Morgunblaðið - 28.06.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.06.1983, Blaðsíða 5
Dr. Friðrik Einarsson Heiðursfélagi f skurðlækna- félagi Norð- urlanda DR. FRIÐRIK Einarsson hefur verid kjörinn heiðursfélagi í Skurðlæknafé- lagi Norðurlanda. Kjörið var tilkynnt á norrænu læknaþingi sem haldið var í Ilppsölum í Svíþjóð um miðjan mán- uðinn. Friðrik er heiðursfélagi í Skurðlæknafélagi íslands, skurð- læknafélagi Danmerkur og Þvag- skurðlæknafélagi Norðurlanda. Dr. Friðrik Einarsson er fæddur 9. maí 1909 að Hafranesi við Reyð- arfjörð, sonur Sveins Friðrikssonar bónda þar og Guðrúnar Hálfdán- ardóttur konu hans. Hann varð stúdent frá MA 1931 og lauk læknaprófi frá Háskóla Islands 1937 og frá Kaupmannahafnarhá- skóla 1943. Hann lauk doktorsprófi frá Háskóla íslands 1958. Hann starfaði við sjúkrahús I Danmörku 1937—1946, við Landspítalann 1946—1963, yfirlæknir á hand- læknisdeild Borgarspítalans frá 1963—1977 og hefur verið læknir endurhæfinga- og langlegudeildar skurðlækningadeildar Borgar- spítalans í Hafnarbúðum. Þá var hann dósent í skurðlækningum við Háskóla Islands 1959—1976, en hafði áður kennt við læknadeildina frá 1954. Kona hans er Ingeborg Korsbæk. Þess má geta að ævisaga hans, Læknir í þremur löndum eftir Gylfa Gröndal kom út í Reykjavík 1979. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNl 1983 Óheimilt að nota nafnið Hótel Hekla HÚSBYGGINGASJÓÐI framsóknarfélaganna í Reykjavík er óheimilt að nota nafið Hótel Hekla í firma sínu og ber að láta afmá það úr verslunarskrá Reykjavíkur innan hálfs mánaðar, að því er segir í dómsoröi Hæstaréttar í máli því sem Hekla hf. höfðaði gegn Húsbyggingasjóði framsóknarfélaganna og Hótel Heklu. Dómur þessi var kveðinn upp á föstudag í síðustu viku. Dæmdu mál þetta hæstaréttardómararnir: Magnús 1». Torfa- son, Björn Sveinbjörnsson, Halldór Þorbjörnsson, Sigurgeir Jónsson, og Guðrún Erlendsdóttir, settur hæstaréttardómari. Hekla hf. skaut málinu til Torfason skiluðu sératkvæði, þar Hæstaréttar í október 1980 og sem segir m.a., að Hekla hf. hafi krafðist þess, að Húsbygginga- sjóði framsóknarfélaganna yrði dæmt óheimilt að nota firmanafn- ið Hótel Hekla og skylt að láta afmá það úr verslunarskrá Reykjavíkur að viðlögðum dag- sektum. í héraðsdómi hafði verið komist að þeirri niðurstöðu að Húsbyggingasjóðnum væri heim- ilt að nota Heklunafnið. Meiri- hluti Hæstaréttar studdi dóminn þeim rökum, að samkvæmt 3. grein reglugerðar nr. 1/1969, um tilkynningar og skráningu vöru- merkja, skuli í tilkynningu um vörumerki til vörumerkjaskrár tilgreina þá vöruflokka og flokka þess verks eða þjónustu, sem merkið óskast skráð í samkvæmt flokkaskrá þeirri sem fylgir reglu- gerðinni. í flokkaskrá þessari eru taldir 42 flokkar, 1—34 fyrir vöru og 35—42 fyrir þjónustu. Hótel- rekstur er ekki nefndur sérstak- lega í neinum flokkanna og fellur því undir 42. flokk sem kallast „önnur þjónusta". Hekla hf. fékk það nafn skráð í vörumerkjaskrá fyrir allar vörur og þjónustu í 1—42 flokki hinn 21. ágúst 1975. Samkvæmt 4. gr. laga nr. 47/1968 veitir skráning þessi áfrýjanda vernd gegn því, að aðrir noti heimildarlaust í atvinnuskyni vörumerki sem villst verður á og hinu skráða merki. Vernd þessi tekur til hótelrekstrar, enda þótt Hekla hf. hafi ekki neytt réttar síns að því leyti. „Verður því að telja að notkun stefnda á nafninu Hótel Hekla í atvinnurekstri og skráning þess í firmaskrá hinn 6. apríl 1977 hafi verið óheimil," seg- ir í dómi Hæstaréttar. Hæstaréttardómararnir Björn Sveinbjörnsson og Magnús Þ. ekki með höndum veitingasölu eða rekstur gistihúsa, er hann noti hið skráða vörumerki sitt við, og sá atvinnurekstur fengi ekki sam- rýmst tilgangi félagsins, eins og hann hefur verið tilkynntur til hlutafélagaskrár. í firma Hús- byggingasjóðs framsóknarfélag- anna komi á hinn bóginn skýrt fram, að framangreind starfsemi sé sú atvinna, sem firmað sé notað við. „Er af þessum sökum ekki ætlandi, að villst verði á vöru- merki áfrýjanda og hinu skráða firma. Verður ekki talið, að áfrýj- andi (þ.e. Hekla hf.) hafi fyrir skráningu vörumerkis síns öðlast slíkan einkarétt til orðsins Hekla, að hann geti fyrir lögjöfnun frá 10. gr. laga nr. 42/1903 um versl- anaskrár, firmu- og prókúru- umboð, eða vegna ákvæða 9. gr. laga nr. 84/1933, um varnir gegn óréttmætum verslunarháttum, nú 30. gr. laga nr. 56/1978, fengið stefnda dæmt óheimilt að nota það orð í skráð firma sitt á þann hátt, sem hann hefur gert,“ segir í áliti minnihlutans. Páfagaukur „situr inni“ hjá Kópavogslögreglunni LÍTILL páfagaukur er í vörslu lögreglunnar í Kópavogi og bíður þess að eigandinn komi. Fuglinn fannst í Kópavogi um hádegisbilið í gær og bað finnandinn lögregluna um að vista hann á öruggum stað þar til réttur eigandi gæfi sig fram. Lárus Ragnarsson, lögreglumaður í Kópa- vogi, bar sig vel undan „fanganum'* þegar Mbl. ræddi við hann í gær. Sagði hann að fuglinn væri smákrfli og væri hann voðalega gæfur, sæti á öxlum lögregluþjónanna. Lögreglan í Kópavogi er ekki alveg ókunnug slíkum málum, því hún tók lítinn selskóp í vörslu sína fyrir nokkru, eins og sagt var frá í Mbl. og að sögn Lárusar er hún iðulega beðin um að vista óskiladýr þar til réttir eigendur finnast. Annarri umferð í Motocross lokið ÖNNUR Motocross-keppni sumarins var haldin í biíð- skaparveðri á sunnudaginn rétt sunnan við afleggjarann til Grindavíkur. Þátttakendur í keppninni voru 13, en henni lauk með sigri þriggja kepp- enda í 500 cc flokki. í sólskini og blíðviðrinu á sunnudaginn, söfnuðust um 500 áhorfendur saman sunn- an við Grindavíkurafleggjar- ann til að fylgjast með Moto- cross-keppni sem þar fór fram. Keppnin hófst kl. 14, en þátttakendur voru 13. Þor- varður Björgúlfsson bar sig- ur úr býtum, en annar varð Heimir Barðason og þriðji Þorkell Ágústsson. Þeir kepptu allir í 500 cc flokki, en tveir aðrir hlutu viðurkenn- ingar, Orn Jónsson úr 125 cc flokki og Árni Björgvinsson í 250 cc flokki. Þessi keppni var önnur af fimm sem fram fara í sumar, og safna keppendur stigum til íslandsmeistaratitilsins, en hann hlýtur stigahæsti keppandi að lokinni síðustu umferð, sem væntanlega fer fram seinni hluta sumars. I i VERÐLISTAVERÐ OKKAR VERÐ SÆNSK-fSLENZK VERÐBYLHNG Á ELEG"ROLUXbw2oo UPPÞVÖTTAVÉLUM Við gerðum góð kaup með því að kaupa 213 Electrolux BW 200 GOLD uppþvottavélar í einu lagi. Þannig fengum við verulegan afslátt sem kemur þér til góða. Fullkomin uppþvottavél á afsláttarverði, ein hljóðlátasta vélin á markaðnum - frábær þvottakerfi (með sparnaðarrofa) - öfl- ugar vatnsdælur sem þvo úr 100 ltr. á mínútu - þrefalt yfirfalls- öryggi - Ryðfrítt 18/8 stál í þvottahólfi - Barnalæsing á hurð - Rúmar borðbúnað fyrir 12-14 manns. Fullkomin Electrolux BW 200 uppþvottavél á tilboðsverði sem þú trúir tæpast - og ekkert vit er í að hafna. ttnwJiSÍÍI iiliiiB'JiíSji Kr. 25.271,- Kr. 17.490.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.