Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983 Maðurinn minn, VILMUNDUR GYLFASON, alþingismaður, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 28. júni kl. 15.00. Valgaröur Bjarnadóttir. t Hjartkær eiginkona mín og móöir okkar, ELÍSA ÓLÖF GUÐMUNDSDÓTTIR, sem andaöist 19. júní veröur jarösungin frá Langholtskirkju mánu- daginn 27. júni kl. 3. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vildu minn- ast hennar er vinsamlegast bent á vistheimiliö Skálatún. Fyrir hönd ættingja, Sigurjón Úlfarsson. t Unnusti minn, faöir, sonur okkar, bróöir og tengdasonur, HAUKURÓLASON, Akurgerði 4, Reykjavík, sem lést í brunanum um borð i Gunnjóni GK þ. 20. júní sl., veröur jarðsuriginn frá Bústaðakirkju þriöjudaginn 28. júní kl. 3 e.h. Ingveldur Gísladóttir, Jónína Björnsdóttir, Sigrún Óladóttir, Hulda Ragnarsdóttir, ívar Hauksaon, Óli Þorsteinsson, Þórður Rafn Guðjónason, Gísli Guðmundsson. t Útför systur, fóstursystur og frænku okkar, JAKOBÍNU PÁLMADÓTTUR, handavinnukennara, Háaleitisbraut 43, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskaþellu þriöjudaginn 28. júní nk. og hefst kl. 10.30. Guörún Pálmadóttir, Lílja Jónsdóttir, Baldur Hólmgeirsson. t Eiginmaður, faöir og afi okkar, KRISTJÁN HANS JÓNSSON frá Kambi í Reykhólasveit, Hagamel 31, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Fossvogskaþellu miövikudaginn 29. júní nk. kl. 10.30. Unnur Siguröardóttir, Sigurður Viggó Kristjánsson, Kristján Sigurösson. Systir okkar, ANNA J. BLÖNDAL frá Sigtufirði, Laugarnesvegi 80, Rvk., veröur jarösungin mánudaginn 27. júní kl. 15. Fyrir hönd okkar systkinanna, Bryndís J. Blöndal. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og bálför systur okkar, ÞORBJARGAR BENEDIKTSDÓTTUR, kennara, Barónsstíg 61. Sigríður Benediktsdóttir, Þórunn Benediktsdóttir. t Hjartans þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og jarðarför eiginmanns míns, fööur og tengdafööur, GESTS SIGURJÓNSSONAR. Guö blessi ykkur öll. Jóhanna Anna Einarsdóttir, Erna Jóna Gestsdóttir, Heiöar Jónsson. Minning: Anna L. Blöndal frá Siglufirði Systkinin Sigríður og Jósep L. Blöndal settu svip á Siglufjörð um áratugaskeið á fyrri hluta aldar- innar. Þau voru börn Lárusar sýslumanns Blöndal á Kornsá í Vatnsdal. Hún var kona séra Bjarna Þorsteinssonar, sóknar- prests og tónskálds, sem fór fyrir Siglfirðingum bæði í andlegum og veraldlegum efnum, um langan aldur. Hún efldi tónlistarlíf á staðnum, bæði innan kirkju og utan. Jósep starfaði sem póstm- eistari og síðar kaupmaður, en tók jöfnum höndum þátt í margþættu menningarstarfi og var einn af forvígismönnum karlakórsins Vís- is á frægðardögum hans. Hans kona var Guðrún Guðmundsdóttir sem fædd var að Hóli í Lundar- reykjadal, kennd við Brekku í sömu sveit, hin mætasta mann- eskja. Börn Guðrúnar og Jóseps urðu tíu talsins, Sigríður, Kristín, Guð- mundur, Lárus, Bryndís, Anna, Halldór, Haraldur, Óli og Mar- grét. Sex þeirra hafa nú fylgt for- eldrum sínum úr jarðvist yfir á strönd fyrirheitna landsins. Eftir lifa Guðmundur, Lárus, Bryndís, Halldór og Óli. Frá þeim Guðrúnu og Jósepi er kominn fjölmennur ættbogi; mannkostahópur, sem hvarvetna hefur getið sér gott orð. Anna Lárusdóttir Blöndal var fædd í Siglufirði 22. október 1914. Hún var skírð í höfuð frændkonu sinnar, Önnu Johannessen sem var dóttir hjónanna Jósefínu Blöndal, systur Jóseps og Jóhann- esar Jóhannessonar, bæjarfógeta í Reykjavík. Þær nöfnur létust með fárra daga millibili. Anna L. Blöndal lézt í Landakotsspítala i Reykjavík 19. þ.m. eftir erfið veik- indi. Hún verður jarðsett á morg- un, mánudag, frá Fossvogskapellu kl. 3 síðdegis og verður jarðsungin af séra Ragnari Fjalar Lárussyni, fyrrum sóknarpresti Siglfirðinga. Anna ólst upp í Siglufirði og átti þar heimili lengst af. Hún ólst upp við mikið ástríki og samheldni fjölskyldunnar. Á yngri árum tók hún mikinn þátt í íþróttum og skátastarfi og vann mikið fyrir skátafélagið Valkyrjur í Siglu- firði. Hún var enn ung að árum er veikindi börðu að dyrum. En henni auðnaðist að vinna bug á þeim að nokkrum tíma liðnum. Hún stundaði verzlunar- og skrifstofustörf meðan heilsa leyfði af stakri trúmennsku og dugnaði. Með henni bjó rík listhneigð sem gjarnan fylgir Blöndalsætt, og sagði til sín í dálæti á bókmennt- um og hljómlist, og hannyrðum, sem hún lagði mikla rækt við. Þær systur, Bryndís og Anna, héldu heimili með foreldrum sín- um að Lækjargötu 5 í Siglufirði, meðan þau lifðu. Þar var opið hús fyrir stóran ættmenna- og vina- hóp, sem bar merki umhyggju þeirra fyrir foreldrum sínum og mikils myndarskapar. Eftir lát Guðrúnar og síðan Jóseps bjuggu þær systur áfram við Lækjargöt- una unz þær fluttu til Reykjavíkur 1981. Þær kvöddu Siglufjörð með söknuði, en veikindi Önnu voru með þeim hætti að þau kröfðust búsetu hennar í nánd sérfræðinga. Heimili þeirra hér í Reykjavík var að Laugarnesvegi 80. Þær systur, Anna og Bryndís, vóru mjög samrýndar. Ræktar- semi sú og umhyggja, er þær sýndu hvor annarri og raunar ættmennum öllum, var einstök. Öll þeirra vegferð bar einkenni mannkosta, atorku, réttsýni og velvilja. Og nú hefur Anna verið kölluð. Hennar er sárt saknað af öllum, er hana þekktu, en mestur er söknuð- urinn hjá Bryndísi, svo samrýndar sem þær systur vóru. Ég bið Ónnu Lárusdóttur-Blön- dal Guðs blessunar og sendi Bryn- dísi og öllum öðrum aðstandend- um samúðarkveðjur mínar og minna. Stefán Fridbjarnarson. „Bognar aldrei brotnar í bvlnum stóra seinaat.** Anna Blöndal er látin. Ekki er hægt að segja að endalokin hafi komið þeim á óvart sem fylgst hafa með henni síðustu árin. Þrátt fyrir langvarandi veikindi hélt hún ætíð sínu reisulega viðmóti og glaðværð. Þó varla virðist nema ögurstund er rétt tuttugu og eitt ár síðan fundum okkar bar fyrst saman á heimili þeirra Önnu og Bryndísar á Siglufirði. Þetta var að afloknu stúdentsprófi er ég með hálfum huga fór í mína fyrstu heimsókn til væntanlegra tengdaforeldra og annars tengdafólks á Siglufirði. Framtíðin var óráðin, lífsgleðin sat í fyrirrúmi og ekki var neitt dregið úr henni í þessari heim- sókn. Mér er það minnisstætt hversu alúðlegar og hjartanlegar móttökurnar voru hjá þeim systr- um í fyrstu heimsókninni. Það duldist ekki að Anna hafði vissa forystu í fjölskyldunni með sínu ákveðna fasi og myndarskap. Þær systur héldu ætíð þeim sið að kalla ættfólkið saman ef titthvað meira bar við og var þá gjarnan boðið upp á eggjasnafs. Ég held að þessi siður þeirra hafi mjög eflt og aukið þau sterku ættartengsl, sem svo áberandi eru í Blöndalsatt- inni. Heimilið í Lækjargötunni var miðstöð Blöndalsættarinnar á Siglufirði. Þangað lá leiðin oft. Húsið var og er reyndar miðsvæð- is. En ekki var það bara þess vegna sem leiðin lá þangað heldur réð þar meir hið vingjarnlega við- mót og gestrisni systranna. Heim- ili þeirra í Lækjargötunni bar þess merki, að húsráðendur höfðu næman smekk og natnin við hið smáa og fíngerða sat í fyrirrúmi. Anna var einstök myndarkona. Allt sem laut að hvers kyns hann- yrðum og saumaskap lék í höndum hennar. Þeim mun flóknari og nosturslegri sem viðfangsefnin voru á því sviði því betur nutu hæfileikar hennar sín. Þegar til baka er litið finnst mér að natni og alúð hafi fyrst og fremst sett svip sinn á allt sem Anna tók sér fyrir hendur. Einnig var hún óvenju ósérhlífin. Þó hún væri sárþjáð síðustu árin leyndi hún því alltaf og var jafnan glaðvær og hressileg í tali. Jafnframt höfð- ingsskap sínum og reisn hafði Anna til að bera einstaka þjón- ustu- og fórnarlund. Það gleymist seint af hve mikilli natni og alúð þær systur hjúkruðu háöldruðum föður sínum síðustu eiliár hans og fram í andlátið. Fyrir tveim árum fluttu þær systur til Reykjavíkur vegna veik- t Þökkum auösýnda samúö og vlnarhug viö fráfall eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, GUNNARS B. SIGUROSSONAR, framkvæmdastjóra, Túngötu 16, Bessastaóahreppi. Vilfríöur Steingrímsdóttir, Steingrímur B. Gunnarsson, Guölaug Ringsted, Jónína B. Gunnarsdóttir, Sæþór Fannberg, Valgeröur B. Gunnarsdóttir, Jean Nylund, og barnabörn. inda Önnu. Heimili þeirra syðra bar enn vott um sömu natnina og alúðina. Þegar inn var komið var andblærinn sá sami og á Siglufirði forðum. Ættræknin leyndi sér ekki. Myndir af ungum og öldnum ættingjum prýddu húsakynnin ásamt fágætlega smekklegum munum sem Anna hafði gert sjálf og blómin hennar Bryndísar þöktu alla glugga. Þær systur Anna og Bryndís voru alla tíð ákaflega samrýndar og höfðu mikinn styrk hvor af annarri. Nú seinustu miss- erin hefur Bryndís vart vikið frá hlið systur sinnar hvort sem hún var heima eða á sjúkrahúsi. Við Olla viljum votta þér Bryndís mín og bræðrunum sér- staka samúð okkar um leið og við þökkum fyrir að hafa fengið að njóta samverustunda með ykkur systrum og vináttu. Sveinn Þórarinsson Föðursystir mín, Anna Blöndal frá Siglufirði, er látin. Ég læt hug- ann reika og minningarnar raðast upp eins og perlur á streng. I mörg ár var ferð til Siglufjarð- ar og dvöl þar hápunktur sumars- ins hjá mér. Mér fannst þá, að Lækjargata 5 hlyti að vera miðja kaupstaðarins og þar réðu ríkjum föðursystur mínar, Anna og Bryn- dís Blöndal. Framan af ævi vissi ég ekki hvor var Anna og hvor Bryndís, enda skipti það ekki máli, oftast voru þær nefndar í sömu andrá. Þær systur héldu heimili með foreldrum sínum, Jósep og Guðrúnu Blöndal, og önnuðust þau eftir að þau tóku að eldast. Gest- kvæmt var á heimilinu, gestrisni í hávegum höfð, ríkulega veitt og viðmótið hlýtt. Gamlir siðir voru í heiðri haldnir, t.d. var boðið upp á eggjasnafs á hátíðum og tyllidög- um, en það hafði verið gert á heimili afa á Kornsá í Vatnsdal. Ekki vorum við börnin afskipt í þessari saklausu drykkju, en feng- um vanillu út í okkar drykk, en ekki romm eins og hinir fullorðnu. Sviðið breyttist er amma lést og síðar afi í hárri elli. Anna og Bryndís breyttust þó ekki og heimilishald og risna öll með sama móti og áður. Þær virtust ekki einu sinni eldast, aðeins við, bræðrabörn þeirra, urðum eldri. Þegar að því kom, að við stofnuð- um heimili og eignuðumst börn, mættu makar okkar og börn sömu umhyggjunni og hlýjunni sem alla tíð hafði beinst að okkur. Eins og ég hafði áður fengið dúkkufata- sendingu frá Siglufirði, fékk dóttir mín föt á sína dúkku frá Önnu frænku. Og hvílík föt! Allt listavel heklað af Önnu og ekki látið minna nægja en alklæðnaður á dúkkurnar. Þannig var hún Anna frænka mín á Siglufirði. Systurnar fluttu til Reykjavíkur haustið 1981. Með myndarbrag gerðu þær sér heimili á Laugar- nesvegi 80. Þangað er jafngott að koma og í Lækjargötuna forðum. Síðustu árin voru Önnu erfið. Þrálátur sjúkdómur angraði hana stóran hluta ævinnar og oft dvaldi hún langdvölum á sjúkrahúsum. Oft var hún þungt haldin, en með dugnaði og einbeitni hélt hún reisn sinni og glöðu viðmóti allt til hins siðasta. Síðustu daga lífs hennar vék Bryndís vart frá henni og með hönd sína í hendi systur sinnar sofnaði Anna inn í eilífðina hinn 19. júní. Fallegu lífi og eftir- breytniverðu var lokið. í mínum huga ber engan skugga á minn- ingu hennar. Þórunn Blöndal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.