Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983 47 David Puttnam ásamt leikaranum Burt Lancaster og konu sinni, Patsy við kvikmyndun myndarinnar „Local Hero“. legu mynd „Honky Tonk Free- way“, en Boyd lét leikstjórann John Schlesinger ráða öllu og allt fór úr böndunum. Hvað kom fyrir bresku kvikmyndagerðina — og hvert stefnir hún nú? Puttnam metur mikils hæfileik- ann að geta sagt sögu og hann hef- ur tröllatrú á breskum frásagnar- mönnum, þó hann telji þá vanta dirfsku kvikmyndagerðarmanna annarra þjóða. „Bókmenntahefð okkar er í allt of föstum skorðum," segir hann. „Charles Dickens hefði orðið fyrir- myndar kvikmyndagerðarmaður. Hann hafði frá miklu að segja, skrifaði mjög vel og notaði allt sem breskt var.“ Þess má geta að í Puttnam blundar sú metnaðar- fulla hugmynd að kvikmynda helstu verk Dickens. En hvað kom eiginlega fyrir bresku kvikmyndagerðina? Putt- nam hefur skýringu á reiðum höndum. Hann bendir á notkun sama tungumáls í Bandaríkjunum en þar höfðu menn meira fjár- magn og gerðu fleiri og betri og frumlegri kvikmyndir á þeim ár- um sem kvikmyndagerðin var að þróast stuttu eftir heimsstyrjöld- ina síðari. Annar mikilvægur þáttur er tilkoma sjónvarpsins. Puttnam telur að taka þurfi kvikmyndina til gagngerrar endurskoðunar. Menn verða að vita hvers vegna fólk fer yfirleitt í bíó. Það verða alltaf einhverjir áhorfendur sem fara í bíó til að sjá lifandi myndir á stóra hvíta tjaldinu og það er hlutverk kvik- myndagerðarmannanna að upp- fylla óskir áhorfendanna. Hvað varðar nútímamyndir seg- ir Puttnam að of mikið sé gert úr ofbeldi og klámi. „Mér finnst ástandið hreint skelfilegt. Við er- um eiginlega að draga úr tilfinn- ingum heillar kynslóðar og ástandið versnar með hverju ári. Við kippum okkur ekki lengur upp við það sem hefði hneykslað okkur fyrir tíu árum.“ Þessu til stuðn- ings rifjar Puttnam upp viðtal við gamla nasistann Albert Speer, sem lýsti því er hann sá sam- kunduhús Gyðinga lagt í rúst. Speer skelfdist atburðinn, hljóp heim til sín og hringdi í lögregl- una. En sex mánuðum síðar, krist- alnóttina svonefndu, gekk hann um götur og fannst ekkert til ofbeldisins á götunum koma. „Ég held að þessi saga sé tákn þess sem ég hef séð í kvikmyndum nú- , tímans," segir Puttnam. Puttnam segir að þær þrjár helstu kvikmyndir, sem har.n hef- ur framleitt, „Midnight Express," „Stardust" og „Chariots of Fire“ fjalli allar í vissum skilningi um æskuna, en hann segist þó ekki gera kvikmyndir fyrir ákveðinn aldurshóp, heldur stefni aðeins að því að ná tihsem flestra. Um þessar mundir er David Puttnam að leggja síðustu hönd á nýjustu mynd sína sem hinn ungi og efnilegi Bill Forsyth skrifaði og leikstýrði. Það er myndin „Local Hero“ með Burt Lancaster í aðal- hlutverki, og fjallar á heldur gam- ansaman hátt, að því er Puttnam segir, um stórt olíufyrirtæki og samskipti þess við lítið sjávarþorp í Skotlandi. Puttnam er bjartsýnn á gengi myndarinnar og bendir á vinsældir Eldvagnsins, mynd sem enginn gerði ráð fyrir að myndi setja mark sitt á kvik- myndasöguna. „Eldvagninn minn- ir á fjölmargar kvikmyndir sem fjalla um heiðvirt fólk; það vill trúa því að það sé heiðvirt og geti áorkað einhverju." Puttnam hefur lokaorðið: „Þrátt fyrir alla svartsýni manna og þrátt fyrir erfiðleika kvikmynda- iðnaðarins sem við blasa, þá hefur ýmislegt breyst til hins betra á undanförnum árum og það er vissulega mjög uppörvandi. Það er samt ekki svo uppörvandi að við þurfum ekki að hafa áhyggjur Iengur. Svo er alls ekki. En við Bretar kunnum að gera kvikmynd- ir. Nú eru nokkur einkafyrirtæki sem leggja fjármagn í kvikmyndir og mér hefur gengið nokkuð vel undanfarið, svo ég er bjartsýnn." (Þýtt og endursagt — HJÓ.) þýðir ekki að klína hinum sögu- lega og félagslega veruleika utan á verkin, vitnisburð um hann verður að finna í þeim sjálfum." Ekki er fjarri lagi að draga þá ályktun af umfjöllun Halldórs Guðmundssonar að Marx hafi í raun verið sama sinnis og margir borgaralegir bókmenntagagnrýn- endur, hafnað þeirri stalínsku að- ferð sem einkennir skrif sósíalista um bókmenntir, m.a. hér heima. Bókmenntaefni í Tímariti Máls og menningar að þessu sinni er einkum sýnishorn ljóðagerðar eft- ir lítt kunn íslensk skáld, yfirleitt snotur, en ekki að sama skapi eft- irminnilegur samsetningur. Á heiðursstað fremst í heftinu er ljóðið í hafsauga eftir Þorstein frá Hamri. Þetta ljóð Þorsteins um drauminn „að sigla hreinan sjó“ er furðu áleitið þótt ekki sé það langt. Meðal þeirra skáldsagnahöf- unda sem nú eru í hvað mestum metum er Julio Cortazar frá Arg- entínu, landi Jorge Luis Borges og að mörgu leyti skyldur honum. Ingibjörg Haraldsdóttir þýðir eft- ir Cortazar stuttan þátt sem nefn- ist Samruni garðanna og er gott dæmi um list hans. í Samruna garðanna renna skáldskapur og veruleiki saman í eitt, maður les skáldsögu um leið og hún er að gerast í kringum hann. Nýskipaðir sendiherrar NÝSKIPAÐUR sendiherra Bangladesh, hr. Mustafa Kamal, og nýskipaður sendiherra Chile, hr. Leonidas Irarráxaval Barros, afhentu 15. júní síöastlið- inn forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, trúnaöarbréf sín, að viöstöddum Geir Hallgrímssyni, utanríkisráðherra. Sendiherra Bangladesh hefur aðsetur í Stokkhólmi, en sendiherra Chile í Osló. SAGA HÓTEL Kaupmannahöfn, Colbjörnsensgade 20, DK-1652 Copenhagen, sími (01) 24-99-67 Staösett 200 m frá járnbrautarstööinni, 300 m frá Tívolí og 700 m frá Ráöhústorginu. ÍSLENDINGAR FÁ 10% AFSLÁTT Eins og tveggja manna herbergi með og án baðs. Morg- unmatur innifalinn í verði. Litasjónvarp og bar. Óskum öllum íslendingum gleöilegs sumars. Bredvig-fjölskyldan HÓSGA6NARÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410 Viltu spara og kaupa sófasett sem endist árum saman Takió eftir Umhverfiö hefur mikil áhrif á okkur og í borg og bæ spila húsin stór og smá stóran þátt í vellíðan fólks. Vel málað hús er augnayndi. Gerum föst til- boð ef óskað er. Sanngjarnt verð. Fúavarnaberum einnig á glugga og önnur tréverk. Látið fagmenn vinna verkin. Sími 29839 alla daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.