Morgunblaðið - 26.06.1983, Page 48

Morgunblaðið - 26.06.1983, Page 48
BÍLLINN BlLASALA SIMI 79944 SMIOJUVEGI4 KÓPAVOGI Sími 44566 RAFLAGNIR samvirki SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983 Dánartíðni vegna krabba- meins, kransæðasjúkdóma og háþrýstings lækkandi LÍFSLÍKUR fólks við fæðingu eru nú nær 74 ár hjá körlum og nær 80 ár hjá konum. Á einum áratug hefur meðalævin lengst um 2,8 ár hjá körlum en 3,2 ár meðal kvenna og hefur heildardánartíðnin lækkað um 20% á einum áratug. Athuganir benda til að einungis hluti ævilengingarinnar síðasta áratug megi rekja til minni ungbarnadauða, þá sýna þær að dánartíðni vegna kransæðasjúkdóma, háþrýstings og krabbameins hefur lækkað verulega. Þetta kemur fram í grein eftir Ólaf Ólafsson og Jónas Ragnarsson í nýjasta hefti tímaritsins Heilbrigðismál. Árlega látast um 1500 manns hérlendis, þar af um 300 úr krabbameinum. Dánartíðni úr krabbameinum var 148 af 100.000 hjá körlum árin 1966—70 en lækk- aði í 140 árin 1976—80. Mun meiri breyting er meðal kvenna. Tíðnin var 136 árin 1966—70 en lækkað í 118 árin 1976—80. Lækkunin er 6% hjá körlum en 14% meðal kvenna. Segir í greininni, að sennilega megi rekja þetta að ein- hverju leyti til fækkunar á dauðs- föllum úr magakrabbameini, en það hefur verið tengt minni neyslu saltaðs og reykts matar. Þá megi nefna að færri konur deyja nú en áður úr krabbameini í leghálsi. Hlutur hjarta- og æðasjúkdóma í dánarorsökum er tæp 44%. Þyngst vega þar kransæðasjúk- dómar, eða rúm 28%, þar af er bráð kransæðastífla 16%. Eftir 1970 verður lækkun á dánartíðn- inni. Hjá körlum er lækkun á dán- artíðninni úr 256 miðað við 100.000 árin 1966-70 í 238 1976—80, eða um 7%. Meðal kvenna er lækkun úr 127 í 107 eða um 15%. Dánarorsakir vegna sjúkdóma í heilaæðum er að þriðjungi vegna heilablæðinga. Milli þriggja síð- ustu fimm ára tímabila hefur orð- ið veruleg lækkun á dánartíðni af völdum sjúkdóma í heilaæðum, nemur lækkunin nær fjörutíu af hundraði. Skýringin er helst talin víðtækari greining og stórbætt meðferð háþrýstings. Dánartölur vegna háþrýst- ingssjúkdóma eru ekki háar, en engu að síður hefur orðið umtals- verð lækkun á þeim, einkum með- al kvenna. Nemur lækkunin meira en 70% meðal kvenna og nær 40% hjá körlum. Vargur skotinn á Tjörninni LÖGREGLUMENN voru á ferli vió Tjörnina í Reykjavík árla í gærmorgun og skutu varg, sem sótt hefur í unga. Þeir skutu sjö varga; fimm sílamáva og tvo svartbaka. Aðfaranótt fostudagsins skutu þeir tvo sflamáva. Annar, þriggja vetra gamall, hafði gert mikinn usla. „Silamávur sækir mikið inn á borgarland- ið eftir varptíma. Þetta er einkum flæk- ingsfugl, sem gerir ekki mikinn usla. Ein- staka fuglar leggjast þó á unga,“ sagði Ein- ar Þorleifsson, eftirlitsmaður við Tjörnina í samtali við Mbl. Einar sagði að um 40 andar- og æðar- fuglspör hefðu verpt það sem af væri sumri. Um 60 hettumávapör verptu á Tjörninni í vor og um 120 kríupör, mest í hólmanum í norðurtjörninni. „En það er ekki mávurinn, sem er mesti vargurinn. Fuglalífi hefur hrakað vegna ágangs mannsins og þá eink- um mófuglum og vaðfuglum," sagði Einar Þorleifsson. Sótt um lóðir fyrir 15 kúluhús NÝSTOFNAÐ byggingarsamvinnu- félag hvolfþaksbyggjenda BSHB hefur sótt um lóðir fyrir 15 kúluhús í fyrsta áfanga byggingarsvæða í Grafarvogi. „Þetta eru raðhús, sem við viljum reisa, 140 fermetra stór, á tveimur hæðum með sambyggðum bflskúr,“ sagði formaður BSHB, Ás- geir Bjarnason, er MBL hafði sam- band við hann. BSHB var stofnað f febrúar síðastliðnum og telur 130 fé- lagsmenn. í öðrum byggingaráfanga f Grafarvogi hefur félagið sótt um níu til tólf byggingarlóðir, og í framhaldi af því um að fá óskipu- lagt svæði í byggingaráfanga þrjú. Þar er fyrirhugað að byggja eins- konar kúluhúsaþorp, samsett af 25—30 kúlueinbýlishúsum af ólík- um stærðum og gerðum. Félagið býðst til að kosta skipulag svæðis- ins þar sem hefðbundið deiliskipu- lag byggingarsvæða hentar þessu byggingarformi ekki nægilega vel. „Byggingaráætlanir hafa verið kynntar þeim sem með skipulagið hafa að gera og á næstu dögum kemur í ljós hvaða hljómgrunn þær fá innan borgarstjórnar. Við munum leita eftir samstarfi við önnur byggingarsamvinnufélög um framkvæmdalega þætti j)egar þar að kemur," sagði Asgeir Bjarnason. Margir litlir jarðskjálftar á Kröflusvæði í FYRRINÓTT og í gærmorgun komu um 30 litlir jarðskjálftakippir fram á skjálftamælum í Mývatns- sveit. Skjálftarnir, sem áttu upptök sín nálægt Kröflu, voru það litlir að þeirra varð ekki vart nema á mæl- um. Eysteinn Tryggvason, jarðeðlis- fræðingur hjá Norrænu eldfjalla- stöðinni, sem staddur var í Mý- vatnssveit í gær, sagði í samtali við Mbl. að þessi skjálftavirkni væri meiri en vart hefði orðið um nokkurra mánaða skeið. Sagði hann að ekki væri gott að ráða í hvað væri á seyði, en sagði, að svona skyndileg aukning á jarð- skjálftatíðni líktist ekki þeim að- draganda sem oft hefði verið að gosum. Stefán Gíslason, til vinstri, og Hans Hafsteinsson með varginn, sem drepinn var í gærmorgun. Morgunblaöiö/Guðjón. 31 hvalur veiddur ÞAÐ sem af er hvalvertíðinni hefur 31 hvalur veiðst, 30 langreyðar og 1 sandreyður. Að sögn Magnúsar Gunnarssonar, á skrifstofu Hvals hf. í Hvalfirði, eru þeir hvalir sem veiðst hafa stórir og hefur öll vinnsla gengið vel. Sagði hann að nóg virtist vera af hval á miðunum en lélegt skyggni þa'- hefði hamlað veiðunum nokkuð það sem af er vertíðinni. Taldi Magnús að ef veðrið lagaðist myndi veiðin strax verða betri. Búið er að selja alla saltfiskframleiðsluna — segir Friðrik Pálsson framkvæmdastjóri SÍF „ÞAÐ má segja að öll saltfisk- framleiðslan sé nú seld. Þegar hef- ur verið samið um afhendingu á tæpiega 40.000 lestum af saltfíski, þorski, á þessu ári, en framleiðslan frá áramótum til 1. júní nemur um 32.000 lestura. Þá hafa nýlega náðst viðbótarsamningar við Spánverja,“ sagði Friðrik Pálsson, framkvæmdastjóri SÍF, í samtali við Morgunblaðið. „Búið var að semja við Spán- verja um sölu á 4.500 lestum til afhendingar á þessu ári, en nú hafa náðst samningar um 1.000 lestir til viðbótar, til afhend- ingar í tvennu lagi. Er þar um að ræða vertíðarfisk og fer hann utan ýmist á brettum eða í köss- um á næstu mánuðum. Þá höfum við verið að senda Spánverjum fisk verkaðan á annan hátt en venjulega í tilraunaskyni," sagði Friðrik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.