Morgunblaðið - 23.06.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.06.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1983 31 ulan málsvara, en þeim hefur tek- ist að koma sér vel fyrir í Kanada. Þeir sigla togurum sínum til Kanada, veiða þar ef til vill eitt- hvað lítils háttar og kaupa síðan fisk, ferskan, hausaðan, óhausað- an, slægðan eða óslægðan, saltað- an eða jafnvel frystan, og þíða hann, og setja þetta allt um borð í skip sín, ganga þar frá aflanum og sigla aftur til Portúgal. Þeir greiða i beinhörðum peningum, oftast í Kanada-dollurum og eru þessi viðskipti fjármögnuð með fé sem vinnuafl frá Portúgal aflar aðallega í Frakklandi. Þessi við- skipti eru all umfangsmikil í frönskum bönkum og fjármagnið verður þessum útgerðarmönnum dýrt, því að þeir endurgreiða það síðan með vöxtum í escudos heima í Portúgal til fjölskyldna viðkom- andi aðila, sem annars hefði flutt peningana með eðlilegum hætti í gegnum bankakerfið í Portúgal. Sá flutningsmáti að sækja fiskinn til Kanada í togurum er líka dýr og þess vegna er öll þessi verslun heldur óhagkvæm. Það er enn enginn tollur á innflutningi á saitfiski til Portúgal en engu að síður er tiltölulega hagkvæmt fyrir útgerðarmennina að smygla fiskinum inn með þessum hætti, því að þeir komast fram hjá öllu eftirliti og viðskiptin koma hvergi inn í neitt bókhald og því tæplega greiddir af þeim skattar. Kanadamenn eru augljóslega búnir að koma ár sinni vel fyrir borð í Portúgal og margir sjá ekki sólina fyrir þeim. Það er sjálfsagt mjög eðlilegt, þar sem útgerð flot- ans hafði verið mikið vandamál en nú hefur hann nokkurn veginn rekið sig sjálfur og stjórnvöld ekki þurft að hafa af honum neinar áhyggjur. Til marks um það hve arðbær viðskipti þetta hafa verið hjá Portúgölum, er talið, að um 40 fiskiskip væru til í Portúgal sem gátu annast þessi viðskipti á síð- asta ári. í upphafi þessa árs er talið að þau séu orðin 53 og þó ekki vitað til að nein ný hafi verið byggð eða keypt, heldur hafa að- eins verið dubbaðir upp gamlir skrokkar sem taldir voru nánast ónýtir, skrapað af þeim mesta ryð- ið, vélin trekkt í gang og þeir sendir af stað. Enginn veit með vissu hve mikið magn kom til Portúgal á síðustu tveimur árum frá Kanada, enda opinberar tölur verið þar mjög á reiki, Kanada- menn hafa t.d. nýlega hækkað sín- ar opinberu tölur úr 27.000 tonn- um upp í 35.000 en tóku fram um leið að þessar tölur væru óábyggi- legar og væntanlega væru þær all miklu hærri. Portúgalskar heim- ildir segja, að þetta magn hafi verið a.m.k. 50—55.000 tonn. Til samanburðar fluttum við 37.000 tonn við Portúgal á síðasta ári, sem samsvarar rúmum 100.000 tonnum upp úr sjó. f upphafi þessa árs lá fyrir að Kanadamenn myndu auka fisk- veiðikvóta Portúgala úr 6.000 tonnum í 8.000 tonn. Þessu var slegið gífurlega upp i Portúgal eins og um stórfrétt væri að ræða, en gerið ykkur grein fyrir því, að þessi 2.000 tonna aukning upp úr sjó samsvarar ekki nema um 700 tonnum af saltfiski á sama tima og talið er að þeir séu að flytja inn um 50.000 tonn sem þeir kaupa i Kanada. Engu að síður var þetta greinilega pólitískt sterk frétt og var henni mjög hampað. Enginn veit heldur með vissu hve mikið það verður, sem flutt verður frá Kanada á þessu ári, en opinber- lega er reiknað með 25—30.000 tonnum en væntanlega verður sú tala all miklu hærri, þar sem stór hluti af vörunni, kemur inn í land- ið án þess að opinberlega sé vitað um það. Norskir fram- leiðendur Víkjum þá aðeins að Noregi. Þunglega gekk að koma á ein- hverjum viðskiptum á síðasta ári. Opinberar norskar sendinefndir voru í Portúgal nánast mánaðar- lega og lögðu gífurlegan þrýsting á portúgölsk stjórnvöld en lítið gekk. Við fréttum síðan af því fljótlega upp úr áramótum, að Portúgalir hefðu í hyggju að reyna að fá fiskveiðiréttindi innan norskrar landhelgi, sem þeim tókst. Norsku blöðin segja reyndar þannig frá því, að Portúgalir hafi veitt við Norður-Noreg lengi, en nú hafi portúgölsk stjórnvöld lagt á það mikla áherslu að fá þetta gert með opinberari hætti. Það er kannski gert til þess að geta sagt við okkur íslendinga, að við séum orðin eina þjóðin eftir, sem ekki veitir þeim opinberlega fiskveiði- réttindi. I þessum viðskiptum Portúgala og Norðmanna núna kom ýmislegt upp sem við áttum í rauninni ekki von á. Mjög er mis- jafnt hvernig norsku blöðin segja frá því eftir á. Talið er að auk fiskveiðiréttinda sem nema 2.500—9.500 tonnum eftir því hver segir frá þeim, þá hafi portúgölsk skip sömuleiðis heimild til þess að kaupa fisk í norskum höfnum og fylla upp í skipin á heimleið af miðunum við Svalbarða. Hve mik- ið magn þarna er um að ræða er nokkuð á huldu en allt að 10.000 tonn af saltfiski hafi verið nefnd, eða um 33.000 tonn af þorski upp úr sjó. Hin raunverulega sala Norð- manna til Portúgal var svo 7.000 tonn af þurrum fiski og 3.000 tonn af blautfiski. Ailt að því þriðjung þeirrar vöru mega Portúgalir greiða í eigin gjaldmiðli, escudos, sem er ekki hátt skrifaður á gjald- eyrismörkuðum. Við samningana í vetur lá fljót- lega fyrir, að við værum að þessu sinni þátttakendur í heldur ójöfn- um leik og þau vopn okkar, sem hingað til höfðu reynst bíta vel, áreiðanleiki í viðskiptum, gæði og samkeppnisfært verð, voru lítils metin á móti fagurgala þeirra, sem hampa fiskveiðiréttindum við Kanada og Noreg. Engu að síður tókst að ná sölu, sem er eftir at- vikum viðunandi, þó verðlækkun yrði að vera allmikil til þess að við gætum haidið okkar hlut í þessari óvægu samkeppni. Eftir þessi orð er eðlilegt að menn spyrji, hvert stefnum við þá núna í Portúgal, sem hefur verið okkar mikilvægasti markaður í áraraðir. Sjálfsagt getur enginn svarað því með vissu. Þegar ríkis- stjórnin og Reguladora tóku þá ákvörðun í fyrra að hleypa einka- aðilum aftur inn í þessi viðskipti var það gert í smáum stíl framan af, en síðan hefur það aukist og enda þótt engin opinber stefna liggi fyrir um það, hver hlutverka- skipti Reguladora og einkaaðil- anna eiga að vera, þá er búist við því að sú nýja stjórn sem væntan- lega eiga að vera, þá er búist við því að sú nýja stjórn sem væntan- lega tekur við vöidum í Portúgal á næstunni muni frekar skerða möguleika einkaaðilanna á fisk- kaupum en hitt. Ennþá eru það þó aðeins getgátur. Það sem upp úr stendur varð- andi Portúgal er að sjálfsögðu það, að ekkert virðist draga þar úr neyslu. Jafnvel er talið að árið 1982 hafi verið fyrsta árið í mjög langan tíma, þar sem markaður- inn hafi verið nokkurn veginn mettaður og það sem af er þessu ári virðist sem svo sé enn. Mark- aðsstaðan í Portúgal er nokkuð dæmigerð fyrir ástand, þar sem markaðurinn er í jafnvægi. Það er mikið framboð af fiski á markaðn- um, eftirspurnin er jöfn og verðið lágt. Leyft hámarksverð í Portúg- al er svo lágt, sem stendur, að þrátt fyrir þær verðlækkanir, sem við tókum á okkur í upphafi ársins eiga fiskkaupendur í miklum erf- iðleikum með að láta enda ná sam- an. Það er ekki við því að búast, að fiskurinn hafi farið hækkandi í verði á markaðnum í Portúgal fyrr en einhver skortur skapast, þar eð ríkisstjórnin hefur að sjálfsögðu enga ástæðu til þess að hækka leyft hámarksverð á meðan framboðið fullnægir að mestu eft- irspurn. Allt bendir til þess, að það stöð- uga gengissig escudos á móti doll- ar sem verið hefur upp á síðkastið muni halda áfram og jafnvel að gengi escudos verði hreinlega fellt. Það er samt ekkert, sem bendir til þess í bili, að skortur myndist á markaðnum, sem kynni að knýja smásöluverðið upp, sem þó væri fyllilega eðlilegt að búast við ef saltfiskverð er borið saman við verð á öðrum matvörum í Portúg- al. Gagnlegir fundir Sú nýbreytni var tekin upp fyrir skömmu að halda fundi með fram- leiðendum víða um land. Við sem tókum þátt í þessum fundum af hálfu skrifstofunnar hér í Reykja- vík höfðum af þessum fundum bæði mikið gagn og nokkurt gam- an og er óskandi að framhald geti orðið af þessum fundum. Móttök- urnar sem við fengum á hverjum stað voru mjög ánægjulegar og kunnum við framleiðendum bestu þakkir fyrir. Á yfirreið okkar snemma á þessu ári höfðum við meðferðis fræðslukvikmynd þá, sem Sölusambandið lét gera á sl. hausti. Þegar hafist var handa um gerð þessarar kvikmyndar er óhætt að segja, að við höfum rennt blint í sjóinn með það, hvernig til tækist og hverjar undirtektir yrðu. Það er fljótt frá sagt, að móttökur myndarinnar hafi verið einstaklega góðar og er það mikil hvatning til að halda áfram á sömu braut. Sú tækni, sem nú hef- ur alls staðar rutt sér til rúms, videotæknin, á örugglega mikið erindi í framleiðslu á borð við þá sem saltfiskframleiðendur stunda. Eftirlitsmenn SÍF hófu- þegar ferðir með myndina til framleið- enda vítt og breytt, og hvarvetna vel tekið, og telja þeir sig finna mikinn mun víða, sem aðallega kemur fram í bættri umgengni og meiri skilningi framleiðenda og starfsfólksins á því sem betur má fara. Því miður hefur selormamál- ið orðið svo tímafrekt, að tími til fræðslustarfa hefur ekki orðið eins mikill og vonast hafði verið til en fullur hugur er á því að bæta úr því betur. Við munum hugsa til þess fyrir næstu vertíð að endur- bæta þá mynd, sem við erum með núna í gangi, en sem betur fer þá verður hún úrelt jafnt og þétt eftir því sem tækninýjungar og breyt- ingar á framleiðsluháttum koma til og munum við reyna að fylgjast með því. Þær nýjungar sem helst hafa komið fram upp á síðkastið eru breytingar á pökkunum, sem eins og ég gat um áðan eiga ef til vill eftir að hafa í för með sér meiri áhrif en við gerum okkur grein fyrir í fljótu bragði. Fyrstu tilraunir, sem gerðar voru með pappakassa eða karton, sem ætl- aðir voru fyrir Grikklandsmarkað, gáfu fljótlega góða raun og nú hef- ur þessi pökkunarmáti verið yfir- færður yfir til Spánar og Ítalíu að nokkru leyti, þó að ítalir séu enn- þá mjög gamaldags og hafi ennþá ekki fengist til að taka nema hluta af fiskinum í kartonum. Loks sjá- um við nú árangur áróðurs okkar fyrir pallettum, því Portúgalir hafa nú fallist á að taka við öllum fiskinum á brettum, sem hlýtur að SJÁ NÆSTU SÍÐU VEmNGAHÖLUN ~~ ~~m ■■■■l Mllffl Jffiffll íeinum í Húsi Verslunarinnar i| Ath. Ekid er ad Húsi Verslunarinnarfrá Mikluhraut- Einnstaður, j* KringUtmýrarbmut, eða Bústaðavegi. tVCÍT^ÓÓÍT VcllkOStÍr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.