Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 1
92 SÍÐUR 142. tbl. 70. árg. SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983 Ljósm. Ól. K. Magnússon. • Þessi káti strákur var ásamt félögum sínum aö skemmta sér á barnaheimilinu Sólbrekku á Seltjarnarnesi í sumarveðri höfuöborgarsvæöisins, rigningunni, um daginn. Hann er eitthvað skítugur á nebbanum, kannski farinn aö taka í nefið? Lech Walesa í viðtali: „Margt leyst án minnar þátttöku“ Ritstjóri málgagns Vatíkansins segir af sér Varsjá, 25. júní. AP. LECH Walesa sagði í fyrsta viðtalinu, sem tekið var við hann eftir fund hans við páfa og birt seint í gærkvöldi, að svo kynni að fara að hann drægi sig í hlé í komandi við- ræðum á milli stjórnvalda og verkalýösforystunnar. „Málið snýst ekki um það hver stendur í samningaviðræðunum fyrir hönd verkalýðsins, heldur um hvað er rætt. Það skiptir ekki öllu máli hver leysir vandamálin. Ef það finnst hæfara fólk er ekk- ert athugavert við að láta það sjá um hlutina. Það á mikið eftir að gerast, að því ég er hef heyrt. Mörg mál verða leyst án minnar þátttöku," sagði Walesa í viðtali við fréttamann bandarísku sjón- varpsstöðvarinnar NBC. Walesa hafði fyrr í gær bandað fréttamönnum frá sér, eftir að hafa boðað til fundar með þeim um morguninn, með þeim orðum að hann vildi íhuga mál sitt bet- ur. Tilkynnt var í Róm í morgun, að ritstjóri málgagns Vatikans- ins, Virgilio Levi, sá er ritaði for- síðufréttina um Walesa í L’Os- servatore í gær, hefði sagt stöðu sinni lausri. Sagði talsmaðurinn, að í ljósi túlkunar á grein rit- stjórans, hefði hann kosið að segja af sér. Lech Walesa Talsmaöur PLO: „Eigum í raun í bar- áttu við Sýrlendinga 1 i. njliiiaiivM OC mní AP Lundúnum, 25. júní. AP. FAIFAL Ouweida, talsmaður PLO í Lundúnum, sagði í samtali við BBC í gær, að Yasser Arafat, leiðtogi PLO, sem rekinn var frá Sýrlandi í fyrradag, væri enn við stjórnvölinn hjá samtökunum, „hann stjórnar PLO eins og ekkert hafi í skorist," sagði talsmaðurinn. Arafat kom til Túnis í gær og þótti mjög niðurdreginn eftir hina óvæntu sveiflu í Miðausturlanda- málinu. Arafat sagði fréttamönnum við komuna til Túnis, að brottrekstur hans frá Sýrlandi væri liður í samsæri Sýrlendinga og Líbýu- manna gegn Palestínumönnum. „Við erum í raun að berjast við Sýrlendinga nú, en ekki uppreisn- armennina innan A1 Fatah. Upp- reisnarmennirnir hafa reynst styrklausir og þá gripu Sýrlend- ingar til sinna ráða,“ sagði Ouw- eida. Talsmaðurinn sagði ennfremur, að þess væri ekki að vænta að PLO tæki upp herskárri stefnu en áður, samtökin myndu eftir sem áður fúslega ræða um alla þá mögu- leika sem fyrir hendi eru til að ná lausn á málefnum Palestínu- manna. „En áætlun Reagans Bandaríkjaforseta er komin inn blindgötu og ef Bandaríkin hafa raunhæfan áhuga á lausn vandans, verða þau að viðra nýjar hugmyndir og aðgengilegri," sagði Ouweda að lokum. Prentsmiðja Morgunblaðsins E1 Salvador: Gagn- sókn hafin San Salvadnr, 25. júní. AP. YFIR 2000 hermenn stjórnarinnar í El Salvador hófu í morgun gagnsókn í baráttunni við skæruliða, sem náðu á sitt vald tveimur af stærstu raf- orkuverum landsins í kröftugri árás fyrr í vikunni. Var fyrsta megin- markmið hersins að hrekja skæru- liðana frá þjóðveginum, að virkjun- unum, þar sem þeir hafa lokað öll- um aðkomuleiðum. Um leið og skýrt var frá gagn- sókn stjórnarhersins var tilkynnt, að 30 manns hefðu fallið í bardög- unum við skæruliðana fyrr í vik- unni. Voru það jafnt óbreyttir borgarar sem hermenn, sem létu þar lífið. Báru fréttamenn, að þeir hefðu séð lík þriggja þjóðvarðliða skammt frá varðstöð hersins, sem skæruliðarnir hertóku í árás sinni. Aðalbardagasvæðið er nú í nágrenni bæjarins Suchitoto, sem er um 20 kílómetra frá raforku- verunum. Bardagar á þessum slóð- um eru ekkert nýnæmi fyrir íbúa bæjarins. Á þeim 44 árum, sem borgarastyrjöld hefur geisað í landinu, hefur íbúum Suchitoto fækkað úr 45.000 í 15.000. Nítján þingmenn í Bandaríkj- unum hvöttu í gær til þess að Reagan forseti héldi fast við kröf- ur sínar um 110 milljónir dollara til hjálpar stjórninni í E1 Salvador í baráttunni við skæruliðana. Átta þessara þingmanna eru nýkomnir frá Mið-Ameríku, þar sem þeir kynntu sér ástandið. 644 dáið úr AIDS AtlanU. Georgíu, 25. júní. AP. HEILBRIGÐISYFIRVÖLD í Bandaríkjunum sendu í gær frá sér nýjar tölur um tíðni hins nýja og dularfulla sjúkdóm AIDS, sem nefndur hefur verið áunnin ónæmisbæklun á íslensku. Nýju tölurnar segja 1641 tilfelli sjúk- dómsins hafa komið upp í Bandaríkjunum og Puerto Rico fram að 15. júní. Alls hafa 644 látist og ekki er útséð um líf sumra þeirra sem eiga við sjúkdóminn að stríða um þessar mundir. Um 71 pró- sent þeirra, sem sýkst hafa, hafa verið kyi villtir karlmenn, eða karlar sem aðhyllast bæði kyn. Sautján prósent eru eitur- lyfjaneytendur sem sprauta sig í æð. Aðeins 7 prósent sjúklinga hafa verið konur og rúmlega helmingur þeirra lyfjaneytend- ur. Það hefur valdið áhyggjum ytra, að sumir hinna sjúku virð- ast hafa sýkst eftir að hafa fengið blóðgjafir. Þetta hefur orðið til þess að mikill blóð- skortur er víða í blóðbönkum. „Ég hef aldrei vitað fólk jafn hrætt. Fjöldi manns trúir því að það geti fengið AIDS með því aí gefa blóð,“ sagði einn af starfs- mönnum blóðbankans í Miami Florida.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.