer fram á Murneyri sem er á bökkum Þjórsár nú um helgina. Murneyrarmótin eru jafnan með fjölmennustu hestamótunum enda er aöstaöa þar góð til slfks móta- haMs, góður skeiðvöllur og góð tjaldstæði. Fjölmargir koma ríðandi á tta mót, sumir nokkuð langt að. fyrra voru um 800 hross á svæð- inu um mótshelgina en fólksfjöldi um |500. Dómar gæðinga hefjast á h laugardagsmorguninn kl. 10 en unglingakeppni kl. 15. Undanrásir kappreiða hefjast kl. 17 en um kvöldið verður kvöldvaka með blönduðu efni. Á sunnudag er mótið svo sett kl. 13, þá fara fram úrslit kappreiða og verðlaun af- hent í gæðinga- og unglinga- keppnunum. Mikil þátttaka er i öllum keppnisgreinum og munu um 200 hross fá að spreyta sig með knapa sína á Murneyrinni nú um helgina. — Sig. Sigm. Hnausar: Nýtt tjaldstæði á Kirkjubæjarklaustri llnausar, 20. júní. Undanfarið hefur verið unnið við að gera tjaldstæði hjá Stjórnarfossi á Síðu. Ferðamálanefnd sem starfar í Kirkjubæjarhreppi hafði forgöngu um þetta og hefur verið unnið í sjálf- boðavinnu og mikil þátttaka, þar á meðal frá Ungmennafélaginu Ár- manni, sem mun cinnig nota snyrti- aðstöðuna. Er íþróttavöllur uúgmennafé- lagsins þarna mjög nærri. Tjald- stæðið verður opnað nú eftir næstu mánaðamót. Staðurinn er mjög nærri Kirkjubæjarklaustri mátulega fjarri aðalvegi. Birki var gróðursett í brekkuna ofan við tjaldstæðið til að prýða staðinn, sem er þó fyrir einn hinn fegursti á Síðu. Hlýtur að verða notalegt að sofna þarna og hverfa frá streitu nútímans við niðinn frá Stjórnarfossi. Vilhjálmur. Fishing News International: Tuttugu síðna sérrit um ísland SÉRSTAKT 20 síðna fylgirit um ís- land fylgir júníhefti ritsins Fishing News International, þar sem fjallað er um fiskiðnað og þjónustufyrirtæki við hann á íslandi. Meðal efnis í blaðinu er viðtal við Steingrím Hermannsson, þá- verandi sjávarútvegsráðherra. Um fiskiðnað á íslandi segir með- al annars að ísland hafi þróað eig- in þjónustufyrirtæki fyrir fisk- iðnað og að sú mikla reynsla sem hafi fengist af að sjá fiskiðnaðin- um fyrir þjónustu hafi styrkt stöðu þjónustuiðnaðarins á al- þjóðlegum mörkuðum, þannig að hann sé jafnvel feti framar. INNLENTV Stóðst próf hjá ríkisskattstofu Bandaríkjanna Ríkisskattstofa Bandarikjanna hefur gefið Önnu Þóru Manger skírteini númer 31966 og veitt henni leyfi til að koma fram fyrir hönd skattgreiðenda, cinstaklinga og fyrirtækja í öllum þeim málum sem varða ríkisskattstofuna. Hún stóðst próf hjá ríkisskattstofunni í október til að ná þessum réttindum. Anna Þóra er fædd á Seyðis- firði, dóttir hjónanna Ragnhildar Guðmundsdóttur og Benedikts Þórarinssonar. Hún varð stúdent frá Verslunarskólanum 1957 en stundaði nám i endurskoðun og skattamálum við New York Uni- versity. Frá 1973 hefur hún verið endurskoðandi hjá Glickman & Company í New Jersey. Anna er gift Arnold Manger verkfræðingi og eru þau búsett í New Jersey. Hárgreiðslu- stofa Æsufelli Nýlega hafa hárgreiðslumeistararnir Edda Hinriksdóttir og Guðrún Sólveig Grétarsdóttir (Dollý) opnað stofu að Æsufelli 6. Þær hafa báðar rekið hárgreiðslustofu áður. Edda rak Hárgreiðslustofu Eddu í Sólheimum 1 og stofnaði í fyrsta sinn hárgreiðslustofu í Borgarnesi. Dollý rak hárgreiðslu- stofuna Lokkablik og befur unnið á nokkrum stofum síðan. Þær stöllur bjóða upp á alla algenga þjónustu jafnt fyrir dömur og herra. Aðalfundur Verndar Aðalfundur félagasamtakanna Verndar veröur haldinn mið- vikudaginn 29. júní nk. aö Hótel Heklu, kjallarasal, kl. 20.30. Dagskrá fundarins: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Lagðir fram reikningar félagsins til samþykktar. 3. Lagabreytingar. 4. Kosning stjórnar og endurskoöenda. 5. Tekin ákvörðun um félagsgjöld. 6. Önnur mál. Allir félagar eru hvattir til að mæta á fundinn. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.