Morgunblaðið - 26.06.1983, Side 40

Morgunblaðið - 26.06.1983, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983 Hjónaminning: Guðrún Sigurjóns- dóttir og Jónas Guð- mundsson Siglufirði „Hver aí öðrum (il hvíldar rótt halla sér nú «g gleyma . vöku dagsins um væra nótt vinirnir gömlu heima." (l>orsteinn Valdimarsson.) Aðfaranótt 19. apríl í vor lést á/ Siglufirði norður næstelsti borg-> ari bæjarins, Guðrún Sigurjóns- dóttir. Ekkert var í sjálfu sér eðli- legra en hún safnaðist til feðra sinna, kona á tíræðisaldri. Veg- ferðin var orðin löng, vinnudagur- inn drjúgur, ævistarfið mikið. Guðrún Sigurjónsdóttir var fædd 26. júní 1889. Foreldrar hennar voru Sigríður Jónsdóttir, hreppstjóra Einarssonar á Lauga- landi á Þelamörk, og Sigurjón Jónsson, Sigurðssonar frá Hall- fríðarstöðum í Hörgárdal. — Jón Einarsson, afi Guðrúnar, var fæddur 1830, bjó á Laugalandi í áratugi og lést 1915. Hann var sonur Einars bónda á Gili, ólafs- sonar á Engimýri. Kona Jóns Ein- arssonar var Guðrún Hallgríms- dóttir, bónda í Heiðarhúsum, Árnasonar, skálds á Skútum, Sig- urðssonar. Sigurður bjó að Kjarna í Hrafnagilshreppi. Afi hans var Guðmundur prestur Jónsson á Grund í Eyjafirði og er fjöldi manna af honum kominn. Jón, hreppstjóri á Laugalandi, og Guð- rún Hallgrímsdóttir áttu sjö börn og munu ættir komnar frá a.m.k. fimm þeirra, hið besta fólk. Guðrún Sigurjónsdóttir ólst upp með móður sinni og stjúpa, Jó- hanni Árnasyni, en þau giftust 1895. — Ung hélt hún til Reykja- víkur og stundaði þar verslunar- störf. Ekki lét hún sér nægja að framast þar heldur sigldi til Skotlands og dvaldist þar um skeið. Var hún prýðilega að sér til munns og handa og afbragð ungra kvenna þegar hún giftist Jónasi trésmíðameistara Guðmundssyni frá Hofsósi árið 1925. Jónas Guðmundsson var sér- stakur dugnaðarmaður, drengur góður og hvers manns hugljúfi. Hann var fæddur 25. maí 1885, sonur Guðmundar sjómanns í Hofsósi Þórðarsonar, Bjarnasonar á Torfhóli í Óslandshlíð, Guð- mundssonar á Kálfsstöðum í Hjaltadal, Halldórssonar á Bakka í Öxnadal, Jónssonar; en frá Hall- dóri eru miklar ættir. Móðir Jón- asar Guðmundssonar var Jóhanna Maren Jóhannsdóttir, bónda í Mýrarkoti á Höfðaströnd, Gunn- laugssonar, fræðimanns á Skugga- björgum í Deildardal, Jónssonar. Jónas ólst upp með foreldrum sínum og stundaði algeng störf til lands og sjávar. Hann réðst með lítil fararefni til trésmíðanáms á Akureyri. Að námi loknu fluttist hann til Siglufjarðar, vann þar að iðn sinni og gerðist fljótlega brautryðjandi um byggingu stein- húsa. Reisti hann ýmis elstu steinsteypuhúsin í síldarbænum góða, m.a. hús bæjarfógeta og eig- ið íbúðarhús við Eyrargötu. í því húsi hófu þau hjónin búskap og áttu þar heima alla tíð síðan. Guðrúnu og Jónasi varð þriggja barna auðið. Þau eru: Haukur, kaupmaður á Siglufirði, kvæntur Rósu Magnúsdóttur frá Sauðár- króki. Þau eiga einn son. Sigurður, múrarameistari á Seltjarnarnesi, sem lést á besta aldri haustið 1977, einstakur öndvegisdrengur. Hann var kvæntur Sveinbjörgu Helgadóttur frá ísafirði og áttu þau fjögur börn. Ásdís, húsfreyja í Reykjavík, gift Birgi Jóhanni Jó- hannssyni tannlækni; börn þeirra eru fimm. Þá ólu þau upp Helgu Dag- bjartsdóttur sem eigið barn væri. Hún á heima í Reykjavík og er gift Bjarna Magnússyni húsverði. Þau eiga eina dóttur. Jónas Guðmundsson, sá hlýi, glaði og góði drengur, lést árið 1960. Þegar ég lít aftur til bernsku- daga minna milli fjallanna fögru, sem lykja Siglufjörð örmum, minnist ég þess hvað best hve tryggur staður og öruggur þar var ungum dreng. Það var ekki ein- ungis að fjöllin skýldu og blésu okkur þeirri tilfinningu í brjóst að þetta væri okkar veröld, kunnug- leg og vinaleg, en utan hennar heimurinn stóri, framandi og ótraustur, heldur áttum við líka vinum að mæta hvert sem litið var. Allt um það var fjörðurinn kannski nær viðburðum heimsins, mannlífi veraldar og kviku þess, en afgangurinn af landi voru. Þar hljómuðu á sumrin annarlegar tungur á strætum og gatnamót- um, fleiri en tvær eða þrjár, og gulir menn og svartir voru ekki nýlunda bernskuaugum okkar á árunum fyrir seinni heimsstyrj- öldina. En því var öryggiskennd okkar óbifanleg, þess vegna fögn- uðum við í eftirvæntingu hverjum nýjum degi að fjörðinn okkar byggði gott fólk, duglegt og traust. Einhvern veginn finnst mér að Guðrún, frænka mín, hafi á þess- um góðu dögum ætíð verið á sín- um stað — í Jónasarhúsinu — að minnsta kosti ef einhver þurfti á liðsinni að halda. Þó vissi ég að hún skrapp stundum suður í bæ til að sækja mjólk eða í matinn. Fyrir kom að ég mætti henni á þeirri leið, stuttstígur hnokki, og þá var ætíð vikið góðu að manni. Jónas var eljumaður mikill sem tæpast féll verk úr hendi og munu þau hafa verið fremur vel efnum búin. Ekkert var þó fjær Guðrúnu en að berast á. Snyrtimennska var henni í blóð borin eins og þeim systkinum öllum. Hún var há og grönn og falleg á velli, fríð sýnum og prúð og háttvís á alla grein. — Það var gott að koma á heimili þeirra Jónasar. Ég man þann stað jafnlangt aftur sem minni mitt nær og auk þess er mér tjáð að litið hafi ég ljós þessa heims í hús- um þeirra. Ég var nokkuð jafn- aldra börnunum og átti marga ánægjustundina með þeim. Alltaf tóku þau hjónin mér eins og þau ættu í mér hvert bein. Ég man morgunstundir í eld- húsinu hjá frænku minni þegar sólin sigldi yfir austurfjöllin og geislarnir flæddu yfir okkur eins og það væri hinn fyrsti morgunn. — Ég man veislur í stofunni henn- ar, Jónas gestaglaðan og skemmtinn, og könnur úr silfri og bolla úr næfurþunnu postulíni og er ég þó manna gleymnastur á þess háttar verkfæri. — Ég man dimm vetrarkvöld þegar við krakkarnir lékum okkur svo að húsið dunaði og skalf og þegar heim var haldið marraði í snjón- um og norðurljós leiftruðu á dökk- um stjörnuhimni. — Ungur var ég þegar ég flýði dauðskelkaður und- an kolgrimmum skipshundi og náði garði Guðrúnar að niðurlot- um kominn. Sveittur mun ég hafa verið og heldur ókræsilegur því að frænka mín dembdi mér umsvifa- laust í bað. — Svona gæti ég lengi talið. Hjá Guðrúnu og Jónasi átti ég hlýtt athvarf alla tíð. Svo mun hafa verið um fleiri. Margur kunn- ingi þeirra hjóna úr Skagafirði mun hafa notið vinfengis við þau ef erindi þurfti að rækja eða at- vinnu að sækja á Siglufjörð. Guðrún Sigurjónsdóttir hélt reisn sinni og myndarskap til efstu ára. Hún var komin undir nírætt er við hjónin leiddum hana að líki föður míns þegar hann var kistulagður. Hún kvaddi hann með sama styrka æðruleysinu, sömu umhyggjunni og hlýjunni og alltaf hafði snúið að honum. Og nú er það hún sem er horfin á sömu slóðir. Enn siglir sól milli Staðarhóls- hnjúks og Hafnarfjalls. En óðum fækkar því fólki sem lifði mann- dómsár sín þegar aldrei varð stundarhlé á störfum frá vori til hausts milli þeirra fjalla, þegar nætur urðu dagar og dagar hverfðust í nætur meðan silfri hafsins var breytt í gull og gjald- eyri. Guðrún Sigurjónsdóttir og Jónas Guðmundsson lifðu það ævintýri. Guð blessi niðjunum minningu þeirra beggja. Olafur Haukur Árnason Minning: Elísa Ólöf Guðmundsdóttir Fædd 21. febrúar 1921. Dáin 19. júní 1983. I>ú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjáífri hlífðarlaus og hörð þú vaktir yfir velferð barna þinna þú vildir rækta þeirra ættarjörð. (Davíð Stefánsson) Það er með söknuði og döprum huga að ég sest niður og skrifa nokkrar línur um ömmu mína, sem um aldur fram er horfin á braut frá okkur. Elísa ólöf Guðmundsdóttir hét hún, fædd í Löndum, Vestmanna- eyjum, dóttir hjónanna Guðmund- ar Magnússonar og Sigríðar Ólafsdóttur. Var hún yngst níu systkina og eru fjögur sem eftir lifa. Árið 1922 fluttist hún með foreldrum sínum til Reykjavíkur og bjó þar til dauðadags. 9. nóvember 1940 giftist hún afa mínum, Sigurjóni Úlfarssyni og eignuðust þau sjö börn, og þau eru Margrét, Stefanía, tvíburarnir Sigurður og Guðmundur, Hanna Sigríður, Sigríður Emilía, Skær- ingur og Ólöf. Amma og afi reistu sér fallegt heimili að Nökkvavogi 5, og var alltaf gott og gaman að koma til þeirra. Amma átti tutt- ugu og eitt barnabarn og þrjú barnabarnabörn svo að hún hefur lokið góðu dagsverki, þótt hún hafi ekki náð háum aldri og er söknuður allra mikill. Amma Lísa eins og hún var ætíð kölluð af okkur öllum, var dag- mamma síðustu árin og allt til dauðadags, og eru þau mörg börn- in sem voru hjá ömmu þessi ár. Hún tók alltaf á móti öllum börn- um með mikilli ástúð og hlýju, og skildi hún þau innilega vel. Það var stórkostlegt að sjá hve öllum börnum leið vel í návist hennar, og ég er hreykin og stolt af ömmu Lísu sem alltaf vildi hjálpa öllum sem í erfiðleikum voru staddir. Heimili ömmu var útbúið eins og best varð á kosið í sambandi við börnin, allt var fullt af leikföngum jafnt úti sem inni. Þegar ég hugsa um ömmu sé ég hana fyrir mér umkringda börnum á öllum aldri. Það er erfitt að sætta sig við að þessi barngóða og hugljúfa kona skuli vera horfin sjónum okkar. Elsku afi minn og fjölskyldan Nökkvavogi 5, dætur, synir, börn og ástvinir, ég bið algóðan guð að blessa minningu hennar og veita okkur öllum styrk í þessari miklu sorg. En það er huggun okkar allra, að hún fái fyrir allt það sem hún lagði á sig fyrir okkur upp- skorin laun hjá frelsara sínum. Þetta er kveðja frá mér til ömmu minnar elskulegrar á þess- ari skilnaðarstundu. Blessuð sé minning hennar. „Far þú í friði. Friður (<uðs þi^ blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Guðveig Sigurðardóttir. Sunnudaginn 19. þessa mánaðar varð Elísa Ólöf Guðmundsdóttir bráðkvödd. Skammt er bilið milli lífs og dauða varð mér hugsað er ég heyrði lát hennar. Við sem höfðum deginum áður átt svo skemmtilega stund saman. Lísa eins og hún var ávallt köll- uð var fædd í Vestmannaeyjum 24. febrúar 1921 dóttir hjónanna Sig- ríðar Ólafsdóttur og Guðmundar Magnússonar. Hún var fimmta í röðinni af níu systkinum. Foreldr- ar hennar fluttu til Reykjavíkur þegar Lísa var ársgömul. Ung að árum giftist hún unnusta sínum, Sigurjóni Úlfarssyni bifreiðar- stjóra. Þau hjón eignuðust sjö börn, þau eru Margrét f. 1939, tví- burarnir Sigurður og Guðmundur f. 1942, Hanna f. 1945, Sigríður f. 1947, Skæringur f. 1951 og ólöf f. 1956. Öll hafa þau stofnað heimili nema Guðmundur sem hefur verið til heimilis hjá þeim. Ég veit að söknuðurinn hjá þeim feðgum verður þungbær. Én samheldni stórrar fjölskyldu og trúin á guð mun styrkja ykkur á þessari sorg- arstundu. Ekki hefur róðurinn alltaf verið léttur hjá þeim hjónum með stór- an barnahóp. Með dugnaði og elju- semi reistu þau myndarlegt hús að Nökkvavogi 5 og hafa búið þar í 33 ár. Mér er minnisstætt hve allt var hreint í kringum hana. Þegar ég var telpa var ég heimagangur þar. Vil ég þakka henni fyrir vin- áttu í öll þessi ár. Sérstaklega átt- um við skemmtilegar stundir síð- astliðinn vetur, þar sem eilífðar- málin voru rædd af kappi. Hún trúði sterkt á líf eftir dauðann og veit ég að heimkoman verður henni góð. Lísa var sérstaklega barngóð og hafði það að atvinnu sinni síðustu 10 ár að vera dag- mamma fjölda barna, sem elskuðu hana og virtu. Kæri Sigurjón og aðrir aðstand- endur, megi minningin um ástríka eiginkonu og móður verða huggun í harmi. I.S. Það er erfitt að trúa því að amma Lísa sé dáin. Svo hress sem hún var á fimmtudaginn og reynd- ar alla aðra daga. Hún var dag- mamma dóttur minnar, Evu Maríu, í tvö ár og alltaf jafn hress og kát, alltaf svo yfirveguð og ró- leg við blessuð börnin. Að koma með Evu á morgnana til ömmu Lísu var svo þægileg tilfinning, maður fór áhyggjulaus til vinnu og vissi að hún var 1 öruggum höndum, vissi að hún fékk ást og umhyggju og heilbrigt uppeldi. Hún kenndi börnunum að elska náungann og gefa af sjálfum sér og þiggja af öðrum. Þetta var svo samstilltur og jákvæður hópur, amma Lísa, Gummi og börnin, eins og fjölskylda. Amma Lísa sagði stundum við mig í gríni: „Jæja, nú fer ég bráðum að hætta að passa“ og þegar ég svaraði: „Ég held áfram að koma með Evu til þín, þó þú hættir", þá hlógum við. Ég man hvað mér brá fyrst þeg- ar hún sagði þetta við mig, ég fengi ekki jafn góða dagmömmu fyrir Evu, en svo var hún bara að stríða mér, og þá var allt í lagi. En núna þegar þetta grín okkar er orðið bláköld alvara, amma Lísa er hætt, hún er dáin, þá grát- um við og við söknum hennar svo mikið. Hún var mér svo mikið, þessi trausta, indæla kona og öll fjölskyldan svo indæl og svo mannleg. Og ég er svo þakklát fyrir þenn- an stutta tíma, sem hún gætti dóttur minnar. Ég hef verið úti- vinnandi og það er ekki mikill tími sem börn fá frá foreldrum sínum sem vinna úti, en amma Lísa fyllti þetta skarð betur en nokkur hefði gert. „Ekkert er of gott fyrir bless- uð börnin," sagði hún svo oft. „Börnin eiga að fá það besta,“ og hún meinti þetta svo innilega. Já, hún elskaði börnin og börnin elsk- uðu hana, og við foreldrarnir, við elskuðum hana líka. Þó söknuður okkar sé mikill er sorgin mest hjá fjölskyldunni hennar. Gummi minn, Sigurjón, Úlla, Ólöf og Halli litli ömmu- strákurinn og þið öll sem syrgið ömmu Lísu, ég bið fyrir ykkur, bið Guð að gefa ykkur styrk til að yf- irstíga sorgina á þessum erfiða degi. Guð veri með ykkur. Hrafnhildur Geirsdóttir Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fuslega upplýsingar og ráðgjöf _______um gerð og val legsteina._ Íg S.HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKevMJÆGI 48 SM 7667?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.