Morgunblaðið - 23.06.1983, Page 19

Morgunblaðið - 23.06.1983, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1983 19 „Hvernig í ósköpunum eiga menn aö átta sig á því hvað það þýðir fyrir fjár- hag þeirra sjálfra eða þjóðfélagsins að hafa verðbólguhraðann í des- ember eitthvað ótiltekið hærri en 27% (skv, reynslu forsætisráðherra) en kaupmáttinn svokallaða 18% minni en einhvern tíma í fyrra?“ unni segir líka á þessa leið: Spár um verðlagsþróun eru sérlega óviss- ar við ríkjandi aðstæður og þar með kaupmáttarspár. Ekki bætti það úr skák þegar forsætisráðherra sagði í kynning- unni að hann hafi reynslu fyrir þv( að útreikningar þeirra (þ.e. Þjóð- hagsstofnunar og fleiri „útreikn- ingsaðila" eins og hann orðaði það), stæðust sjaldnast. Það er svo sem hætt við því að almenni borg- arinn geti sagt það sama, en samt var þessi athugasemd óþörf og línukrókum í kjaftinum. Þykir merkilegt í því samhengi, að að- eins er um nýja öngla að ræða og er talið að þetta geti þýtt, að þess- ir fiskar með önglana í kjaftinum, kunni að drepast eftir nokkra daga. Þetta er þó erfitt að sanna. Aðildarlönd Alþjóðahafrann- sóknarráðsins hafa sýnt dragnót- inni vaxandi áhuga á undanförn- um árum. Á síðasta vinnunefnd- arfundi þeirrar nefndar, sem fjall- ar um veiðarfæri, var það sam- þykkt, að á næsta fundi nefndar- innar í maí 1984 skuli aðalum- ræðuefni hópsins eimitt vera dragnót og dragnótaveiðar. Hér á íslandi hefur þessa áhuga einnig mjög greinilega orðið vart. Kemur þar til, að kolastofnar okkar eru ekki fullnýttir, sem auð- vitað er ekki vansalaust og einnig hefur mér skilist, að fjárhags- grundvöllur sé fyrir þessum veið- um, sem auðvitað er mjög athygl- isvert. Þó eru ekki allir sem líta svo á, að það sé einhver lífsnauð- syn að veiða nánast ekkert nema kola í þetta veiðarfæri. Menn eru sem sagt farnir að velta því fyrir sér að taka vertíðarþorskinn í dragnót á sama hátt og Norðmenn gera og hygg ég, að hér að framan hafi verið borin fram ýmis rök, sem renna stoðum undir þá trú, að þetta sé með öllu óvitiaust. Að vísu eru aðstæður hér ólíkar því sem gerist í Noregi og yrði því að fara hægt í þetta í fyrstu og sjá hvað setur. Meðal þeirra atriða sem taka yrði tillit til við slíkar veiðar, er að friða hrygningar- svæði skarkolans, bæði til að lofa honum að hrygna í friði og ekki síður þó vegna þess, að kolinn er lélegt hráefni á vetrarvertíð vegna megurðar. Það er ýmislegt við það unnið að skipta að einhverju leyti frá neta- veiðum í dragnótaveiðar. Hráefnið batnar til muna, útgerðarkostnað- ur myndi minnka og drauganetum myndi fækka. Þar við bætist að sóknin myndi í raun minnka, þar sem dragnótin yrði aldrei eins aflasæl í tonnum talið og netin. Hér er því kannski um það að ræða að geta gert út á takmarkað- an afla og græða e.t.v. samt. Sam- dráttur netaveiðanna kæmi sér líka vel fyrir þá, sem yrðu áfram á netum og vonandi væri líka hægt að hleypa togaramönnum i mun stærri stíl í vertíðarþorskinn — þeir eru þá ekki að moka út um lensportin á meðan. Að síðustu vil ég láta í ljós þá von, að landslýður allur eigi eftir að upplifa það að sjá Kristján Ragnarsson lýsa því brosandi yfir á sjónvarpsskjá, að útgerðarmenn hafi grætt á einni tiltekinni veiði- aðferð — dragnótarveiði. Gudni Iwsteinsson, liskifræðing- ur, starfar hjá Hafrannsóknastofn- un. ekki til þess fallin að vekja traust á efnahagsstefnu, sem byggjast hlýtur á þessum óáreiðanlegu út- reikningum. Skýrsla Þjóðhagsstjóra bauð okkur upp á hátt á annað hundrað prósentutölur. En það vantaði al- veg að matreiða þessar tölur ofan í venjulegt fólk. Hvernig í ósköpun- um eiga menn að átta sig á því hvaö þaö þýðir fyrir fjárhag þeirra sjálfra eöa þjóöfélagsins aö hafa verðbólgu- hraöann í desember eitthvað ótiltek- iö hærri en 27% (skv. reynslu forsæt- isráöherra) en kaupmáttinn svokall- aöa 18% minni en cinhvern tíma í fyrra? Geta menn metið það, með þeim upplýsingum sem þeir hafa, hvort verðbólguhraðinn hefði orð- ið 134% og hvort atvinnuvegirnir heföu ekki þolað það að 1. júní hefði runnið upp án bráðabirgða- laga? Og hvernig í ósköpunum á almenni borgarinn að gera sér grein fyrir því nú, hvaða þýðingu 3 eða 4% meiri eða minni kaup- máttarrýrnun í desember hefur? Áróðursstríð Það er hætt við því að árangur af efnahagsaðgerðum og friður til að framkvæma þær byggist ekki á því hvort ríkisstjórnin telur sig hafa höndlað hinn eina sannleika og trúir sjálf á framhaldslíf. Ríkis- stjórninni ber skylda til aö túlka og skýra prósentutalnaflóö Þjóöhags- stofnunar. Það er óþolandi að „fræösluherferö" ASÍ verði látin ein um matreiðsluna. Það verður einskis svifist. Göbbels spurði konur, börn og gamalmenni á æsingarsamkomum í lok stríðsins: „Wollt ihr den totalen Krieg?" (Viljið þið óheft allsherjarstríð?) Og fólkið æpti á móti: „Jawohl." Andstæðingar efnahagsráðstaf- anna eru komnir í áróðursstríð. Það þýðir ekkert að loka sig af og vilja vera í friði. Það var rangt að hafna sumarþingi. Ríkisstjórnin hefði haft allt að vinna en engu að tapa í þeirri áróðursorrustu sem þar hefði verið háð. Það verður erfiðara að hefja gagnsókn í haust. Ríkisstjórnin hefur fengið meðbyr og góðar óskir, en hve lengi? Reykjavík 15/6 ’83. Björn Dagbjartsson, dr. í matvælafræöi, forstööu- maður Rannsóknastofnunar fiskiönaöarins. Dr. Björn Dagbjartsson er forstödumaður Rannsóknastofnun- ar Hskiðnaðarins og rar þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norðurlandskjördæmi eystra. Mývatnssveit: Velheppnaðir tón- leikar kórs Rauf- arhafnarkirkju Mývalnssveit, 20 júní. Kór Raufarhafnarkirkju hélt sam- söng í Reykjahlíóarkirkju sl. laug- ardagskvöld. Söngstjóri og undir- leikari var Stephen Wates, einsöngv- arar voru Svava Stefánsdóttir og Óskar Haraldsson. Söngskráin var mjög fjölbreytt eftir innlenda og erlenda höfunda. Aðsókn var góð og undirtektir áheyrenda framúrskarandi góðar. Þökk sé hinu ágæta fólki' fyrir komuna hingað og ánægjulega kvöldstund. Kristján. ^.msP^efU • nQ < Lmeðsý'"n^unnuóWr('W' sissz****9* u |Aik\atun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.