Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983 25
Auglýsing Landsvirkjunar eft-
ir tilboðum í fjárhúsabyggingu
vakti háð og spé í einhverjum
skráargatadálki dagblaðs í vik-
unni, sem spurði hvort fyrirtæk-
ið ætlaði nú að fara að stunda
rollubúskap. Ekki var það að
vísu. Sú ætlun ein að bæta
Eiðsstaðabændum fjárhúsatap
vegna virkjunarframkvæmda í
landi þeirra í Húnaþingi. En svo
skondið sem það kann að hljóma,
þá eru Landsvirkjunarmenn í
raun einhverjir mestu jarðrækt-
endur á landinu, þótt ekki stundi
þeir rollubúskap. Ráðast ekki á
garðinn þar sem hann er lægst-
ur, því þeir rækta á hálendinu,
þar sem auðnin er mest og lausa-
sandurinn fýkur.
í þann mund sem fjárhúsaspé
var í blöðum, blöstu þessar
landabætur við okkur Vatnajök-
ulsförum á leið inn í Jökulheima.
Nokkrir leiðangursmanna skut-
ust af leið, á góðan útsýnisstað
yfir framkvæmdir við stífluna
miklu við Sultartanga, á mótum
Þjórsár og Tungnaár. Hún á að
mynda fyrir ofan sig 19 ferkíló-
metra lón, sem verður vatns-
forðabúr virkjana og sparar ár-
vatn til ísskolunar við Búrfell.
En þarna blasti við kunnugum á
fjallaslóðum, eins og Guðmundi
Jónassyni, að þetta stöðuvatn
mundi fá enn eitt hlutverk. Það
ætti eftir að verða sandgleypir
og varnarveggur til að hefta
sandfokið, sem við minnstu golu
streymir í þykkum svörtum
mekki þarna vestan við Búða-
hálsinn ofan af söndum hálend-
isins og niður yfir sveitir. Og
mun þar með hlífa landsvæðinu
fyrir sunnan fyrir raspi sands-
ins, sem engu lifandi eirir. Veita
þar með gróðri möguleika. Ekki
veitir af slíkri vernd á þessu
mikla uppblásturs- og sanda-
svæði.
Þegar ekið er að vori eða
sumri um þessi miklu virkjun-
arsvæði við Tungnaá og Þjórsá,
þar sem sama vatnið er nú þegar
nýtt í virkjun 3var sinnum og
brátt í fjórða sinn, þá má sjá af
flekkjunum með grænu slikjunni
að aldeilis hefur munað um bú-
setu þessara nýju aðila þarna á
gróðursnauðu hálendinu. Á vikr-
unum við Búrfell blasir við
ferðafólki um 200 ha slétta, sem
Landsvirkjunarmenn ræktuðu
upp og heftu sandinn. Þótt aft-
urkippur kæmi í það er Hekla
gamla spúði þar yfir ösku, þá
hefur gróðurinn náð sér upp úr
gjóskulaginu. I Þóristungum
voru græddir upp um 150 ha
sandfláka og við Sigölduvirkjun
mun ræktunarsvæði Landsvirkj-
unar vera orðið um 500 ha að
stærð. Fremri Sigaldan orðin
býsna græn og ræktunin nær
vestur á móts við Hrauneyjafell.
Á svo jarðvegsrýru ræktunar-
svæði verður að bera á í a.m.k.
fimm ár, en úr því á sinan að
hafa myndað nægilegan jarðveg,
enda leita lífræn efni úr foki þar
skjóls milli stráa. Jafnvel hefur
Landsvirkjun gert tilraunir með
að bera áburðinn einan á land,
án þess að sá í það og tilraunin
bara tekist vel. Nú var mér sagt
að uppi séu hugmyndir um að
rækta breitt belti þvert yfir
Þjórsárdalinn, til að hefta
sandfokið niður yfir, hvort sem
það er nú á vegum Landsvirkj-
unar eða Skógræktarinnar, sem
er þarna hinum megin í dalnum
með sína skógrækt. Nema hvort
tveggja sé. í áratug hafa virkj-
unarmenn sem sagt verið að
rækta þarna upp og þegar virkj-
unum verður brátt lokið á svæð-
inu, stendur þetta eftir. Blóm-
legri jörð en þegar þeir komu.
Mætti það verða fordæmi öðrum
þeim sem í landinu búa eða
bardúsa.
Yflr kaldan eyðisand
einn um nólt ég sveima
sagði Kristján fjallaskáld. Og
sannarlega veitir ekki af að fá
svolítið stórtæka aðila í að
græða upp auðnirnar og sandana
inni á hálendinu. Tímunum sam-
an er ekið um svarta gróðurvana
sanda Tungnaáröræfa. Næst
jöklinum virðist geldingahnapp-
urinn harði einn leggja í land-
nám. En hann verður þá svo
undur fagur, þar sem hann ber
roðableikan og smáan við svart-
an sandinn. Hvað rollur eru að
væflast þarna á sumrum hefi ég
aldrei skilið. Sagt að þær séu svo
matvandar að þær láti einskis
ófreistað til að ná í gómsæta
bita.
Raunar er illskiljanlegt af
hverju sumir virðast telja vatns-
aflsvirkjanir einhverja náttúru-
óvini. Þetta er hreinlegasta og
mengunarlausasta orkuvinnsla
sem þekkist. Og stysta leiðin til
að nýta sólarorkuna til orkuöfl-
unar. Sólin hitar og lætur vatnið
gufa upp, svo það megi falla aft-
ur sem regn eða snjór og skila
sér í ánum, þar sem það nýtist
til að snúa hverflum og kemur
frá þeim leik jafn gott og óskert
fyrir neðan. Jónas frá Hriflu
kallaði hlutafélag Einars Bene-
diktssonar um virkjun Þjórsár
vikingaskip vélaaldar. Hefur séð
að það mundi sækja ótrautt í
nýtt landnám.
Sumum þjóðum nægir að
halda við sínu landi. Sjá til þess
að því sé skilað jafngóðu sem
nýtt er til lífsviðurværis og ekki
gengið á landgæðin. Ekki i okkar
landi þó, þar sem gróðurþekjan
er nú nær helmingi minni en
hún var við landnám. Við erum í
skuld og þurfum að gera betur.
Nýskapa land, sem orðið hefur
fyrir hnjaski af manna völdum.
Þetta ætluðum við líka að gera
af mikilli rausn á landnámsaf-
mælinu 1974 með landgræðslu-
áætluninni fyrir 1975—79. Og
byrjuðum raunar að snúa vörn í
sókn. En endingin ætlar ekki
fremur venju að endast okkur.
Líklega erum við meira átaka-
fólk en þolgott. Næsta land-
græðsluáætlun fyrir árin
1982—86 gerir ekki ráð fyrir
fjármagni tll nema fjórðungs
þeirra uppgræðsluframkvæmda
sem sú fyrsta, þjóðargjöfin, var
miðuð við. Og nú berast meira að
segja fréttir að landgræðslan
verði í ár að halda að sér hönd-
um. Skyldi þjóðargjöfin vera að
renna út í sandinn? Árangur
hennar meðan hún entist verður
að vísu ekki í kilómetrum mæld-
ur, en þeir sem þekktu til upp-
blásturs og gróðurleysis á þeim
svæðum er unnið hefur verið á,
sjá mikinn mun. Aftur á móti
endist víst 4ra ára átak skammt
í jarðsögunni — verði það látið
duga, eða svo gott sem.
Til dreifingar á áburði frá
Landgræðslunni hafa flugmenn
dugað vel með sjálfboðaliðs-
vinnu, flogið frítt, virkjunar-
menn hafa lagt sitt til, skóg-
ræktarfólk líka, svo og ófáir
sumarbústaðaeigendur o.fl. En
betur má ef duga skal. Mig
minnir að niðurstaða Rann-
sóknastofnunar landbúnaðarins
í könnun þeirri sem fram fór til
undirbúnings þjóðargjöfinni,
þar sem í öllum meginatriðum
var harla gott samræmi milli
álits og upplýsinga heimamanna
og rannsóknamanna, hafi til-
tölulega lítill hluti gróðurlendis
landsins, sem nú spannar yfir 25
þús. ferkílómetra, verið í sam-
ræmi við ríkjandi loftslag og
önnur gróðurskilyrði. Af kulda
og trekk þarf því ekki að láta
deigan síga og flytja til sólar-
landa.
„Maðurinn hefur nú á stuttu
skeiði tilveru sinnar yfir að ráða
kröftugustu hræru af þekkingu,
verkfærum og úrræðum sem
heimurinn hefur nokkru sinni
átt,“ segir í tímamótabókinni
Tamörk vaxtar. „Hann hefur allt
það sem efnislega er nauðsynlegt
til að skapa sér algerlega nýtt
form mannlegrar tilveru — sam-
búð sem byggir til að endast
kynslóðunum. Þættirnir tveir
sem vantar eru bara raunsæ
langtímamarkmið sem leiði
mannkynið til samfélags í jafn-
vægi og vilji mannsins til að ná
þvi markmiði." Sem sagt enn
einu sinni: Vilji er allt sem þarf.
Frá Reykjavík (Li6«m. Hbl. kee>.
pólitísk stjórnsýsla hafa leikið
fyrirtæki og stofnanir grátt nokk-
ur síðastliðin ár. Sveitarfélögin
hafa orðið hvað verst úti á þessum
árum, þegar formaður Álþýðu-
bandalagsins var ráðherra sveit-
arstjórnamála. Frá því var skýrt í
síðasta hefti „Sveitarstjórna-
rnála", sem Samband íslenzkra
sveitarfélaga gefur út, að 43 sveit-
arfélög hafi skort tekjur til að
greiða lögboðin eða óhjákvæmileg
útgjöld vegna lágra skatttekna
1982, sem hvergi nærri hafi haldið
í við verðlagsþróun í landinu.
Þessi sveitarfélög fengu auka-
framlög úr Jöfnunarsjóði sveitar-
félaga, samtals 15,1 m.kr., á sl. ári.
Þar af hlutu fjögur meira en eina
milljón króna. Þá hlutu 83 sveit-
arfélög fólksfækkunarframlög.
Útsvörin, sem eru megintekju-
stofn sveitarfélaga, eru miðuð við
tekjur næstliðins árs. Þau hafa
því nýtzt illa þegar verðbólga hef-
ur verið á bilinu 80—130%, eftir
því hvaða mælikvarða menn velja.
Innheimta sveitarsjóðsgjalda hef-
ur og víðast hvar versnað, vegna
efnahagsþrenginga í landinu.
Fjárhagsstaða og kaupmáttur
sveitarsjóðstekna hefur þrengst.
Mörg sveitarfélög standa því fjár-
hagslega illa — og hafa nýtt sér
lánsfé í ríkum mæli til fram-
kvæmda. Lánsfjárkostnaður er
því vaxandi þáttur í útgjöldum
sveitarfélaga. í árslok 1981 vóru
skuldir kaupstaða að meðaltali
35% af heildartekjum þess árs.
Hjá þeim kaupstað, sem hafði
versta skuldastöðu, námu skuldir
127% árstekna, en 20% hjá þeim
skárst stadda.
Hér skal ekki rætt að ráði um
verkefnaskiptingu ríkis og sveit-
arfélaga, sem tengist að sjálfsögðu
tekjuskiptingunni. Mergurinn
málsins er þó sá að það þjónar
æskilegri valddreifingu að færa
verkefni til heimastjórna. Sú
gamla hugmynd er og enn verð
skoðunar, að ríkið afsali sér tekju-
sköttun til sveitarfélaga, samhliða
uppstokkun verkefna.
Stöðu sveitarfélaganna þarf að
styrkja. Nú ætti að gefast póli-
tískt lag til þess þarfa verkefnis.
Vöxtur þjóöar
Við íslendingar erum í dag vel
yfir 230.000 talsins. Árið 1901 vór-
um við hinsvegar aðeins 78.500.
Nú búa hér nær þrisvar sinnum
fleiri en á morgni aldarinnar. Enn
er á meðal okkar hópur fólks sem
fæddist inn í þjóðfélag fyrrgreinds
fámennis.
Þegar íslendingar gengu að
kjörborði 1931 (og flestir eru enn í
fullu fjöri sem fæddust það ár)
vóru kjósendur samtals aðeins
50.600. Á kjörskrá sl. vor vóru
hinsvegar tæplega 154.000 ein-
staklingar. Þessar tölur sýna mik-
inn vöxt þjóðarinnar, þó að rýmri
mörk kosningaréttar nú en áður
geri samanburðinn ekki kórréttan.
En fleira hefur breytzt en
hausatala hérlendra. Við náum
hærri meðalaldri en nokkur önnur
þjóð í veröldinni. Því má þakka
þeirri tækniþróun, sem búið hefur
okkur betri lífskjör en áður (fæði,
húsakost, klæði, vinnuskilyrði),
aukinni menntun, stórbættri
heilsugæzlu o.s.frv. Breytt ald-
ursskipting þjóðarinnar gerir
hinsvegar margþættar kröfur,
sem hvergi nærri hefur enn verið
fullnægt.
Talið er að íslendingar verði 4Q
til 50 þúsund fleiri talsins eftir 25
ár en þeir eru í dag. Sú staðreynd
gerir ekki síður kröfur um fyrir-
hyggju og framsýni varðandi
framtíðaratvinnuöryggi og fram-
tíðarlífskjör, sem ævinlega
grundvallast á verðmætasköpun
og þjóðartekjum. Auðlindir, sem
þegar eru að mestu nýttar, full-
nýttar eða ofnýttar, fæða ekki
marga munna til viðbótar. Tækni-
þróunin, sem áfram heldur, mun
einnig stuðla að vaxandi afköstum
með minnkandi mannafla. Það er
því nauðsynlegt að hyggja að nýj-
um stoðum undir atvinnu- og
efnahag landsmanna; því fyrr því
betra. Stærst og dýrkeyptust var
sú vanrækslusynd fráfarinnar rík-
isstjórnar að draga fætur á vett-
vangi orkunýtingar og orkuiðnað-
ar. Sú þröngsýni hefur verðmiða
með stjarnfræðilegum tölum.