Morgunblaðið - 28.06.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1983
19
Iðnskóla Akureyrar slitið:
Starfsemi skól-
ans fór fram á
fimm stöðum
Akureyri, 16. júní.
IÐNSKÓLANUM á Akureyri var
slitið 31. maí sl. af skólastjóra, Aðal-
geiri Pálssyni. Þetta var 78. starfsár
skólans. Starfsemin fór fram á fimm
stöðum í bænum í vetur, í skólahús-
inu við Þórunnarstræti, í smíðahúsi
við Glerárgötu 2b, í vélasal við
Gránufélagsgötu og í gömlu Tunnu-
verksmiðjunni og frá áramótum í
hinni nýju málmiðnaðardeild
Verkmenntaskólans.
Alls voru innritaðir í skólann
315 nemendur, sem er svipaður
fjöldi nemenda og sl. skólaár.
Fastráðnir kennarar voru 19, sum-
ir þó aðeins í hlutastarfi, stunda-
kennarar voru 30.
Frá skólanum brautskráðust að
þessu sinni 45 nemendur, þar af 21
iðnnemi, 4 nemendur úr 1. stigi
vélskóla, 7 úr raungreinadeild
tækniskóla, 8 úr tækniteiknun og
9 úr meistaraskóla. Hæstu ein-
kunnir hlutu Þórarinn Guðnason,
húsasmíðanemi, og Björn Matthí-
asson úr raungreinadeild. Úr
tækniteiknaradeild hlaut hæstu
einkunn Guðrún Hulda Sigtryggs-
dóttir og af vélgæslubraut Ketill
Koibeinsson.
Á vorönn að þessu sinni gerðist
það, að einn nemandi 1. stigs vél-
gæslubrautar er ættaður frá Cap
Verde á Grænhöfðaeyjum.
Um nýjungar í skólastarfinu
sagði skólastjóri, m.a., að nú hefði
verið tekin upp kennsla í
framhaldsdeild málmiðna. Á
næsta ári verður væntanlega einn-
ig boðið upp á framhaldsdeild í
tréiðnaði. Þá var hafin kennsla í
tölvufræðum og stefnt er að því að
sú kennsla verði síðar skyldunám
allra iðnnema. Einnig var í vetur
fyrsta sinni regluleg íþrótta-
kennsla við skólann.
Um framtíð Iðnskólans á Akur-
eyri sagði skólastjóri m.a. í skóla-
slitaræðu sinni: „Verkmennta-
skólinn á Akureyri verður form-
lega stofnaður haustið 1984.
Iðnskólinn mun því væntanlega
starfa með líku sniði næsta vetur.
Verkmenntaskólinn verður
sameinaður skóli iðnskóians,
framhaldsdeilda gagnfræðaskóla
og hússtjórnarskóla. Ég vil nota
þetta tækifæri til að óska Bern-
harð Haraldssyni, settum skóla-
meistara, tii hamingju og óska
Verkmenntaskólanum og nemend-
um hans gæfu og gengis um langa
framtíð."
Aðalgeir Pálsson, skólastjori,
ávarpaði síðan brottfararnemend-
ur og árnaði þeim heilla. Hann
þakkaði kennaraliði og öðru
starfsfólki skólans vel unnin störf
og sleit síðan skólanum.
G. Berg
25% hækkun rækjuverðs
ÁKVEÐIN hefur verið 25%
medaltalshækkun á stærri rækju og
8% hækkun á smárækju fyrir tíma-
bilið 1. júní til 30. september, ásamt
því sem verðflokkum smárækju hef-
ur verið fjölgað frá því sem verið
hefur. Stærri rækjan er uppistaðan í
sumaraflanum.
Þessi verðhækkun er ákveðin
vegna hagstæðs rækjuverðs á er-
lendum markaði um þessar mund-
ir, segir í frétt frá yfirnefnd verð-
lagsráðs sjávarútvegsins, sem
samþykkti verðhækkunina með
atkvæðum oddamanns og full-
trúum kaupenda gegn atkvæðum
fulltrúa seljenda.
Jafnframt verðhækkununum er
þó um að ræða verulega greiðslu í
rækjudeild verðjöfnunarsjóðs
sjávarútvegsins, segir i frétt frá
yfirnefnd.
Samkvæmt ákvörðun yfirnefnd-
ar er lágmarksverð á rækju, þar
sem 160 stykki eða færri eru i
kílói, 20 krónur, en 15,20 þar sem
201 til 220 stykki eru í kílói.
Frá sýningu Námsgagnastofnunar á bjálpargögnum í stærðfræðikennslu.
MorgnnblaðM/ ÓI.K.M.
Sýning á norrænum
náms- og hjálpargögnum
í stærðfræðikennslu
OPNUÐ hefur verið í kennslumið-
stöð Námsgagnastofnunar við
Laugaveg sýning á náms- og hjálp-
argögnum við stærðfræðikennslu, og
verður hún opin næstu vikurnar.
Að sögn Ásgeirs Guðmundsson-
ar er hér um norræna sýningu að
ræða, sem haldin er í framhaldi af
ráðstefnu rúmlega 30 stærðfræði-
kennara frá Norðurlöndunum,
sem nýlokið er í Reykjavík.
Á sýningunni er að finna upp-
lýsingar um kennsluhætti í
stærðfræði í grunnskólum á Norð-
urlöndum í dag, kennslubækur og
vinnubækur. Það er Námsgagna-
stofnun sem gengst fyrir sýning-
unni í samvinnu við norrænu
stærðfræðikennarana.
Þótt sýningin sé fyrst og fremst
miðuð við kennsluhætti nútímans,
er þar m.a. að finna elztu kennslu-
bækur sem notaðar hafa verið við
stærðfræðikennslu hér á landi.
Hótel — Veitingastaðir - Fyrirtæki
Eldhúsáhöld
fyrir stór og lítil eldhús.
Getum útvegaö öll tæki í
stór og smá eldhús meö
stuttum fyrirvara svo sem
kaffikönnur, djúsvélar,
potta, þeytara, ausur,
spaöa, sigti og margt
margt fleira.
Leitiö nánari upplýsinga.
Wholesale & Commission Agents,
Sundaborg 36, Reykjavík, sími
81233.
Taktu
Philips
feróa-
útvarp
meðútí
sumarið
og
sólina
Philips ferðatækin eru
sómagóðir ferðafélagar og
þú getur valið þér
einn við þitt hæfi:
Lítinn, ódýran og
laufléttan með
lang-, mið- og
FM-bylgju; með
alstóran og
stæðilegan
með góðu út-
varpi og kass-
ettutæki, eða
stóran og 20 wattá
sterkan steríó-
félaga með
yfir 20 tökk
um til þess
að stjórna
magnara
kassettu-
tæki, há-
tölurum
og út-
varþi.
Philips D8634
Verð kr. 16.220
Heimilistæki hf
HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8-15655
OO