Morgunblaðið - 28.06.1983, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.06.1983, Blaðsíða 42
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1983 t Faöir minn, EINAR ÓLAFSSON, Hraunbæ 102 a, er látinn. Fyrir hönd vandamanna, Valur Einarason. t Eiginmaöur minn, taöir, tengdafaöir og afi, GUDMUNDUR EYJÓLFSSON, lœknir, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 30. júní kl. 1.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hans er vinsamiega bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd ættingja, Guöríöur Sigurjónsdóttir. t Eiginmaöur minn, faöir okkar og sonur, SÖLMUNDUR INGIBERGUR KÁRASON, Kirkjubraut 53, Höfn, Hornafiröi, veröur jarösunginn frá Hafnarkirkju, miövikudaglnn 29. júní kl. 13.30. Ásgaróur Haraldsdóttir, Kári Haraldur Sölmundarson, Anna Vilborg Sölmundardóttir, Anna Albortsdóttir. Unnusti minn, faöir, sonur okkar, bróöir og tengdasonur, HAUKUR ÓLASON, vótstjórt, Akurgeröi 4, Reykjavík, sem lóst í brunanum um borö t Gunnjóni G.K. þ. 20. júní sl. veröur jarösunginn frá Bústaðakirkju í dag, þrlöjudaginn 28. júní, kl. 3 e.h. Ingveldur Gísladóttir, Jónína Björnsdóttir, Sigrún Óladóttir, Hulda Ragnarsdóttir, fvar Hauksson, Óli Þorsteinsson, Þóróur Rafn Guöjónsson, Gísli Guómundsson. t Eiginkona mín, móöir okkar, dóttlr og tengdadóttir, AÐALHEIÐUR ELSA ÓSK ARSDÓTTIR, Hábergi 3, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 29. júní kl. 1.30. Hallgrímur Ævar Mason, Óskar Þór Hallgrímsson, Guórún Agöa Hallgrfmsdóttir, Óskar Pálsson, Þórunn Guömundsdóttir, Agöa Vilhelmsdóttir. t Útför fööur okkar, MAGNÚSAR INGIMUNDARSONAR, húsasmíöameistara, Reynihvammi 24, Kópavogi, fer fram frá Kópavogskirkju, miövikudaginn 29. júní kl. 15. Þeir sem vilja minnast hins látna vinsamlegast láti Sunnuhlíö, hjúkrun- arheimili aldraöra i Kópavogi, njóta þess. Ingimundur Magnússon, Kristján Magnússon, Vala Dóra Magnúsdóttir, Jórunn Magnúsdóttir. Haukur Olason vélstjóri — Minning Fæddur 5. janúar 1958 Dáinn 20. júní 1983 Dcjr íé, deyja frændr, deyr sjálfr id sama. Kn orAstír deyr aldre^i, hveim sér góóan gelur. Það var langt heim til fslands, þegar mér barst sú harmafregn að Haukur bróðir minn hefði látist af slysförum. Ég vildi ekki trúa þessu — ekki Haukur, þessi lífs- glaði og duglegi drengur. hann gat ekki verið farinn frá okkur. Við höfðum rætt saman í síma nokkr- um dögum áður og hann glaður sagði mér að nú væri hann búinn að ljúka Vélskólanum og ... Það átti svo margt að gera. Það er margs að minnast, þegar hugsað er til baka. Gáskinn og þrótturinn í Hauki var mikill, allt- af verið að starfa, „spekúlera" finna upp hluti og smíða, því allt lék í höndum hans. Hann var ekki gamall drengurinn, þegar við vor- um í sveitinni á sumrin í Oddgeirshólum í sól og þurrki og mikið lá við að ná inn heyi, þá biluðu auðvitað vélarnar — Þá var það Haukur sem sagðist nú aðeins skyldu „kíkja" á þetta, og allt fór í gang. Við vorum eins og hver önn- ur systkini; rifumst og elskuðumst á víxl. Þegar hann ekki hafði ann- að þarfara að gera gat hann nú alltaf strítt stóru systur sinni að- eins, sem var víst aðeins rólegri og seinni í snúningum, og þótti stundum nóg um fjörið í litla bróður. Saman stóðum við svo sem einn maður, þegar utanaðkomandi vandamál steðjuðu að. + Dóttir mín, ÁSA BJÖRG ÁSGEIRSDÓTTIR, sem lést i Landspítalanum 18. júni, veröur jarösett frá Fossvogs- kirkju, þriöjudaginn 28. júní kl. 3. Þeim sem vilja mlnnast hinnar látnu, er bent á kirkjubyggingu Fella- og Hólasóknar. Sigurlín S. Óskarsdóttir t Ástkær eiginmaöur minn, faöir okkar og afi, SIGURÐUR BJARNASON, skipstjóri, Brautarholti 3, isafiröi, veröur jarösunginn frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 30. júní kl. 1.30. Minningarathöfn fer fram frá isafjaröarkirkju, laugardaginn 2. júlí kl. 2. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd og Slysavarnafélg fslands. Uröur Ólafsdóttir, börn og barnabarn. + Þökkum af alhug auösýnda samúö viö andlát og jaröarför eigin- manns míns, fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, SIGURBJÖRNS HALLDÓRSSONAR, válstjóra, Kársnesbraut 127. Guölaug Sæmundsdóttir, Erla E. Sadowinski, Valdimar Sadowinski, Rut O. Sigurbjörnsdóttir, Eiríkur E. Jónsson, Sólveig Jónsdóttír, barnabörn og barnabarnabörn. Lokaö vegna jarðarfarar, AGNARS G. BREIÐFJÖRÐ forstjóra, miövikudaginn 29. júní. Breiðfjörðs blikksmiðja hf. Vegna jaröarfarar VILMUNDAR GYLFASONAR, alþingismanns, verður lokaö frá kl. 15—16, þriöjudaginn 28. júní. Matvöruverslunin Njálsgötu 26. + Útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, AGNARS G. BREIÐFJÖRÐ, forstjóra, Laugateigi 27, sem andaðist 19. júní veröur gerð frá Dómkirkjunni i Reykjavik, miövikudaginn 29. júní kl. 13.30. Ólafía Bogadóttir Breiöfjöró, Eiöur Breiófjöró, Guömundur Bogi Breiöfjörö, Leifur Breiðfjörö, Sigríður Jóhannsdóttir, Gunnar Breiöfjörö, Elín Gaustad Breiöfjörö, og barnabörn. Krossaskilti Sendum í póstkröfu SKILTAGERPIN um allt land. MARKG Dalshrauni 5, Hafnarfiröi, sími 54833. Eftir því sem við uxum upp urð- um við vinir á annan hátt. Sér- staklega hef ég fundið það, þau ár sem ég hef búið erlendis, þegar heim til fslands var komið í frí, að það var gott að eiga bróður sem var boðinn og búinn til að hjálpa á allan hátt. Lítið dæmi um atburð, sem mér þykir vænt um og lýsir Hauki vel, því hann var ekki að tvínóna við hlutina. Siðasta sumar hringir hann eitt sinn til mín til Kaupmannahafnar á fimtudagskvöldi og segir: „Sig- rún, ertu heima í hádeginu á morgun?" „Já,“ sagði ég „Má ég skreppa til þín um helgina?" „Já.“ „Ég kem þá með morgunfluginu." A þennan hátt mun ég minnast bróður míns, fullum af lífi og fjöri. Við Jan og Oli Hrafn biðjum þann sem öllu ræður að styrkja Ingu og fvar litla frænda á þessum erfiða tíma og um ókomia framtíð. Hafi bróðir minn þökk fyrir stund sína á þessari jörð. Sigrún Okkur langar hér í örfáum orð- um að minnast Hauks ólasonar, sem hvarf svo skyndilega úr vina- hóp okkar. Okkur setti hljóðar þegar sú hörmulega fregn barst okkur að Haukur væri dáinn. Þá rifjuðust upp fyrir okkur þær mörgu ánægjustundir sem við áttum saman. Það var fyrir ellefu árum að leiðir okkar allra lágu saman á bænum Oddgeirshólum í Flóa. Þar var oft kátt á þingi þegar við sumarbörnin og heimilisfólkið lögðumst á eitt í starfi og leik. Haukur var elstur af okkur krökk- unum og sá sem við treystum á. Hann var hrókur alls fagnaðar, hvar sem hann var. Hann sá alltaf björtu hliðarnar á öllu og hafði einstakt lag á að koma öllum í gott skap. Alltaf spunnust fjörugar og skemmtilegar umræður hvar sem hann var, því hann var með ein- dæmum skemmtilegur. Hann var duglegur og öll vinna lék í höndum hans. Eftir að hann hætti að dvelja sumarlangt á Oddgeirshólum fannst okkur tómlegt. En oft lágu leiðir hans austur í fríum og átt- um við þá alltaf von á að sjá broshýrt andlit birtast 1 fjósinu, og hafði hann þá ætíð skemmtileg tilsvör á reiðum höndum sem allir höfðu gaman af. Hann var ailtaf reiðubúinn að taka tii hendinni, hvort sem það var við heyskap eða eitthvað annað og alltaf fannst okkur hann ómissandi á réttar- daginn. Hann var barngóður og blíður við alla. Það var stoltur faðir sem hringdi austur 7. september síð- astliðinn og pantaði eina af þrem dætrum Magnúsar og Margrétar sem tengdadóttur. Það er endalaust hægt að rifja upp góðar minningar um góðan mann. Orð eru lítils megnug á slíkum stundum, en minningarnar eru dýrmætastar og mun hann skipa veglegan sess í hugum allra. Við vottum Ingu, ívari, foreldr- um og öðrum aðstandendum hans okkar dýpstu samúð og biðjum guð að styrkja þau í þessari miklu sorg. Arnbjörg, Kristín og Stína. í dag er til moldar borinn vinur minn og félagi Haukur ólason. Það var sár fregn sem barst mér að kvöldi 20. júní að hann, þessi lífsglaði og bjartsýni vinur hafi horfið okkur í slysi á sjó, hann sem átti svo bjarta framtíð. Þeir er stundum órannsakanlegir vegir lífsins. Við Haukur kynntumst veturinn 1973 er við vorum í Rétt- arholtsskólanum og þá á sérstak- an hátt. Við höfðum víst verið nokkuð stríðnir í kennslustundum hjá sitthvorum kennaranum og var okkur vísað út á gang en þar bar fundum okkar fyrst saman, en þau voru víst ófá skiptin sem við hittumst undir sömu kringum- stæðum á ganginum þennan vetur í skólanum og tókst með okkur góður vinskapur sem aldrei féll á síðan. Síðan áttum við skólagöngu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.