Morgunblaðið - 26.06.1983, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 26.06.1983, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983 Puttnam hampar Óskarsverölaunun- um fyrir bestu kvikmynd ársins 1981 og leikstjórinn Hugh Hudson horfir á. „Þaö sem ég er að gera í kvikmyndaiðnaðinum, er að reyna að koma breskum hugmyndum og bresku hæfileikafólki á framfæri. Ég er sannfærður um að við eigum mikið ósagt og ég er líka sannfærður um að heimurinn vill heyra frá okkur.“ Sá sem þetta segir er enginn annar en David Puttnam, maðurinn sem endurvakti bresku kvik- myndagerðina eftir margra ára lægð. Puttnam fram- leiddi „Eldvagninn“ (Chariots of Fire) sem fór sigurför um heiminn fyrir rúmu ári og hlaut Óskarsverðlaun sem besta mynd ársins 1981. Puttnam segir: „Draumurinn er að koma á fót styrkri kvikmyndastofnun breskri sem ráð- leggi ríkisstjórninni hvernig hún eigi að fjár- magna kvikmyndir. En það er erfið barátta." „Kvikmyndin er ekki flótti frá veruleikanum“ ► Kvikmyndin og veruleikinn Hvað hefði Puttnam gert ef hann hefði fæðst fyrir daga kvikmyndanna? Þessu svarar Puttnam með því að teygja sig í mynd af Diaghliev. „Hann er hetj- an mín. Hefði ég fæðst fyrir fimmtíu árum, hefði ég sett ball- etta eða óperur á svið. Hefði Diaghliev fæðst tuttugu árum síð- ar, hefði hann framleitt kvik- myndir eins og ég.“ Þær kvikmyndir sem Puttnam hefur framleitt hafa allar byggst á sönnum sögum eða því sem næst. Hann segist leggja mikið á sig til að finna sterkar sögur byggðar á raunverulegum atburð- um þvi þær eru kröftugastar. Hann trúir því að sannleikurinn dragi áhorfandann nær kvik- myndunum og þessi sannleikur minni áhorfendur ætíð á að kvikmyndin er ekki flótti frá veru- leikanum. Kvikmyndir brúa bilið milli skáldskapar og veruleika og Puttnam heldur því fram að slíkt náist aldrei eins vel í leikriti á sviði einfaldlega vegna hins aug- sýnilega tilbúnings sem leiksviðið er. Þáttur framleiðandans Það gerist æ oftar að leikarar af báðum kynjum snúi sér að leik- stjórn og jafnvel framleiðslu, en Puttnam segist ekki hafa í hyggju að snúa hlutverki sínu við. „Mér líkar vinnan — starf mitt nú er það besta sem ég veit um.“ Puttnam telur að starf fram- leiðandans sé að axla ábyrgðina; að útvega fjármagnið, ráða starfs- fólk, finna handritið eða mann til að skrifa það. Hann segir það gefa sér mikið frelsi en krefjist jafn- framt aga, ekki sfst þegar hann vinnur að fimm til sex hugmynd- um í einu. Það eru fáir sem gera sér grein fyrir raunverulegum þætti fram- leiðandans og bilinu milli hans og leikstjórans. Puttnam segir: „Leikstjórinn ber fulla ábyrgð á því sem kvikmyndatökuvélin sér, en hlutverk framleiðandans er að stjórna öllu, sem kvikmyndatöku- vélin sér ekki, þar á meðal leik- stjóranum." En skilgreiningin er ekki alveg svona einföld. Puttnam telur að framleiðandinn eigi að ráða miklu um val leikara enda er ráðningin oft spursmál um pen- inga, loks er handrit hefur verið valið, en leikstjórinn eigi að hafa tillögurétt um hvaða tæknimenn verði ráðnir og í sumum tilfellum hvaða leikarar. Puttnam segir að líf og starf Irvings Thalberg hafi haft mest áhrif á sig og starf sitt. „Mér hef- ur alltaf líkað við aðferðir hans og verk. Einnig líkar mér það vel að hann hafði algera stjórn á öllu sem hann kom nálægt." Puttnam bendir á að fáir nútímaframleið- endur hafi þá stjórn á framleiðsl- unni sem nauðsynlegt er vegna ákveðinna afla innan fyrirtækj- anna sem leggja fjármagn í kvikmyndir. Hann bendir á Don Boyd, sem framleiddi hina hroða- Eitthvað fyrir alla í sófasettum Dýrt og ódýrt en alltaf gott BDS6A6NABÖLLIN BÍLDaHÖFÐA 20 • 110 REYKJAVÍK « 91-8119« og 81410 Marx og bók- menntirnar Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Tímarit Máls og menningar. 2. hefti 44. árg. 1983. Ritstjórar: Silja Aðalsteinsdóttir og Vésteinn Ólason. Hugmyndabaráttan setur svip á Tímarit Máls og menningar 2. h. 44. árg. Minnst er hundruðustu ártíðar Karls Marx í greinum eftir Pétur Gunnarsson, Svan Kristj- ánsson, Auði Styrkársdóttur og Halldór Guðmundsson. Þessar greinar eru allar fram- lag til hófsamrar umræðu um marxisma og lofsverðar sem slík- ar þótt maður geti ekki varist þeirri hugsun að kenningar Marx séu orðnar æði slitnar, að minnsta kosti sumar hverjar. En það er at- hyglisvert ef menn finna á þeim nýia fleti. I Saga og form. Um marxisma og bókmenntafræði ritar Halldór Guðmundsson um tengsl Marx við bókmenntir. Hann bendir á að Marx hafi að Auðmagninu slepptu hugsað sér að semja fræðilegt verk um skáldsögur Balzacs, en ekki unnist tími til þess. Æskuljóð sín gaf Marx ekki út og gaman- sögu sem hann byrjaði á lauk Karl Marx hann ekki við. Halldór skrifar að Marx hafi ekki verið „sérlega mót- tækilegur fyrir boðskaparbók- menntum og síst hefði honum komið til hugar að sósíalísk hreyf- ing ætti eftir að segja rithöfund- um fyrir verkum“. Síðar í grein- inni vitnar Halldór til Christu Búrger og segir í framhaldi af könnun hennar á Goethe: „Höfuð- atriðið fyrir marxískan skilning á bókmenntaverkum er þetta: Það

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.