Morgunblaðið - 23.06.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.06.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1983 Höfn í Hornafirði: Úrslit fengust í þriðju atrennu MIKIÐ var um að vera á Höfn í Hornafirði um síöustu helgi, en þá voru þar saman komin shotokan karatefélög á íslandi. Voru æfingabúdir undir stjórn þjálfara Sindra frá Hornafiröi og Uórshamars frá Reykjavík. Voru raeðal annars haldnar nokkrar úti- æfingar sem vöktu mikla athygli bæjarbúa. Landsþing shotokan karatefé- laganna fór fram á laugardag og var þar meðal annars á dagskrá koma þýsks landsliðsmanns, Diet- er Steinegg, en hann mun koma í lok þessa mánaðar. Sveitakeppni fór fram á sunnu- dag og var keppt í kata sem er niðurröðun á vörnum, höggum og spörkum. Eru þar tækni, kraftur og öndun mikil atriði. Eftir fyrstu einkunnagjöf stóðu Sindri og Þórshamar jafnir að stigum. Þeir kepptu til úrslita og enduðu aftur jafnir. I þriðju atrennu sigraði Þórshamar naumlega. Má telja þetta mjög gott hjá Sindra þar sem deildin var stofnuð í haust. Úrslit urðu þessi: 1. sæti — Þórshamar, Reykja- vík: Böðvar Kristjánsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Sigþór Markús- son. 2. sæti — Sindri, Hornafirði: Þóra Erlingsdóttir, Hlynur Arn- órsson, Björn Ingi Grétarsson. 3. sæti — Gerpla, Kópavogi: Guðni Aðalsteinsson, Narfi Hall- dórsson, Grímur Pálsson. Iðkun á karate hefur færst mik- ið í vöxt á síðustu árum. Bara shotokan er æft í fimm héraðs- samböndum. SG Frá setningu prestastefnunnar í hátíðarsal Háskóla íslands í fyrradag. Lokadagur prestastefnunnar PRESTASTEFNU íslands, sem sett var í fyrradag, var haldið áfram í gær. Framsöguræður voru fluttar á setningardegi stefnunnar og í gær fjölluðu umræðuhópar um málefni hennar, sem að þessu sinni er hinn lútherski arfur í kirkju nútímans. Framsöguræður á setningar- degi prestastefnunnar fluttu sr. Jónas Gíslason dósent um siða- bótamanninn Martein Lúther, sr. Þorbergur Kristjánsson um stöðu kirkjunnar í þjóðfélaginu og sr. Þorbjörn Hlynur Árnason um guðfræði Marteins Lúthers. í gær var prestastefnunni haldið áfram og hófst annar dagur stefnunnar á morgunbæn í háskólakapellunni, sem séra Ingibergur Hannesson prófastur flutti. Því næst fjölluðu um- ræðuhópar um málefni stefn- unnar í kennslustofum Háskól- ans, en eftir hádegi skiluðu framsögumenn umræðuhópanna áliti þeirra. Nokkrar umræður fóru svo fram áður en haldið var í kaffi í Norræna húsinu en þar fór fram kynning á Lúthers- árinu, m.a. á myndefni og ýms- um þáttum sem verða á dagskrá hjá kirkjunni í tilefni af 500 ára afmæli Marteins Lúthers. Lokadagur prestastefnunnar hefst á morgunbæn sr. Hannesar Arnar Blandon, en svo verður umræðum frá fyrri dögum hald- ið áfram og álitum skilað. Kirkjufræðslunefnd mun flytja greinargerð og svara fyrirspurn- um um kl. 14 í dag, og að því loknu verða önnur mál tekin fyrir áður en stefnunni verður slitið. Lokaþáttur prestastefnu fslands verður samverustund í biskupsgarði í kvöld. Fulltrúar Reykjavíkurborgar ásamt bæjarstjóra og bæjarritara í Nuuk. F.v. Jörgen Sten Larsen, bæjarritari í Nuuk, Markús Örn Antonsson, forseti borgarstjórnar, Peter Th. Högh, bæjarstjóri í Nuuk, Sigurjón Fjeldsted, borgarfull- trúi, Guðrún Jónsdóttir, borgarfulltrúi, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi, Gunnar Eydal, borgarfulltrúi og Jón G. Kristjánsson, starfsmannastjóri. Samskipti bæjar stjórnar Nuuk borgarstjórnar NÝLOKIÐ er heimsókn sjö fulltrúa frá Reykjavíkurborg til Nuuk á Grænlandi, en þar dvöidu þeir í boði bæjarstjórnar þar. Var með þessu verið að endurgjalda heimsókn full- trúa bæjarstjórnar í Nuuk til Reykjavíkur sl. sumar. Hér er um að ræða fyrstu form- legu heimsóknina á milli höfuð- staða landanna og var ákveðið á fundi sem haldinn var í Nuuk, að taka upp formleg samskipti höfuð- borganna jafnframt því sem rætt var um samvinnu varðandi at- vinnumál á þann hátt, að nokkr- um ungum Grænlendingum verði gefinn kostur á að dveljast í Reykjavík um skeið og kynnast ís- lenskum atvinnuháttum. Af hálfu bæjarstjórnarinnar í Nuuk komu fram sérstakar óskir um sjávar- útveg og fiskiðnað í þessu sam- og Rvíkur bandi og ráðgera Grænlendingar samskonar fyrirgreiðslu gagnvart fslendingum. Einnig var lögð áhersla á samskipti á sviði menn- ingarmála. Þá bauð Reykjavíkur- borg tveim grænlenskum ungling- um til hálfs mánaðar dvalar í Reykjavík sem skipulögð verður af framkvæmdastjóra Æskulýðs- ráðs. Mývatnssveit: Fjölmenn útför Sigfúsar Bárðarsonar MývatnsNveit, 20. júní. ÚTFÖR Sigfúsar Bárðarsonar, Helluhrauni 5, Mývatnssveit, var gerð frá Skútustaöakirkju sl. firamtudag að viðstöddu miklu fjöl- menni. Sóknarpresturinn, séra Örn Friðriksson, flutti útfararræðu og jarðsöng. Sigfús Þór Bárðarson var fæddur á Akureyri 27. október 1932. Foreldrar hans voru Sigur- björg Sigfúsdóttir og Bárður Sig- urðsson, kennd við Höfða hér í sveit. Sigfús flutti hingað í sveit- ina ungur að árum, eftir að faðir hans missti heilsuna, til móður- bróður síns, Stefáns Sigfússonar, og konu hans, Bjargar Jónsdóttur, er þá bjuggu að Skútustöðum. Þar ólst hann upp við ástríki fóstur- foreldra sinna. Snemma fór Sigfús að vinna, enda sérlega handlaginn og ágætur starfskraftur, við hin margvíslegustu störf, bæði hér í sveitinni og víðar. Hann var góður og traustur félagi í ungmennafé- laginu Mývetningi, Karlakór Mý- vatnssveitar, þá var hann einnig einn af stofnendum Kiwanis- klúbbsins Herðubreiðar. Eiginkona Sigfúsar var Bergljót Sigurbjörnsdóttir og lifir hún mann sinn. Þau eignuðust fjórar dætur sem allar eru á lífi. Þau bjuggu um tíma á Heiði hér í sveitinni, ennfremur á Skútustöð- um, þar sem Sigfús var húsvörður Skjólbrekku og stöðvarstjóri Landssímans. Síðan lá leið hans til Kísiliðjunnar þar sem hann starfaði til dauðadags. Þau hjónin komu sér upp íbúðarhúsi á Hellu- hrauni 5 í Reykjahlíð þar sem þau hafa búið síðustu árin. Starfsfé- lagar Sigfúsar sakna góðs vinnu- félaga enda verður hans skarð vandfyllt. Þeir senda eiginkonu hans, dætrum og öldruðum fóst- urföður og öllum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Kristján jtt- » „Svart og sykurlaust“ í leikför um Vestfirði LEIKHÚSIÐ „Svart og sykurlaust" Hólmavík, þá í Trékyllisvík, þriðja er um þessar mundir að leggja í sína sýningin verður svo á Hótel Klúku á fyrstu leikför. Fyrst sýnir hópurinn á Ströndum og sú fjórða á Boröeyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.