Morgunblaðið - 23.06.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.06.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1983 Aukning kaupmáttar- rýrnunar eða vöxtur lífskjaraskerðingar eftir Björn Dag bjartsson Á síðustu dögum og vikum hef- ur hellst yfir þjóðina fjöldinn ali- ur af skýrslum, greinargerðum, samþykktum og yfirlýsingum um bráðabirgðalögin um ráðstafanir í efnahagsmálum frá því í maílok. Eins og venjulega hjá okkur ís- lendingum eru 9 af hverjum 10 þessara yfirlýsinga fordæmingar á ákvörðunum stjórnvalda. í sam- þykktunum eru að sjálfsögðu fast- ir liðir eins og venjulega. Slagorð á borð við: „Svívirðileg árás á kjör verkafólks", „Afkoma heimilanna lögð í rúst“, „Grimmilegar aðgerð- ir gegn sjómönnum", „Valdníðsla", „Afnema með öllum samnings- rétt“, „Aðför að láglaunahópum í landinu", „Einsdæmi í lýðveldinu“ og svona mætti lengi telja. Ekki er líklegt að almenningur taki mikið mark á þessum slagorðum út af fyrir sig. Hins vegar er með sí- felldri endurtekningu hægt að láta fólk meðtaka svo til hvaða boð- skap sem er. Aðgerðum ríkisstjórnarinnar var að visu fylgt úr hlaði í byrjun með almennu orðalagi um ástand og horfur, markmið og stefnur. Nokkrar tölur fylgdu, misjafnlega skiljanlegar að vanda. Síðan hækkaði kaupið um 8%, gengið féll um 17%, búvörur hækkuðu um 25%, bensín um 19% o.s.frv. Slag- orð og formælingar atvinnumót- mælenda urðu illkynjaðri og víga- legri. ASl greip til talnaprósentu- og hagfræðivopna, sem virðast nú jafngilda eldflaugum með kjarn- orkusprengjum í ógnajafnvægi svokallaðrar verkalýðsbaráttu. Þá kynnti forsætisráðherra mat Þjóðhagsstofnunar á áhrifum efnahagsaðgerðanna og létti óvissunni og kvíðanum af „láglaunafólki" og „heimilum" atvinnumótmælenda — eða hvað? Vitið þér enn Það er ekki nokkur vafi áþví, að hinn almenni borgari á lslandi gerir sér grein fyrir því að við höf- um lifað um efni fram, bæði sem einstaklingar og sem þjóð. Fólk hefur búist við því að þurfa að draga saman seglin, jafnvel þeir Björn Ilagbjartsson bjartsýnismenn sem staðið hafa í eða standa í íbúðakaupum og hús- byggingum. Meirihluti fólks hefur misst trúna á vísitölukerfið og flestir vita að það kerfi magnar verðbólgu eða í besta falli heldur henni við. Það er einnig víst að það er beygur í ýmsum út af minnkandi sjávarafla. Fólk úti á landsbyggðinni gerir sér jafnvel betur grein fyrir afleiðingum afla- samdráttar en atvinnumótmæl- endur hinna ýmsu sambanda á skrifstofum sínum í miðbæ Reykjavíkur. En þó að hinn frægi almenni borgari skynji það, að ekki verði komist hjá því að neita sér um eitt og annað á næstunni og sé í hjarta sínu tilbúinn að leggja nokkuð á sig um tíma í von um betri tíð, þá er honum ekki alveg sama hvernig að málum er staðið og hann vill fá skýringar á því hvað verið er að gera og hvað muni gerast annars staðar í efnahagskerfinu. Þetta átti forsætisráðherra að skýra um daginn með hjálp skýrslu Þjóð- hagsstofnunar — en tókst það? ÞaA er erfitt að spá Spá Þjóðhagsstofnunar er ekki gerð fyrir almenna borgarann okkar. Til þess er hún alltof lang- orð og flókin og full af tölum og hugtökum, sem venjulegir menn skynja ekki sem staðreyndir hvað þá að þeir greini merkingarmun hugtaka sem þeir hafa aldrei heyrt né séð skilgreind. í skýrsl- Dragnót, veiðarfæri framtíðarinnar? eftir Guðna Þor- steinsson fiskifræðing Dragnótin hefur nokkra sér- stöðu meðal þeirra veiðarfæra sem notuð eru á Islandi. Margir telja hana fara illa með botninn, botndýrin og botngróður. Þá er talið, að hún flæmi fisk burtu af þeim veiðisvæðum, sem henni er beitt á. Að sjálfsögðu er nokkur ástæða til þess, að þetta veiðarfæri hefur hlotið svo hraðan dóm. Áratugum saman voru dragnótaveiðar leyfð- ar á grunnu vatni til þess að nýta skarkolastofninn og reyndar fleiri tegundir flatfiska. Var þar litt farið að með forsjá, bátarnir voru alltof margir og riðillinn of smár. Afleiðingin varð sú, að mikið var drepið af smárri ýsu og smáum þorski, svo að til vandræða horfði. Það bætti svo gráu ofan á svart, að veiðarnar voru leyfðar „undir vísindalegu eftirliti", sem því mið- ur var ekki unnt að framfylgja. Um hina meintu skaðsemi drag- nótarinnar hefur margt verið skrifað, en fátt þó jafn skilmerki- lega og Aðalsteinn Siguðsson í greininni „Skarkolaveiðar og dragnót" í 12. tölublaði tímarits- ins Ægis árið 1978. í þessari grein er sýnt fram á það, að dragnótin rótar hvorki upp botninum né heldur skemmir hún botndýr. og botngróður. Þá er kjörhæfni svo góð að ekki er hætta á smáfiska- drápi .njeð þeirri möskvastærð, sem nú er í notkun. I þessu samhengi er heldur ekki úr vegi að vitna í próf. David Guðni Þorsteinsson „Það er ýmislegt við það unnið að skipta að ein- hverju leyti frá netaveið- um í dragnótaveiðar. Hráefnið batnar til muna, útgerðarkostnað- ur myndi minnka og drauganetum myndi fækka.“ Thomson, sem mikið hefur athug- að dragnótaveiðar hvarvetna í heiminum. í bók sinni „The Seine net“ (dragnótin) skrifar próf. Thomson á bls 32: „Það eru þrjú atriði, sem valda því, að dragnóta- veiðum verður haldið áfram og teknar upp þar sem þær eru ekki stundaðar þegar. 1) Aflinn úr dragnótinni fer allur til manneld- is. Mestallur afli úr hringnót og töluvert af trollaflanum fer í bræðslu. Hin vaxandi þörf fyrir mat í heiminum gæti leitt til vax- andi þýðingar þeirra veiðarfæra sem afla til manneldis. 2) Fiskur úr dragnót er gæðavara þar sem hann verður mjög lítið fyrir hnjaski, þar sem hann er stutt í pokanum. Þar sem gæðakröfur fara vaxandi og neytendur verða sífellt kræsnari, þá ætti þörfin fyrir fyrsta flokks fisk að fara vaxandi. 3) Dragnótin er létt veið- arfæri, sem veiðir ekki smáan fisk vegna góðrar kjörhæfni. Af þeim sökum leyfa margar þjóðir drag- nótarveiðar á svæðum þar sem togveiðar og hringnótaveiðar eru bannaðar." Þetta er gefið út árið 1969, þ.e. löngu áður en olían hækkaði. Að öðrum kosti hefði prófessor Thomson ugglaust bætt því við, að dragnótaveiðar væru hagkvæmari en togveiðar vegna minni olíu- notkunar. Á síðustu árum hafa dragnótaveiðar mjög færst í vöxt bæði í Norðursjónum og í Noregi. V-Þjóðverjar hafa dregið mjög verulega úr bátatogveiðum sínum og hafið veiðar með veiðarfærum sem ekki hafa verið í notkun hjá þeim um langt skeið, eða jafnvel Fótreipi dragnótar í drætti. Ljósm. Jóhannes Bríem aldrei verið í brúki eins og drag- nótin. Þetta er einmitt gert til að spara olíu. Norðmenn hafa hins vegar hafið þorskveiðar í dragnót á vetrar- vertíð og hafa þær veiðar gengið vel. í fyrra stunduðu 120 bátar þorskveiðar á Lófótsvæðinu með dragnót en 150 s.l. vetur og hefur dregið úr netaveiði að sama skapi. í viðtali við „Fiskaren" þann 3. maí sl. kemur það fram, að engin önnur veiðarfæri skila betra hrá- efni á land en dragnótin. í viðtal- inu kemur einnig fram, að töluvert fæst af fiski með handfæra- og • ipiðíl kvt Udl ill kl.2l u HAGKAUP Skeifunni15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.