Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983 23 kennarastofa, rektorsskrifstofa og kennslustofa, svonefnd G-stofa. Þá geturðu sagt, að rektorsfjós sé tiltölulega snemma innréttað og breytt í kennslustofu, fyrst ein- göngu fyrir raungreinar, en síðan almenna kennslu. Fjósið gegndi annars hlutverki venjulegs fjóss, því það er ekki svo ýkja langt síð- an mjólkursölumál voru í hinni mestu óreiðu og menn urðu hrein- lega að eiga sínar kýr sjálfir vildu þeir fá mjólk. Við getum líka nefnt það, að 1940—41 er skólinn aðalstöðvar breska setuliðsins og nemendum þá kennt í Alþingi og í Háskólanum. Þú getur líka skotið því inní, að gamla skólahúsið er friðlýst svonefndri B-friðlýsingu, sem kemur í veg fyrir, að við ytra byrði þess sé hreyft. Hátíðarsalur- inn er algjörlega friðaður, enda samkomustaður endurreists Al- þingis fram til 1881 og Þjóðfund- arstaður 1851. Þá sat Jón Sigurðs- son öll sín þing hér í húsinu. Ástand þess er mjög gott, þótt alltaf megi laga ýmislegt. Árið 1965 er það, að íslenska ríkið reisir fyrsta húsið handa skólanum, eða Casa Nova, Nýhýs- ið. Það stendur að baki gamla skólans og er eina húsið sem ís- lenska ríkið hefur reist yfir skól- ann, því önnur hús eru reist á tím- um danskra yfirráða. Danakon- ungur úrskurðaði um flutning skólans frá Bessastöðum og bygg- ingu gamla skólans 1846. Kostnað- ur við byggingu Nýhýsis er því einu útgjöldin sem íslenska ríkið hefur haft vegna bygginga Menntaskólans í Reykjavík. Það virðast alltaf vera til nægir pen- ingar til að byggja úti um allt land, en aldrei einn eyrir til að eyða í okkur. Þegar Eldvarnareftirlitið bann- aði alla kennslu á háalofti gamla skólahússins skólaárið 1971—72 komumst við í mikinn bobba. Þetta var einmitt sá tími sem Menntaskólinn var stærstur og út- skrifaði um vorið hvorki meira né minna en 301 stúdent. Þetta var reyndar síðasti árgangurinn sem tekinn var inn fyrir stofnun Menntaskólans við Tjörnina. Var brugðið á það ráð að leigja íbúð í Miðstræti 12 og hafa þar í seli. Þá varð líka að búa til tvær kennslu- stofur í húsvarðaríbúð á jarðhæð. Fluttist húsvörðurinn, Inga Guð- mundsdóttir, á Hótel Borg. Við stofnun Menntaskólans við Tjörn- ina minnkaði álagið á skólann og þá tókst mér litlu síðar að koma 4. bekk stærðfræðideildar inn á morgnana og var aðeins 3. bekk kennt síðdegis upp frá því. Mér finnst tvísetning afar slæm,“ sagði Guðni rektor, er blm. spurði hann álits á núverandi skipulagi kennslunnar í skólanum, en nú c. 3. bekk kennt síðdegis. „Aðalástæðan er sú, að í skamm- deginu eru menn ekki upprifnir að vakna snemma. Eitt er að drífa sig á fætur til að fara í skóla, annað að vakna til að hefja lestur undir skóla, sem hefst ekki fyrr en eftir hádegi. Ég vildi gjarna sjá skól- ann einsetinn áður en ég hætti.“ Ég bið Guðna taka upp þráðinn að nýju varðandi húsnæði skólans og hann hefur frásögnina. „Árið 1972 var skrifstofa rekt- Stúdentar útskrifaðir frá Menntaskólanum í Reykjavík í rektorstíð Guöna Guðmundssonar. 1971 192 1972 301 1973 188 1974 211 1975 197 1976 185 1977 180 1978 148 1979 130 1980 144 1981 148 1982 165 1983 182 Auk þess verða 200 nemendur í 6. bekk Menntaskólans í vetur. Svipaða sögu er að segja um 5. bekk skólans. Fatahengiö, sem nú er F-stofa skólans. Á myndinni er húsvöröur Menntaskólans, eöa portner hans, Inga Guö- mundsdóttir. ors flutt upp á háaloft og þar inn- réttuð vinnuherbergi fyrir kenn- ara í einstökum greinum, en þau eru flest undir súð. Upphaflega hafði kjallari Casa Nova verið ætl- aður undir slíkt og fjölritun, en það komst aldrei í framkvæmd því félagsheimili var flutt þangað úr bókhlöðunni íþöku og hún tekin til sinna upphaflegu nota, en Eng- lendingurinn Charles Kensall gaf húsið 1867 til notkunar sem bóka- safn og lestrarsalur. Síðar voru skólabókasafnið og íþökusafnið sameinuð. Skólastofa var innrétt- uð í kjallara Casa Nova, auk þess sem stofa var afþiljuð í anddyri byggingarinnar. Þú sérð á þessu, að hér er hver kytra nýtt tií kennslu. Hátíöarsalur Menntaskólans er alfriöaöur, enda samkomustaöur endurreists Alþingis fram til 1881 og Þjóöfundar- staöur 1851. Á veggjum eru málverk af rektorumskólans, auk þess sem málverk af Jóni Sigurössyni er á noröurvegg, en Jón forseti sat öll sín þing á sal Menntaskólans. Þá eru einnig myndir af Danakonungum, enda gistu þeir skólahúsið í heimsóknum sinum til landsins. Á miöri mynd getur aö líta málverk af Kristjáni IIX. Morjfunbl»ÁiA / Krwtján „Og hér er svo brauðiö smurt,“ sagði Inga húsvöröur og kímdi, er við löbbuðum meö henni um húsnæði skólans til myndatöku. _____________________________ Eftir 1972 tók að draga úr þrýstingi á skólann, því að þá eru menntaskólarnir við Hamrahlíð og við Tjörnina farnir að taka við nemendum af fullum krafti. Tókst að halda nemendafjölda innan skaplegra marka, en nú að undan- förnu hefur aðsókn aukist að nýju. Miðstræti 12 var notað fram til 1974, en þá var komin upp sú staða, að húsvörður gat snúið heim úr „útlegðinni". Ástandið er orðið þannig núna, að við höfum þurft að hafa í seli úti í Miðbæjarskóla sl. tvö ár,“ sagði rektor, er hann var spurður um núverandi aðstöðu. „Fyrst þurftum við að fá tvær stofur fyrir bekki sem við gátum ómögu- lega komið fyrir. Og í fyrra voru stofurnar orðnar fjórar, auk fata- hengisins góða. Nú er einnig fyrir- sjáanlegt, að við þurfum fjórar stofur í Miðbæjarskóla nema tak- ist að afla húsnæðis nær skólan- um og beinast þá augu fyrst og fremst að húsi KFUM. Kaup á því húsi hafa oft verið rædd á undan- förnum árum og talið eðlilegt að skólinn eignaðist ekki bara það hús, heldur líka allar lóðir um- hverfis hann. Það er gamalt loforð frá ríkisstjórn íslands að allar lóðir milli Bókhlöðustígs og Amtmannsstígs að lóðunum við Þingholtsstræti gangi til Mennta- skólans. Það var Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra Viðreisnar- stjórnarinnar sem hóf viðræður vegna þessa, en þær hafa ávallt strandað. Viðræður hafa farið fram við KFUM nú í vetur, en hafa strandað í bili af sökum sem ég vil helst ekki tilgreina að sinni. Ingvar Gíslason fyrrverandi menntamálaráðherra og Ragnar Arnalds fyrrverandi fjármála- ráðherra ákváðu að hefja samningaumleitun við KFUM, en ekkert gengur." Guðni rektor kvað heimild til lántöku til húsakaupa fyrir Menntaskólann vera til í fjárlög- um og riði á, að núverandi ríkis- stjórn léti hendur standa fram úr ermum í þessu mjög svo brýna máli. Nefndi Guðni sem dæmi, að allt frá 1965 hefði skólinn verið settur í Dómkirkjunni, en skóla- slit farið fram í Háskólabíói frá 1963. Guðni sagði, að Pálmi Hann- esson rektor, er útskrifað hefði 26 árganga og setið lengst rektora Menntaskólans, hefði alls braut- skráð 1909 stúdenta, en til sam- anburðar hefði hann sjálfur brautskráð 2036 stúdenta á tíma- bilinu 1971—81. Hefðu nú alls 7957 stúdentar verið útskrifaðir frá flutningi skólans til Reykja- víkur. En hvað hafa margir nemendur innritast í 3. bekk í vetur? „Hjá okkur verða níu 3. bekkir í stað tíu í fyrra, alls um 230 nem- endur í stað rúmlega 260 í fyrra. Hinir þrír menntaskólar í Reykja- vík munu skipta 790 9. bekkjar- nemum nokkurn veginn jafnt á milli sín, en fjöldi þeirra er sækir um vist í menntaskólum Reykja- víkur er tæplega 100 færri en í fyrra, er 883 sóttu.“ Ég spurði Guðna Guðmundsson rektor að lokum hvort kaup ríkis- ins á húsi KFUM mundu leysa vanda Menntaskólans. „Það munu þau ekki gera, en það er ljóst, að Menntaskólinn í Reykjavík verður að fá nýja bygg- ingu og til þess verða lóðirnar að vera til. Kaup á húsi KFUM verða aðeins bráðabirgðalausn. Ljóst er, að húsnæði skólans verður að „iverðaiein heild . i l i Skólaklukkan var gefin af fimmtíu ára stúdentum 1956, en meö henni eru nemendur kvaddir til kennslu. Á henni er ritaö „Vivos voco“, eöa „Ég kalla lifendur“. Árlega er sérstakur nemandi skipaður hringjari skól- ans, eða Inspector platearum. Honum til verndar hafa verið keypt eyrnaskjól, enda ekki vanþörf ó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.