Morgunblaðið - 23.06.1983, Side 45

Morgunblaðið - 23.06.1983, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNf 1983 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI . . TIL FÖSTUDAGS Köllum hringorm- inn réttu nafni Starri skrifar: „Velvakandi. Mikil herferð er nú hafin á hendur selum við strendur lands- ins. Ekki hefir þó verið fullsannað hve mikil brögð eru að hringormi í fiski, sem einyörðungu má selnum um kenna. Á styrjaldarárunum var selveiði ekki stunduð á ísnum norður af íslandi og var fjölgun sela því umtalsverð. Ekki var þá Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orða- skipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vé'.rituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. talað um að meiri hringormur væri í fiski en áður var. Annars er það dálítið frekt að mínum dómi, hvað hin svokallaða hringorma- nefnd hefir tekið sér fyrir hendur. f fyrsta lagi hið ógeðfellda dráp að undanförnu og svo hitt, að þessi nefnd manna telur við hæfi að breyta nafninu á hringormi og kalla hann selorm, til þess að sverta selinn í augum almennings. Hvernig væri t.d. ef hundahatarar færu í ræðu og riti að kalla band- orminn hundorm, svona til þess að vekja meiri andúð á hundum? Við skulum kalia hringorminn réttu nafni, hann heitir hringormur og alls ekki selormur. Nefndin heitir því hringormanefnd, svo ekki verður um villst. Muna menn hve stutt er síðan að höfrungurinn var kölluð „skin- laus skepna" og engan óraði fyrir að þar færi stórgáfað dýr? Hver veit um vitsmuni selsins? Hver veit um þær óskaplegu hörmungar sem yfir þessa skepnu dynja á vor- in þegar þær eru að ala önn fyrir akvæmum sínum? Er það í anda kristinsdómsins og réttlætisins að ríkisvaldið skuli standa að mis- kunnarlausu drápi á ungviðum selsins við strendur landsins, mæður jafnvel skotnar frá kópum „Hver veit um vitsmuni selsins? Hver veit um þær óskaplegu hörm- ungar sem yfír þessa skepnu dynja á vorin, þegar þær eru að ala önn fyrir afkvæmum sínum?“ sínum? Ég tel að rannsaka beri betur hvaða ógagn selurinn gerir í nátt- úrunni áður en önnur eins herferð er gerð á hendur honum. Hefir t.d. verið kannað hvort koma megi lyfi í maga hans í látrunum, lyfi sem kæmi í veg fyrir hringorm í fiski? Væri þetta ekki hægt í Breiða- firði?" Hvorki mat né vanmat Ásgerður Jónsdóttir skrifar á Akureyri 16. júní: „Heiðraði Velvakandi. Ég þakka þér fyrir birtingu á greinarkorni þann 12. júní og rit- stjóra fyrir að virða mig svars. Ég hefði ekki gert mér títt um svörin nema vegna þess, sem hæstvirtur ritstjóri segir um árásir mínar á Geir Hallgrims- son. Ég neita slíku eindregið og bið hann að lesa betur. Ég segi einmitt, að vanþóknunarraddir vegna ráðherrastarfs hans séu „hvorki mat né vanmat á mann- inum eða og stjórnmálamann- inum Geir Hallgrímssyni". Með öðrum orðum: Þær varði ekki persónu heldur stjórnmálaflokk með mislitt siðgæði. Ég biðst ekki afsökunar á þessari skoðun. En úr því að ég hefi stungið niður penna á annað borð ætla ég að láta þess getið, að svar nr. eitt var hreint ekkert svar við spurn- ingu minni heldur greinargerð, sem ég hef marglesið í Morgun- blaðinu og betur orðaða en í svarinu. Svar nr. tvö er í fullum tengslum við spurninguna en svarar þó bezt því, sem ég vissi fyrir: Hvflíkt hráskinn lýðræóið er í vitund og meðferð stjórnmála- flokka. Ég sé það á þriðja svari að hæstvirtur ritstjóri er þykkju- þungur vegna samvizkuspurn- ingar um Sjálfstæðisflokkinn. Það gleður mig því að máltækið segir: Sannleikanum er hver sárreiðastur. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna." honum 5000 póstkort. Mér var sagt frá þessu fyrir helgina og er þegar búin að senda honum kort. Vona ég að fleiri verði til þess að gera slíkt hið sama. Það kostar sáralítið, en mun veita fársjúkum drengnum mikla gleði. Utanáskriftin er: Little Buddy, Post Box 26, Paisley Renfrewshire, Scotland. Þökk fyrir ljúfar stundir Þorbjörg Sigurðardóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að koma á fram- færi innilegum þökkum og kveðj- um til allra þeirra sem starfa við Þjóðleikhúsið, fyrir ljúfar stundir sem ég hef átt þar í vetur. Einnig þakka ég ánægjulegar móttökur og þá hjálp, sem fötluðum er þar látin í með af gleði. Ég bið öllu þessu fólki Guðs blessunar og heillaríks sumarleyfis. Ásgerður Jónsdóttir GÆTUM TUNGUNNAR Hús á Rangárvöllum w Gott timburhús, um 125 fm aö stærð, til sölu. i húsinu eru 5 svefnherbergi, stór setustofa, boröstofa, eldhús, búr, þvottahús og geymsla. Einnig tvö snyrtiherbergi, annað meö baöi. Stór verönd mót suðri. Gróöurhús. íbúöarhúsiö er hitaö meö rafmagni. Sundlaug 8,40x3,50x0,90 getur fylgt ásamt allri búslóö. Fjarlægö frá Reykjavík um 118 km. Upplýsingar í síma 73462 í dag og næstu daga kl. 19.00 til 23.00 flora of ICELAHD einnig fáanleg a ensku Almenna Bókafélagið, Austurstræti 18, sími 25544. Skemmuvegi 36, Kópavogi, sími 73055. Munum, að alltjent er til orðið úr allt jafnt; þess vegna er það ritað með je en ekki é, og fyrra atkvæð- ið borið fram eins og allt. Punktur og Pastur Frá Italíu koma hinir r&muðu pastaréttir. Við í Sælkeranum höfum kosið að kalla þá hinu foma íslenska heiti „Pastur“ sem þýðir fæða. í notalegum veitingasal í Innstræti (inn af Austurstræti) bjóðum við úrval ítalskra fisk-, kjöt-, pasturs- og smárétta auk úr- vals af ósviknum ítölskum pizzum og öðrum veitingum. Opið alla daga 12.00—23.30 nema sunnudaga 18.00—23.30. Svangir rata Austurstræti 22, Innstræti, sími 11633. S3F SIGGA V/GGA fi iiLVt9AH EG VEIT RD PflÐ ÞYPIR EKKERT W NEFNR PRfr GVENDUR-DÚ 5E6IR BflRFl W TÖLVUNNI GETI EKKI 5KJflTLflST-EN EINHVERN- VEGINN FINN5T MÉR W É6 HflFI FEN6IÐ PÚSUND KRÓNUM OF MlKlÐ SÍÐU5TU VlKU EN,60Dfl MlNÍ RUDVlTRD 6ETUR HENNI 5KJÁTLR5T, 06 PR9 HVflRFLRR EKKI flD MÉR RD VÉFEN6JR ÞI6 EF PÚ 5E6I5T HRFR FENG-;

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.