Morgunblaðið - 28.06.1983, Blaðsíða 32
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1983
Minning:
Vilmundur Gylfa-
son alþingismaður
velja sér mark, áræðinn sem fljót-
ið í leysingum. Þannig beljaði
hugsjónin í brjósti hans, hugsjón
hins unga og harðskeytta manns
sem þolir ekki kyrrstöðuna. Hon-
um var ekki tamt að bíða og þess
vegna var honum ekki nóg að
finna straumþunga leysinganna,
hann vildi ryðja nýjan farveg, láta
hrikta í bökkunum. Þannig var
þessi ágæti drengur á sinn hátt
náttúrubarn, utan við hinn hefð-
bundna tíma og rúm. Hann túlk-
aði og barðist fyrir mörgu sem öll-
um er sameiginlegt, brýnum mál-
um sem hafa lent í seinagangi
kerfisþrælkunar. Þar átti hann
marga skoðanabræður sem munu
halda baráttunni áfram, okkur er
það skylt, þvi eins og líf sprettur
af lífi og dagur dettur af degi, á
vonin farveg í brjósti hvers
manns.
Það munar svo litlu í mannlíf-
inu hvar kippir af leið og enginn
ræður för. Sár harmur er kveðinn
að vini okkar sem varðist og barð-
ist til hinzta dags. Undarlegur er
þráður örlaganna, órannsakanleg-
ir eru vegir Guðs.
fláa skilur hnetti
himingeimur.
Hlað skilur bakka og egg.
Kn anda, sem unnast,
fer aldregi
eiliTA að skiliA,
kvað Jónas forðum, og hvað er
meiri styrkur og von mannkyns en
vilji og ósk um jöfnuð manna á
milli. Vilmundur Gylfason lagði
sitt af mörkum til þess að rækta
þennan jöfnuð og í anda jafnréttis
eiga menn samleið. Ágreiningur
um leiðir að settu marki er eðli
lífsins og Vilmundur lagði ekkert
kapp á að vera allra, hann sigldi
hispursiaust með sannfæringu
sína i stafni.
Myrkvaðist dagur, magnleysi
fór um hlöð þegar kjölurinn í lífi
þessa sumarbarns brast svo óvænt
í hálfnuðum róðri.
Drottinn gefi dánum ró, hinum
líkn sem lifa.
Árni Johnsen
Kveðja
Stundum skammaði ég Vilmund
Gylfason á prenti. Og hann átti
hvert orð skilið. En nú er Vimmi
allur.
Svipmikill bardagamaður er
farinn á vit stórvirkja af öðrum
heimi. Sviðið er mun fátækara
fyrir bragðið. Meðalmaðurinn fær
meira svigrúm.
Valgerði og litlu börnunum
sendum við okkar hjartans kveðj-
ur. Megi algóður guð vernda þau á
vegamótum. Og taka vel á móti
sínum ágæta syni. Hann á það
vissulega skilið. í guðs friði.
Ásgeir Hannes Eiríksson
Það ríkti aldrei nein lognmolla
þar sem Vilmundur Gylfason var
annars vegar. Hann varð strax í
skóla forystumaður í félagslífi, að-
sóps- og orkumikill, og eftir að
hann snéri heim að loknu sagn-
fræðinámi erlendis tók hann til
við að hrista svo upp í samtíð
sinni, fyrst með fréttaskýringum
og viðtölum í sjónvarpi, síðan með
blaðaskrifum og loks með stjórn-
málaþátttöku, að þegar hann fell-
ur frá, aðeins 34 ára að aldri, er
hann kunnur hverju mannsbarni
sem kerfisskelfir, hugmyndafræð-
ingur og stjórnmálaforingi.
Vilmundur var ekki byltingar-
maður í hefðbundinni, pólitískri
merkingu þess orðs, miklu fremur
hægfara umbótasinni. En hann
skar upp herör gegn ýmsum agnú-
um á íslenzka stjórnkerfinu og
gegn óeðlilegri samtvinnan lög-
gjafarvalds og framkvæmdavalds
og þeirri spillingar- og misréttis-
hættu sem af því stafar. Vissulega
tók hann oft ansi mikið upp í sig
og skaut e.t.v. stundum yfir mark-
ið, en aðalatriði er þó hitt að hann
vakti menn til þarfrar umhugsun-
ar um marga meinsemdina i okkar
þjóðfélagi og stakk á mörgu kýl-
inu.
Vilmundur var hispurslaus í
ræðu og riti og sagði sína mein-
ingu hver sem í hlut átti. Hann
hafði lag á að tala þannig að al-
menningur skiidi og legði við
hlustir. Má t.d. minna á orðin
möppudýr og möppudýrsháttur
sem hann kastaði inn í þjóðmála-
umræðuna. Kosningaárangur
Bandalags jafnaðarmanna í apríl
sl. sem eins og árangur Alþýðu-
flokksins í þingkosningunum 1978
var auðvitað fyrst og fremst hans
verk, sýndi vel hæfileika hans til
að hrífa fólk með sér. Þjóðmála-
og stjórnmálaáhugi var honum í
blóð borinn. Vilmundur var ham-
hleypa til vinnu og kom ótrúlega
mörgu í verk. Margar greinar
hans svo sem um mörk og mis-
notkun hugtakanna hægri og
vinstri stefna og ritgerðir hans og
útvarpserindi sagnfræðilegs eðlis
hafa frambúðargildi. Minnisstæð-
ar eru ennfremur blaðagreinar um
Sjálfstæðisflokkinn þar sem hann
hélt því fram að Sjálfstæðisflokk-
urinn væri í reynd hugmynda-
fræðilegur óskapnaður.
Ég kynntist Vilmundi í mennta-
skóla og átti ýmislegt saman við
hann að sælda upp frá því. Undir
hrjúfum skráp þjóðfélagsgagnrýn-
andans og stjórnmálamannsins
leyndist viðkvæmt listamannseðli,
ör lund og heitar tilfinningar.
Raunar kynntist alþjóð listfengi
og smekkvísi Vilmundar i útvarps-
þáttum sem hann gerði fyrir
mörgum árum um ýmis ljóðskáld
okkar. Vilmundur var afar
skemmtilegur í persónulegum
kynnum, gáfaður, glaðvær og
hnyttinn í tilsvörum. Hann var
höfðingi heim að sækja.
Það er mikill sjónarsviptir að
Vilmundi Gylfasyni. Kunningjar
og vinir sjá á bak eftirminnilegum
félaga. Þjóðin hefur misst litríkan
karakter, húmanista og stjórn-
málamann sem mikils mátti af
vænta. En mestur er missir fjöl-
skyldunnar. Ég og fjölskylda mín
sendum Völu og börnunum, for-
eldrum hins látna og bræðrum og
öðrum ástvinum okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Baldur Guðlaugsson
Það var fyrir níu árum, að
okkar leiðir lágu fyrst saman, þeg-
ar við lentum í því ævintýri að
vera saman á lista fyrir Alþýðu-
flokkinn í Vestfjarðakjördæmi.
Flokkurinn var þá í lægð sem
stundum fyrr og síðar. Þar hófust
strax góð kynni, sem með tíma
þróaðist til innilegrar vináttu,
sem aldrei bar síðan skugga á. Það
var úr, að við fylgdumst að á
skemmtilegum fundum á Vest-
fjörðum, sem báðir höfðu mikið
gaman af og lærðu nokkuð af —
hvor á sinn máta. Vilmundur var
þá þegar orðinn kunnur úr sjón-
varpi sem ákveðinn spyrill og
óvæginn og má segja, að í frétta-
mennsku hafi hann brotið blað,
því fram til þess tíma tíðkaðist að
taka á fyrirmönnum með silki-
hönzkum í ríkisfjölmiðlum. Mörg-
um þótti hann of sókndjarfur og
harðskeyttur. Ýmsir kenndu til
undan aðfinnslum hans — en
fleiri voru þeir þó, sem mátu hann
fyrir heiðarleika, einurð og dugn-
að. Hann færðist mikið í fang.
Fáum var það ljósar en honum.
Hann ætlaði að vinna mikið dags-
verk á alltof stuttum degi. Hann
var rómantískur elskhugi, sem
skynjaði ekki tímann í öldum né
jafnvel árum — honum var sér-
hvert augnablik mikils virði. Um
hann má segja líkt og um Arnljót,
að í honum voru gull og grjót —
andstæður voru miklar í geðslagi
hans. Hann var blíðlyndur, við-
kvæmur, ljóðrænn — en um leið
harðsnúinn baráttumaður með
skarpan skilning á siðfræði, sem
löng og einbeitt söguiðkun hans
hafði brýnt og eflt. Hann var mik-
ill af kostum sínum sem göllum.
Af hvorugu varð maður ósnortinn.
Hann var þvílíkra sanda, að hvar
sem hann kom gustaði af honum,
enda hvorki af kyrrstöðufólki
kominn né alinn upp í neinni
lognmollu. Ég hef á skammri ævi
ekki kynnst neinum manni jafn
samkvæmum sjálfum sér í orði og
æði sem honum. Á honum brotn-
uðu ungum miklar öldur, sem fáir
menn hefðu á hans aldri staðið af
sér. Á skammri tið brá hann
meira leiftri yfir íslenzk stjórn-
mál en flestir gerðu á heilli þing-
ævi. Hann var engu líkari en nátt-
úrukrafti — óbeizluðum krafti ís-
ienzkrar náttúru. Hann fyrirleit
allt hið smáa í manninum, en
viknaði af meðaumkun með þeim
smáu í hópi okkar.
Hér verður ekki skráð saga
hans. Hún verður óskráð enn um
sinn. Hún er enn að gerast. Hér
verður heldur ekki sagt allt það,
sem ég vildi segja mínum góða
vini. Það bíður enn um stund. En
alltaf eru gömul orð, flestum
löngu gleymd, að skjóta upp kolli í
huga mér ... Vitae summa brevis
spem/ nos vetat incohare longam
Ég bið honum guðs blessunar og
megi góður Guð gefa ástvinum
hans styrk.
Bárður Halldórsson
Á þessu nýliðna vori hélt stúd-
entahópurinn frá Menntaskólan-
um í Reykjavík upp á fimmtán ára
stúdentsafmælið. Eins og áður,
þegar árgangurinn kom saman,
var glatt á hjalla og ekki dugðu
minna en tvenn hátíðahöld til að
marka tímamótin.
Svo sem hæfir var þar ekki
fengizt um það sem hryggði hvern
og einn, heldur fremur það sem
sameiginlega gladdi og kætti.
Gamlar skóiasögur rifjaðar upp í
endurbættum útgáfum og kankast
á uns langt var liðið á morgun.
Þar var okkur sízt í huga að ein-
hver okkar væru að sjást í síðasta
sinn, enda stutt liðið á lífsskeið og
ótal margt ennþá ógert.
Vilmundur Gylfason, sem við
kveðjum í dag, var Inspector
Scholae þegar við vorum í 6. bekk.
Sem slíkur var hann foringi okkar
og leiðtogi í skólalífi. Fyrr á skóla-
tíð hafði hann lika gjarnan verið í
fyrirsvari og áberandi bæði í leik
og starfi. Þá, sem bæði fyrr og
siðar, skar hann sig úr hópnum
fyrir það að í kringum hann var
alltaf eitthvað að gerast. Aldrei
lognmolla heldur krappar bárur,
sem ýmist báru á leið eða skvett-
ust óþyrmilega í mót. Þannig
minnumst við hans líka fyrir að
taka alltaf afstöðu, vera aldrei
hlutlaus heldur annaðhvort með
eða á móti.
Svo liðu menntaskólaárin og
leiðir skildust. Vináttuböndin
slitnuðu þó ekki þótt lengdist milli
funda. Það fundum við best þegar
við hittumst í vor. Við fylgdumst
öll með Vilmundi og störfum hans,
enda urðu þau mjög í sviðsljósinu.
Hann varð fréttamaðurinn okkar,
rannsóknarblaðamaðurinn okkar,
þingmaðurinn okkar og jafnvel
ráðherrann okkar. Þegar nú ferill-
inn er allur má undrast hve miklu
varð afkastað þó ævin yrði stutt.
Ýmis voru líka þau sporin stigin
sem marka og gleymast ekki.
Vilmundur var sjálfum sér sam-
kvæmur í því sem hann tók sér
fyrir hendur. Það var í senn styrk-
ur hans og veikleiki á þeirri braut
sem hann markaði sér. Stjórnmál
eru list hins mögulega, en honum
hæfði betur að gera hið ómögulega
mögulegt heldur en að gefa eftir.
„Um grundvallaratriði semur
maður ekki,“ sagði hann sjálfur.
Vilmundar verður sjálfsagt
minnzt sem „enfant terrible" ís-
lenzkra stjórnmála. Hann hristi
kerfið og skók og sást hvergi fyrir,
því nú skyldi hlutum breytt.
Hvergi var hopað þótt við ofur-
efli sýndist að etja, og víst er um
það að djúpstæðar breytingar
urðu í íslenzkum stjórnmálum
fyrir hans tilverknað.
Vilmundur hafði þann hæfileika
umfram flesta, að eins og finna á
sér hvernig undirstraumar þjóð-
arvitundarinnar lágu. Að því leyti
var hann frábær stjórnmálamað-
ur, sem átti létt með að vinna
kosningasigra. Það gerði hann líka
með eftirminnilegum glæsibrag.
En hann var meira en stjórn-
málamaður. Vilmundur var lista-
maður með ákaflega viðkvæma
lund og slíkum hæfir stjórnmála-
vafstur illa. Ábyrgðin leggst
þyngra á og sárin svíða dýpra.
Úr skóla er það listamaðurinn
Vilmundur sem er okkur minn-
isstæður. Þá var meira upp úr því
lagt að yrkja kvæði, setja saman
gamanóperur og að frelsa heiminn
í víðara samhengi en að rúmaðist
innan íslenzkra stjórnmála.
Heimurinn var líka frelsaður oft á
dag, gjarnan yfir kaffibolla á
Tröð.
Það var svo ekki okkar mál þó
að heimurinn frétti aldrei af frels-
un sinni eða léti sér hana neinu
varða.
Valgerði og Vilmundi var af for-
sjóninni úthlutað meiri byrðum en
sanngjarnt sýndist að þau yrðu að
þola. Nú er enn á Valgerði lagt að
kveðja ástvin allt of fljótt. Vildu
margir að þar væri hlíft, en enn
sem fyrr ræður sá sem öllu er
æðri.
Við skólasystkinin biðjum bless-
unar Valgerði, börnunum og að-
standendum öllum um leið og við
kveðjum Inspector Scholae —
Vilmund Gylfason.
Bekkjarráó 6. bekkjar MR 1968.
Við mörkum líf okkar með tíma-
mótum, viðburðum, sem setja
mark sitt á okkur sjálf og um-
hverfi okkar. í dag er einn slíkur,
er við kveðjum bekkjarbróður og
vin, Vilmund Gylfason, hinztu
kveðju. Hugurinn leitar til baka
til áhyggjulausra skóladaga, þeg-
ar verkefnin voru leyst eftir því
sem þau bar að höndum. Skólinn
beið, stundum tilefni undirbún-
ings en oftar heillandi tafl þar
sem sá naut bezt, sem djarfast
tefldi og gekk með sigur af hólmi.
Viðhorf Vimma til námsins, sam-
verunnar og samskiptanna við
nemendur og kennara mótuðust af
heillandi áhuga á því sem máli
skipti, mannlegri reisn, human-
isma og ríkri þörf fyrir að leggja
sitt af mörkum í hverju máli. Það
duldist engum, að hann gaf sig
óskiptan í hverju því sem hann
sinnti. Við vorum oft sammála,
stundum ekki, en aldrei stóð okkur
á sama. Maðuripn sjálfur, skap-
gerð hans og framkoma leyfði ekki
lognmollu eða afskiptaleysi. Slík-
ur var ferill hans allur.
Skólaárin eru ef til vill sá tími,
er vináttubönd bindast hvað
traustast fyrir lífið. Við erum öll í
mótun og leitum hvert til annars.
Sumir bindast fjölskylduböndum,
aðrir treysta vináttu, en öll sækj-
um við eitthvað hvert til annars,
og gefur þá hver eftir efnum sín-
um. Frjór hugur og leiftrandi
framsetning er þá líkleg til að
veita meira en hann þiggur, og svo
var um Vilmund. Hann miðlaði af
hugmyndaflugi sínu, stundum af
rökvísi, stundum ekki, eins og
gengur, en með glettni, oft hrjúfri
en aldrei grófri.
Það er ekki öruggt, að lærifeður
vorir hafi alltaf metið lífsgleði og
fjör bekkjarins okkar sem skyldi,
enda ekki til þess ætlazt. Hitt er
víst, að við vissum hvaðan neist-
inn að gleðskapnum kom, og án
hans hefði ekkert okkar viljað
vera. Sannast sagna er það með
ólíkindum, að Vimmi skyldi hafa
þol til að sinna námi til viðbótar
ótrúlegum afköstum og starfi í fé-
lagslífi og ómældu framlagi til
hvers kyns skólaskops.
Fyrir þennan tíma þökkum við
nú, þegar að leiðarlokum er komið.
Fari félagi vor og vinur í friði og
Guðs blessun fylgi honum.
Bekkjarsystkini VI-C MR 1968.
Það var þungbúinn sunnudagur
þegar síminn hringdi vestur á
Hjarðarhaga, færandi þá fregn að
hann Vilmundur væri dáinn. Ekki
hef ég í annan tíma staðið jafn
skelfdur andspænis lögmálum
lífsins. Hvers vegna fékk hann
ekki að vera lengur hjá okkur?
Spurningarnar sóttu á hugann
meðan horft var út í rigninguna.
Leiðir okkar Vilmundar Gylfa-
sonar lágu saman þegar hann var
tæplega þrítugur. Þótt hann væri
þá röskum áratug eldri urðum við
fljótt góðir vinir. Þau ár sem síðan
eru liðin hef ég orðið þeirrar gæfu
aðnjótandi að starfa náið með
honum, bæði í pólitík og blaða-
mennsku. Fyrst í Alþýðuflokknum
og á Alþýðublaðinu en síðar á
Nýju landi og í Bandalagi jafnað-
armanna. Félagsskapurinn við
þennan greinda og góðviljaða
mann hefur verið mér ómetanlega
lærdómsríkur. Með honum var
auðvelt að deila sorgum sínum og
gleði, enda stóð hann alltaf eins og
klettur við hlið vina sinna.
Sumrin á Alþýðublaðinu gerð-
ust stundum nokkuð lífleg, full
lífleg fannst sumum. Vilmundur
gat ekki hugsað sér að kröftunum
væri eytt í smeðjuleg viðtöl við
flokksmenn. Hann vildi vera ær-
legur og setja réttlætistilfinning-
una ofar flokkshagsmunum. Þegar
arir hvísluðust ætlaðist hann til
að við töluðum tæpitungulaust svo
enginn færi í grafgötur með hvað
við væri átt.
Eigi einhver þá einkunn skilið
að hafa verið hamhleypa til vinnu
þá er það Vilmundur. Sínar bestu
blaðagreinar skrifaði hann gjarn-
an á tíma sem venjulegir menn
þurfa til að setja sig í stellingar.
Hann skildi að stór orð eru nauð-
synleg til að ýta við fólki og fá það
til að hugsa. Þetta segir lítið um
hann en mikið um okkur. Ritskoð-
un og táimanir hvers konar voru
eitur í beinum Vilmundar. Að-
gangur að fjölmiðlum átti að vera
einn helgasti réttur hvers manns.
Þegar Vilmundur ritstýrði og and-
stæðingarnir vildu koma höggi á
hann var ekki við annað komandi
en að slá greinum þeirra myndar-
lega upp á besta stað — helst í
hátíðarramma ef pláss leyfði.
Vilmundi sárnaði þegar dagblöð
fóru óvirðulega með greinar gagn-
rýnenda sinna.
Fyrir þrennar alþingiskosn-
ingar fylgdi ég Vilmundi á vinnu-
staðafundi hér í Reykjavík. Oft
var hann baráttuglaður en aldrei
eins og núna í vor. Á síðustu þrem
vikum kosningabaráttunnar hélt
hann fleiri tugi áróðursfunda í
borginni. Eins og gengur reyndu
andstæðingarnir einstaka sinnum
að hrópa hann niður í upphafi
funda. Á slíkum stundum fór
Vilmundur á kostum og tókst best
upp. Nær undantekningalaust
urðu þetta bestu og ánægjulegustu
stemmningsfundirnir, enduðu með
dynjandi lófataki. Ekki svo að
skilja að gömlu íhaldsjálkarnir
hefðu nú allt i einu turnast og
hætt að vera ósammála Vilmundi.
Nei, skýringin var sú að þeir
fundu að þessum manni var alvara
og honum gekk gott til. í stað þess
að hafa í frammi fagurgala sagði
Vilmundur aðeins: Við viljum
reyna og mér finnst það tilraunar-
innar virði. Án fjármagns,
flokksvélar og málgagns vildi
hann bjóða fjórflokkunum byrg-
inn. Nú skyldi hann standa og
falla með sjálfum sér og vinum
sínum.
Þegar við í nóvember síðastliðn-
um ræddum fyrst um það í alvöru
hvort gerlegt væri að stofna nýja
stjórnmálahreyfingu sem byði
fram um allt land í komandi kosn-
ingum töldu flestir öll tormerki á
hugmyndinni. í fyrsta lagi allt of
naumur tími. Ekki tækist að töfra
fram 120 frambjóðendur ásamt
hundruðum meðmælenda í öllum
kjördæmum á þessum skamma
tíma. í annan stað fengi hann ekki
liðsauka á þingi og líklegast
myndi tiltækið fella hann sjálfan.
Þegar síðast taldi möguleikinn var
nefndur, sagði Vilmundur: Þá
stend ég bara upp, þakka fyrir mig
og tek til við ljóðin og skákina.
Það virðist kannski þverstæðu-
kennt en honum fannst alls ekki
óþægilegt að velta þessari hugs-
anlegu niðurstöðu fyrir sér. Hann
tók þátt í stjórnmálum til að afla
skoðunum sinum fylgis. Gengi það