Morgunblaðið - 23.06.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.06.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1983 23 Hæstiréttur dæmdi Glistrup í þriggja ára fangelsi: „Lofa að mæta til leiks á ný í dönskum stjórnmálum“ — sagði Glistrup í stuttri ræðu fyrir utan dómsalinn HÆSTARÉTTARDÓMI MÓTMÆLT. Eftir að dómurinn hafði verið kveðinn upp yfir Glistrup sté hann á stokk og strengdi þess heit uppi í gaffallyftara fyrir utan hæstarétt að berjast gegn „ranglætinu meðan ég dreg andann“. ap Mogens Glistrup heldur á brott frá hæstarétti með dóttur sína, Evu, sér við hönd. AP Kaupmannahöfn, 22. júní. Frá Ib Björnbak, fréttaritara Morgunblaðsin.s. HÆSTIRETTUR í Kaupmanna- höfn kvað í morgun upp endanleg- an dóm yfir Mogens Glistrup, formanni Framfaraflokksins. Dómurinn hljóðaöi upp á 3ja ára fangelsi og einnar milljónar danskra króna sekt. Jafnframt missir Glistrup lögfræðingsréttindi sín um óákveðinn tíma. Ennfrem- ur verður hann krafinn um eina milljón króna vegna vangoldinna skatta og gert að greiða málskostn- að. Dómur Hæstaréttar í morgun var mun mildari en gert hafði verið ráð fyrir. Yfirréttur hafði áður staðfest dóm í héraði frá því í nóvember 1981 og hljóðaði hann upp á fjögurra ára fang- elsi, fjögurra milljóna danskra króna sektargreiðslu, auk rétt- indamissis fyrir lífstíð. Dómararnir sjö, sem dæmdu í máli Glistrups í héraði, voru ekki á eitt sáttir um refsingu hans og aðeins fimm þeirra voru sáttir við lokaniðurstöðuna. Hin- ir tveir töldu að honum bæri árs fangelsi, þar sem skattayfirvöld hefðu ekki lagt fram nægilega sterk sönnunargögn fyrir meint- um skattsvikum Glistrups. Fljótlega verður tekin um það ákvörðun í danska þinginu hvort stætt sé á því, að Glistrup gegni stöðu þingmanns Framfara- flokksins á meðan hann situr á bak við lás og sá. Strax I dag voru flestir flokksleiðtoganna þeirrar skoðunar, að ekki væri eðlilegt að Glistrup sæti áfram á löggjafarþingi. Þegar hann hef- ur afplánað dóm sinn getur Glistrup að sjálfsögðu boðið sig fram til þings á ný. Pólitískar afleiðingar Erfitt er að segja til um á þessu stigi málsins hvaða afleið- ingar dómur þessi kann að hafa í dönskum stjórnmálum. Sjálfur heldur Glistrup því fram, að hann geti stjórnað flokki sínum úr fangelsinu. Hins vegar á eftir að koma í ljós hversu mikil áhrif hans verða í þingflokknum þegar hann getur ekki setið þingfundi. Geti hann ekki setið á þingi, sem telja verður allar líkur á, tekur varamaður sæti hans. Varamaður hans er mun sam- vinnuþýðari við samsteypu- stjórn Schlúters en Glistrup hef- ur verið til þessa. Þá eru enn- fremur aðeins tveir þingmenn eftir í þingflokknum, sem fylgja harðlínustefnu Glistrups. Stefnu Framfaraflokksins er þannig háttað, að þingmenn hans geta aðeins valið um stefnu hans eða stjórnarinnar. Þetta hefur því í för með sér enn frek- ari stuðning við ríkisstjórnina. Þetta er nokkuð, sem Schlúter gerði sér fulla grein fyrir er hann frestaði afgreiðslu þriggja lagabálka um framlag ríkisins til sveitarfélaga, stuðning við íbúðabyggjendur og málefni landbúnaðarins til síðari um- fjöllunar er ljóst varð að ekki var hægt að tryggja stuðning meirihluta á þinginu við þessa málaflokka. Lengstu réttarhöld í sögu Dana Dómur Hæstaréttar batt einn- ig enda á lengstu réttarhöld danskrar sögu. Þau stóðu í 8 ár og 8 mánuði. Eftir að hafa skýrt frá því í sjónvarpsþætti hvernig m.a. í V-Þýskalandi, Hollandi, Englandi og Frakklandi, auk Is- lands, Noregs og annarra Norður- landa. Sérstaklega eru það fjar- skipti skipa við land, sem hafa orð- ið fyrir öflugum truflunum, en einnig eru þess dæmi að símskeyti, útvarps- og telex-sendingar hafi farið úr skorðum. Sendir þessi hefur ekki verið til óþæginda frá því veturinn 1979—80, en frá því snemma á þessu ári hefur styrkur hans farið mjög vaxandi, með áðurgreindum afleiðingum. Yfirvöld fjarskipta í Noregi eru staðráðin i að fá sendi- ngum hans hætt áður en manntjón hlýst af sambandsleysi á milli staða. hann hefði haft dönsku skatta- lögin að leiksoppi stofnaði Glistrup Framfaraflokkinn og komst á þing í kjölfar kosn- inganna í desember 1973. Hlaut þá 28 þingmenn. Strax á næsta ári, 1974, lagði ríkissaksóknarinn fram ákæru á hendur stofnanda flokksins og í | kjölfarið fylgdu ítarlegar rann- sóknir á skattamálum Glistrups og stofnun hlutafélaga hans. Fé- lög þessi reyndust flest hver að- eins til á pappírnum. Var því þá strax haldið fram að verið væri að fara á bak við lögin. Mál hans var tekið fyrir í Kaupmannahöfn á árunum 1974—1978 og var Glistrup í kjölfar þeirra rannsókna dæmd- ur til að greiða 5,5 milljónir danskra króna í sektir og vegna vangoldinna skatta. Glistrup áfrýjaði dómnum, en þann 23. nóvember féll dómurinn þungi yfir honum í héraði. Nú, hálfu fjórða ári síðar, hefur Hæsti- réttur kveðið upp endanlegan úr- skurð. Dómssalurinn var þéttsetinn í morgun og stuðningsmenn Glistrups færðu honum blóm- vendi í tugatali. Hann flutti stutt ávarp eftir að dómur hafði verið kveðinn upp og lofaði að mæta til leiks á ný á vettvangi danskra stjórnmála og veita hugsjónum sínum brautargengi. Hvort Glistrup snýr sér að stjórnmálum eftir að hann hefur afplánað dóminn verður tíminn einn að leiða í ljós. Ennfremur getur tíminn einn skorið úr um afstöðu Framfaraflokksins á þingi nú þegar leiðtoga hans nýtur ekki lengur við. Mannskaði í sprengingu Búdapest, l ngverjalandi, 22. júní. AP. SPRENGING varð í kolanámu í norðvesturhluta Ungverjalands fyrir dagrenningu á miðvikudag og varð þrjátíu og fimm manns að bana en særði nítján. Meira en tvö hundruö verkamenn voru í kola- námunni er sprengingin varð. Þeg- ar síðast spurðist var ekki vitað um orsök sprengingarinnar. Náman, sem um er að ræða, er við bæinn Oroszlany fimmtíu kílómetra vest- ur af Búdapest. Sovéskur sendir í Kiev veldur stórfelldum truflunum: Norðmenn krefjast stöðvunar sendinga Osló, 22. júní. Frá Jan Erik Lauré, fréttaritara Morgunblaðsins. ^ YFIRVÖLD fjarskipta í Noregi hafa nú ákveðið að fara fram á það við norska utanríkisráðuneytið, að það beri fram formlega kvörtun við sov- ésk yfirvöld vegna stöðugra truflana af völdum öflugs sendis, sem settur var upp í Kiev. Sendir þessi hefur valdið mjög miklum truflunum á fjarskipta- sambandi margra landa, m.a. bæði Noregs og íslands. Og dæmi eru um að lífsnauðsynleg sendiboð hafi ekki komist til skila. Jafnframt hafa yfirvöld fjar- skipta í landinu ákveðið að ræða við kollega sína í Sovétríkjunum til þess að reyna að fá viðhlítandi skýringar á þessum miklu truflun- um, sem víða hafa komið fram, í sumarbústaðinn og ferðalagið Björgunarvesti ÁRAR. — ÁRAKEFAR. BÁTADREDAR, KEDJUR. KOLANET. —SILUNGANET. “ ÖNGLAR. PILKAR. SÖKKUR. Handfæravindur. MEO STÖNG Sjóveiðistengur MEO HJÓLI. Sjóspúnar og Piklar. VIOLEGUBAUJUR. SUÐHLÍFAR, MARGAR ST. VÆNGJADÆLUR. BÁTADÆLUR. • Garðyrkjuáhöld SKÓFLUR ALLSKONAR. KANTSKERAR. GARÐHRÍFUR. GAROSLÖNGUR. SLÖNGUVAGNAR. VATNSÚOARAR. HRÍFUR. ORF. BRÝNI. GAROSLÁTTUVÉLAR. Garðyrkjuhanskar TONKINSTOKKAR Handverkfæri ALLSKONAR. KÚBEIN, JÁRNKARLAR. JARÐHAKAR, SLEGGJUR. MURARAVERKFÆRI. RYOEYOIR — RYÐVÖRN Bátalakk og málning. FERNISOLÍA. VIOAROLÍA. HRÁTJARA. CARBÓLÍN. BLAKKFERNIS. PLASTTJARA. PENSLAR, KÚSTAR. • Útigrill GRILLTENGUR — GAFFLAR VIOARKOL — KVEIKILÖGUR Gasferðatæki OLÍUPRÍMUSAR. STEINOLÍA, 2 TEG. PLASTBRUSAR. • MÚSA- OG ROTTUGILDRUR. SLÖKKVITÆKI. BRUNATEPPI. DOLKAR — VASAHNÍFAR Stillongs Ullarnærföt NÆLONSTYRKT DÖKKBLÁ. FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA. TERMO-NÆRFÖT ULLARSOKKAR. FEROASKYRTUR. • REGNFATNAÐUR, KULDAFATNAOUR. GUMMISTIGVEL. VEIÐISTÍGVÉL. FERDASKÓR. Föstudaga opið til kl. 7 <^3*: Simi 28855

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.