Morgunblaðið - 28.06.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.06.1983, Blaðsíða 28
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1983 Baldur Jónsson rektor — Minning Fæddur 31. október 1923 Dáinn 19. júní 1983 „I)eyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr el sama. En ordstírr deyr aldreigi, hveims sér L'oéan eetr." Hávamál í dag verður Baldur Jónsson, rektor, lagður til hinstu hvílu. Leiðir okkar Baldurs lágu fyrst saman sumarið 1956. Hann var þá garðprófastur á Nýja-Garði en ég vann í gestamóttökunni á hótelinu þar. Garðprófastur var hann á ár- unum 1955—1957. Kynni okkar urðu ekki mikil þetta sumar, en engu að síður fannst mér þegar ég hóf störf við Kennaraskóla íslands haustið 1965 ég hitta fyrir gamlan vin þegar við heilsuðumst á kenn- arastofunni. Baldur var ákaflega dagfars- prúður maður og yfirlætislaus. Ekkert var fjær honum en að sækjast eftir ytri stöðutáknum. Framkoma hans einkenndist af hlýju og alúð. Hann var hagmælt- ur vel og bjó yfir næmri kímni- gáfu. Þegar ég minnist Baldurs finnst mér þó sem samviskusemi hans og heiðarleiki hafi verið þeir eiginleikar sem voru hans aðals- merki. Það verður tómlegt að hefja störf að nýju í haust án Baldurs. Við sjáum öll á bak góð- um dreng. Utan starfans var Baldur mikill fjölskyldumaður. Hann tók ekki þátt í opinberu lífi umfram það sem skyldan bauð. Eftirlifandi konu hans og börnum votta ég og fjölskylda mín dýpstu samúð og virðingu. Ásthildur Erlingsdóttir Frostkaldan morgun, seint á jólaföstu árið 1929, biðu tveir pilt- ar á þjóðveginum fyrir neðan Mælifell. Von var á Indriða bónda á Hömrum á vörubifreið sinni. Indriði var löngum kenndur við æskuheimili sitt, Gilhaga. Hann var einn af fyrstu bílstjórum í framanverðum Skagafirði. Ferð- inni var heitið til Sauðárkróks. Var hún tíðindalítil, en hrollkalt var mér á leiðinni, þótt bjart væri veður. Ég var þá þrettán vetra gamall, en félagi minn, Hannes Stefánsson á Þverá í Akrahreppi, var nokkrum árum eldri, vaskur piltur og tápmikill. Vorum við nágrannar og skammt á milli bæja. Höfðum við dvalizt um skeið við nám hjá séra Tryggva H. Kvaran á Mælifelli, en héldum nú heimleiðis fyrir jólin. — Á Sauð- árkróki keyptum við sitthvað smá- vegis til jólanna og bundum í pjönkur, er axla skyldi á heimleið- inni, nema aðrir kostir byðust. Síðari hluta dagsins þyngdi heldur í lofti, og um nóttina skall á norðanveður með mikilli fann- komu og frosti. Ég hafði fengið gistingu hjá þeim heiðurshjónum Snæbirni bakara og ólínu konu hans. Bakaríið var þá utan við meginbyggðina á Sauðárkróki, og þótti mér furðuþröng gatan milli fjörunnar og snarbrattra nafanna fyrir ofan. Þegar ég vaknaði um morguninn gekk brimlöðrið yfir húsin og götuna, meira og hrika- legra en mig grunaði að verða mætti, en lítt eða ekki sá út úr augum í hörðustu byljunum. Ekki man ég, hvort við Hannes gistum sina nótt eða tvær á Króknum, en rngin von var samfylgdar aka.idi manna í þvílíku veðri, þó að vötn >11 væru á ísum og dráttarhestar á árnum. Hitt þykist ég muna full- 'löggt, að við lögðum af stað að íliðnum degi, var þó enn dimm- /iðri og norðanrok. Hafði ég aldrei arið vetrarleið þessa og var því ttkvæðislaus um stefnuna. Lengst if þótti mér sem við gengjum á sum. Voru þeir ýmist þaktir ;torku eða snjódriftum og gang- æri dágott og veðrið í bakið. lldrei sá ég til bæja né heldur neitt kvikt á leiðinni. Ég treysti ratvísi og kunnugleika Hannesar og hafði í aðra röndina drjúga nautn af þrekrauninni. Ekki vissi ég hvar við fórum í sortanum fyrr en Hannes nemur staðar við lítinn húsabæ á brekkubrún. Þar kvaddi hann dyra, og var okkur vel fagn- að af "Jóni bónda og Ingibjörgu húsfreyju á Mel. Hannes var í ná- inni frændsemi við hana. Feginn varð ég hlýjunni og hvíldinni, enda lerkaður af göngunni, en rík- ust er minning um fjaslaust, glað- legt og notalegt viðmót húsráð- enda. Oljós áskynjun heimilisfrið- ar og traustra samvista ungra sem aldinna á bænum vermir þessa minningu. Ég minnist barna, en geri mér ekki grein fyrir aldri þeirra né tölu. Hér mun fundum okkar Baldurs hafa borið saman í fyrsta sinn og hann þá verið réttra sex ára að aldri. Þó að kynni mín af æskuheimili hans væru ekki lengri, skildi ég betur síðar, hverri hugprýði og þreki hann var gædd- ur. Árla næsta morgun kvöddum við Hannes heimilisfólkið þakklát- um huga og héidum sjónhending yfir Eylendið. Við áttum enn eftir að leggja góðan spöl undir fót. Veður var stillt og himinn heið- skír, hvergi sást dökkur díll á jörð. Á flatlendinu öllu var kálfadjúpur snjór, og brotnaði skel hans á síð- asta andartaki í hverju spori. í fyrstu skiptumst við á um að brjóta slóðina, en brátt sagði munur þreks og harðfylgis til sín og gekk ég í sporaslóð Hannesar það sem eftir var leiðar. Þetta var strembinn þæfingur og í flestu seigþyngri þraut en skokkið undan hryðjunum daginn áður. Þrjátíu og fimm árum síðar bar fundum okkar Baldurs saman öðru sinni, og gengum við ef svo má segja að einu verki í ellefu ár. Hann var fastráðinn kennari við Kennaraskóla íslands sumarið 1964. Hann varð yfirkennari skól- ans, þegar heimild fékkst fyrir því embætti. Þegar Kennaraskólanum var breytt í Kennaraháskóla ís- lands með lögum árið 1971, var Baldur ráðinn konrektor. Þeim starfa gegndi hann þangað til hann var kjörinn rektor í janúar 1975 og endurkjörinn fjórum árum síðar. Hann lézt eftir ofurmann- lega glímu við þungan sjúkleika nokkrum vikum áður en siðara kjörtímabil hans var á enda runn- ið. Baldur var skyldurækinn emb- ættismaður, fumlaus, skrumlaus og réttsýnn, hreinskiptinn og góð- viljaður, þrekmikill og harðger, og gekk hann þó aldrei heill til skóg- ar þann tíma, er við unnum sam- an. Þó lét hann það ekki uppskátt, og duldist mér það lengi. Við hann áttu orð Nietzche: Hann sældist ekki eftir frægð sinni, heldur starfa sínum. En hverjar voru embættisskyld- ur hans? Hver var starfi hans? Flestir eru að vonum harla ófróðir um verkreynslu í störfum, er þeir hafa hvorki haft af ábyrgð né önn. Svo er vitaskuld einnig um störf yfirkennara. Yfirkennari er með í ráðum um setningu mark- miða, skipulagningu og fram- kvæmdir i skóla sínum og á hon- um mæðir daglegur erill og úr- lausn margskyns vandamála stórra sem smárra í viðkvæmu samfélagi. Að jafnaði er það sam- félag hlutfallslega samstætt. Öðru máli gegndi þó um Kennaraskól- ann, þegar Baldur var yfirkennari, því að þá var, að ég ætla, mesti umbrotatími, sem gengið hefur yf- ir islenzka kennaramenntun. Þar mun fátt hafa orðið í ráðagerð eða framkvæmd, sem hann var ekki við riðinn með einhverjum hætti, verður fæst af því tíundað hér. Árið 1963 höfðu skólanum verið sett ný lög, og hófst framkvæmd þeirra að marki sama árið og hann kom að skólanum. Lög þessi gengu fram á næstu fimm árum, en sam- kvæmt þeim skyldi skólinn annast fræðslu barna, ugnlinga, stúdents- efna, almennra kennara, sérkenn- ara og kennara í framhaldsnámi. Samfélag þetta var því næsta sundurleitt sem og námsmarkmið hinna ýmsu deilda þess. Inntöku- skilyrði voru að sama skapi marg- vísleg og fylgdu þeim tímafrek námsskeiðahöld og inntökupróf af ýmsu tagi auk margháttaðrar fyrirgreiðslu ungmenna, er ekki höfðu áttað sig í tæka tíð á sam- gönguleiðum menntakerfisins. Æfingaskólinn fékk að vísu brátt sinn yfirkennara og síðar skóla- stjóra, og létti það á yfirkennara og skólastjóra Kennaraskólans. Mikilvægur þáttur í fram- kvæmd löggjafarinnar frá 1963 var samning námsskrár og reglu- gerðar. Kennarar skólans unnu þetta verk, og voru piöggin afhent yfirstjórn skólans vorið 1967, en þau voru hvorki samþykkt form- lega né hafa þau komið fyrir sjón- ir almennings, því að ný löggjöf og ný reglugerð hafði verið samin áð- ur en af því yrði. Á sama tíma og þessar stórfelldu breytingar urðu á skipulagi og starfsháttum skól- ans margfaldaðist fjöldi nemenda og kennara svo og stofnana þeirra, er skólinn þurfti að leita til um ýmsa samvinnu. Sökum síbreyti- legs fjölda nemenda og kennara og nýrra verkefna, er að höndum bar eftir því sem nær dró fullnaðar- framkvæmd löggjafarinnar, varð öll skipulagning miklu tímafrek- ari og erfiðari en gerist, ef þróun gengur fram með eðlilegum hraða. Þessu fylgdi skortur á húsnæði meiri en orð fá lýst og tímafrek barátta fyrir nýjum mannvirkjum og tækjum. Óhagræðið og fyrir- höfnin sneiddi aldrei hjá yfir- kennara, og enn kemur til ritun gerðabóka á kennarafundum, fjöldi annarra funda, nefnda og ráðagerða, er vörðuðu hag skól- ans. Auk þess, er hér hefur verið talið, torveldaði verðbólgan hvers konar áætlanagerð. Skal ekki fleira talið í svipinn. Ég hef ekki átt nánari samvinnu við annan mann en Baldur. Svo drengilegur var hann, heill, hrein- skiptinn, jafnlyndur og ráðsnjall, að ekki man ég dæmi þess, að þar hlypi nokkru sinni snurða á þráð- inn. Nemendur, kennarar og ann- að starfslið trúði honum til góðra hluta einna. Ég öfundaði Hannes frænda hans og dáðist að honum eftir gistinguna á Mel forðum, þar sem hann tróð þæfinginn yfir Ey- lendið. Það var þungt fyrir fæti, en víð sýn og björt til fjalla. Sú sporaslóð, er ég þræddi þar, geymdist í minni og þróaðist til skilnings á eðli þreks og dreng- skapar. Ekki kann ég um sinn að tjá Baldri þakklæti mitt fyrir samfylgdina með öðrum hætti en þessu dæmi. Fágætt er slíkt jafnræði að mannkostum og var með Baldri og Jóhönnu konu hans. Ég votta henni og börnunum samúð mína og virðingu og þakka henni órofa- hlut að starfsgiftu hans. Broddi Jóhannesson. Vorið 1942 hittust tveir norð- lenskir sveitapiltar á skólagangin- um í M.A., komnir þeirra erinda að taka utanskóla próf upp í þriðja bekk. Þótt undirbúningi væri í ýmsu ábótavant, heppnaðist þetta með harðneskjunni, og löng sameiginleg skólaganga var hafin. Þetta voru fyrstu kynni mín af Baldri Jónssyni rektor sem nú er látinn tæplega sextugur. Hann sýndi strax í upphafi okkar kynna það sem einkenndi hann alla ævi, háttprýði, greind, dugnað, hóg- værð og samviskusemi. Baldur Jónsson fæddist á Mel í Staðarhreppi í Skagafirði 31. október 1923. Móðir hans var Ingi- björg Magnúsdóttir húsfreyja og faðir Jón Eyþór Jónasson bóndi. Baldur lauk stúdentsprófi frá M.A. 1946 og cand.mag.-prófi í ís- lenskum fræðum frá Háskóla ís- lands 1952, en ári síðar prófi í upp- eldis-og kennslufræðum frá sama skóla. Hann stundaði framhalds- nám í norrænum þjóðfræðum við háskólann í Uppsölum 1954—’55. Með háskólanámi var hann ræðu- skrifari á Alþingi. Hann kenndi við miðskólann á Selfossi 1952—’54 og við skóla gagnfræða- stigsins í Reykjavík 1955—’64. Þá hóf hann störf við Kennaraskóla Islands sem var að breytast í Kennaraháskólann. Þar var Bald- ur fyrst kennari, síðan aðstoðar- rektor og Ioks rektor 1975. Baldur var félagslyndur á há- skólaárunum og átti sæti í Stú- dentaráði á sögulegum tíma 1949—’50. Nefndastörf hans og fé- lagsstörf önnur kann ég ekki að telja. Baldur kvæntist 1957 Jóhönnu Jóhannsdóttur B.A. frá ísafirði. Þau ejgnuðust tvo drengi og eina stúlku, Sigurð, Jóhann og Ingi- björgu. Samskipti okkar Baldurs Jónssonar urðu mikil, náin og löng. Allan menntskólann urðum við samferða, alltaf í sömu bekkj- ardeildum, og síðan lögðum við stund á sömu greinar við háskól- ann. Á þeim tíma vorum við um hríð herbergisfélagar á Gamla Garði. Við vorum þingskrifarar á sömu vakt, svo árum skipti, og baráttubræður í Vöku, félagi lýð- ræðissinnaðra stúdenta. Af öllum þessum löngu kynnum urðu mér ljósir óvenjulegir kostir Baldurs. Hann var ákaflega lundgóður og hafði skemmtilegt skopskyn. Hann var framúrskarandi hjálp- samur og góðviljaður. Gjörhygli hans í námi var mikil og óhvikul samviskusemin til allrar skyldu. Hann var stjórnvís og stjórnlag- inn og mun ekki á mörgum hafa mætt meira í embættisstörfum en honum, þegar vandi Kennara- háskólans var hvað mestur. Þegar á Garðsárum okkar Bald- urs kenndi hann alvarlegs sjúk- dóms, en bar hann með svo mikl- um sjálfsaga og æðruleysi, að fáir vissu. Nú hefúr hann látið þann leik sem við öll hljótum að bera lægri hlut í. Þjáning hans varð löng og ströng áður en lyki. Ég kveð hann með miklu þakklæti. Hann umbar galsa minn og grall- araskap í langri samvist og brást aldrei og síst þegar mest á reyndi. Aldrei níddist hann á neinu sem honum var til trúað og það var bæði margt og erfitt. Baldur Jónsson átti það drengsaðal að vera vaskur maður og batnandi. Hans er því sárt saknað. Samúðarkveðjur mínar og bekkjarsystkina okkar sendi ég Jóhönnu, börnum þeirra og öðrum ástvinum. Þeir sem mikið hafa átt, hljóta löngum mikið að missa. Gísii Jónsson „Sælir eru hógværir því að þeir munu landið erfa.“ Matt.: 5,5. Heimsmyndin á þeim árum markaðist af Vaðlaheiði að austan og Staðaröxl og Tindastóli að vest- an. Fyrir ungan kaupstaðarpilt var það bæði ánægjuleg og þrosk- andi mótun á viðkvæmu æviskeiði, að eiga þess kost að dvelja á sumr- um í skagfirsku sveitalífi, en mið- punktur þeirrar tilveru var Mels- bærinn á grundunum við Staðará, en þar réðu ríkjum og yrktu jörð- ina Ingibjörg föðursystir mín, Magnúsdóttir frá Torfmýri í Blönduhlíð, maður hennar Jón E. Jónasson og synir þeirra, Magnús, Baldur og Halldór, sem á þessum árum voru bæði heima og heiman við nám og störf, en dvöldu eins oft og þeim var kleift í heimahús- um, til að hjálpa til við bústörfin. Ingibjörg og Jón á Mel hvíla nú bæði í skagfirskri mold, en í dag er kvaddur einn sonur þeirra, Baldur Jónsson, rektor, sem fall- inn er frá langt fyrir aldur fram. Hvort sem litið er til baka til hinna áhyggjulausu ára við Mels- gilið, til skólaára Baldurs á Akur- eyri, þar sem rifjaðar voru upp minningar úr sveitinni á heimil- inu á Brekkunni og sagðar skemmtisögur af kennurum og skólafélögum hans, — eða til þess tíma, er Baldur Jónsson var í blóma lífs síns, er víst að sú skaphöfn er þegar var ljós við hin fyrstu kynni, er óvanalega skýr og hefur markað lífshlaup hans frá upphafi til dauðadags. Ef reynt er að lýsa henni í hnotskurn mótað- ist hún í senn af óvanalegum hlý- hug, léttri og græskulausri kímni, skarpri greind, en kannski um- fram allt af þeirri hógværð, sem í helgri bók er getið sem einna hinna beztu mannlegu eiginleika. Baldur Jónsson sóttist ekki eftir svokölluðum metorðum, sem móta viðhorf nútímans, en vegna hæfi- leika sinna og þess trausts, sem hann fljótt öðlaðist í þeim störfum er hann kaus að helga sig, tókst hann snemma á hendur mikla ábyrgð. Aðrir kunna betur að rekja þau störf, en hafi nemendur Kennaraháskólans tileinkað sér að einhverju leyti lyndiseinkunn rektors síns, hljótum við að eiga marga úrvals kennara. í tímans rás hefur heimsmynd breytzt, kynni orðin með öðrum hætti, en þau frændsemisbönd, sem til var stofnað í æsku, vara þótt farvegur þeirra breytist. En mörg gátan er enn óráðin, þrátt fyrir alla þekkingu og vísindi. Fyrir fáum dögum var sá er þessar línur ritar, staddur í fjar- lægu landi. Eina nóttina birtist draumsýn. Baldur frændi minn Jónsson var kominn í heimsókn, brosandi og kíminn. Skýr mynd en stutt. Við heimkomu kom í ljós, að þetta var nóttina sem hann lézt. Innilegar samúðarkveðjur eru sendar eiginkonu og börnum, Jó- hönnu Jóhannsdóttur, Sigurði, Jó- hanni og Ingibjörgu, frá mér og mínu fólki. Blessuð sé minning Baldurs Jónssonar. Heimir Hannesson Fáum mönnum er sú viska gefin að kunna að kenna án orða. Og fáum að færa frið með nærveru sinni einni. Þetta var Baldri frænda mínum gefið og þetta er hugblær þeirrar myndar, sem minningin teiknar á kveðjustund. Á ófriðartíma í ungum huga átti ég þá gæfu að bætast um stund í barnahóp Baldurs, þegar land skildi mig frá foreldrum. Tregur stúdent sótti ég þá og oft síðan tíma til lífsvisku Baldurs. Hann kenndi án orða. Mildi hans, um- hyggja og æðruleysi bætti hlýjum litum í heimsmyndina, smækkaði áhyggjurnar og færði frið. Frá honum stafaði öryggi þess sem hefur fundið sinn frið, sú viska sem ekki verður með orðum sögð og sú festa, sem á rót sína í mildi en ekki afli. Baldur var manna hæglátastur en aldrei tómlátur, ekki afskipta- samur en þó aldrei fáskiptinn. hann var fámáll en sagði oft fleira og betur en aðrir menn með litlu brosi. Hann var dulur um eigin hagi, en svipur hans var grímu- laus og sagði allt það er menn vildu vita, það að þessum góða dreng liði vel. Hann lifði ekki sjálfum sér en lifði vel. Baldur vann sín miklu störf án strits, umyrðalaust og fann Iaun sín í starfinu sjálfu. Hann ræddi störf sín tæpast og taldi þau sér ekki til gildis, þó aðrir bæru lof á. Hann var úrtölumaður um alla upphefð og heiður og þurfti enda einskis að utan. Fyrir Baldur var heimilið sá miðpunktur heimsins, sem önnur tilvera snerist í kring- um en truflaði ekki. Á heimili hans ríkti friður án kyrrstöðu, þar var kyrrð yfir allri hreyfingunni. I heimilishögum ríkti festa mild- innar og það öryggi, sem flestir menn leita en fæstir finna. Heim- ili Baldurs ber allt hans svipmót og hann bar þess. Því hann skap- aði það ekki einn. Milli þeirra hjóna, Baldurs og Jóhönnu, kluf- ust ekki meiningar svo aðrir menn vissu. Samfélag þeirra og barn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.