Morgunblaðið - 28.06.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.06.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1983 35 Minning: Vilmundur Gylfa- son alþingismaður hann vel?“ „Blés hann aldrei falskt?" Hverju eigura við að svara? Við vitum það ekki. Þetta voru töfrar. Þetta var töframaður. - O — Vilmundi Gylfasyni kynntist ég fyrst þegar hann kom heim frá námi. Síðar urðum við samherjar. Fyrst í framboði á Vestfjörðum 1974. Svo í þingflokki alþýðu- flokksins frá 1978. Við fáa hefi ég átt meiri samvinnu en hann. í Al- þýðuflokknum vorum við bæði mikið sammála og mikið ósam- mála. Þar kynntist ég Vilmundi bæði sem eindregnum samherja og ákveðnum andstæðingi — og í hvorugu hlutverkinu var neitt ver- ið að skafa utan af hlutunum. Þeg- ar hann fór úr Alþýðuflokknum glataði ég samherja en eignaðist ekki andstæðing. Samskipti okkar og samræður urðu ekki minni við brottför hans úr flokknum þótt yrðu með öðrum hætti en áður var. Samt þekkti ég Vilmund Gylfa- son ekki vel. Hann sagðist varast að bindast vináttuböndum í gegn um pólitík. Stjórnmál væru of miskunnarlaus til þess að vinátta og pólitík gætu farið saman nema í hófi. Sinna vina leitaði hann annars staðar en í gegn um stjórn- málin Svo er um fleiri. Engu að síður fór ekki hjá því að svo löng og náin samvinna sem okkar gæfi mér nokkra sýn undir það ytra byrði, sem Vilmundur Gylfason sýndi heiminum. Hann gat verið svarakaldur, stórvrtur og hlífðarlaus og á skapið lagði hann ekki hömlur heldur leyfði því að geisa eins og verkast vildi. Sagði það, sem hann hugsaði. Slíkur maður hlaut að vera í senn kaldlyndur og ókífinn, eða hvað? Sjálfur myndi hann vart bregða sér við olnbogaskot og illmæli? En því var ekki þannig varið. Þótt svo virtist sízt vera var Vilmundur Gylfason auðsærður og tók mjög nærri sér ef einhver stakk hann ónotaorði þótt hann svaraði kalt og hryssingslega. Hið harð- hnjóskulega yfirbragð, kaldlyndið og hryssingshátturinn var sú skel, sem hann hafði myndað sér til varnar. Innra fyrir bjó ljóðrænt og viðkvæmt hugarfar en það var aðeins á vissum sviðum, sem hann taldi sér óhætt að láta það í ljósi: í ást á því lýrískasta í skáldskap og tónlist. í þeim ljóðum, sem hann sjálfur samdi. Þar var annar Vilmundur á ferð en sá, sem hann vildi, að umheimurinn hefði hvunndagslega kynni af. örsjald- an í umræðum var þó eins og ör- skotsbrestur kæmi í skelina. Eins og útihurðin hrykki upp og í gegn um gættina mætti greina þá ljóð- rænu og viðkvæmu sál, sem bjó á bak við alla virkisveggina. En að- eins andartak. Svo var hurðinni snarlega skellt í lás og órofið stóð harðhnjóskulegt yfirborð virkis- múranna utan um innri mann Vilmundar Gylfasonar. Smekkur okkar Vilmundar Gylfasonar á skáldskap var ekki hinn sami. Á ég því erfitt með að kveðja hann með tilvitnun í verk þeirra þjóðskálda, sem hann mat öðrum fremur. Ein vísa í kvæði Fornólfs um Björn Guðnason í Ögri og Stefán biskup er mér efst í huga þegar ég kveð Vilmund og kapítulann um hann í sögu lands og flokks. Hún er svona: „Krá ég hann ta pan medalmann, meiri ad vexti fleiri en svo var eins og sýndist hann negfjnm fle.stum meiri hjá annarri allri þjód. Bædi af honum fustur geðs og gerdarþokki «tóó“. Af Vilmundi Gylfasyni stóð bæði gerðarþokki og gustur geðs. Skarðið þar sem hann stóð stend- ur ófyllt. Ég votta eiginkonu hans og börnum, foreldrum, bræðrum og öðru skyldfólki samúð mína. Eg sakna Vilmundar Gylfasonar og þess tímabils, sem við hann verður kennt. Sighvatur Björgvinsson Kynni mín af Vilmundi Gylfa- syni alþingismanni voru ekki löng í tíma mæld, en ég stend mig að því hvað eftir annað að minnast einhvers frá þessum tíma eins og það hefði átt sér stað á árum áður. Það á rætur sínar að rekja til þess hve ótrúlega margir og stór- merkir atburðir hafa orðið á því hálfa ári sem kynni okkar stóðu. Þegar hópurinn, sem stofnaði Bandalag jafnaðarmanna, fundaði sólarhringunum saman í janúar síðastliðnum og ætlaði réttilega að kosningar yrðu í júnt, töldum við okkur hafa fremur knappan tíma til stefnu. Þegar svo var ákveðið að kosningar skyldu fara fram í apríl fór atburðarásin að eiga sér stað með ótrúlega hröðum hætti. Vilmundur hafði í öllu þessu starfi ótrúlega hæfileika til þess að hrífa fólk með sér, taka tillit til skoðana hinna ólíku hópa og sam- ræma sjónarmið þeirra. Þá var það og aðdáunarvert hvað Vil- mundur gat ævinlega verið upp- örvandi og okkur öllum til mikill- ar hvatningar og stuðnings. Stutt er á milli lífs og dauða og það einasta sem við eigum örugg- lega sammerkt er, að við fæðumst öll og deyjum. Á stundu sem þessari er óþarft að hafa mörg orð um það hvaða tilfinningar bærast innra, en við hið ótímabæra fráfall Vilmundar er mér efst í huga að þakka fyrir örlagaríka en alltof stutta sam- fylgd. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég til Valgerðar, barnanna og ann- arra ástvina. Krístín S. Kvaran Ég kynntist Vilmundi Gylfasyni fyrst persónulega eftir að ég hafði verið kosinn á þing í desember 1979. Auðvitað hafði maður fylgst með honum úr fjarlægð, fyrst sem hugmyndaríkum en óvægnum blaðamanni og þátttakanda í sjón- varps- og hljóðvarpsþáttum og síðan sem sigursælum frambjóð- anda í þingkosningunum 1978. Vilmundur Gylfason var eins konar „enfant terrible" íslenskra stjórnmála þegar hann kom til Al- þingis. Hann hafði vegið hart á báðar hendur og af honum stóð miki'l guf.tur. Málflutningur hans var óvenjulegur, hann átti gott með að ná til fólks og enginn vafi er á því að hann átti stærstan þátt í hinum mikla sigri, sem Alþýðu- flokkurinn vann í alþingiskosning- unum 1978. Þetta er sú mynd af Vilmundi sem sneri út. Tilviljun hagaði því svo, að við Vilmundur höfðum skrifstofu í sama gangi í Von- arstræti 12, þar sem allmargir þingmenn hafa aðsetur. Við rædd- um því allmikið saman, oft yfir kaffibolla inni á skrifstofum hvor annars. Þá kynntist ég annarri hlið á Vilmundi, sem ég mat mik- ils. Hann var hreinskilinn og hreinskiptinn, stór í lund og öll smámunasemi og smámennska voru honum víðs fjarri. Hann var tilfinninganæmur og sá ýmsa hluti í öðru ljósi en annað fólk, eins og titt er um þá sem hafa skáldlegt innsæi. Enginn vafi er á því að hann bar mikla virðingu fyrir þeim störfum, sem hann var að vinna við á Alþingi. Þó að skoð- anir væru að sjálfsögðu oft skipt- ar um menn og málefni, þótti mér vænt um manninn Vilmund og mat hann meir eftir því sem ég kynntist honum betur. Vilmundur Gylfason var enginn hversdagsmaður. Þegar honum tókst best upp í ræðum á Alþingi, fór hann á kostum og þá kom glöggt í ljós afburðaþekking hans í sögu og bókmenntum. Sú þekking hafði án efa oft áhrif á skoðanir hans. Þrátt fyrir nútímaleg vinnu- brögð við fjölmiðlun og framsetn- ingu skoðana og ýmsar nýtísku- legar hugmyndir um þjóðfélags- mál, var Vilmundur í mínum huga „klassiker", sem dáði góðskáld for- tíðarinnar eins og Matthías Joch- umsson, svo að einhver sé nefndur. Vilmundur var afburða kennari og vinsæll meðal nemenda sinna í MR meðan hann stundaði þar kennslu. Það þekki ég m.a. frá eig- in börnum, sem þar hafa stundað nám og sögðu oft sögur á heimil- inu frá skemmtilegum kennslu- stundum í sögu hjá Vilmundi. Vissulega var það umdeild ákvörðun, þegar Vilmundur sagði sig úr Alþýðuflokknum og stofn- aði Bandalag jafnaðarmanna. Það var djarflegt tiltæki, en Vilmundi tókst að breyta sér á skömmum tíma úr orðháki, eins og oft ein- kennir þá, sem eru í upphafi framabrautar í stjórnmálum, í yf- irvegaðan foringja, sem sló nýjan tón í málflutningi. Fjölmiðlar túlkuðu úrslit kosninganna í apríl m.a. sem sigur Vilmundar og Bandalags jafnaðarmanna. Miðað við allar aðstæður var sú túlkun réttmæt. Samt var Vilmundur ekki ánægður. Það fann ég glöggt á samtölum okkar eftir kosningar. Sjálfur bjóst hann við meiru. Hann vildi ekki vera hálfur í neinu. Allt eða ekkert var í sam- ræmi við hans skapgerð. Nú að leiðarlokum minnist ég júlíkvölds fyrir tæpu ári. Vil- mundur kom heim til okkar hjóna, færði okkur síðari ljóðabók sína að gjöf og eyddi með okkur ánægjulegu kvöldi. Við ræddum bókmenntir og stjórnmál og Vil- mundur las fyrir okkur úr bók sinni. Á því kvöldi skynjaði ég heitt og tilfinningaríkt hjarta góðs drengs, sem þó virtist til- búinn að bjóða heiminum byrginn, ef svo bæri undir. í þessari bók Vilmundar er þetta ljóð: Mér var sagt ad daudinn væri eins gódur vinur því betur sem þú þekkir hann því minna óttadistu hann. Eg gekk niður aó vatninu og kastadi steini og vatnió gáraðist. I>að var kvöld. Og nú er hann allur, langt fyrir aldur fram — aðeins 34 ára, en þó liggur mikið eftir hann. Mikið var einnig lagt á hann og konu hans, Valgerði Bjarnadóttur, í persónu- legu lífi. Við í þingflokki sjálfstæð- ismanna sendum Valgerði og börnunum og Gylfa og Guðrúnu og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hryggð okkar er meiri en orð fá lýst. Birgir ísl. Gunnarsson Á Siglufirði er mánudagur. Annir vinnudagsins eru sjálfum sér líkar, rétt eins og Hólshyrnan eða sléttur fjörðurinn. En fréttir um lát Vilmundar Gylfasonar gára yfirborðið. Menn staldra við, segja fréttirnar óspurðir, hrista höfuðið. Ummælin um stjórn- málamanninn eru á ýmsa vegu, en hver og einn er sleginn og menn setur hljóða. Vilmundur ávann sér slíka eftirtekt og slíkt orðspor sem aflmikill einstaklingur og sér- kennilegur stjórnmálamaður og þjóðmálabaráttan verður ekki söm um hríð eftir fráfall hans. Hann var afar næmur á púlsæðar stjórnmálanna og hugmyndir fjöldans, miklu orðheldnari en margur stjórnmálamaðurinn og sérkennileg blanda af róttækum sósíaldemókrata og rómantískum íhaldsmanni. Þau hlutföll voru þannig að mér, rauðliðanum, og einhverjum djarftækum hægri manninum þótti jafn áhugavert að hlýða á skoðanir Vilmundar og kljást við þær. Margir munu eflaust minnast Vilmundar sem alþýðlega stjórn- málamannsins sem átti þátt í að breyta stjórnmálamynstrinu oftar en einu sinni á skömmum tíma. Eða hins hvatvísa spyrjanda. Um persónu Vilmundar kunna ef til vill færri að skrifa. Mér er tvennt efst í huga: Hrifnæmin og skáldgáfan. I Menntaskólanum í Reykjavík var Vilmundur maður stórra hugmynda og skjótra ákvarðana. Einhverju sinni fæddist sú hug- mynd að helga Jóhannesi skáldi úr Kötlum stóra og vandaða dagskrá í tengslum við áramótafagnað menntskælinga. Og viti menn: Vilmundur, sannfærandi þungyrt- ur, þaut um eins og vindsveipur með frakkann flaksandi, ásamt fjölda manns, þar til Laugardals- höllin varð skáldinu slík hylling að gamli maðurinn táraðist. Ljóð Vilmundar sjálfs eru ef til vill í ætt við látlausustu og innhverf- ustu ljóð Jóhannesar, viðkvæmn- islegur og fallegur skáldskapur, ortur í fyrstu persónu til annarrar persónu, sem Vilmundur bar djúp- ar tilfinningar til, en flíkaði sjald- an. Þegar við sátum á loftinu heima hjá Vilmundi fyrir skömmu og ræddum hugmyndir hans að nýju skipulagi verkalýðshreyfingarinn- ar, snarstansaði hann í miðri setningu, rauk upp og setti plötu með ljúfum ballöðum á fóninn, raulaði með smástund, annars hugar, og sagði svo: „Er þetta ekki fallegt?" Svo tók hann upp þráðinn að nýju. Ari Trausti Guðmundsson Það er sárt að horfa á eftir góð- um liðsmanni í miðri baráttu. Sárt er hans nú saknað sem vinar og samherja. Kynni okkar hófust með traustu handtaki fyrir fáum mánuðum. Hið vingjarnlega ávarp „Vilmundur, komdu sæll,“ var upphaf kunningskapar sem því miður varði alltof stutt. Þó vin- átta okkar hafi ekki verið byggð á áralöngum kynnum þá voru sam- verustundirnar margar og þær framkalla góðar minningar í huga mér. Vilmundur kom eftir kosn- ingar ætíð á skrifstofuna til mín á morgnana og hugsaði upphátt yfir kaffibolla. Skömmu síðar var hann farinn til þess að sinna sín- um störfum og skildi mig eftir öllu fróðari um ýmislegt úr heimi stjórnmálanna. Ein er sú minning er seint fyrnist. Þá las hann mér ljóð Stephans G. og kvaddi mig með vinsamlega áritaðri bók. Sú bók mun skipa öndvegi í mínu safni. Missir okkar vina og sam- herja er mikill. í þessum fátæk- legu orðum votta ég Valgerði, Guðrúnu og Baldri litla mínar samúðarkveðj ur. Arnar Björnsson Það er meira en skarð fyrir skildi við fráfall Vilmundar Gylfasonar. Á starfsárum sínum mótaði hann kafla í sögu þjóðar- innar. Það eru ekki mörgum mönnum ætluð þau örlög að hafa á stuttri ævi bein áhrif á sögu þjóðar sinn- ar, en slíkur maður var Vilmundur Gylfason. Ég minnist þess, þegar ég hóf nám í Menntaskólanum í Reykja- vík, að þá var Vilmundur í 6. bekk og inspector scholae. Þar fór mað- ur, sem umhverfið mótaðist af. Hann var frá fyrstu tíð foringi í sínum hópi. Vilmundur bar með sér strax í Menntaskólanum, að hann myndi skilja eftir sig ótví- ræð spor. Ég kom heim frá námi 1977 og hóf þá virkt starf í Alþýðuflokkn- um, sem var á uppleið frá 1974 mest fyrir tilstuðlan Vilmundar. Þessi skemmtilegi tími náði há- marki í kosningasigrinum mikla 1978, þegar Alþýðuflokkurinn fékk 14 þingmenn. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Á Alþingi og í flokks- starfi fannst mér tvennt einkenna Vilmund í stjórnmálabaráttunni. í fyrra lagi einstæður hæfileiki hans að meta pólitíska stöðu rétt. Innsæi hans á pólitíska framtíð var einstök og hef ég aldrei kynnst manni, sem hafði jafnoft rétt fyrir sér, þegar fram liðu stundir. Hitt megineinkenni Vilmundar var heiðarleiki hans. Stjórnmál eru ekki alltaf á háu sviði, en allt- af kom Vilmundur beint framan að samherjum og andstæðingum í stjórnmálum. Þegar Vilmundur beitti sér á síðasta ári fyrir byltingu í hugsun og aðferðum í pólitíkinni, sem leiddi síðar til stofnunar Banda- lags jafnaðarmanna, þá rökstuddi hann skoðanir sínar af öllum þeim krafti, sem í honum bjó. Það var ekki hægt annað, en að hrífast af eldmóði hans, og þessi tími, sem við störfuðum saman í Bandalagi jafnaðarmanna, verður mér og fleirum ógleymanlegur. Það, að hafa unnið með Vil- mundi fyrir stefnumál Bandalags- ins og hafa breytt stjórnmála- þróuninni við síðustu Alþingis- kosningar, var okkur í Bandalag- inu verðmætara en orð fá lýst. Vinnuharka Vilmundar var ein-‘ stök. Hann vann alla af sér og ekki þýddi fyrir nokkurn að halda í við hann. Það er ótvírætt, að hann var afkastamesti maður á Alþingi þau 5 ár, sem hann átti sæti þar. Frjóleiki hugar hans var ein- stakur og hugmyndaauðgi hans nær ótakmörkuð. Eins og oft vill verða með mikla andans menn, þá var Vilmundur Gylfason ekki einn maður. Hann var vinsæll kennari, af- kastamikill blaðamaður, glöggur pólitískur leiðtogi og hafði mjög gott auga fyrir sögunni í öllum sínum verkum, sem reyndar var hans fræðigrein. En hann var líka viðkvæm og hlý persóna; maður, sem bæði orti sjálfur og ræddi á góðum stundum um skáldskap af slíku innsæi, að því getur enginn gleymt, sem átti þess kost að njóta með honum slikra augnablika. Hann var góður fjölskyldufaðir og ávallt var opið hús hjá Valgerði og honum. Valgerður og Vilmund- ur voru einstaklega samrýnd. Hún tók alltaf virkan þátt í verkum hans og studdi hann í blíðu og stríðu. Ekki veit ég, hve mikill hluti Vilmundar var Valgerðar né hve mikill hluti Valgerðar var Vilmundar, en fyrir mér voru þau sem ein sál og einn hugur. Vilmundur gaf sér alltaf tíma að leika við Gurru og Baldur litla, þótt verið væri að ræða stórpóli- tísk mál á Haðarstígnum. Þar var gott að koma. Það er ekki hægt að minnast Vilmundar Gylfasonar í orðum. Þjóðin hefur misst einn litríkasta son sinn; mann, sem skóp örlög í sögu hennar. Við Kolbrún sendum Valgerði og börnunum, foréldrum og bræðrum hugheilar samúðar- kveðjur. Megi algóður Guð vera þeim öll- um styrkur á komandi árum. Ágúst Einarsson óvænt varð helkalt á sumri. Hret, sem enginn ræður við, fellir jurt sem eftir var tekið. Jurt sem átti djúpar rætur í tslandi sjálfu, fellur í valinn á miðjum degi, svo sárt, vonlaust, ósanngjarnt. Vilmundur Gylfason var á svo margan hátt barn sumarsins, eldhugi, listrænn, bráðlátur, snjall skylmingamaður í kosningabar- áttu stjórnmálanna, en þegar hann naut sín bezt var hann fyrst og síðast ljúfmenni. Hann setti svip á samtíð sína sem slunginn stjórnmálamaður, í senn óvæginn og tillitssamur. Vilmundur hafði sérstakt næmi fyrir titringi þjóðlífsins og á hreyfingu undiröldu skoðana al- mennings sigldi hann fleyi sínu í baráttu stjórnmálanna. I brjósti Þessa unga manns var togazt á, skáldið og skynsemin. Vilmundur hafði oft á orði að sá sem ekki hefði ljóðrænuna næði ekki tón fólksins. Þess vegna var hann sterkastur þegar skáldið og skyn- semin sömdu og lögðu til skyndi- sóknar. Um hann léku stormar í ræðu og riti, lífsreynslan léku stormar í ræðu og riti, lífsreynzlan ýmist hvöss sem hörðustu byljir eða blíð sem blærinn sem andar að ást- föngnu auga. Úr heimi er horfinn ungur mað- ur, bæði ástsæll og gagnrýndur, ótamt að fara fetið, skjótur að SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.