Morgunblaðið - 23.06.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.06.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1983 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrrfstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakiö. Ný viðhorf í skattamálum Efnahagsaðgeröir, sem hægja eiga á sjálfvirkum og keðjuverkandi víxlhækkun- um kaupgjalds og verðlags og koma í veg fyrir annars fyrir- sjáanlega rekstrarstöðvun í undirstöðuatvinnuvegum, rýra ótvírætt kaupmátt. Kaupmátt- arrýrnun milli áranna 1982 og 1983, sem verður mikil, stafar þó mestpart af þróun efna- hagsmála liðin misseri og hefði að stærstum hluta komið fram, þó ríkisstjórnin hefði engin bráðabirgðalög sett. Efna- hagsráðstafanir hennar rýra hinsvegar meðalkaupmátt launa 1983 um 3% til viðbótar þeirri kaupmáttarskerðingu sem spár stóðu ella til, um leið og þær draga úr hraða verð- bólguskriðsins. Mildandi aðgerðir ríkis- stjórnar ná bæði til tekju- skattslækkunar og hækkunar tryggingarbóta. Albert Guð- mundsson, fjármálaráðherra, hefur þar að auki lagt fram í ríkisstjórninni tillögur um lækkun aðflutningsgjalda, sem líta verður á sem framlag stjórnvalda til að hægja á verðskriði í landinu. Dagblaðið Tíminn hefur það eftir Alex- ander Stefánssyni, félagsmála- ráðherra, í gær, að þessar hug- myndir séu í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar, og miðist við það að „lækka rekstrarkostnað heimil- anna“. Því ber að fagna að sam- staða virðist í ríkisstjórninni um þessi nýju viðhorf í skatta- málum. Ekki er víst að lækkun að- flutningsgjalda rýri tekjur rík- issjóðs afgerandi. Þvert á móti kann slík lækkun að leiða til hins gagnstæða. Verulegur samdráttur hefur sagt til sín í sölu bifreiða, sjónvarpa, hljómflutningstækja, myndseg- ulbanda, heimilistækja o.s.frv., en ríkisskattar eru um helming- ur af sóluverði bifreiða og stór hluti í verði allrar vöru. Veru- legur sölusamdráttur bitnar því ekki sízt á ríkissjóði, þann veg, að hvaðeina, sem auðveldar al- menningi að eignast slík tæki, kann að skila sér aftur til ríkis- sjóðs. Hitt væri svo ekki lakara ef lækkun aðflutningsgjalda næði jafnframt til vöruflokka sem fremur teljast til nauð- synjavöru heimilanna í landinu. Fram hjá hinu má þó ekki horfa að viðskiptahalli og skuldastaða þjóðarbúsins gagn- vart umheiminum hvetur til varúðar varðandi innflutning og eyðslu. Fyrst og fremst ber þó að hvetja til aukinnar þjóð- arframleiðslu og þjóðartekna, ekki sízt á vettvangi virkjana og orkuiðnaðar, en möguleikar á þeim vettvangi vóru því miður hornrekur í tíð fráfarins iðnað- arráðherra. Það ríkir efnahagskreppa í samfélaginu, þjóðarframleiðsla og þjóðartekjur hafa dregizt saman. Skuldir hafa hlaðizt upp erlendis. Óðaverðbólga hefur sett ýmsum framleiðslufyrir- tækjum stólinn fyrir dyrnar. Við slíkar aðstæður ber stjórn- völdum að draga saman segl í ríkisútgjöldum og skattheimtu; setja ríkisbúskapnum sömu reglur um sparnað og aðhald og almenningi. Lækkun tekju- skatta og aðflutningsgjalda, sem ríkisstjórnin lætur liggja að, með og ásamt niðurskurði ríkisútgjalda, er greiðförnust leið hennar að trúnaði og stuðn- ingi fólksins í landinu. Um- talsvert átak á þessu sviði yrði fordæmi sem fólk vildi gjarnan fyigja. Ríkisstjórnin verður sjálf að kortleggja þann völl, sem áróð- ursstríð næstu mánuða og miss- era verður háð á; tryggja sér vígstöðu, sem felur í sér sigur. Þá vígstöðu getur enginn skap- að nema hún sjálf. Rætist sú veðurspá í skattamálum, sem felst í ummælum Alberts Guð- mundssonar, fjármálaráðherra, og Alexanders Stefánssonar, fé- lagsmálaráðherra, er það byrj- un sem lofar góðu um fram- haldið. B-álma Borgarspítala Meðalævi íslendinga hefur lengst verulega sem jafn- framt hefur breytt aldursskipt- ingu þjóðarinnar. Þjóðfélagið hefur hvergi nærri aðlagað sig að þessum breyttu aðstæðum; þörfum þess vaxandi hóps, sem setzt hefur í helgan stein að lok- inni starfsævi. Dekksti blettur- inn á velferðarþjóðfélagi okkar í dag er skortur á sjúkrarými fyrir öldrunarsjúklinga. Nú hef- ur nokkuð úr rætzt með B-álmu Borgarspítala, sem að hluta til var tekin í notkun í fyrradag, en stefnt er að því að álman verði fullbyggð 1986. Það vóru þeir Davíð Oddsson, borgarstjóri, og Matthías Bjarnason, heilbrigð- isráðherra, sem formlega hleyptu starfseminni af stokk- unum. Næsta stórátak heilbrigðis- þjónustunnar, í þágu landsins alls, þarf að vera K-bygging Landspítala. Þörfin fyrir þá byggingu er brýn og aðkallandi, ekki sízt í þágu krabbameins- varna. Leggja ber áherzlu á að ljúka B-álmu Borgarspítala og hefja K-byggingu Landspítala. Það eru verðug verkefni næstu ára á vettvangi heilbrigðisþjónust- unnar. Þessi mynd er tekin á Látrum. Vigdís stendur á milli þeirra Stefáns Skarphéðinsson (t.h.) og Þórðar Jónssonar. Unga stúlkan foður sínum, Kristni Guðmundssyni, en hann er fóstursonur Ásgeirs Erlendssonar vitavarðar, sem grillir f að baki þeirra. Lengs en við hlið hennar er Haukur Þórðarson, sonur Þórðar í Látrum. För forseta íslands um Vestfirði: Forsetinn á slóði Fatreksfirði, 22. júní, frá blaðamanni Mbl., Hjálmari Jónssyni. ÍBÚAR Barðastrandarsýslu færðu for- seta íslands, frú Vigdísi Finnbogadótt- ur, málverk að gjöf við athöfn í Sauð- lauksdalskirkju seinni partinn í dag, en þar var föðurafi hennar prestur um áratuga skeið. Málverkið málaði Þór- dís Tryggvadóttir á Patreksfirði og er það af Sauðlauksdal. Annars hófst annar dagur heim- sóknar forseta íslands til Vest- fjarða klukkan átta í morgun með því að farið var frá Flókalundi, þar sem gist var í nótt, áleiðis til Látra. Þar tók á móti forsetanum og bauð hana velkomna Þórður Jónsson bóndi á Látrum og lítil stúlka færði forsetanum bióm. Hún er nafna frú Vigdísar, sonardóttir vitavarðarins í Látrabjargsvita, Ásgeirs Erlends- sonar, og heitir Jóna Vigdís Krist- insdóttir. Forsetinn þáði veitingar á Látrum áður en haldið var inn að vitanum og hann skoðaður í fylgd vitavarðar. Ásgeir vitavörður færði frú Vigdísi að gjöf hvítan ref sem hann hafði veitt í vetur og verkað skinnið upp á gamla mátann. Einn- ig færði hann frú Vigdísi bréfahníf sem hann hafði unnið úr steini úr Látrabjargi. Eftir að Bjargtangaviti hafði ver- ið skoðaður var haldið að Fagra- hvammi þar sem hádegisverður var snæddur í boði Rauðsendinga. Bauð oddviti Rauðasandshrepps, Össur Guðbjartsson, forsetann velkomna og kvað hann heimsóknina ekki síst ánægjulega vegna þess að afi frú Vigdísar, séra Þorvaldur Jakobsson, hefði verið þjónandi prestur i Sauð- lauksdai um áratuga skeið. Til borðs með frú Vigdísi við hádegisverðinn sátu gamlir Rauðsendingar sem mundu afa hennar. Að hádegisverði loknum hélt for- seti íslands að bænum Hnjóti þar sem hún opnaði minjasafn sem bóndinn á Hnjóti, Egill Ólafsson, ásamt konu sinni, Ragnheiði Magn- Stefán Skarphédinsson sýslumaóur og Þórarinn Þór pófastur færðu frú Vigdísi málverk aö gjöf fyrir hönd íbúa Frú Vij Barðastrandarsýslu. Málverkið er eftir Þórdísi Tryggvadóttur og er af Sauðlauksdal. flesta i þeirra ]

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.