Morgunblaðið - 23.06.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.06.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1983 Erfíð markaðs- og fjárhagsstaða saltfískvinnslunnar á þessu ári Ræða Friðriks Pálssonar framkvæmdastjóra Sambands ísl. fiskframleiðenda á aðalfundi SIF 2. júní sl. Þegar saltfiskframleiðendur fögnuuðu 50 ára afmæli Sölusam- bands íslenskra fiskframleiðenda fyrir tæpu ári, hvíldi sá skuggi yf- ir þeirri hátíð að mjög alvarlegar gæðakvartanir höfðu borist frá aðal markaðslandinu, Portúgal. Miklum ferðalögum og löngum tíma var eytt til þess að koma þessu máli í höfn. Sömuleiðis urðu miklar tafir á afskipunum og sköpuðust af þessu ýmis önnur óþægindi sem framleiðendur tóku með miklum skilningi. Allt starfið einkenndist mjög af þessum erfið- leikum fram eftir árinu en með samstilltu átaki framleiðenda og mats- og eftirlitsmanna tókst furðu fljótt að koma þessu máli í réttar skorður eða rétt nógu snemma til þess að takast á við næsta stórverkefni sem var sel- ormamálið, sem upp kom í Portúg- al nú eftir áramótin. Við rennum lauslega yfir sölu- málin á blautsöltuðum fiski það sem af er þessu ári og fjöllum síð- an nokkru nánar um markaðsstöð- una eins og hún blasir við okkur í dag. Ef við byrjum austan frá að þessu sinni, þá er ekki hægt að segja annað en að gríski makaður- inn hafi verið með eðlilegum hætti á síðasta ári. Markaðurinn í Grikklandi hefur verið mjög stöð- ugur ár frá ári og tekur við r.m 4.000 tonnum ár hvert. Verðlag þar mætti að sjálfsögðu vera hærra en það er, en vegna harðrar samkeppni við aðra keppinauta hefur ekki tekist að ná hærri verð- um í Grikklandi heldur en revudin hefur orðið á. Neyslan í Grikk- landi virðist hafa staðið nokkuð í stað hin síðari ár og er talin núna í kringum 8—9.000 tonn á ári og hafa Islendingar oft átt helming innflutningsins. Engar verulegar gæðakvartanir bárust frá Grikk- landi né heldur frá Ítalíu eða Spáni. Eins og kunnugt er var markað- urinn á ftalíu okkur erfiður árið 1980—’81 og leystist ekki úr því máli fyrr en kom fram á árið ’82. Það markaðssvæði, stórfisksvæðið í kringum Napolí, sem íslenskur fiskur hefur selst aðallega á hefur nú að því er virðist jafnað sig aft- ur og íslenskur fiskur náð aftur sinni fyrri hlutdeild. Það er án efa fyrst og fremt bættum gæðum að þakka og betra eftirliti með fram- leiðslunni og afskipunum héðan, en ísl. fiskurinn fékk góða dóma á síðasta ári, en auk þess hafa ýmsir erfiðleikar steðjað að keppinaut- um okkar á þeim markaði. Spánarmarkaðurinn Á árunum 1970—1977 tók mark- aðurinn á Spáni við 6—8.000 tonn- um á ári. A árunum 1978—1982 tók Spánarmarkaður við 9.000—12.000 tonnum, þó sérstak- lega 1979 og 1980. Síðla árs 1981 og snemma á síðasta ári breyttist gengi pesetan3 verulega á móti Bandaríkjadollar. Voru þær hreyfingar nokkuð umfram þær meðaltalshreyfingar dollars á móti öðrum Evrópu-myntum sem voru þó ærnar. Strax um mitt ár ’81 og fram eftir síðasta ári mátt- um við hvað eftir annað breyta dollaraverðinu til lækkunar á Spáni til þess að forðast of mikinn samdrátt í neyslu þar. Fyrir lá í lok síðasta árs að erf- itt myndi verða að koma á samn- ingum við Spán á þessu ári. Þær verðhugmyndir, sem þeir höfðu voru allt aðrar og miklu lægri en þær sem við töldum okkur geta náð á hinum mörkuðunum. Þegar samningar lágu fyrir í Portúgal og sömuleiðis á Italíu var þess freist- að að ná samningum við Spán- verja en því fór víðs fjarri að það reynist unnt. Þeir gáfu sér þær forsendur, að við myndum þurfa á Spánarmarkaðnum að halda í sama magni eins og undanfarin ár hvað sem verðið á þeim markaði væri. Eins og fram hefur komið hjá okkur í fréttabréfum áður virtist það útbreidd skoðun meðal saltfiskneysluþjóða, að vegna lok- unar markaðarins í Nígeríu yrði allt yfirfljótandi af saltfiski í saltfiskframleiðslulöndunum og því hægt að búast við verðhruni á saltfiski vegna offramboðs. Staðan á neyslumarkaðinum á Spáni er þó nokkuð önnur en hún er t.d. í Portúgal sem ég kem nán- ar að síðar. Smásöluverðið á salt- fiski er mjög hátt og framboð, þó minna sé en venjulega, því nægi- lega mikið. Eins og kunnugt er greiða Spánverjar liðlega 20% toll ofan á allan innfluttan saltfisk og þar að auki er hið hefðbundna dreifingarkerfi innanlands nokk- uð dýrt. Þetta þýðir það, að salt- fiskur á Spáni er í harðri sam- keppni við dýrustu kjöttegundir. Spánverjar töldu mikla verðlækk- un því nauðsynlega, en þegar þeim var orðið það ljóst, að orðið hafði gífurlegur samdráttur i afla á vetrarvertíðinni hérlendis og framboð frá öðrum löndum var ekki meira en búist hafði verið við, sáu þeir að önnur lausn yrði að finnast. Að sjálfsögðu lögðum við á það áherslu, að við vildum ekki missa okkar markaðshlutdeild á spánska markaðnum né heldur draga úr neyslu á íslenskum fiski þar, ef þess væri nokkur kostur. En að gera hvoru tveggja á sama tíma að halda fullu magni inná Spánar- markaði við óbreyttar aðstæður og lækka verðið geysilega væri þversögn í sjálfu sér og því ekki hægt að búast við að við gætum orðið við því. Niðurstaðan varð sem sé sú, að aðeins var samið um sölu á 4.000 tonnum nú í viðbót við þau 500 tonn, sem þegar eru farin á þessu ári, svo að alls er verið að tala um 4.500 tonn á móti um 6.000 tonnum á sama tíma á síðasta ári. Hér er eingöngu um að ræða stórfisk og millifisk af fyrsta og öðrum gæða- flokki en auk þess hafa Spánverj- ar sýnt nokkurn áhuga á smærri fiski og flökum eins og á síðasta ári, þegar þeir tóku upp undir 2.000 tonn af þeim tegundum. Miðað við þær framleiðslutölur, sem fyrir liggja í dag, er mjög ólíklegt, að við þurfum á Spán- armarkaði að halda fyrir miklu meira magn en það, sem þegar hefur verið samið um og reiknað er með að þeir taki af smærri fiski.en á hinn bóginn eru Spán- verjar sjálfir mjög uggandi um það, hvernig markaðurinn tekur þessum nýju verðum og hðfðu töluverðar áhyggjur af því, að neyslan myndi dragast saman. Við þessu er erfitt að gera og allt er þetta angi af þeim sömu málum, sem Sigurður Haraldsson mun sérstaklega gera grein fyrir, af- komumálunum, þar sem það ligg- ur fyrir að á meðan dollarinn styrkist stöðugt og frystur fiskur er allur seldur að heita má í doll- urum en við þurfum að selja okkar fisk áfram inná Evrópulönd, þar sem dollarinn stígur og stígur á móti gjaldmiðlum viðkomandi landa, að þá hlýtur svo að fara, að eitthvað verði að láta undan. Allar spár manna í gengismálum hafa reynst til lítils og enginn veit með vissu, hvert dollarinn stefnir nú en hann virðist ennþá styrkjast stöðugt og það veldur okkur í saltfiskinum auknum erfiðleikum ár frá ári enda þótt í heildina tek- ið sé það afar heppilegt fyrir þjóð- arbúið. Þegar gengisbreytingar eru miklu meiri en svo að auðvelt sé að gera sér grein fyrir þeim. Á rúmlega tveimur árum frá því að saltfiskverð var sem hæst hafa myntir þeirra Spánverja, ítala og Portúgala t.d. fallið svo stórkost- lega að $ kostar nú 50% meira fyrir ftali, 70% meira fyrir Spán- verja og 80% meira fyrir Portúg- ali, sem í raun þýðir, að að óbreyttu verði hefði fiskurinn hækkað til neytenda um 50% —70% og 80% á þessum tíma, sem engan veginn hefði gengið þar sem verðbólga í þessum löndum er miklu minni en þetta. Eitthvað hlýtur undan að láta. Það tvennt, sem hefur svo veruleg áhrif hér til viðbótar er í fyrsta lagi, að danska og norska krónan, sem Færey- Friðrik Pálsson ingar, Danir og Norðmenn selja í, hafa fallið langt til eins mikið og myntir kaupalandanna og útflutn- ingur frá þeim því haldist í lágu verði. Hitt atriðið er, að við, sem ein- stakir útflytjendur njótum ekki hækkunar dollarans nema að mjög takmörkuðu leyti þar eð frysti fiskurinn, sem að mestu er seldur í $, selst til Bandaríkjanna, beint inn á dollarasvæði, þar sem hækkunar hans gætir ekki á þenn- an hátt. Þrátt fyrir þetta er meðaltals- verðlækkun á saltfiski á þessum liðlega tveimur árum ekki nema rúmlega 20% sem er þó ærið nóg. Á sama tíma hefur verð á frystum afurðum nokkurn veginn staðið í stað og þessvegna blasir við mikill afkomumismunur nú. Loks verður að geta þess, að Spánverjar hafa sýnt því mikinn áhuga að taka við fiskinum minna stöðnum heldur en þeir hafa áður gert. Sú kassa- og brettavæðing, sem við fengum þá til að fallast á á síðasta ári virðist hafa opnað augu þeirra fyrir því að þeir fengju betri fisk, ef hann væri minna staðinn, sérstaklega þann fisk, sem seldur er áfram blaut- verkaður. Þeir gerðu sér í upphafi allrangar hugmyndir um breyttar nýtingartölur í þessu sambandi en reynslan verður að skera úr um það, hvernig til tekst. Við höfum nú þegar sent þeim 500 tonn af þessum minna staðna fiski og þeim líkaði hann afar vel. Við munum halda þessum tilraunum áfram í smærri stíl og í það minnsta reyna að sjá til þess, að við séum ekki að senda þeim að óþörfu harðpressaðan fisk, sem Portúgalir hafa sérstakan áhuga á að fá. Mín trú er sú, að bæði ítalir og Grikkir muni fylgja í kjölfarið strax og okkur tekst að sannfæra þá um að þeir fái með því bæði betri fisk og fallegri. Portúgalsmarkaður Þá komum við að Portúgals- markaðnum. Svo mikið hefur ver- ið fjallað um gæðamálin og sel- ormamálin á framleiðendafund- um, í fréttabréfum og manna á meðal undanfarin misseri að tæp- lega er ástæða að fjölyrða mikið um þau hér. Eins og ég sagði hér í upphafi voru viðbrögð framleið- enda við vandamálunum í Portúg- al á síðasta ári yfirleitt mjög já- kvæð og erum við afskaplega þakklátir fyrir það, því með þeim hætti tókst örugglega fyrr að ná tökum á málinu en ella. Áður en við höldum lengra, er rétt að víkja nokkrum orðum að selormamálum. f áratugi hafa ormar verið hreinsaðir úr frystum fiski fyrir flesta markaði, en engar kröfur voru gerðar um það í saltfiski fyrr en í Grikklandi fyrir 3 árum, að kröfur komu þar fram frá Mat- vælaeftirliti. Allur saltfiskur, sem þangað er fluttur síðan er ormatíndur og ár- angur hefur orðið góður. I samningaviðræðum við ítali nokkru áður en ormarnir fundust í Portúgal, settu ítalir fram það skilyrði að við aðgættum sérstak- lega fiskinn, þar eð þá nýverið hafði smásending af keiluflökum frá Færeyjum verið eyðilögð þar. Það sama hefur komið fram á Spáni, eftir ormamálið í Portúgal, að þeir óttast mjög, að heilbrigðis- yfirvöld muni ekki gefa leyfi til endurútflutnings, ef ormur fynd- ist, heldur láta eyðileggja fiskinn. Upphaf málsins í Portúgal var það, að frammámaður í kanadísk- um fiskiðnaði kærði svo fyrir skömmu 2 togarafarma á leið frá Alaska til Portúgal og við leit matvælaeftirlitsins fannst allmik- ið af ormi og voru þeir stöðvaðir þar. Hluti þessa fisks hefur þegar verið brenndur. Útgerðarmennirnir, eigendur farmanna, kröfðust þess að ís- lenskur fiskur yrði skoðaður líka og var ráðist beint á farm Suður- landsins, sem þá var að losa. Þar fannst selormur, í langflest- um tilfellum innan þeirra marka, sem talin eru eðlileg, en því miður of mörg dæmi um óafsakanlega fiska. Sú ákvörðun að taka farminn heim var talinn nauðsynleg til að tryggja öryggi okkar á markaðn- um á næstunni, sérstaklega vegna þess að mikið fjaðrafok varð í herbúðum kaupenda út af því, að á sama tíma kom kæra á kaupanda vegna 3ja orma, sem fundst höfðu í saltfiski í eldhúsi á sjúkrahúsi. Nú blasir við að ormahreinsa verður allan saltfisk og því fylgir óhemjulegur kostnaður auk þess, sem Ijóst er að þó nokkur hluti fisksins er svo undirlagður að hann verður aldrei matshæfur eft- ir þessum reglum. Víkjum þá aftur að viðskipta- samningunum við Portúgal á und- anförnum misserum; þeir eru einkar lærdómsríkir. Við höfum stundum orðað það svo, að það fari fullt eins mikill eða meiri tími í það að fylgjast með stjórnvalds- aðgerðum og reyna að bregðast við þeim í hinum ýmsu markaðslönd- um okkar, heldur en að glíma þar við duttlunga neytenda, og sann- ast það vel í Portúgal. Allir þekkja söguna um Spánarvínin og flest- um er vafalaust í fersku minni ennþá, þegar við íslendingar þurftum að kaupa tvo togara í Portúgal til þess að koma aftur af stað saltfisksölu, sem Portúgalir höfðu stöðvað á miðju ári. Þetta var í upphafi kreppunnar, og sjálfsagt óraði fáa fyrir því þá, hve almenn þessi sjónarmið um tvíhliða viðskipti ættu eftir að verða á næstu misserum. Við höfum sem betur fer sloppið ótrúlega vel frá þeim kröfum kaupalanda okkar að jafna við- skiptin. Við getum nefnt nokkur dæmi sem við þekkjum frá fleiri löndum en Portúgal um svipuð mál en við skulum halda okkur eingöngu við Portúgal að þessu sinni. Það eru allmörg ár síðan Port- úgalir neituðu nánast öllum við- skiptum við frændur okkar Norð- menn, nema því aðeins, að þeir keyptu af þeim vörur í staðinn. Þeir hafa gengið svo langt, að Norðmenn hafa þurft að leggja töluverða vinnu í alls konar þrí- hliða viðskipti. Þeir hafa keypt af Portúgölum tómatkraft, vefnað- arvörur og fleira í stórum stíl og endurselt það aftur i gegnum fyrirtæki í Sviss út um allar triss- ur til þess að koma saltfiskinum inn í Portúgal. Sannast sagna þá furðar okkur oft á því, hve lágt Norðmenn leggjast í þesu efni. En á hinn bóg- inn má ef tl vill snúa málinu við og segja sem svo, að Norðmenn séu bara komnir lengra á þessari braut heldur en við, þ.e.a.s. að þeir kunni betur til verka í svona þrí- hliða viðskiptum. Þríhliða við- skipti sem þessi höfum við yfir- leitt ekki þurft að viðhafa hér á landi sem betur fer, því þau eru afar dýr. Á hinn bóginn er vafa- laust nauðsynlegt að kunna þar til verka og vita hvernig bregðast skal við, þegar nauðsyn ber til. Portúgalir eru búnir að ná mik- illi leikni í þríhliða viðskiptum og satt að segja farnir að öðlast á þeim nokkra oftrú. Portúgalir gerðu kaupsamning nýlega við Lockheed verksmiðjurnar um kaup á 5 Tri-Star breiðþotum, og greiddu m.a. fyrir þær með ýms- um vörum, og það varð stórmál fyrir Lockheed fyrirtækið að ann- ast um sölu þess varnings, sem þeir tóku upp í vélarnar. Mjög mörg önnur dæmi eru um það með hvaða hætti þeir hafa stundað þessi þríhliða viðskipti, og óhætt er að segja að þeir hafi náð þar mjög langt. Ég veit varla hvaða gæfa hefur verið yfir okkur að hafa enn sloppið svona vel, en víst er að enn verður að auka innkaup frá Portúgal, þó víða hafi vel verið gert. Rétt er í því sambandi að minna framleiðendur á portúgölsku net- in, sem við höfum minnst á í fréttabréfum. Þau eru taln fyllilega sambæri- leg að gæðum, verðið á að vera samsvarandi við önnur net og með því að kaupa þau leggja menn miklu nauðsynjamáli lið. Við höfum haft í frammi mikinn áróður fyrir öllum mögulegum portúgölskum vörum og ýmsir að- ilar hafa tekið verulega vel við sér. Dæmi er til um að endurbyggja varð nokkrar brýr til að geta flutt portúgalskan spennubreyti að virkjunarstað í stað annars smærri, en í þessu tilfelli þurfið þið ekki að fá ykkur nýjan bát, þar sem portúgölsku netin passa líka fyrir gamla bátinn. En víkjum þá að samningunum nú nýverið. Um nokkurra ára skeið hafa Portúgalir gert harða hríð að okkur Islendingum og óskað eftir því að fá hér fiskveiði- réttindi innan íslenskrar land- helgi. Því hefur ávallt verið svarað mjög harðlega neitandi og þeir gera sér alveg ljóst að það er ekki til umræðu eins og mál standa. Portúgalskir útgerðarmenn reyndu eftir krókaleiðum að kom- ast hér inn í landhelgi í gegnum hafnfirska valkyrju, en fengu engu um þokað, þótt þeir hefu öt-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.