Morgunblaðið - 26.06.1983, Page 37

Morgunblaðið - 26.06.1983, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983 37 „Að því er tekur til þeirra verð- mæta, sem finnast kynnu í flakinu og ekki yröu talin til fornminja vill ráðuneytið taka það fram, að þar sem þér hafið þegar aflað yður heimildar hluteigandi landeigenda til leitar og hagnýtingar flaksins með tilheyrandi, vill ríkisstjórnin fyrir sitt leyti veita yður umbeðið leyfi, gegn því að þér greiðið í rík- issjóð 12% af söluandvirði þeirra verðmæta, sem þér kunnið að hag- nýta, að frádregnum flutnings- kostnaði til sölustaðar." Bergur Lárusson og félagar hafa sem sagt leyfi til að hagnýta allt, nema það sem talið verður til fornminja. Sem kunnugt er til- heyra allar fornminjar fundnar í jörðu íslensku þjóðinni allri, en Þjóðminjasafn fslanda er sá aðili, sem annast vörslu fornminja fyrir hönd þjóðarinnar. Nokkur æsiskrif hafa orðið vegna þessa. Svarthöfði líkir í grein 9. febrúar sl. í DV Þjóð- minjasafninu við skrímsli, sem vill gína yfir og hrifsa til sín það, sem hugprúðir einstaklingar hafa fundið eftir 40 ára leit. Það er alveg rétt, að Þjóðminja- safnið hefur sýnt leitinni að Het Wapen van Amsterdam minni en engan áhuga. Hins vegar er það ljóst, að Þjóðminjasafnið verður að sinna þeirri lagalegu skyldu sinni, að annast um fornminjar þegar þær finnast. En hvað er það þá sem telst fornleifar? Ljóst er að meginhluti þess sem kann að finnast eru forn- leifar. Skipsskrokkurinn, áhöld, búnaður, persónulegar eigur skipverja, mynt, vopn o.s.frv. Vafamál gæti orðið um ýmiss kon- ar óunna vöru og hráefni, t.d. hrá- demanta, koparstengur og annað slíkt. Fornleifar úr góðmálmum eru yfirleitt leystar út af Þjóðminja- safni og finnanda greitt markaðs- verð málmanna. Skipið á Sjó- minjasafn Islands Eins og áður sagði er það helst að skilja á leitarmönnum að þeir geti selt þær fornminjar, sem finnast hæstbjóðanda. Því vekur það nokkra furðu, er haft er eftir þjóðminjaverði, í Morgunblaðinu 9. febrúar 1983, að Þjóðminjasafn- inu og leitarmönnum beri ekkert á milli í þessu máli. Ætlar þá Þjóð- minjasafnið að fallast á það að fornminjar séu seldar úr landi? Slíkt væru fáheyrð tíðindi. Eðlilegast er að öllum gripum sem finnast úr Het Wapen van Amsterdam verði komið fyrir á þar til gerðu safni. Sé mikið eftir af skipsskrokknum verði byggð yf- ir hann skemma, þar sem for- varsla geti farið fram, eitthvað í likingu við Vasa-safnið í Stokk- hólmi. Eða eru íslendingar svo aumir að þeir sjái í kostnað við að koma upp skemmu yfir svo merkan forngrip? Indíafarið Het Wapen van Amsterdam gæti orðið góður stofn að almennilegu íslensku sjóminja- safni. Það er í rauninni furðulegt, að hjá þjóð, sem byggt hefur af- komu sína um aldir á sjósókn og siglingum, skuli nær ekkert vera varðveitt skipa, annað en örfá áraskip. Til stendur að sjóminjasafn ís- lands rísi í Hafnarfirði, þar gæti og sérsafn með Het Wapen van Amsterdam staðið. Safnið gæti orðið aðdráttarafl ferðamanna úr öllum heimshorn- um og þannig bætt gjaldeyris- stöðu landsmanna. Arður af safn- inu gæti að einhverju leyti runnið til þeirra, sem kostnaðinn hafa borið við leit og uppgröft skipsins. Á þann hátt gæti Het Wapen van Amsterdam orðið raunverulegt gullskip. Hluti þessa safns yrði um leit- ina að Indíafarinu og leitarmenn. Slíkt myndi halda í heiðri minn- ingu Bergs L.árussonar og félaga lengi meðal íslendinga. Höfundur greinarinnar, Þorraldur Fridriksson, er fornleifafrædingur og starfar í Sríþjóð. á STUTTBU „Á stutt- buxum“ - ný safnplata „Á STUTTBUXUM" er núútkomin safnplata, sem inniheldur 14 jög með jafn mörgum flytjendum. Öll hafa lögin notið vinsælda hér á landi og erlendis og flest erlendu laganna komist á „Topp-10“ listann brezka. íslenzku lögin eru Sísi með Grýlunum og Afi eftir Björgvin Gíslason, sem Björg Guðmunds- dóttir syngur. Þeir sem frekar vilja kassettu en hljómplötu fá fimmtánda lagið í kaupbæti, en það er L.M. Ericson með Björgvini Gíslasyni. Útgefandi er Steinar. Kaupmenn — Kaupfélög Nýkomið úrval sængurgjafa og barnafatnaöar. Einnig fallegar síöbuxur og úlpur í settum. Eínnig joggínggallar. í fötum frá Carter’s líöur barninu vel. L B. OLAFSSON OG BERNDSEN Langagerði 114, sími 34207. Heimsþekktur tískufatnaður frá París Peysur pils rodier Cj’ULLrOoo PARIS Einkaumboð á Islandi AÐALSTRÆTI9 SÍMI12315

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.