Morgunblaðið - 23.06.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.06.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1983 35 Utvarpsdagskráin hefur tekið mikinn fjörkipp í júnímánuði eftir langvarandi deyfð síðari hluta vetrar. Poppunnendur þurfa t.d. ekki að kvarta. Gunn- ar Salvarsson er kominn af stað með nýjan þátt, „Listapopp", og leikur öll vinsælustu lögin aust- an hafs og vestan. Tónlistarfólk þarf almennt ekki að kvarta, út- varpið gerir hinum ýmsu tónlist- arstefnum góð skil. Jazzgeggjar- ar fagna nýjum þætti Jóns Múla um sögu jazzins sem verður á dagskrá seint á sunnudagskvöld- um í sumar og fram á haust. Ég var næstum búinn að gleyma því að sjónvarp er til á Islandi þar sem útvarpsdagskrá- in var svo skemmtileg og fræð- andi þessa dagana í júnímánuði. Sjónvarpsdagskráin er afar til- breytingarlaus og fátt sem vekur athygli af því efni sem sjónvarp- ið býður uppá á miðju sumri. Sunnudaginn 12. júní var á dagskrá eftir kvöldfréttir mynd frá hestamannamóti Landssam- bands íslenskra hestamanna á Vindheimamelum i Skagafirði sumarið 1982. Ernst Kettler kvikmyndaði og Páll Stein- grímsson gerði hljóð. Hópreið hestamanna var tilkomumikil sjón og glaðværð ríkjandi á mót- stað eins og vera ber þegar hestamenn koma saman. Kvik- myndun var frábær og öll gerð myndarinnar til fyrirmyndar. Mánudagskvöldið 13. júnf klukkan 21.45 sýndi sjónvarpið fróðlega mynd um svokölluð glasabörn og nýjar tilraunir með frystingu og geymslu frjóvgaðra eggja. Dr. Carl Wood og starfslið hans á tilraunastöð í Melbourne i Ástralíu sýndi sjonvarpsáhorf- endum hinn mikla galdur vísind- anna og var það allt saman skemmtilegt og fræðandi. JR og Derrick keppa nú um hylli sjón- varpsáhorfenda í viku hverri og eru báðir bara nokkuð snjallir. JR að fremja glæpinn og Derrick að fletta ofan af glæpamönnum. Þýski sakamálaþátturinn um lögregluforingjann Derrick er að öllu leyti betri en sagan af fólk- inu í Dallas sem er orðið svo geggjað um þessar mundir að ekki veitti af heilli herdeild af geðlæknum til að aðstoða aum- ingja fólkið. Olafur Ormsson Hclgi Gyjólfsson, harmonikkuleikari frá Borgarfirði eystra. í Bergen árið 1977 og í Burgas í Búlgaríu árið 1978. Við Borgfirðingar þökkum þeim ánægjulega kvöldstund þann 16. sl. og árnum þeim far- arheilla, fullvissir þess, að ferðin verður þeim sjálfum og landi þeirra til sóma. Þjóðdansa- flokkurinn mun sýna hér í Glæsibæ sunnudaginn 27. júní kl. 16.00. _ Sverrir. Alltaf á fóstudögum Yfirlýsing vegna skrifa um garðaúðun og tankbifreið eftir Brand Gislason garðyrkjumann Á síðustu vikum hefur verið fjall- að mikið um garðaúöun í Reykjavík í fjölmiðlum. Þar á meðal hefur borgarlæknisembættið í Reykjavík látið í veðri vaka að framkvæmd úð- unar sé ábótavant þ.á m. að geymslu og flutningi eiturefna um borgina. í kjölfar ummæla borgarlæknis hafa ýmsir einstaklingar fullyrt að notk- un tankbfla við úðun væri ólögmæt og óforsvaranleg með öllu. Dagblaö- ið/Vísir hefur fylgt þessu eftir með heilsíðu greinarskrifum skreyttri með myndum af tankbfl sem ég hef notað árum saman við garðaúðun. Gnnfremur hefur Sigrún Davíösdótt- ir hvatt til þess í Morgunblaðinu, að menn gætu kallað til lögreglu ef það yrði vart við umræddan tankbfl á ferð um borgina. Framanrituð umfjöllun sem hefur verið ákaflega einhliða og sett fram af óathuguðu máli, hef- ur leitt yfir mig veruleg óþægindi. Ég sé mig því knúinn til að skýra frá fáeinum staðreyndum málsins. Síðastliðin sjö ár hef ég notað umræddan tankbíl við garðaúðun, en hef stundað garðaúðun í 12 sumur alls. Tankbifreiðin er sér- staklega búin til þessara starfa og má í því sambandi m.a. nefna eft- irfarandi atriði um hana og fram- kvæmd úðunar almennt á mínum vegum. 1. Tankurinn er smíðaður eftir ströngustu kröfum úr krómstáli. Og eru á honum tvö 2.000 lítra hólf, lokin á tanknum leka ekki þótt bifreiðin velti. 2. Tankurinn er byggður í miðj- um bílnum og er varinn á hliðum með sérstaklega styrktum skáp- um. Fyrir aftan tankinn er höggv- ari festur á grind bifreiðarinnar. 3. Dælur og leiðslur eru úr galv- aniseruðu stáli, sérstaklega leka- þéttar. Kranar og slöngutengi, ásamt slöngum eru í læstum skáp á bifreiðinni. 4. Óblandað eitur er geymt í stálkassa sem varðveittur er í læstum skáp á bifreiðinni. 5. Eitri og vatni er blandað á tankinn á afviknum stað í Reykja- vík, völdum í samráði við borg- arstarfsmenn og öll umgengni um þann stað undir eftirliti þeirra. 6. Bifreiðin er ávallt þvegin hátt og lágt að loknum hverjum vinnudegi. 7. Bifreiðin er máluð í áberandi litum, merkt fyrirtæki mínu, nafni mínu og síma. Blandast eng- um hugur um til hverra nota bif- reiðin er. 8. Fimm manna starfslið fylgir bílnum. Tveir sinna úðun, einn gætir bíls og umhverfis og og tveir fara á undan til að gera viðvart um úðun, kanna garða og um- hverfi þeirra. Þessir tveir tína saman leikföng, hjól, barnavagna og aðra lausamuni. Þeir sjá um að þvottur sé tekinn inn af snúrum, gluggum lokað, einkabílar færðir ef þörf krefur og gera allt til að tryggja að úðun geti farið slysa- laust fram. Aðvörunarmiðar eru settir á alla garða áður en úðun fer fram. Berist úði einhverra hiuta vegna yfir nærliggjandi bíla eru þeir umsvifalaust skolaðir með vatni. 9. Úðunarmenn eru í hlífðarföt- um, með gúmmívettlinga og bera öndunargrímur með kolafilterum. Einnig nota þeir plastandlitshlíf- ar við úðun hárra trjáa. Ég þori að fullyrða með hliðsjón af framantöldu, að umrædd tank- bifreið og öll framkvæmd úðunar á mínum vegum, þar með talinn flutningur og geymsla eiturefna sé með því öruggasta, sem þekkist í þessum málum hér á landi sem erlendis. Að gefnu tilefni skal tek- ið fram að engin slys eða veikindi hafa hlotist af notkun tankbifreið- arinnar. Þá skal tekið fram, að þau sjö ár sem tankbifreiðin hefur verið notuð hafa þeir opinberu að- ilar sem skylt er lögum samkvæmt að hafa eftirlit með framkvæmd garðaúðunar og tækjabúnaði til úðunar.ekki gert athugasemdir við tækjabúnað minn. Ég fagna því hins vegar að nú hefur að frum- kvæði mínu tekist ánægjulegt samstarf við heilbrigðisnefnd Reykj avíkur, heilbrigðiseftirlitið, vinnueftirlit ríkisins svo og Jón Gunnar Ottósson, skordýrafræð- ing. Ég vona því að hér eftir fari öll umræða um málið fram á mál- efnalegum grundvelli á faglegan hátt. Orökstuddar fullyrðingar og gáleysisleg skrif og myndbirtingar eru síst fallnar til að bæta fram- kvæmd garðaúðunar. Að lokum skal þess getið að mér hefur borist eftirfarandi vottorð frá Guðmundi Ingólfssyni heil- brigðisfulltrúa: „Við eftirlit sem fram fór í dag, kom í ljós, að úðun- arbíll R-49227 fullnægir kröfum sem heilbrigðiseftirlitið gerir til notkunar við garðaúðun." Reykjavík, 20. júní 1983 Nú er létt að slá! Við kynnum nýju sláttuvélina okkar, SNOTRU, sem erframúrskarandi létt og lipur. Hún er útbúin hljóðlátri 3,5 hestafla fjórgengisvél (nágranninn þarf ekki að kvarta) með mismunandi hraðastillingum og notar aðeins óblandað bensín. Sláttubreiddin er 46 cm sem þýðir fœrri ferðir yfir grasflötina. Einnig eru 3 hœðarstillingar á vélinni, þannig að hnífurinn getur verið mismunandi hátt frá jörðu en það kemur sér vel á ójafnri grasflöt. Lögun hnífsins gerirþað að verkum að grasið lyftist áður en það skerst, þanmg að grasið verður jafnara á eftir. Utan um SNOTRU erepoxyhúðað stálhús sem fyrirbyggir óþarfa skrölt ogryð. Með SNOTRU er hægt aðfá sér- stakan graspoka, sem gerir rakstur óþarfan. Að síðustu, þá slær SNOTRA aðrar sláttuvélar út hvað verð snertir, sem er aðeins kr. 3560.- notna) B.B.BYGGINGAVÖKUR HE SUOURLANDSBRAUT 4. SlMI 33331. Skilaboð til Söndru Fylgst meö kvikmyndatökum á nýrri íslenskri kvikmynd byggöri á sögu Jökul Jakobssonar. Úr fargjalda- frumskóginum Nokkrar leiöbeiningar fyrir feröalanga. Blöndungurinn Ný unglingasíða. Ptrr0imWatXtí> Föstudagsbhidid ergott forskot á helgina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.