Morgunblaðið - 28.06.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.06.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1983 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1983 27 fMtffgmiÞIftfrft Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakið. Umskipti í álvidræðum egar iðnaðarráðherra Al- þýðubandalagsins, Hjör- leifur Guttormsson, snerist gegn meirihluta álviðræðu- nefndar og alþingismanna í desember 1982 slitnaði stjórnmálasamband milli iðn- aðarráðherra og Alusuisse, eiganda álversins í Straums- vík. Aðilar skiptust á skeyt- um með úrslitakostum. Með því að höggva þannig á eðlileg tengsl við Alusuisse þvert á vilja meirihluta alþingis kór- ónaði Hjörleifur Guttorms- son nokkurra ára álbrölt Al- þýðubandalagsins. Hver var niðurstaða þessa brölts? í stuttu máli sú að skapa óvild á milli Alusuisse og íslenskra stjórnvalda, eyðileggja mögu- leika á því að samningar næð- ust eftir eðlilegum leiðum og tefja um nokkur ár að álverið sé stækkað, rafmagnsverð hækki og skattareglum sé breytt okkur í hag. Fyrir kosningar var ljóst í hvert óefni stefndi og úrslitin 23. apríl verða á engan hátt skýrð sem stuðningur við árangurslausa álstefnu Hjör- leifs Guttormssonar og Al- þýðubandalagsins. Á föstudag í síðustu viku hitti samninganefnd frá Alu- suisse viðræðunefnd nýrrar ríkisstjórnar á íslandi sem lætur ekki minnihlutasjón- armið Alþýðubandalagsins tróna í krafti neitunarvalds kommúnista. Þetta voru könnunarviðræður sem fóru fram í því skyni að taka stjórnmálasamband upp að nýju milli aðilanna. Þóttu þau ummæli dr. Paul Múller, að- alsamningamanns Alusuisse, einna merkust eftir fundinn að nú væri við aðra herra- menn að eiga frá íslandi. Sagðist dr. Múller vongóður um að samningar gætu náðst í sumar. Enginn þarf að efast um af- stöðu Morgunblaðsins til ál- brölts Hjörleifs Guttorms- sonar. Blaðið lét þá skoðun oftar en einu sinni í ljósi, að seta Hjörleifs í embætti iðn- aðarráðherra væri helsta hindrunin í vegi skynsam- legra samninga við álverið. Þessi skoðun var rækilega staðfest síðustu mánuðina fyrir kosningarnar í vor. Strax eftir að sérvisku Al- þýðubandalagsins gætir ekki lengur vaknar von um far- sæla lausn. En álbrölt komm- únista styrkti ekki samnings- aðstöðu íslendinga. Þótt miklu magni af gögnum hafi verið safnað og varið til þess háum fjárhæðum (Sverrir Hermannsson ætti að birta opinberlega sundurliðað yfir- lit yfir þann kostnað) komst málið aldrei á það stig að af- rakstur skýrslugerðanna kæmi fram. Á meðan skýrsl- urnar hlóðust upp í haugum í iðnaðarráðuneytinu söfnuð- ust miklar birgðir af áli fyrir í heiminum vegna efnahags- samdráttar. Dýrmætur tími fór því til spillis fyrir okkur og af ummælum forstöðu- manna Alsuisse verður það helst ráðið nú, að þeir hafi meiri áhuga á því að fram- leiða annað en ál til að treysta rekstrargrundvöll hins risavaxna fjölþjóðafyr- irtækis. Auðvitað má líta á ummæli af þessu tagi sem mótleik af hálfu Alusuisse þegar þeir ræða við íslendinga um stækkun álversins samhliða raforkuverðshækkun. Víst er að fulltrúar Alusuisse eru slyngir samningamenn og ástæða til að þaulhugsa öll skref gaumgæfilega í viðræð- um við þá. Húsnæðis- mál MR Svo lengi hefur verið um það rætt að nauðsynlegt sé að bæta úr húsnæðisskorti Menntaskólans í Reykjavík, að ekki er vansalaust að lesa í viðtali við Guðna Guð- mundsson, rektor, hér í blað- inu á sunnudag að enn sé allt í óvissu um framvindu þess máls. Menntaskólinn í Reykjavík hefur í margvísleg- um skilningi staðið öflugan vörð um þær hefðir sem nauð- synlegt er að leggja rækt við í uppeldi ungmenna á tímum örra breytinga. Meginbygging skólans er 137 ára, friðuð borgarprýði sem ekki má raska og verðug umgjörð um það merkilega skólastarf. Eins og svo oft endranær árar ekki þannig að sjálfsagt og eðlilegt sé að hvetja til þess að ráðist sé í dýrar opinberar framkvæmdir. En eins og menn hafa kynnst til dæmis af sjónvarpsfréttum undanfarið virðast flestir óhræddir við að taka fyrstu skóflustungu að nýjum bygg- ingum um land allt. Á þessu stigi er að vísu ónauðsynlegt að efna til slíkrar athafnar til að bæta aðstöðu Menntaskól- ans í Reykjavík, vonandi dregur það ekki úr áhuganum á lausn mála. Guðmundur Magnússon háskólarektor: Stefiiir í óefiii með húsnæði — þar sem fjárveitingar eru ekki í samræmi við nemendafjöldann Háskólahátíð var haldin laugardaginn 25. júní sl. og brautskráðust þá 270 kandídatar úr 17 deildum skólans. í ræðu Guðmundar Magn- ússonar, háskólarektors, kom m.a. fram að samkvæmt rannsóknum, sem hann hefur látið gera, muni nemendum skólans fjölga um allt að 500 á næstu 4 árum, en eftir það muni Á háskólahátíð sl. laugardag brautskráðust 270 kandídatar og skiptust þeir þannig, að embættis- prófi í guðfræði luku 3, embættis- prófi í læknisfræði 46, aðstoðar- lyfjafræðiprófi 3, B.S.-prófi í hjúkrunarfræði 19, B.S.-prófi í sjúkraþjálfun 15, embættisprófi í lögfræði 23, kandídatsprófi í ís- lenskri málfræði 2, kandídatsprófi í sagnfræði 3, kandídatsprófi í ensku 1, B.A.-prófi í heimspeki- deild 38, prófi í íslensku fyrir er- lenda stúdenta 8, lokaprófi í bygg- ingarverkfræði 8, lokaprófi í véla- verkfræði 9, lokaprófi í rafmagns- heildarfjöldi þeirra lítið breytast fram að alda- mótum. Einnig minntist rektor á að fjárveit- ingar til háskólans hafi ekki hækkað að raun- gildi sem svari fjölgun nemenda og horfur í húsnæðismálum skólans kalli á einhverjar aö- gerðir í þeim efnum svo og hvernig eigi að bregðast við aukinni aðsókn að skólanum. Einnig hefði hlutfall nýstúdenta í árgangi hækkað úr 13,8% 1970 í 29,8% árið 1982. Hækkun þessa mætti að verulegu leyti rekja til hinna nýju fjölbrautaskóla. Fleiri ástæður sagði rektor að væru fyrir þessari fjölgun, s.s. að sókn fólks með gömul stúdentspróf væri meiri í skólann en áður og einnig væri nám erlendis orðið dýrara. Guðmundur Magnússon hefur lát- ið gera áætlun um aðsókn að há- skólanum til næstu aldamóta og samkvæmt henni mun aðsóknin ná hámarki í kringum 1987. Verður þá heildarfjöldi nemenda um 4.500 verkfræði 11, B.S.-prófi í raun- greinum 32, kandídatsprófi í við- skiptafræðum 22, kandídatsprófi í tannlækningum 3, B.A.-prófi í fé- lagsvísindadeild 24. I ræðu sinni sagði rektor að tala nemenda væri komin yfir 4.000 á þessu vormisseri; en var rösklega 3.600 árið áður. Á rúmum þremur árum hefur fjölgað á annað þús- und manns í háskóianum og sagði rektor að helstu ástæður fyrir þessari fjölgun væru að fæðingar- árgangar væru stærri 1956—62 en á árunum 1950—55, eða um 10% fjölmennari að meðaltali á ári. Nokkrir af deildarforsetum háskólans ásamt menntamálaráðherra og háskólarektor, talið frá vvinstri: Sigurjón Björnsson, varaforseti félagsvísindadeildar, Halldór Elíasson, fors. verk- og raunvísindadeildar, Sigfús Þór Elíasson, fors. tannlækna- deildar, Einar Sigurbjörnsson, fors. guðfræðideildar, Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra, Guðmundur Magnússon, rektor, Gunnar Karlsson, fors. heimspekideildar, Jónas Hallgrímsson, fors. læknadeildar, Björn Þ. Guðmundsson, fors. lagadeildar, Ingibjörg Magnúsdóttir, námsstjóri hjúkrunarsviðs, og Þráinn Eggertsson, fors. viðskiptadeildar. Jónas Hallgrímsson, forseti læknadeildar, afhendir kandídötum prófskfrteini sín. Meðal þeirra sem útskrifuðust úr hjúkrunarfræði var Ástríður Thorarensen, eiginkona Davíðs Oddssonar, borgarstjóra. Hér situr hún meðal gesta á hátfðinni á milli þeirra Davíðs og Þórs Vilhjálmssonar, forseta hæstaréttar. er áætlað að hún muni haldast lítt breytt 1987—2000. Mbl. hafði samband við háskóla- rektor og spurði hann hvernig Há- skóli íslands væri í stakk búinn að mæta þeirri fjölgun sem áætluð er á komandi árum. Guðmundur sagði húsnæðismál skólans stefna í óefni, þar sem fjárveitingar til skólans væru ekki í samræmi við fjölgun nemenda. Háskólinn hefur nú aðsetur á u.þ.b. 10 stöðum fyrir utan stofnanir á háskólalóð og Landspítalalóð. Dreifing deild- anna væri öllum óhentug, þar sem fólk væri á sífelldum hlaupum milli bygginga og svo væru sumar deildanna ekki einu sinni í ná- grenni skólans, s.s. líffræðideildin sem er til húsa við Grensásveg og læknadeildin í Ármúla. Þetta fyrirkomulag sagði Guðmundur að bitnaði bæði á nemendum og kenn- araliði skólans. Varðandi takmarkanir inn í skólann sagði Guðmundur, að með því að gefa öllum kost á að spreyta sig væri vitaskuld verið að kosta talsverðu til, og miðað við að fjár- veitingar til skólans hefðu ekki hækkað sem svaraði fjölgun nem- enda, þá þyrftu menn að gera upp við sig hvort leggja bæri út í þann kostnað eða ekki. Líta mætti á hið gífurlega fall á 1. ári nú sem eins konar inntökupróf, en þessi mál eru til athugunar. Guðmundur lagði mikla áherslu á það í ræðu sinni, að jafnframt því sem há- skólinn beitti því takmörkunar- valdi sem honum er veitt, hafi hann verulegt sjálfræði í því að ákveða nýjar greinar og viðbótar- nám. í því skyni að marka ákveðna stefnu í þessum efnum hefur há- skólaráð fyrir nokkru skipað svonefnda þróunarnefnd sem skal annast samræmingu og úrvinnslu 5 ára þróunaráætlunar sem há- skólaráð hefur falið deildum að gera um kennslu og rannsóknir með hliðsjón af auknu aðstreymi að háskólanum og þörf þjóðarinn- ar fyrir háskólamenntað fólk. Guðmundur sagði í samtali við Mbl. að reynt væri að sinna öllum eftir bestu getu, en einnig yrði reynt að beina fólki inn á aðrar brautir og því væri verið að stofna fleiri námssvið, s.s. kjörsvið í viðskiptadeild sem kemur til fram- kvæmda í haust, og jafnvel gæti orðið meiri kennsla í útvegsfræð- um við skólann. Á þessari háskólahátíð bárust skólanum margar gjafir, m.a. bár- ust líffræðistofnun rannsóknatæki frá Alexander von Humboldt- stofnuninni í V-Þýskalandi og ís- lenska álfélagið gaf jarðfræðiskor tæki. Háskólabókasafni barst vegleg gjöf bóka og tímarita frá Blackwell Scientific Publications í Oxford fyrir tilstuðlan forseta ís- lands og einnig bókagjöf frá ríkis- stjórn Spánar. Elli- og hjúkrun- arheimilið Grund færði guðfræði- deild ávísun að upphæð 50.000 kr. og sl. haust var settur á stofn starfssjóður skólans. Hátíðinni lauk með ávarpi rekt- ors til kandídatanna þar sem hann þakkaði þeim samfylgdina og árn- aði þeim heilla á þeim starfsbraut- um sem framundan eru. Hann minnti kandídatana á að þeir mættu ekki búast við að ganga beint inn í tiltekin störf í þjóðfé- laginu um aldur og ævi, því til þess væru breytingar of örar. Rektor bað þau að lokum að spyrja sig að því, hvað þau gætu lagt af mörkum til þjóðfélagsins fremur en að því, hvað þjóðfélagið gæti gert fyrir 6—7 hundruð manns komu á tor- færukeppni í Vestmannaeyjum Um helgina var haldin í Vestmannaeyjum torfæru- keppni en þetta er í fyrsta sinn sem slík keppni fer þar fram. Fjórir voru skráðir til keppninnar en einungis þrír hófu hana þar sem einn heltist úr lestinni áður en til átakanna kom þar sem bifreið hans sýndi ekki samstarfs- vilja og bilaði. Mikið fjölmenni var viðstatt keppnina, eða á milli 600 og 700 manns og hefur þeim eflaust ekki leiðst að fylgjast með, því margt bar fyrir augu eins og meðfylgjandi mynd- ir bera með sér. í fyrsta sæti var Kári Gunnarsson frá Reykjavík og hlaut hann að launum tíu þúsund krónun og lítinn bikar. í öðru sæti var Halldór Jóhannsson og í þriðja sæti var Sigurður Vilhjálmsson báðir úr Reykjavík. Hlutu þeir einnig peningaverðlaun og bikara. LjósmjrndV! Þór ÓUftaon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.