Morgunblaðið - 23.06.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.06.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1983 Gonzales vestrænu WaKhington, 22. júní. AP. Forsætisráðherra Spánar, Filipe Gonzales, hefur fullvissað stjórnvöld í Bandaríkjunum um að jafnaöar- mannastjórn hans muni hvergi hrófla við skuldbindingum Spánverja við Atlantshafsbandalagið. Óvissu hefur gætt að undanfórnu vegna fyrri um- mæla Gonzalesar í þá átt að Spánn kynni að segja sig úr bandalaginu. Forsætisráðherrann sagði Reag- an Bandaríkjaforseta á þriðjudag að Spánn væri vestrænt ríki í bæði menningarlegum og sögulegum skilningi og væri því ósk Spánverja treystir tengslin um flétta saman örlög Spánar og annarra vestrænna ríkja fullkom- lega rökrétt. Gonzalez skýrði einn- ig frá því í Hvita húsinu í Washington að stjórn hans reri að því öllum árum að verða fullgildur félagi í Efnahagsbandalagi Evrópu og binda þannig enda á efnahags- lega einangrun landsins. Fréttir herma að þegar fundi leiðtoganna lauk hafi Reagan ekki verið í minnsta vafa um hollustu Spánar við Atlantshafsbandalagið og tengsl landsins og Bandarikj- anna. Prag: Frelsisóp kæfð með kylfum Pr*g, 22. júní. AP. TÉKKNESKIR lögreglumenn réð- ust í dag með kylfur að vopni á hóp manna, sem safnast hafði saman á Wenceslaus-torgi í Prag og krafðist þar friðar og frelsis. Á Wenceslaus-torgi var haldinn vel skipulagður fundur „Alþjóða- þingsins fyrir friði og gegn kjarn- orkuvopnum", sem tékknesk stjórnvöld gangast fyrir þessa dagana, og var opinbera hrópið „Við viljum frið“. Þegar um 300 manna hópur tók sig hins vegar út úr og tók að hrópa „Við viljum frið og frelsi", „Afvopnið hermennina" og „Burtu með herinn" brugðust lögreglumennirnir hart við, réðust Bretland: Verðbólgan komin í 3,7% Verðbólga í Bretlandi hefur aldrei verið minni en nú. Á síð- asta tólf mánaða tímabili, frá maí í fyrra til aprílloka í ár, reyndist hún aðeins vera 3,7%. Hefur verðbólga farið hrað- lækkandi í stjórnartíð Thatch- er og sem dæmi má nefna, að á næsta 12 mánaða tímabili þar á undan, aprílbyrjun í fyrra til marsloka í ár, var verðbólgan 4%. á fólkið með gúmmíkylfum og börðu það. „Friðarþingið" í Prag er sótt af 2.645 fulltrúum frá 140 löndum að sögn skipuleggjenda þess. Fulltrúi Breta er ein kvennanna, sem mót- mælt hafa bandarískum stýri- flaugum í Greenham Common í Bretlandi. Hún sagði í ræðu, að vitleysa væri, að bæði stórveldin væru jafn sek, það væru Banda- ríkin, sem væru sökudólgurinn. Aðrar ræður eru í sama dúr og hafa þátttakendur jafnan fyrir sér mikinn borða með slagorðinu „Samstaða með Sovétríkjunum að eilífu". Ovenjulegir kuldar í Sovét Moskvu, 22. júní. AP. MIKIÐ og óvenjulegt kuldatíma- bil herjar nú á Sovétmenn. Hita- stigið í Moskvu fór í nótt niður í 2 gráður á celsíus og hefur ekki ver- ið svo lágt á þessum árstíma allt frá árinu 1910, að því er talsmenn veðurstofu ríkisins segja. Verra mun framundan og er víða spáð næturfrosti á næstu dögum. Kuldakast þetta er sagt stafa af mikilli hæð yfir Eystrasalti. Drottning setur þing f Bretlandi liondon, 22. júní. AP. ELÍSABET II Bretadrottning setti í dag þing og sagði að ríkisxtjórn Margar- et Thatchers myndi halda áfram strangri aðhaldsstefnu sinni í efnahagsmál- um og hafa þéttingsfast taumhald á verkalýðsfélögnnum á öðru kjörtímabili stjórnarinnar. í ræðu drottningar kom einnig fram að Thatcher myndi standa vörð um stöðu Bretlands í Atl- antshafsbandalaginu og endur- nýja kjarnorkuvígbúnað landsins til að svara ógnun Sovétríkjanna. Formaður Verkamannaflokksins, Michael Foot, brást við setn- ingarræðu drottningar með því að kalla hina yfirlýstu stjórnarstefnu „kaldrifjaða og sjálfumglaða“. Neðri deild brezka þingsins mun rökræða ræðuna síðar, en þing- menn Verkamannaflokksins hafa þegar kallað saman sérstakan fund í tilefni hennar og leggja nú á ráðin um hvernig snúast megi við fyrirætlunum Ihaldsflokksins innan þings sem utan. „SAMSTAÐA, SAMSTAÐA“ Um tvær milljónir manna hlýddu á messu hjá Jóhannesi Páli páfa II í pólsku borginni Kraków í gær og bar þar mikið á fánum með nafni Samstöðu. Síðar fóru um 50.000 manns í mótmælagöngu um borgina en ekki kom þó til átaka við lögregluna, sem hafði uppi mikinn viðbúnað. AP. Sovéskir byggja eldflaugapalla W ashington, 22. júní. AP. LANDFLÓTTA Nicaraguabúi, fyrrum starfsmaður stjórnvalda þar í landi, Hinn er staðsettur um 20 kíló- hefur skýrt frá því að verið sé að undirbúa byggingu tveggja eldflaugapalla fyrir sovéskar flaugar í landinu. Miguei Bolanos Hunter, en svo heitir maðurinn, sagði ennfremur að þær ásakanir stjórnar Sandinista, að Bandaríkjamenn hefðu staðið að baki morð- tilræðis við utanríkisráðherra landsins, Miguel D’Esconto, væru uppspuni frá rótum. Bolanos hélt í dag fund með fréttamönnum, þar sem hann skýrði frá þessu. Lét hann þess jafnframt getið að ásakanir stjórnvalda í landinu á hendur Bandaríkjamönnum væru aðeins settar fram í þeim tilgangi að grafa undan stjórnarandstöðunni í landinu. Bolanos, sem er bandarískur i aðra ættina, sagði fréttamönnum í þaula frá starfi sínu sem öryggis- vörður á vegum stjórnvalda og kvaðst hafa flúið land vegna ósættis við stefnu stjórnvalda. Annar eldflaugapallanna, sem hann skýrði frá, er við flugvöllinn í Managua og er þegar tilbúinn. metra frá höfuðborginni og verður tilbúinn innan tveggja mánaða. Hann sagði hins vegar ekkert um hvort sjálfum flaugunum hefði þegar verið komið fyrir. Upplýsingar Bolanos eru að hans sögn ekki byggðar á hans eigin upplifun, heldur fregnum frá kunningja, sem unnið hefur við gerð pallanna. Jafnframt skýrði hann frá því, að 80 MIG-orrustu- þotur í eigu Sovétmanna væru staðsettar á Kúbu og verða þær formlega afhentar eftir kosningar, sem haldnar verða I landinu 1985. Reagan siglir í endurkjörsátt Maiu, 22. já>f. AP. GEORGE Bush, varaforseti Banda- ríkjanna gaf í skyn í sjónvarpsviðtali í Vestur-Þýskalandi á þriðjudags- kvöld að Reagan Bandarikjaforseti hefði ákveðið að gefa kost á sér ann- að kjörtímabil. alltof útsjónarsamir til að fara þannig að.“ Fréttaskýrandi komst svo að orði eftir viðtalið við Bush, að ef varaforsetinn gengi að því sem vísu að Reagan yrði endurkjörinn, þá væri hér um að ræða fyrstu opinberu vísbendinguna um að Reagan ætlaði að gefa kost á sér aftur. „Forsetinn siglir í átt til endur- kjörs,“ svaraði Bush er vestur- þýzkur fréttamaður gerði þá at- hugasemd, að Sovétmenn kynnu að bíða þar til eftir forsetakosn- ingarnar 1984 áður en þeir legðu fram nýjar tillögur í viðræðum sínum við Bandaríkjamenn um minnkun kjarnorkuvígbúnaðar í Genf. „Ég held ekki,“ sagði Bush. „Við ættum að vinna að friði og afvopnun frekar en að vera með vangaveltur um kosningar í fram- tíðinni. Ég tel að Sovétmenn séu Háþróaður tölvu- búnaður Wuhinfpon, 21. jnnf. AP. RONALD Reagan, Bandaríkja- forseti, hefur samþykkt útflutning á háþróuðum tölvubúnaði til Kína þrátt fyrir efasemdir um að hann kynni að verða notaður í hernaði. Mótmæli komu fram af hálfu varnarmálaráðuneytisins, en til Kína Reagan tók af skarið og leyfði út- flutninginn. Leyfi þetta stendur í tengslum við ferð bandaríska viðskiptamálaráðherrans, Mal- colm Baldridge, en hann er nú í Peking.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.