Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983 45 Einar Már Guðmundsson vinsson segir í ástarljóðinu Ljóði handa konum: Nei ég sakna ykkar ekki bláu fjöll og fossar þið sem aldrei þreytist á ad sitja fyrir hjá hinum drátthaga meistara kódak Ekki síst konurnar í Nýgræð- ingum yrkja eftirminnilega um mannleg samskipti. Firringin og tilfinningaleysið hafa tekið völdin í neyslusamfélaginu svo að það getur jafnvel gerst sem stendur í Síðastaleik Þórdísar Richards- dóttur um hjónalífið: „Samskipti okkar — / elskenda / ofneyslu / fást senn / á tölvuspólu / til að spila / fyrir kunningjana.“ Karl- arnir Stefán Snævarr og Einar Már Guðmundsson eru kaldhæðn- ir í ljóðum sínum um konur, en konurnar gefa þeim ekkert eftir í gagnrýninni umfjöllun þótt meira umburðarlyndis gæti hjá þeim. Ég nefni Sonju B. Jónsdóttur, Elísa- betu Þorgeirsdóttur og Magneu Matthíasdóttur auk Þórdísar Richardsdóttur. Kannski skil- greinir Sjón bilið milli karla og kvenna þegar hann í Degi og nótt í kaflanum Veruleiki nútímans seg- ir: „Þá eru konurnar úr volgu gleri.“ Hlutur kvenna í Nýgræðingum er nokkuð góður, en snýst að von- um um réttindabaráttu þeirra, bæði með og móti svokallaðri kvennabaráttu. Ég sé ekki betur en til dæmis Elísabet Jökulsdóttir skopist að kvennabaráttu í sam- nefndu Ijóði. í Nýgræðingum eru tvær skáldkonur sem hafa sér- stöðu, þær yrkja af meira öryggi en hinar konurnar og eru reyndar eldri: Steinunn Sigurðardóttir og Ingibjörg Haraldsdóttir. Meðal þeirra skálda sem tölu- vert kveður að, er Birgir Svan Símonarson. t Nýgræðingum eru sýnishorn ljóða Birgis Svans sem leiða í ljós bæði styrkleika hans og veikleika. Ádeiluljóðin eftir hann eru sum hver of nakin í áróðri sín- um, en myndir úr lífinu í ver- stöðvum eru oft laglega gerðar og stundum er hann hnyttinn: rakari med stofu á besta stad sópar saman hári og eyrum KærdagHÍns útum gluggann sér hann síðhærðan únglíng hugsar honum þegjandi þörfina únglíngurinn á leió með áatarbréf í póst í express segir hann vid afgreióslustúlkuna roónar eins og karfi undan lífsreyndu tilliti hennar (Úr Gjalddögum) Rík tilhneiging er hjá mörgum ungum skáldum að freista þess að vera fyndin, stunda orðaleiki og útúrsnúninga úr daglegu málfari og verkum þjóðskáldanna gömlu. Þetta hefur verið reynt áður eins og Eysteinn Þorvaldsson bendir á. Tilhneiging þessi er líka orðin áberandi í verkum ungra skáld- sagnahöfuna. Eflaust hefur þetta verið ungu skáldunum nauðsyn- legt til að skora hátíðleikann á hólm og sýnast töff eins og aðrir dýrlingar nútímans. En vafasamt er að þessi aðferð dugi til lengdar og hún getur beinlínis fælt lesend- ur frá ef hún verður einráð. Skáld eru meira en skrýtlusmiðir. Landamæri eru tilbúningur nefnist síðasti kafli Nýgræðinga. Fremst eru tvö ljóð eftir Ólaf Hauk Símonarson: Það er löngu vor yfir Evrópu og París ’68. í þessum kafla eru tengsl skáldanna Anton Helgi Jónsson við umheiminn lítillega á dagskrá. Ljóð Ólafs Hauks standa vel fyrir sínu, herma þá tíma þegar standmyndirnar fyrir fram La Sorbonne voru litaðar rauðar, en tjá líka bitra reynslu þess að hin rauða rós Parísar ’68 var aldrei neitt blómstur. Ljóð ólafs Hauks má skoða í ljósi þess sem Ólafur Jóhann Sig- urðsson yrkir Til skálds 1974 og Eysteinn Þorvaldsson hefur valið sem einkunnarorð ljóðasafns síns. „Þú ert ungur og gljúpur: ekki neinn borgarbrjótur / né bog- sveigir rammur, en hrakningum færðu að kynnast / og örum sem dýpka...“ stendur m.a. þar. „Náir þú landi.ó láttu þá fallast á kné / og laugaðu tárum svívirta jörð þinna feðra“ eru lokaorð ljóðsins. Eysteinn Þorvaldsson vitnar á ný til þeirra í lok formála. Ég hefði óskað þess að Eysteinn hefði túlk- að ljóð Ólafs Jóhanns betur, hvatningu þess, ekki síst hvað felst í orðunum svívirta jörð. Lágvær er Hvatning Ingibjarg- ar Haraldsdóttur, en segir þó kannski meira um sjónarmið og hugsjónir hinna ungu skálda en margt annað: Leitadu meA mér félagi ad þessu sem við týndum sem við misstum útí svartan tómleikann þegar allir fóru að kaupa við erum þó alltént sambýlismenn á þessari stjörnu við gætura eflaust fundið það aftur Leitaðu ekki langt eftir leðursetti í stærstu verslun landsins eru 130 sófasett aö setjast í HIS6A6NAH0LLIN BÍLDSHÖFÐA 20 - 110 REYKJAVÍK 8 91-81199 og 81410 I Cj ÍT O I Toyota lyftari u m m. ermeira en traust fjárfesting — hann er Toyota Þeir búa til rými... Toyota lyftarar eru gerðir til að mæta þeim kröfum sem gerðar eru til góðra lyftara — Þeir eru sterkir liprir og skjótir í snúningum. Eigum nokkra Toyota lyftara fyrirliggjandi: 2V2tonna dísel m. snúningi. 2Vz tonna rafmagns m. snúningi. 1 1/1 tonns rafmagns hyllulyftara- Handpallettur. TOYOTA P. SAMÚELSSON & CO. HF. NÝBÝLAVEGI 8 KÓPAVOGI SIMI44144 TOYOTA LYFTARAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.