Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983 ÁSMUNDARSAFN Ljósmyndir Mbl. Emilía. Gunnar B. Kvaran í góðum félagaskap í garði Ásmundarsafns. Úr stóra sýningarsalnum. í kúlunni eru elztu höggmyndir Ásmundar. Eitt af örfáum söfiium í heimimim sem sýnir ævistarf listamanns „Þegar safnið er nú opnað á ný með formlegum hætti, leitar hugurinn til þessa mikla, gengna listamanns, til verka hans, sem halda munu nafni hans á lofti og gleðja augað um aldaskeið. Gg óska borgarbúum öllum, stjórn safnsins, starfsmanni og öllum aðstandendum hjartanlega til hamingju með þennan at- burð, sem á að marka upphaf þess, að Ásmundarsafn fái á ný veglegan sess í borgarlífinu,“ sagði Davíð Oddson borgarstjóri við formlega opnun Ásmundarsafns á ný eftir gagngerðar breytingar og lagfæringar á húsi Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara. í safninu eru nú skráðar um 350 höggmyndir að meðtöldum gifs- myndum og eirsteypum, um 2.000 teikningar, sem eru teikniæf- ingar, frummyndir eða sjálfstæð listaverk og fjöldi Ijósmynda sem oft sýna ólík þróunarstig myndverka. „í framtíðinni er ætlunin að halda reglulega sýningar í Ás mundarsafni og safnið býður upp á margvíslega möguleika og lif- andi starfsemi,“ sagði Gunnar B. Kvaran í samtali við Mbl. „Við erum að reyna að átta okkur á stöðu safnsins, skipu- leggja það og skrá endanlega höggmyndir. Jafnframt er verið að vinna að röð sýninga í framtíð- inni og kanna fjármagnsþörf safnsins miðað við það á næsta ári. Miðað við önnur söfn í Reykjavík höfum við úr mjög miklu að moða og á næsta áratug getur safnið endurnýjað sig reglu- lega, sýnt það lifandi svipmót sem í því býr, en mikill fjöldi verka er geymdur að sinni í kjallara húss- ins. Um 'h af höggmyndunum er á þessari sýningu, eða 114 verk, en auk höggmynda Ásmundar er margt annað sem safnið á og sýnir skemmtilegan hluta af Ásmundi Sveinssyni. Það eru m.a. tæki hans öll og ljósmyndavélar. Verk- færi hans öll eru til, stækkunar- tæki, pressur, þvingur og klippi- tæki, en í Ásmundi hefur búið meðfædd nýtni úr Dölunum og hann bjó til sín verkfæri sjálfur. Þannig höfum við bæði listaverkin sjálf og sköpunarferil þeirra. Móðir mín í kví kví í endanlegri útgáfu Ásmundar. Þetta er því spennandi, ekki að- eins fyrir listfræðinga að sökkva sér í hrúguna og fá viðfangsefnin hrá upp í hendurnar, heldur einn- ig fyrir hvern listelskan mann. Persónan Ásmundur og hvernig hann vinnur er ekki síður spenn- andi en höggmyndir hans og margt sem til er um verkin gerir sýningar oft meira lifandi og spennandi. Það er mikið um heim- ildir og þekkingu í skissum hans og ljósmyndum. Ásmundur á það langan feril sem myndhöggvari og það liggur svo mikið eftir hann á hlaðinu ef svo má segja að með ólíkindum er. Ásmundur fór til náms 26 ára gamall og kom heim 10 árum síð- ar. Síðan vinnur hann sleitulaust í rúm 40 ár og við sem göngum nú til starfa í húsi hans og verkstæði eins og hann skyldi við, með hönd- um listamannsins þurfum að vinna úr stílbrigðum hans, gera grein fyrir ferli hans og þróun, en það er áberandi að Ásmundur not- ar oft sömu hugmyndir í ólíkri formskrift. Hann leit fremur á stílinn sem möguleika sem menn gætu tileinkað sér. Hann hafði til dæmis á orði að það væri hægt að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.