Morgunblaðið - 23.06.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.06.1983, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 139. tbl. 70. árg. FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins „Þetta er mikilvæg stund fyrir þjóðinau LEYFISVEITINGU VEIFAÐ. Lech Walesa hitti í gærkvöldi Jóhannes Pál páfa II að máli í Krakow, en engar myndatökur voru leyfðar á fundinura. Hér sést hann leggja upp í ferðina frá Gdansk og veifar sigri hrósandi opinberu leyfi stjórnvalda fyrir páfafundi og þriggja daga fríi frá vinnu. ap Dagar Glistrups taldir í dönskum stjórnmálum? Fundinn sekur um ein- staklega gróf skattsvik Kaupmannahöfn. 22. júní. AF. Frá fréttaritara Mbl. Ilæstiréttur Danmerkur dæmdi í dag Mogens Glistrup, stofnanda Framfaraflokksins, í þriggja ára fangelsi og til að greiða þrjár millj- ónir ísl. kr. í sekt fyrir skattsvik. Hundruð manna söfnuðust saman úti fyrir hæstarétti í morgun, og fagnaði fólkið ákaf- lega þegar Glistrup kom út eftir að dómurinn var ljós. Glistrup hélt smátölu og sór þess dýran eið „að berjast gegn þessu óréttlæti meðan ég dreg andann". Ekki þykir leika á því nokkur vafi, að þingið muni svipta Glistr- up þinghelgi svo fullnægja megi dómnum yfir honum, enda hafa flestir flokksleiðtoganna nú þegar sagt, að Glistrup verði að víkja. 1 byrjun þessa mánaðar hætti Poul Schlúter forsætisráðherra við að leggja fyrir þingið ýmis mikilvæg mál, en þá höfðu Glistrup og tveir samflokksmenn hans snúist gegn stjórninni svo minnstu munaði, að hún yrði að fara frá. Almennt Mogens Glistrup talar til fólks úti fyrir hæstarétti Danmerkur eftir að hann var dæmdur í þriggja ára fang- elsi fyrir skattsvik. AP. er búist við, að stjórnin eigi auð- veldara með að koma málum sín- um fram á þingi að Glistrup frá- gengnum, enda er varamaður hans sagður henni hlynntur. Mogens Glistrup hefur setið á þingi frá 1972 og hefur það verið hans helsta baráttumál að berjast gegn dönsku skattalöggjöfinni, sem hann segir spillta og gegn- umrotna. Við réttarhöldin yfir honum sagði saksóknarinn hins vegar, að Glistrup væri ekkert annað en „kaldrifjaður bragðaref- ur og gáfaður glæpamaður“, en verjandi hans lýsti honum sem manni, sem „byggi í eigin hugar- heimi en vildi vel“. Sjá: „Ég lofa að mæta til leiks ... “ á bls. 23 Óvæntur fundur páfa og Jaruzelskis hershöfðingja í gærkvöldi — 10.000 lögreglumenn tvístruðu mótmæla- göngu tugþúsunda manna í Krakow og Nowa Huta „Arafat er að safna að sér mönnum og ætlar að láta til skar- ar skríða. Blóðsúthellingar eru óhjákvæmilegar, en við erum við- búnir þeim,“ sagði talsmaður upp- reisnarmannanna í dag. Hann fullyrti þó, að Arafat og menn hans myndu aldrei komast til Bekaa-dals, þar sem uppreisnar- menn þykjast óhultir í skjóli sýr- lenska hersins, og sagði að brátt yrðu Arafat og menn hans flæmd- ir á brott frá Trípólí. Fréttir hafa verið um, að sýr- lenskir hermenn hafi tekið sér stöðu við hlið uppreisnarmann- anna innan PLO gegn stuðnings- mönnum Arafats en Assad, Sýr- landsforseti, hefur neitað þeim harðlega. Krakow, 22. júní. AF. JÓHANNES PÁLL páfi II átti í kvöld óvæntan fund með Jaruzelski hershöfðingja og er opinberlega sagt, að hann hafi verið haldinn að beiðni kirkjunnar. Ekkert hefur enn frést af viðræðum þeirra. Um tvær milljónir manna hlýddu í dag á messu páfa i Krakow og á eftir fóru tugþúsundir þeirra í mótmælagöngu um Krakow og nágrannaborgina Nowa Huta. Lech Walesa beið þess í kvöld að ganga á fund páfa. Eftir fund með biskupum Krakow-borgar fór páfi fótgang- andi til Wawel-kastala skammt frá, þar sem Jaruzelski hershöfð- ingi og herstjórnandi í Póllandi beið hans. Þeir ræddust við í 40 mínútur en ekkert hefur frést hvað þeim fór á milli. Um 100.000 manns biðu á sama tíma fyrir utan heimili páfa í Krakow og sungu þar sálma og báðust fyrir. Prestur kom þá út í einn glugga hússins og hvatti fólkið til að „biðja fyrir páfa, biðja um að heil- agur andi styrki hann því þetta er ákaflega mikilvæg stund fyrir þjóðina". Tvær milljónir manna hlýddu á messu páfa í Krakow í morgun og var þar látinn í ljós mikill og ein- lægur stuðningur við Samstöðu, hin bönnuðu verkalýðsfélög. Á eft- ir fóru um 50—60.000 manns i mótmælagöngu um Krakow og Nowa Huta, nágrannabæ Krakow. Fólkið söng nafn Walesa, bar fána Samstöðu og gerði sigurmerkið með fingrum sér. Um 10.000 lögreglumenn tvístruðu mann- fjöldanum með því að aka inn í göngurnar aftan frá og með því að koma fyrir vegartálmunum sem víðast á leið fólksins. Lech Walesa og fjölskylda hans komu til Krakow í kvöld og biðu þess í kirkju í borginni að þeim væri leyft að ganga á fund páfa. Noregur: Njósnara vísað burt Ósló, 22. júní. Fra frétta- ritara Mbl., Jan-Erik Lauré. Aðstoðarhermálafulltrúa við sovéska sendiráðið í Ósló var í dag vísað úr landi fyrir njósnir. í tilkynningu frá norska utanríkis- ráðuneytinu var þess ekki getið hve umfangsmikil njósnastarf- semin var eða hve mikið hún hefði skaðað norska hagsmuni. Norska leyniþjónustan hefur haft auga með hermálafulltrú- anum, Vladimir F. Zagrebnev, í langan tíma og greip hann loks- ins glóðvolgan þegar hann var að fylgjast með umsvifum norska hersins á herflugvelli í Bodö í Norður-Noregi. Hermt er, að Zagrebnev, sem er ofursti að tign, hafi margreynt að kom- ast í samband við menn, sem að- gang hafa að hernaðarleyndar- málum, og boðið þeim stórfé fyrir upplýsingar. Búist við blóðugum átökum innan PLO Trípólí, l)ama.skus, 22. júní. AF. TIL stórtíðinda virðist vera að draga í átökunum milli Arafats, leiðtoga PLO, og þeirra skæruliða, sem gert hafa uppreisn gegn yfirráðum hans. Arafat er nú að koma upp nýjum aðalstöðvum í borginni Trípólí í Líb- anon og í dag sagði talsmaður upp- reisnarmannanna, að þeir byggjust við miklum átökum á næstunni. Flestir helstu ráðamenn innan PLO, Frelsisfylkingar Palestínu- manna, sem hollir eru Arafat, eru nú komnir til borgarinnar Trípólí í Norður-Líbanon og eru að koma þar upp nýjum aðalstöðvum fyrir skæruliðahreyfinguna. Arafat kvaðst í dag vera viss um, að hann myndi bera sigur úr býtum í við- ureigninni við uppreisnarmenn- ina, sem lúta forystu Saeed Mousa ofursta. „Það verður þó hvorki létt verk né löðurmannlegt, það þykist ég vita,“ sagði Arafat í viðtali við fréttamann AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.