Morgunblaðið - 26.06.1983, Page 7

Morgunblaðið - 26.06.1983, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÍJNÍ 1983 7 „Þá kom orð Drottins til Sakaría, svo hljóðandi: Svo segir Drottinn allsherjar: Dæmið rétta dóma og auðsýnið hver öðrum kærleika og mis- kunnsemi. Veitið ekki ágang ekkjum og munaðarleysingj- um, útlendingum né fátækum mönnum, og enginn yðar hugsi öðrum illt í hjarta sínu. “ (Sak. 7. 8—10). Dæmið rétta dóma! Þannig kemur orð Guðs til okkar í dag. Við erum áminnt um að dæma rétt, áminnt um að sýna kærleika. í gamla testamentinu er mikið talað um dóm Guðs. Það eru t.d. nokkrir spámenn sem kallaðir eru dómsspámenn vegna þess að þeir boðuðu dóm yfir ísraelsþjóðina. Þeir fluttu þann úrskurð Guðs að mælir- inn væri fullur og heilagleika Guðs væri misboðið, að dómur- inn mundi ganga yfir þjóðina. — Amos, Jesaja og Jeremía fengu allir það óskemmtilega hlutverk að flytja dómsorð til þjóðar sinnar. Ef við t.d. lesum 6. kaflann í Jesaja-bók, þá sjá- um við, að Jesaja er beinlínis kallaður af Guði til að flytja dómsboðskap. Reyndar vissi Jesaja að boðskap hans yrði ekki tekið vel, þjóðin mundi loka eyrum. Forherðingin meðal Guðs-lýðs var orðin svo djúpstæð, að orð frá Guði skipti engu máli lengur, eyru þeirra heyrðu ekki og augu þeirra sáu ekki. Það er ákaflega merkilegt að skoða þessa gömlu sögu. Þessa gömlu þjóð, sem Guð útvaldi með sérstökum hætti til ákveðins hlutverks, ekki vegna eigin ágætis, heldur vegna þess að Guð vildi hafa það þannig. Guð velur oft það sem er minnst og veikast, þess sjá- um við mörg dæmi í ritning- unni. Val Guðs fer eftir öðrum leiðum en okkar mannanna, enda sér hann með hinu al- sjáandi auga. Val Guðs hefur viðmiðun kærleika og náð. En kærleikurinn þarf oft að beita tyftun og hirtingu, það sjáum við augljóslega í sögu ísraels og reyndar í öllu mannlegu lífi. — Guð gerði undur og tákn í augsýn litlu þjóðarinnar, hann leiddi þá út úr þrælahúsi Egyptanna á undursamlegan hátt, og hann gaf þeim fæðu og vatn í eyði- mörkinni, hann leiddi þá gegn- um hættur og voða, inn í fyrir- heitna landið. En lýðurinn gleymdi Guði aftur og aftur, þeir sneru bak- inu við Guði, höfnuðu samfé- laginu við hann. Þetta hafði í för með sér þá birtingu að Guð sló þjóðina sína. Hvers vegna? Jú, til þess að vekja hana,.til þess að minna hana á að hún var hin útvalda þjóð. Þyngsti dómurinn sem gekk yfir þjóð- ina var herleiðingin til Babýl- oníu, þegar öllu virtist endan- lega lokið fyrir þessari þjóð. Spámennirnir líktu þessu við Dæmið rétta dóma það, þegar tré er höggvið niður við ræturnar. En tökum vel eftir þessari spámannlegu mynd, því hún geymir mikinn leyndardóm. Rótarkvisturinn er skilinn eft- ir, tréð er ekki tekið upp með rótum. Á máli guðfræðinnar þýðir þetta það, að Guð gefi þjóðinni enn tækifæri til að snúa við á rangri braut og byrja nýtt líf. Guð hafði gefið Abraham fyrirheit um það, að frá hon- um mundi streyma blessun út til allra þjóða. Guð hafði gert sáttmála við Abraham og sína útvöldu þjóð, og þessi sáttmáli var órjúfanlegur frá hendi Guðs. Hvað sem á gengi, þá hafði Guð ákveðið að nota þessa þjóð í fylling tímans. Messías átti að fæðast af þess- ari þjóð. Blessunin komst til skila og er að komast til skila enn þann dag í dag. Með öðrum orðum, Guð not- aði Abraham og ætt hans til að koma blessuninni af stað Hún nær hámarki í Kristi, hún nær okkur við skirnarlaugina, hún nær okkur þegar við les- um eða heyrum orð Guðs, þeg- ar við biðjum til hans, þegar vi neytum heilagrar kvöldmáltíð- ar. Guð dæmir ávallt rétta dóma, — vegna þess að Guð er réttlátur og heilagur, hvað sem okkur finnst um dóma hans, þá eru þeir réttir. Þeir geta ekki verið neitt annað. Þess vegna er áminning hans orðs líka fullkomin. Hann vill það eitt, að við mannanna börn lifum í sátt við tilgang lífsins, hlýðum orðum hans og leið- sögn. Er það ekki einmitt í þessu sem okkur gengur hvað verst? Fátt hefur eyðilagt meira í samskiptum manna en einmitt rangir dómar baktal og mis- kunnarleysi. í þessu liggur rót styrjaldanna og rót alls ófrið- ar í veröldinni. Það er sorglegt að skoða sögu mannkynsins með þetta í huga, sjá öll mistökin, allt það illa sem sprottið er upp af röngum dómum mannanna. Eitthvað hefur farið úrskeiðis, það ættu allir að sjá. Kristur kom einmitt til þess að benda okkur á rót þessa meins. „Yður ber að endurfæðast," sagði hann. Hann benti á að við er- um syndarar sem þurfum svo sannarlega á hjálp Guðs og fyrirgefningu að halda. Og hann sýndi með lífi sínu, dauða og upprisu, að hann var kominn til þess að vera frels- ari frá synd og dauða. Hjálp Guðs í Jesú Kristi er endanleg hjálp, hann opnar himin sinn í honum, þess vegna eigum við von um eilíft líf í faðmi Guðs. En þó hjálp Guðs bendi til eilífðarinnar, þá á hún að sjást hér og nú, hún á að sjást í lærisveinum Krists sem hafa gengist honum á hönd og vilja kenna sig við nafnið hans. Þess vegna tekur Jesús undir hin fornu orð spámannsins og áminnir þá um að dæma rétta dóma. Hann segir í fjallræð- unni: Dæmið ekki svo þér verð- ið ekki dæmdir, en eftir þessi orð kemur dæmisagan um flís- ina og bjálkann. Jesús vill að við getum lifað í sátt og samlyndi á þessari jörð, og ein leiðin til þess er einmitt að fara eftir þessari reglu. Að við dæmum ekki hugsunarlaust, heldur gefum okkur tíma til að líta i eigin barm. Það reynist oft auðvelt að sjá flísina í auga meðbróður- ins, jafnvel þótt heill bjálki fylli út í auga okkar sjálfra. Líking Jesú er mjög sláandi, en hún er svo skemmtilega róttæk, að það er ekki hægt annað en að taka eftir henni. Guð gefi okkur náð til að sjá okkur sjálf í réttu ljósi. Biðj- um Guð um náð til að við sjá- um náungann einnig í réttu ljósi og kærleikurinn og mis- kunnsemin verði aðalsmerki okkar á öllum tímum. Nú höfum við einnig opið á sunnudögum Opið í dag frá 18.00—23.30 Ljúffengur ítalskur matur í fjölbreyttu úrvali Allar veitingar Svangir rata AUSTIIRSTFVETI22. INNSTFVETI. SIM111633 AéHÍ ■ÉMÉI 1. eöa 8% ? Verötrygging veitir vörn gegn verðbólgu - en hefur þú hugleitt hversu mikla þýöingu mismunandi raunvextir hafa fyrir arösemi þína? Yfirlitið hér að neðan veitir þér svar við því. VER0TRYGG0UR SPARNAÐUR - SAMANBUROUR A AVÓXTUN Verðtrygging m v lánskjarav í sitölu Nafn- vextir Raun- ávöxtun Fjöldi ára til að tvöf. raungildi höfuðstóls Raunaukmng höfuðst eftir 9 ár Veðskuldabréf 3% 8% 9ár 100% Sparisk. ríkissj. 35% 37% 19ár 38 7% Sparisjóðsreikn. 1% 1% 70ár 9.4% 100% Verðtryggð veðskuldabref Dæmi um raunaukningu höfuðstóls eftir 9 ár. Verðtryggð spariskírteini rikissjóðs Verðtryggður sparisjóðsreikningur GENGIVERÐBRÉFA 26. JÚNÍ1983: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 1970 2. flokkur 1971 1. flokkur 1972 1. flokkur 1972 2. flokkur 1973 1. flokkur A 1973 2. flokkur 1974 1. flokkur 1975 1. flokkur 1975 2. flokkur 1976 1. flokkur 1976 2. flokkur 1977 1. flokkur 1977 2. flokkur 1978 1 flokkur 1978 2. flokkur 1979 1. flokkur 1979 2. flokkur 1980 1. flokkur 1980 2. flokkur 1981 1. flokkur 1981 2. flokkur 1982 1. flokkur 1982 2. flokkur Sölugengi pr. kr. 100.- 14.813,99 12.842,06 11.137,93 9.441.91 6.705,94 6.177,06 4.264,32 3.508.71 2.643,46 2.504,66 1.996,52 1.851.98 1.546.72 1.255.72 988,32 833,06 644.00 478,97 376,62 323,51 240,27 218,23 163,11 Meöalévöxtun umfram verötryggingu ar 3,7—5,5%. VEÐSKULDABRÉF ÓVERDTRYGGÐ: Sölugengi m.v. natnvexti (HLV) 12% 14% 16% 18% 20% 47% 1 ár 59 60 61 62 63 75 2 ár 47 48 50 51 52 68 3 ár 39 40 42 43 45 64 4 ár 33 35 36 38 39 61 5,ár 29 31 32 34 36 59 VEÐSKULDABREF MED LÁNSKJARAVÍSITÖLU Sölugengi m.v. 2 afb./ári 1 ár 96,49 2 ár 94,28 3 ár 92,96 4 ár 91,14 5 ár 90,59 6 ár 88,50 7 ár 87,01 8 ár 84,85 9 ár 83,43 10 ár 80,40 15 ár 74,05 nafn- Ávöxtun vextir umtram (HLV) verötr. 2% 7% 2% 7% 2Vi% 7% 2V»% 7% 3% 7% 3% 7%% 3% 7%% 3% 7%% 3% 7Vi% 3% 8% 3% 8% VERÐTRYGGÐ HAPPDRÆTTISLÁN ■ AX Sölugengi RÍKISSJÓÐo Sölugengi pr. kr. 100.- C — 1973 4 100,17 D — 1974 3.536,40 E — 1974 2.502.85 F — 1974 2.502,85 G — 1975 1 658,99 H — 1976 1.503,34 I — 1976 1 203,20 J — 1977 1 064,11 1. fl. — 1981 231,17 Ofanskráð gengi er m.a. 5% ávöxtun p.á. umtram verötryggingu auk vinn- ingsvonar. Happdrættisbréfin eru get- in út á handhafa. Verðbréfamarkaðnr Fjárfestiiigarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik lönaöarbankahúsinu Sími 28566

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.