Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983 21 Ferðamanna- gjaldeyrir fari veg allrar veraldar - eftir Eyjólf Konráð Jónsson Við íslendingar höfum nú á annan áratug búið við skattpín- ingarstefnu og ofstjórnarvitleysu í peningamálum. Nóg hefur verið um innfluttar hagfræðikenningar, sem afskræmdar hafa verið og hagrætt á alla vegu. En það mál er ekki beint til umræðu nú heldur heimatilbúin frumvitleysa, sem undirritaður var víst neyddur til að greiða atkvæði með, ferða- mannagjaldeyririnn svokallaði. Nú er það mál út af fyrir sig, hvort skattleggja eigi fólk vegna ferðalaga, svo sem með flugvall- argjaidi. Ógeðugt finnst mér það, en skatta verður ríkið að afla og þá kemur slíkt gjald til álita. Ferðamannagjaldeyrir er hins vegar allt annars eðlis. Hann er auðvitað hvort tveggja í senn hugsaður sem skattheimta og farartálmi, en verkar sem undir- strikun á því að íslenskir peningar séu þykjustupeningar og sam- kvæmt því eigi fólk að haga sér, svoleiðis mynt eigi að meðhöndla undir borðið. Hún sé ekki verslun- arvara á neinum markaði nema svartamarkaði. Þetta fyrirkomulag segir mönn- um að eiga ætið fremur erlenda Eyjólfur K. Jónsson „Þetta fyrirkomulag segir mönnum að eiga ætíð fremur erlenda peninga en íslenska, það er vegvísir á fjár- flótta.“ peninga en íslenska, það er vegvís- ir á fjárflótta. Sumum finnst þetta sjálfsagt ekkert stórmál, sérstaklega þeim sem ferðast á gengi og kannski í þokkabót á kostnað ríkis eða fyrirtækja. Og víst væri unandi við þá mismunun eins og svo marga aðra, ef annað alvarlegra hlytist ekki af, fjár- flóttinn áðurnefndi. Það verður aldrei hægt að fá innstreymi fjár í stað útstreymis, þegar sá sem slíka iðju stundar er löggiltur idjót. Hvað sem mönnum finnst um utanferðir almennings er það staðreynd að fólk vill ferðast og þarfnast þess. Færri geta það en áður því að við erum að komast niður í öldudal vinstri kreppunn- ar, og þeir sem þó geta ferðast eyða engum ósköpum. En einmitt nú í kreppunni á í eitt skipti fyrir öll að afnema tvöfalt gengi. Þá væri von til þess að íslenskir pen- ingar yrðu gjaldgengir, sérstak- lega ef þeir yrðu látnir í friði, sem er nú sjálfsagt borin von. Og þó! Kannski rennur sá dagur upp að gjaldeyrisviðskipti verði frjáls. Þá mundi svo ótalmargt breytast til betri vegar. Eyjólíur Konrið Jónsson er alþing- ismaður Sjílfstæðisflokksins fyrir Norðurlandskjördæmi restra. ORION Á einum staö 130 sófasett að skoða BUSGAGNAHOLLIN BlLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK 8 91-81199 og 81410 íslendingar halda fund í Alþjóðabankanum Verkfræðiþjónustan Virkir hf., í samvinnu við Orkustofnun, heldur fund um jarðhitamál í Alþjóðabank- anum í Washington D.C. þriðjudag- inn 28. júní næstkomandi. Á fundinum er ætlunin að kynna fyrir sérfræðingum Alþjóðabankans þá þekkingu og reynslu sem Virkir hf. og aðildarstofur fyrirtækisins hafa aflað sér við beislun og nýtingu jarðhita hér á landi og erlendis. Reynslan hefur sýnt að öflug kynn- ingarstarfsemi er nauðsynleg við öfl- un verkefna fyrir íslenska ráðgjafar- þjónustu erlendis. Alþjóðabankinn opnar leiðir við öflun slíkra verkefna í þróunarlöndunum, þar á meðal verkefna er lúta að jarðhitarann- sóknum og nýtingu jarðhita. Fimm islenskir sérfræðingar munu flytja erindi á fundinum, þeir Andrés Svanbjörnsson framkvstj. Virkis hf., Baldur Lindal framkvst. Verkfræðistofu Baldurs Líndal, Guðmundur Björnsson, framkvstj. Verkfræði- stofu Guðmundar og Kristjáns, Sveinbjörn Björnsson, prófessor, og Valgarður Stefánsson, deildar- stjóri hjá Orkustofnun. Viðskiptaráðuneytið og Iðnað- arráðuneytið hafa auk Gunnlaugs Sigmundssonar hjá Norðurlanda- skrifstofu Alþjóðabankans veitt aðstoð við undirbúning fundarins. V^terkur og kJ hagkvæmur auglýsingamióill! í fltofgjMitlMiitoifo ORION Hollensk hágæðavara á sérstaklega hagstæðu verði Sðrtilboð: ACF 357 — Eldavél meö grllll. Verö kr. 9.970.- RO 3837 — Kaffivél. Sjálfvirkir meö glærum vatnstanki innbyggö í hitaplötu. lagar 12 bolla í einu. Verö 2.230.- SArtilboö: RO 3848 — Rafmagnsgrill meö stálplötu. Hitastillir ákveöur nákvæmlega réttan hita. Verö kr. 1.450.- ARC — Lúxus barskápur með teakáferó. 90 litra. Sérstakt frysti- hólf fyrir ísmolagerð. Verö kr. 8.710.- Sértilboö: ARF 805 — Rúmgóöur 310 lítra ísskápur, 2ja dyra meö 65 lítra frystihólfi. Auöveldur að þrifa. Sjálfvirk afþýöing. Verö kr. 16.520.- RO 3642 — Ryksuga. Kröftug en hljóölát. Auöveld í meöförum. Verö kr. 5.795.- ARC Sértilboö: ARC 268 — isskápur 340 lítra meö 33 lítra frystihólfi. Verö kr. 14.460.- H. 144 cm B. 60 cm D. 64 cm HLJOMBÆR s&öjgfrnmn HUOM*HEIMILIS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 H. 139 cm B. 55 cm D. 56 cm AKC 310 — Eldhúsvifta með sogstilli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.