Morgunblaðið - 23.06.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.06.1983, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1983 + Amma okkar, JÓNÍNA SIGRÍÐUR VALDIMARSDÓTTIR, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu Ingvar Jóel Ingvarsson, Berglind Nína Ingvarsdóttir. t Eiginmaður, faðir og afi okkar, KRISTJÁN HANS JÓNSSON frá Kambi í Reykhólasveit, Hagamel 31, Reykjavík, lést á heimili sinu sunnudaginn 19 júní. Unnur Siguröardóttir, Siguróur Viggó Kristjánsson og Kristján Sigurösson. t Broðir okkar, GUNNAR DANÍEL GÍSLASON frá Vík, Grindavík, til heimilis á Sunnubraut 8, lést í Borgarspítalanum að morgni 22. júní. Fyrir hönd systkina minna, Hulda Gísladóttir. t Maðurinn minn, faðir, sonur okkar og bróölr, JÓN ÞÓRDUR VALGARÐSSON, andaöist á heimili sínu í New York þann 20. júní sl. Terry McCoy, Þóröur Jónsson, Sif Þórz, Valgarö J. Ólafsson, löunn Anna Valgarösdóttir, Eióur Valgarösson, Gunnhildur Valgarösdóttir, og Sigrún Valgarósdóttir. t Útför móöur okkar og tengdamóður, GUÐRÚNARJÓHANNESDÓTTUR frá Frambœ, Eyrarbakka, Hófgeröi 18, Kópavogi, er lést 14. júní, veröur gerö frá Eyrarbakkakirkju, laugardaginn 25. júní kl. 2. Sigurveig Þórarinsdóttir, Baldur Teitsson, Jóhann Þórarinsson, Ingunn Ingvarsdóttir. t Eiginkona min, móðir, tengdamóðir og amma, ÁGÚSTA KRISTÍN SIGURBJÖRNSDÓTTIR frá Höfn, Hornafirói, til heimilis á Hjaróarslóó 3D Dalvík, verður jarösungin frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 25. júní. Blóm og kransar afbeðin en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Eyjólfur J. Stefánsson, Sigmar Eyjólfsson, Mjallhvít Þorláksdóttir, Hreinn Eyjólfsson, Þrúöur S. Ingvarsdóttir, Kristinn Eyjólfsson, Valgeröur Hrólfsdóttir, Elísabet Eyjólfsdóttir, Bjarni Jónsson, og barnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN BJARNASON, bóndi, Noróur-Hvoli, Mýrdal, veröur jarösunginn frá Skeiöflatarkirkju, laugardaginn 25. júní kl. 11 f.h. Ferð veröur frá Umferðarmiöstööinni í Reykjavík sama morgun kl. Bjarni Kristjánsson, Elínborg Kristjánsdóttir, Ester Kristjánsdóttir, Friörik Kristjánsson, Magnús Kristjánsson, Þórarinn Kristjánsson, Sigríöur Kristjánsdóttir, Sigurður Kristjánsson, barnabörn Snjólaug Bruun, Baldur Jóhannesson, Bjarni Gestsson, Auöur Siguróardóttir, Tordis Kristjánsson, Guörún Hallgrímsdóttir, Gunnar Þorvaldsson, og barnabarnabörn. Carroll Glenn In memoriam Nýlega er látin í New York hinn kunni fiðlusnillingur Carroll Glenn, 64 ára að aldri. Barnung hóf hún að læra á fiðlu hjá móður sinni en innritaðist í Juliard-skólann 11 ára gömul og var þá yngsti nemandi, sem skól- inn hafði tekið við. Hún þótti einn af bestu fiðluleikurum Bandaríkj- anna og ferill hennar var stór- merkur og spannaði vítt svið. Hún var eftirsóttur leiðbeinandi og kenndi lengi bæði í Rochester og New York. Hún ferðaðist um heiminn með manni sínum, hinum þekkta píanóleikara Eugene List, og þau léku saman margbreytilega tónlist, bæði gamla og nýja, og frumfluttu verk eftir ýmis kunn tónskáld. Tvívegis voru þau hjónin send á vegum lands síns til fjar- lægra austurlanda og komu þá fram við fjölmörg tækifæri sem fulltrúar lands og þjóðar. Síðari ferðin var farin fyrir tveim árum er þau voru í Kína slíkra erinda og minntust þau þeirrar ferðar með mikilli gleði. Tónleikafjöldi Carroll Glenn var mikill og listinn langur yfir þau verk, sem hún flutti bæði sem einleikari með hljómsveitum víða um heim og á kammertónleikum með öðrum kunnum listamönnum. Um árabil starfræktu þau hjón sumarskóla í Vermont þar sem þau eyddu flestum sumarleyfum sínum, og þangað streymdi ungt tónlistarfólks til þess að njóta til- sagnar og handleiðslu þessara góðhjörtuðu snillinga. Carroll Glenn er íslensku tón- + Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, ÞÓRÐUR ÞORSTEINSSON, Sæbóli, Kópavogi, veröur jarösettur frá Kópavogskirkju föstudaginn 24. júní kl. 1.30. Þeir sem vilja minnast hins látna vinsamlegast látið Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldraöra í Kópavogi, njóta þess. Helga Sveinsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaður minn, faöir, tengdafaöir og afi, ÞÓRIR EINARSSON LONG, trésmíöameistari, Safamýri 52, veröur jarösunginn frá Fríkirkjunnl í Reykjavík, föstudaginn 24. júní kl. 15.00. Sigurlín S. Long, Erla Long, Þórarinn H. Hallvarösson, Unnur L. Thorarensen, Oddur C.S. Thorarensen, Jónína S. Marcov, Anna Birna Waldo, Einar Þórisson Long, Salína Helgadóttir og barnabörn. t Hjartans þakklæti fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför fósturmóöur okkar og tengdamóður, KRISTJÖNU ÓLAFSDÓTTUR, vistkonu á Hrafnistu, Rvík. Sigríður Finnbogadóttir, Stefán Vilhelmsson, Friörik Kristjánsson, Nanna Júlíusdóttir og fjölskyldur. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og jaröarför MÖRTU TEITSDÓTTUR, Hafnargötu 22, Keflavík. Teitur Ó. Albertsson, Þorbjörg Hermannsdóttir, og barnabörn. t Þakka af alhug auösýnda samúö og vlnáttu vlö fráfall elglnmanns míns, LÚDVÍKS OTTÓ GUOJÓNSSONAR. Ólavía Siguröardóttir. Krossaskilti Sendum í póstkröfu um allt land. SKILTAGÉRDIN MARKG Dalshrauni 5, Hafnarfirói, sími 54833. listarfólki ekki með öllu ókunn. Hún kom hingað fyrir röskum þrem árum og hélt námskeið á vegum Tónlistarskólans í Reykja- vík fyrir fiðluleikara, bæði nem- endur og kennara. Eiginmaður hennar, Eugene List, var hér á sl. hausti sem eiginleikari með Sin- fóníuhljómsveit ísland og lék einnig á vegum Tónlistarfélagsins í Austurbæjarbíói. Carroll Glenn hefir komið mjög við sögu í menntun strengjaleikar- anna okkar margra hverra. Hún var aðalkennari Guðnýjar Guð- mundsdóttur konsertmeistara, fóstraði hana og fylgdist með alla tíð, einnig var hún aðalkennari Þórhalls Birgissonar, en hann út- skrifaðist fáum vikum eftir lát hennar. í sumarskólanum f Ver- mont tók hún á móti mörgum af hinum upprennandi strengjaleik- urum okkar og leiðbeindi þeim, og einhverjir þeirra munu hafa ætlað sér til framhaldsnáms hjá henni næsta haust og á komandi tíð. Carroll Glenn og eiginmaður hennar greiddu götu margra ís- lenskra tónlistarmanna. Heimili þeirra hjóna í New York stóð því fólki jafnan opið og margir bjuggu hjá þeim um lengri eða skemmri tíma. Hún fylgdist af einlægum áhuga með nemendum sínum og mörgum löngu eftir að þeir voru farnir frá henni og búnir að hasla sér völl annars staðar. Nú fer eng- inn framar í tíma til Carroll Glenn, en það fólk, sem naut til- sagnar hennar og vináttu mun minnast hennar með þakklátum hug sem stórkostlegs leiðbeinanda og óvenju yndislegrar manneskju. Nemendur hennar við Manhattan School of Music héldu minningar- tónleika um kennarann sinn í skólanum þ. 18. maí sl. og Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík minntist hennar á tón- leikum 25. maí með verkinu Trau- ermusik fyrir lágfiðlu og strengja- sveit eftir Paul Hindemith. Mark Reedman, sem var nemandi Carr- oll Glenn á sínum tíma og sam- starfsmaður í Vermont lék einleik í því verki. í ágúst í sumar mun unga fólkið í sumarskólanum i Vermont halda minningartónleika um hana, sem var lífið og sálin í tónlistarstarfinu í Southern Vermont Arts Festival eins og þau hjónin nefndu sumarskólann sinn. Það fer vel á því að minnast þess- arar yndislegu konu og mikla snillings með músík — tónlistin segir flest, kannski allt, betur en orð. Vinir Carroll Glenn hér á landi senda eiginmanni hennar hlýjar samúðarkveðjur svo og dætrunum tveim, Rachel og Alli- son. Blessuð sé minning hennar. Anna Snorradóttir ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, scm birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.