Morgunblaðið - 23.06.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.06.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1983 37 Samvinnutryggingar: 4,1 milljón króna hagnaður á sl. ári I REIKNINGUM Samvinnutrygginga g.t. kom fram, að rekstur trygginga- greinanna gekk vel á árinu. Námu bókfærð iðgjöld 221,4 milljónum króna, en iðgjöld ársins 202,9 milljón- um. Af heildariðgjöldum námu iðgjöld frumtrygginga 90,8%, en endurtrygg- ingaiðgjöld innlend og erlend 9,2%. Iðgjöld ársins jukust milli ára um 64,8% í frumtryggingum, en um 105,6% í endurtryggingum. Aukn- ing frumtryggingaiðgjalda var næstum því jafn mikil og milli næstu ára á undan, sem var meiri aukning en þá hafði orðið um ára- bil. Greidd endurtryggingaiðgjöld námu 42,7 milljónum króna, eða um 21% heildariðgjalda ársins. Greiðslur endurtryggjenda á um- boðslaunum og tjónum til félagsins námu samtals 34,4 milljónum. Bókfærð tjón á árinu urðu 108,8 milljónir króna, en tjón ársins 163,9 milljónir. Hafa bókfærð tjón hækk- að um 54,8% milli ára, en tjón árs- ins um 57,4%. Tjónaprósenta miðað við iðgjöld ársins er 80,8%, en mið- að við eigin iðgjöld er tjónaprósent- an 86,7%. Hagnaður varð af rekstri Bruna- deildar, Sjódeildar og Ábyrgðar- og slysadeildar og erlendum endur- tryggingum, samtals 8,2 milljónir. Bifreiðadeild og innlendar endur- tryggingar skiluðu hins vegar tapi, samtals að fjárhæð 4,1 milljón. Samtals varð því hagnaðurinn 4,1 milljón. Innlánsstofnanir: Verulega hefur dregið úr útlánum til einstaklinga — Samdrátturinn mun minni hjá fyrirtækjum ÍJTLÁN innlánsstofnana, að endur- seldum lánum meðtöldum, jukust um 76% á 12 mánuðum til mafloka, en hins vegar um 70% næstu 12 mánuði þar á undan. Mikil útlána- þensla var á síðasta ári og tölur yfir útlánaaukningu á hverju undan- genginna 12 mánaða tímabili hækk- uðu stig af stigi út árið og voru í árslok 86,3% og í janúarlok á þessu ári 87,6%. Síðan hefur ferillinn lækkað nokkuð, enda gerðu viðskipta- bankarnir með sér samkomulag í janúarmánuði um sérstakt aðhald í útlánum auk þess sem nokkrir gerðu samninga við Seðlabank- ann. Flokkun lána á lánþega bendir til að bönkum hafi einkum orðið ágengt við einstaklinga. Lán inn- lánsstofnana til þeirra jukust afar mikið á seinnihluta árs 1981 og fyrstu mánuði ársins 1982. I lok apríl á síðasta ári nam 12 mánaða aukning þessara lána 92%, en næstu 12 mánuði aðeins 51%. Á lánum til fyrirtækja hefur ekki komið fram hliðstæð breyting þótt ferill 12 mánaða talna hafi lækkað frá janúarlokum, þegar hann var 97%. Til aprílloka er hækkunin um 84%. Tölur um flokkun lána í maílok liggja hins vegar enn ekki fyrir. Um 4,1% aukning á raforkunotkun RAFORKUNOTKUN jókst hér á landi um liðlega 4,1% fyrstu þrjá mánuði ársins, þegar heildarnotkun- in var 938 gigawattstundir, borið saman við 901 gigawattstund á sama tíma (fyrra. Aukningin í forgangsórku var nokkru meiri, eða liðlega 5,14%. Samtals var forgangsorkunotkun- iií í ár 921 gigawattstund, en til samanburðar 876 gigawattstundir á Sama tíma í fyrra. Forgangsorkan skiptist í al- menna notkun, sem jókst um lið- lega 7%, en hún var samtals 464 gigawattstundir, borið saman við 431 Gigawattstund í fyrra. Svo- kölluð stórnotkun jókst um liðlega 2,7%, en hún var samtals 457 giga- wattstundir, borið saman við 445 gigawattstúndir í fyrra. Notkun á svokallaðri afgangs- orku dróst saman Um 32% á fyrstu þremur mánuðum ársins, þegar hún var alls 17 gigawatt- stundir, borið saman við 25 giga- wattstundir á sama tíma í fyrra. Breskur sjónvarpsmaður stjórnar vísindaleiðangri um ísland HINN kunni náttúrufræðingur og landkönnuður David Attenborough verður leiðangursstjóri hóps nem- enda og kennara úr enskum menntaskóla (Hampton School) sem hyggst ferðast um norð-aust- anvert landið í næsta mánuði. Hér er um 22 manna hóp úrvalsnem- enda að ræða og er ætlunin að kanna á vísindalegan hátt jarð- fræði og náttúru landsins. Leiðangurinn mun standa yfir í þrjár vikur og verður m.a. staldrað við í Mývatnssveit og í nágrenni Akureyrar. Mikill áhugi er fyrir ferðinni í viðkom- andi skóla og nefna má til marks um það, að Attenborough hélt á dögunum fyrirlestur í skólanum er nefndist „Travels of a Natur- alist“ og sóttu hann yfir 600 nemendur, kennarar og foreldr- ar. David Attenborough ætti að vera íslendingum að góðu kunn- ur. Hann er vinsæll sjónvarps- maður í heimalandi sínu og ís- lenska sjónvarpið hefur sýnt þætti sem hann hefur gert, má þar til dæmis nefna hinn vinsæla framhaldsþátt „Life on Earth“ sem sýndur var í desember 1980 og janúar 1981. i í furu erum viö fremstir Hjá okkur er stórkostlegt úrval af vönduöum masífum furu- húsgögnum á hagstæöu verði. Greiðsluskilmálar í 6—8 mánuöi HAGSÝNN VELUR ÞAD BESTA HDS6ACN&BÖLLIN BfLDSHÖFÐA 20 - 110 REYKJAVfK S 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.