Morgunblaðið - 23.06.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1983
15
Gleðileg jól
herra Lawrence
Kvikmyndir
Ólafur M. Jóhannesson
Gleðileg jól, herra Lawrence.
Nafn á frummáli: Merry Christmas
Mr. Lawrence.
Leikstjóri: Nagisa Oshima.
Tónlist: Ryuichi Sakamoto.
Handrit: Nagisa Oshima ásamt
Paul Meyersberg.
Byggt á sögu eftir Sir Laurens Van
Der Post.
Sýnd í Bíóhöllinni.
Það heyrir til tíðinda í ís-
lensku bíólífi er svo til nýjar
myndir eru frumsýndar. Slíku
ber auðvitað að fagna þótt vídeó-
þjófarnir hafi á vissan hátt svipt
ljómanum af slíku framtaki
hérlendra bíóstjóra. Ekki veit ég
hvort í myndbandaleigum lands-
manna er að finna nýjustu mynd
Nagisa Oshima „Merry Christ-
mas Mr. Lawrence“ er snara má
yfir á móðurmálið sem Gleðileg
jól, herra Lawrence — bara vona
að svo sé ekki því sannarlega á
Bíóhöllin í Mjóddinni heiður
skilið fyrir að hafa gómað þessa
mynd svo skjótt. Eins og flestir
vita hefur þessi mynd haft það
helst sér til ágætis í fjölmiðlum,
að þar leikur stórt hlutverk Dav-
id nokkur Bowie. Þennan mann
þarf ekki að kynna fyrir fólki
undir miðjum aldri, slíkur risi er
Bowie í vesturlenskum vitundar-
iðnaði. Hingað til hefir stjarna
þessa manns helst skinið af
hljómplötum og hljómsnældum,
en uppá síðkastið ekki síður uppi
á hinum stjörnum skrýdda
himni Broadway — er Bowie
tókst á við fílamanninn — þá
hefir þessi hæfileikamaður
spreytt sig á að túlka Brecht; en
ég man fyrst eftir honum sem
leikara í myndinni „The Man
Who Fell to Earth“ Sú mynd var
sýnd í Háskólabíói og hafði slík
áhrif á einn kunningja minn að
hann tók þá trú að Bowie væri
Marzbúi.
En kannast nokkur við Nagisa
Oshima þann er leikstýrir David
Bowie í „Merry Christmas Mr.
Lawrence“? Man nokkur eftir
smásögu er Hrafn Gunnlaugsson
kvikmyndaleikstjóri las upp í út-
varpinu í fyrra og lýsti fundi
nokkurra kerfiskalla útaf mynd
sem nefnist á frummálinu: Ai no
Corrida en var hér gefið nafnið:
Veldi tilfinninganna? Mikið rétt
— Oshima leikstýrði þessari
mynd sem kerfiskarlarnir bönn-
uðu að yrði sýnd á þeirri lista-
hátíð er fram fór undir stjórn
Hrafns Gunnlaugssonar. Mynd
þessi gerði reyndar Oshima
heimsfrægan — ekki bara á ís-
landi enda var henni gefin ein-
kunnin „... succés de scandale"
af kvikmyndagagnrýnanda The
Times, David Robinson, sem
þýðir að myndin hafi orðið fræg
að endemum. En slíkt virðist
duga í hinum gullsmurða vitund-
arheimi samtímans; í það
minnsta gleypti Bowie við tilboði
Oshima um að leika í „Merry
Christraas Mr. Lawrence" Það er
ekki ónýtt fyrir Oshima að fá
slíkan golþorsk á öngulinn; því
hræddur er ég um að án Bowie
væri þessi mynd dauðadæmd
sem markaðsvara. Efnið er til
dæmis ekki sérlega frumlegt; en
myndin fjallar um líf breskra
stríðsfanga í fangabúðum Jap-
ana í Indónesíu árið 1942. Mér
hefur virst að á síðustu árum
hafi seinni heimsstyrjaldar-
myndir verið frekar á undan-
haldi. Hver er þá ástæðan fyrir
því að Oshima velur þetta sögu-
svið? Ég tel ástæðuna þá að
hann sé í raun og veru ekki í
„Merry Christmas Mr. Lawrence"
að draga upp mynd af hörmung-
um síðari heimsstyrjaldar, held-
ur sé hann hér að kynna jap-
anska menningu fyrir vestur-
landabúum. Oshima er þar með
að réttlæta hið villimannlega
framferði japanskra fangabúða-
stjóra á tímum síðari heims-
styrjaldarinnar því hann sýnir
fram á i myndinni að japönsku
fangabúðastjórarnir voru í raun
samurai eða stríðsmenn sem í
einu og öllu fylgdu ævafornu
heiðnu lögmáli. Ég verð að játa
að hin ruddalega framkoma jap-
önsku herstjóranna fékk svolítið
aðra merkingu í huga mér er ég
gekk út við lok þessarar myndar.
Mér fannst nefnilega eins og ég
hefði um stund horft inn í
maurabú þar sem annarsvegar
hýrðust mannverur i breskum
einkennisbúningum en hinsveg-
ar stóðu vörð menn sem hlýddu í
blindni því sama lögmáli og
maurar hlýða. Ég hafði þessa til-
finningu þrátt fyrir að Oshima
leikstjóri legði sig í líma um að
sýna fram á að hinir gulu maur-
ar hefðu þrátt fyrir allt mann-
legar tilfinningar.
Ég gæti eytt löngu máli í að
útlista frekar það maurabú sem
lýst er í „Merry Chrismas Mr.
Lawrence" en kýs að enda þessa
grein á að segja í örfáum orðum
frá hlutverki David Bowie í þess-
ari mynd. Bowie leikur hér hlut-
verk undirofursta að nafni Jack
Celliers. Celliers hefur þá sér-
stöðu meðal hinna bresku stríðs-
fanga að hann er fæddur her-
maður; nánast dæmigerður at-
vinnuhermaður. Er eytt drjúg-
um filmuspotta í myndinni í að
lýsa þeim ástæðum sem liggja að
baki hermennskuástríðu Celli-
ers. Kemur fram að þessi maður
hafði þjáðst af samviskubiti
vega framkomu sinnar við yngri
bróður og fagnaði stríðinu sem
einskonar endurlausn frá þjak-
andi samviskustríði. Stríðið
verður því leikur í huga hans en
ekki blóðug alvara. Persónulega
fannst mér þetta ævisögubrot
afskaplega ósannfærandi frá
hendi Oshima. Hvað um það,
Celliers er einskonar táknmynd
hins sjálfstæða vilja í myndinni
og því ógnar hann hinni gulleitu
maurasál.
Má segja að myndin snúist um
baráttu japönsku herstjóranna
við að temja Celliers og fella
hann inn í þá mynd sem þeir
hafa af bresku stríðsföngunum.
Þessi barátta endar með ósigri
beggja og því svarar myndin
ekki þeirri spurningu sem henni
er ætlað að svara, sum sé: Er
manneskjan hópsál eður ei?
Raunar leið mér hálf ónotalega
er ég stóð upp að lokinni sýningu
„Merry Christmas Mr. Lawrence“
því ég hafði vænst þess að
Oshima tæki afstöðu í myndinni.
Að hann svaraði því hvort
mönnum bæri að fylgja í blindni
því miskunnarlausa lögmáli sem
skráð er í fornar lögmálsbækur
eða lifa í samræmi við hinn
frjálsa vilja. En þvi miður: Ekk-
ert svar. Er kannski ekkert svar
við grundvallarspurningum lífs-
ins? í myndinni fremja japönsku
herstjórarnir harakiri fremur en
svíkja lögmálið. Er það máski
eina leiðin út úr áttlausum
heimi?
&LMUNDUR
IMOÐISk
að sigla með selnum forðum
ef Flugleiðir hefðu verið
byrjaðir
að fljúga til Parísar!
Eins og flestum er kunnugt lenti Sæmundur í umtals-
verðum samgönguerfiðleikum og varð að beita göldrum
til þess að komast yfir hafið.
Nú er öldin önnur því Flugleiðir bjóða PEX-farmiða á ótrú-
lega hagstæðu verði til Parísar, Luxemborgar og Frankfúrt.
París verð kr. 9.482.-
Luxemborg verð kr. 9.811.-
Frankfúrt verð kr. 9.572.-
Um PEX-miða gilda m.a. eftirfarandi skilmálar: Lágmarks-
dvöl er 1 vika. Bóka skal fram og til baka og greiðsla þarf
að fara fram samtímis. Allar nánari upplýsingar veita sölu-
skrifstofur Flugieiða, umboðsmenn og feroaskrifstofur.
Af hverju ætli Sæmundur hafi ekki leigt sér örn?
Miðað er við gengi 20.6. 1983.
FLUGLEIDIR
Gott fólk hjá traustu félagi