Morgunblaðið - 28.06.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.06.1983, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1983 34 starfsfólki. Um þetta vildi hann ræða þegar fundum bar saman. Hann kom til starfa haustið 1981 og virtust þá góðar horfur á bata, en eftir sjö mánuði var komið í sama horf. Hann hóf störf á ný haustið 1982, en varð að hætta eft- ir tvo og hálfan mánuð. 1 veikind- um sínum naut hann hjúkrunar og einstakrar umhyggju Jóhönnu eig- inkonu sinnar og hugrekki og upp- örvun barnanna styrkti hann and- lega, en erfitt varð honum að geta ekki fylgt þeim lengur eftir út í lífið. Megi minning um góðan dreng verða þeim huggun harmi gegn. Kennaraháskólinn og starfsfólk hans allt kveður yfirmann sinn með virðingu og þökk. Jóhönnu, börnunum, bræðrum og öðrum ættingjum votta ég dýpstu samúð. Stefán Bergmann í dag er til moldar borinn forn- vinur minn, Baldur Jónsson, rekt- or Kennaraháskóla íslands. Hann er nú búinn að heyja sitt lokastríð sem enginn fær vikist undan. Stríð hans var næsta langt, um þrjú ár, en hann barðist af mikl- um hetjuskap og æðruleysi og naut einstakrar umhyggju eigin- konu og barna og létti það honum þungbærar stundir. En vágestur- inn mikli reiddi hátt til höggs og þar kom að sá, sem fyrir högginu varð að þessu sinni, hné í valinn. „Afl daudans eins nam krenkja alla í veröld hér; Skal ég þa þurfa' aö þenkja hann þyrmi einum mér?“ segir Saurbæjarskáldið og það er okkur huggun á harmastund að minnast þess að „Allrar veraldar vegur víkur aö sama punkt; fetar þann fús sem tregur, hvort felhir létt eöa þungt.“ „Eitt sinn skal hver deyja“ er niðurstaða Þóris Jökuls í þekktri vísu, ortri á banadægri. Þegar klukkan glymur er eins og sveipi burt skýinu svarta séu þessi orð öll höfð í huga og það að „sálin er svo sem að láni samtengd við líkamann." Og dauðinn, sem við fyrstu sýn vekur okkur hroll og skelfingu, skiptir um hlutverk: „dauðinn má segjast sendur að sækja hvað skaparans er.“ Hitt er rétt að okkur gengur illa að sætta okkur við það að skila aftur því sem skaparinn lánaði og á tilkall til. Sameiginleg vegferð um langar stundir bindur fólk slíkum böndum ástar, tryggðar og vináttu að þau verða ekki slitin án djúps trega og saknaðar. Og þeim mun sárari er skilnaðarstund sem hana ber fyrr að á lífsleiðinni. Mannkosta- og dugnaðarmaður, sem hefur enn ekki náð sextugs- aldri þegar kallið kemur, á mörgu ólokið og fer þess á mis að njóta afraksturs iðju sinnar til fulls og eyða ellinni með uppkomnum börnum, fylgjast með þeim og leiða þau veginn til algers þroska og manndóms. En ástvinirnir, sem eftir sitja, hugga sig þá við minn- inguna um þær stundir sem voru uppspretta gleði og hamingju. Við skólasystkini Baldurs geymum líka minninguna um afbragðsfé- laga, góðan dreng, gleði- og þján- ingabróður á skólaárunum. Baldur Jónsson var skólamaður og æsku- lýðsleiðtogi. Stofnun, sem missir leiðtoga sinn sviplega, verður ekki söm og áður, eitthvað er farið og snýr aldrei aftur. Baldur Jónsson var Skagfirð- ingur, sonur hjónanna Ingibjargar Magnúsdóttur og Jóns Eyþórs Jónassonar. Þau bjuggu á Mel í Staðarsveit og þar ólst Baldur upp ásamt bræðrum sínum, Magnúsi, alþingismanni, ráðherra og bankastjóra í Reykjavík, og Hall- dóri Þormari, nú bæjarfógeta á Sauðárkróki. Síðla vetrar árið 1942 lagði Baldur leið sína til Ak- ureyrar til að glíma við inntöku- próf í 3. bekk Menntaskólans á Akureyri, akademíu Norðurlands. Baldur tók stúdentspróf frá MA 1946. Á menntaskólaárum stóð hugur hans til íslenskra fræða og í rökréttu framhaldi af stúdents- prófinu lagði hann stund á þau fræði í Háskóla íslands og lauk cand. mag.-prófi vorið 1952 með bókmenntasögu sem sérgrein. Fjallaði ritgerð hans um þjóð- sagnaminni í einni af fornaldar- sögum Norðurlanda. Ári síðar tók Baldur próf í uppeldis- og kennslufræðum við HI. Hann fór síðan í eins vetrar framhaldsnám í þjóðfræðum við Uppsalaháskóla en hafði áður kennt tvö ár við Miðskólann á Selfossi. Það var enginn leikur að fá kennarastöðu við hæfi á þessum árum, a.m.k. ekki hér í höfuðstaðnum, en segja má að landsbyggðin hafi notið þess í staðinn, plássum úti um land var það happafengur að fá til skóla sinna gagnmenntaða menn. Heim kominn frá framhaldsnámi tók Baldur að kenna við skóla gagnfræðastigsins í Reykjavík og flutti erindaflokk um íslenska þjóðfræði í Ríkisútvarpið lengi vetrar um þetta leyti. Árið 1964 réðst Baldur að Kennaraskóla Is- lands og síðar Kennaraháskóla Is- lands. Yfirkennari og síðar að- stoðarrektor var hann árið 1967—’75 og rektor frá 1975 til dauðadags. Hinn 10. júní 1957 gekk Baldur að eiga eftirlifandi konu sína, Jó- hönnu, dómtúlk og skjalaþýðanda. Hún er dóttir Sigríðar Þ. Sigurð- ardóttur og Jóhanns Einarssonar, kennara á ísafirði og síðar í Reykjavík. Börn þeirra Baldurs og Jóhönnu eru: Sigurður, nemi í flugumferð- arstjórn, Jóhann, lærir lögfræði í HÍ , og Ingibjörg, nemandi í MR. Mér, sem þessar línur rita, er í fersku minni þegar Skagfirðing- um í MA bættist liðsauki: lág- vaxinn, hnellinn, greindarlegur, hrokkinhærður piltur. Hann hafði fjörleg augu, bros, jafnan kími- legt, lék um varir og hann hafði munninn fyrir neðan nefið — eins og það er orðað. Þá hófust þegar kynni okkar Baldurs Jónssonar sem aldrei rofnuðu síðan. Við fylgdumst að í námi, fórum báðir í máladeild lærdómsdeildar og það- an i íslensk fræði í háskóla. Áhugamálin voru svipuð og það þjappar mönnum saman að takast á við sömu viðfangsefnin. Annars hlýtur mikill íslenskuandi að hafa svifið yfir okkar árgangi því að ekki færri en átta úr okkar hópi innrituðust í íslensk fræði að stúdentsprófi loknu og komust flestir á leiðarenda í þeirri grein. Skyldi ekki mega rekja þennan áhuga til úrvalskennara, Sigurðar Guðmundssonar og Halldórs Hall- dórssonar? Ekki þurfti langan tíma til að komast að því hvern mann Baldur hafði að geyma. Þar var á ferð einstaklega traustur og heil- steyptur maður, hjálpsamur, vin- sæll og vinum trúr. Hann reyndi að leysa hvers manns vandræði. Ég minnist þess til dæmis að þeg- ar Baldur var þingskrifari á stúd- entsárunum hafði hann örlítið meiri auraráð en félagar hans. Oft var þröngt í búi hjá okkur hinum, smáfuglunum, og þá þótti Baldri sjálfsagður hlutur að miðla af sín- um forða í formi veitinga eða beinnar meðgjafar. Kann ég hon- um ævinlega þökk fyrir greiða- semi og örlæti. Þá reyndist hann mér og haukur í horni þegar hann stuðlaði að því að ég varð eftir- maður hans á kennarastóli við Miðskólann á Selfossi og hóf þar með kennsluferi! minn. Hina sömu hlýju og vináttu sýndi hann hve- nær sem við hittumst síðar þótt svo hafi æxlast að vík varð milli vina hin síðari árin — eins og gengur. Baldur var prýðilega skapi far- inn, jafnlyndur, kíminn og glað- sinna. Hann var ágætum gáfum gæddur, rökvís í hugsun, frjór í orðræðum og hafsjór af fróðleik. Það var með ólíkindum hversu mikinn þekkingarforða hann gat heyjað sér fyrir próf í íslenskum fræðum, enda uppskeran sam- kvæmt því. Ekki má gleymá því hve lærdómsríkt var að „diskú- tera“ við hann á fámennisstund- um en einnig kunni hann marg- menni og mannfagnaði ágæta vel á skólaárunum. Eftir því sem tímar liðu var það tvennt sem Baldur helgaði líf sitt og krafta; starfið og svo heimili og fjölskylda. Samstarfsmenn bera honum það að hann hafi verið góð- ur og réttsýnn stjórnandi og gott til hans að leita, samviskusamur svo af bar og hugkvæmur. Vand- fundinn mun betri fæðir, maki og heimilisfaðir. Hann varði öllum stundum, sem gáfust frá erilsömu starfi, hjá fjölskyldu sinni, bar velferð hennar sífellt fyrir brjósti oggafst henni af fullkominni óeig- ingirni svo að ávallt var hann til- tækur á sínum stað ef börn hans og maki þurftu einhvers við. Þau hjón voru afar samhent, bæði í uppeldi og heimilishaldi, svo ekki bar skugga á. Jóhanna er mikil- hæf kona, fyrirmyndarhúsmóðir og börnum sínum góð móðir. Á heimili þeirra talar smekkvísin og snyrtimennskan út úr hverjum hlut. Það duldist þeim ekki sem komu til þeirra, fyrst á Stúdenta- garðinn nýja, þar sem Baldur var garðprófastur um hríð, síðan á Langholtsveginn og síðast á Ás- vallagötuna þar sem þau eignuð- ust fallegt hús. Fyrr en varði fengu börnin tækifæri til að gjalda föður sínum fósturlaunin þegar þau stunduðu hann í svo langvinnum veikindum hans að einstætt má þykja. Þau lögðu sig öll fram við að létta hon- um sjúkdómsbyrðina. Af miklu andlegu þreki og ást til föður síns gættu þau þess að hann skorti aldrei neitt sem var í mannlegu valdi að veita. Ekki skal hlutur Jóhönnu gleymdur sem stóð við hlið manns síns eins og klettur uns yfir lauk. Fjölskyldan sá um það að honum var styrkur í ná- lægð hennar. Með fráfalli Baldurs Jónssonar er enn höggvið skarð í stúdenta- árganginn frá MA 1946. Sex eru farnir á undan honum yfir móð- una miklu. Ég flyt Baldri þökk mína fyrir löng og góð kynni og votta ástvinum hans dýpstu sam- úð mína. Megi minningin um góð- an dreng sefa sorg þeirra. Þórhallur Guttormsson Löngu stríði er lokið. Öðlingur- inn Baldur Jónsson er allur. Við sáumst fyrst fyrir rúmum þrjátíu árum. Ég leit upp til hans, manns komnum iangt á mennta- brautinni, þar sem ég sat sem að- skotapersóna og hlýddi á fyrir- lestra í íslenskum bókmenntum. Þó áræddi ég að leita til hans varðandi eitthvað sem ég hafði misst úr og fékk góð og greið svör, veitt af því látleysi og ljúf- mennsku sem ætíð voru einkenni Baldurs. Um svipað leyti hittumst við í þingsölum, við tilheyrðum hinni horfnu stétt þingskrifara. Tími segulbanda var ekki runninn upp. Ég hef sterkan grun um að ræður þingmanna hafi ekki spillst í meðförum Baldurs. Lengst og nánast var þó sam- starf okkar við kennslu og skóla- starf, bæði í gagnfræða- og kennaraskóla. Baldur var orðlagð- ur íslenskukennari á gagnfræða- stigi, hafði t.d. það lag að stjórnun virtist koma af sjálfu sér. Þegar ég síðar varð kennari við Kenn- araskólann var Baldur þar fyrir, fyrst aðstoðarrektor, síðar rektor, og sýndi sem yfirmaður sama lát- leysi og Ijúfmennsku og ég hafði kynnst fyrrum. Starfsdagur hans var einatt langur og í mörgu að snúast en það kom ekki í veg fyrir að hann tæki vel öllu ónæði og persónulegu kvabbi og gæfi sér góðan tíma til viðræðna við hvern sem þurfti. Hann vildi hvers manns vanda leysa. Um störf Baldurs við Kennaraháskóla ís- lands munu aðrir skrifa. Þetta eru aðeins persónulegar minningar og einlægar þakkir fyrir þá elsku- semi og umhyggju, sem ég naut frá hans hendi, síðast fársjúkum. Baldur var stakur gæfumaður í einkalífi sínu. Hann var kvæntur Jóhönnu Jóhannsdóttur og áttu þau þrjú börn. Heimilið var staður griða og gleði, skuggalaus heimur uns bliku dró á loft fyrir rúmum tveimur árum þegar hann þurfti fyrirvaralaust að leggjast á sjúkrahús til uppskurðar. Þar með hófst hin langa og erfiða barátta, en þó skiptust á skin og skúrir. Kona Baldurs og börn stóðu á fá- gætan hátt við hlið hans þessi ár svo betur verður ekki gert. Ég undraðist þrek Jóhönnu, sem hvorki vék frá manni sínum nætur né daga, og börnin glöddu hann og styrktu svo einstakt er allt til síð- asta dags. Baldri var mikið gleði- efni að sjá hvað þeim farnaðist vel en jafnframt harmsefni að fá ekki að fylgja þeim lengur. Ég votta Jóhönnu og börnunum einlæga samúð. Þau hafa misst mikið en þau eiga minningasjóð sem mölur og ryð fá ekki grandað, fölskvalausar minningar um ást- úðlegan eiginmann og föður. Þuríður J. Kristjánsdóttir. Hjónaminning: Elísabet Jónsdóttir Valdimar Þorvaldsson Elísabet Fædd 31. október 1898 Dáin 17. febrúar 1977 Valdimar Fæddur 22. júní 1898 Dáinn 8. júní 1983 Ég átti því láni að fagna að eiga þau fyrir afa og ömmu. Aðstæður höguðu því þannig að ég var mikið samvistum við þau þegar ég var lítil stúlka, skólastúlka og ung stúlka, sem trúlofaði sig snemma, gifti sig og stofnaði heimili snemma. Þessar athafnir mínar féllu ekki öllum í geð á þeim tíma og í þeirri röð sem ég gerði þær. En afi og amma höfðu aldrei neitt við þær að athuga, að minnsta kosti létu þau mig aldrei finna það. Þar átti ég alltaf vísan stað fyrir gleði mína og sorgir sem komu oft upp á stormasömu tíma- bili bernsku og æsku. Mér finnst þetta lýsa þeim vel. Þau höfðu alltaf tíma, voru alltaf á sínum stað á Brekkustígnum, 6A og 16, best man ég eftir þeim á númer 16. Þegar ég hugsa til baka finnst mér þau dæmigerð hjón, sem bjuggu til gott hjónaband. Þau hafa frá byrjun unnið að því að allt gæti gengið vel hjá þeim. Þau giftu sig ung, eignuðust sitt fyrsta barn og byggðu sér hús- næði. Þau áttu alltaf það húsnæði sem þau bjuggu í, sem hlýtur að hafa verið óalgengt með fólk sem fætt var árið 1898 og var ekki komið af efnafólki. Amma var ættuð frá Steinsbæ á Eyrarbakka, dóttir Gyðríðar Steinsdóttur og Jóns Sigurðsson- ar. Afi var fæddur í Garðshúsum á Eyrarbakka sonur Ragnheiðar Sveinsdóttur og Þorvaldar Magn- ússonar. Þau hófu búskap í Reykjavík 1918 að Klapparstíg 40. Sonur þeirra Karl fæddist 1918 og í allt eignuðust þau sex börn, Karl, Engilbert, Halldór, Gyðu, Valdísi og Sólveigu og ólu upp dótturdótt- ur, Hjördísi. Þau lifðu miklar þjóðfélags- breytingar, fyrst iðnbyltinguna hér á landi upp úr aldamótum, seinna kreppuárin og síðari heimsstyrjöldina. En þau voru ákveðin að standa þetta allt af sér og gerðu það. Þau björguðu sér og sínum og e.t.v. fleirum og skuld- uðu ekki neinum neitt. Afi stundaði sjóinn eins og margir karlmenn á þessum tíma. Hann gerðist sótari í Reykjavík 1920 og stundaði það í 40 ár. Jafn- framt vann hann sem vaktmaður í togurum og stundaði aðra vinnu sem til féll, til dæmis hjá Gísla Jónssyni alþingismanni. Amma var heimavinnandi húsmóðir eins og það heitir í dag og hún gerði það með reisn eins og allt sem hún gerði. Það var reisn yfir henni þó að hún væri ekki há í loftinu. Hún lét aldrei sjá sig nema vel til fara og þegar heilsan fór að bila, en amma var oft veik og þurfti oft að „fara undir hnífinn" eins og hún kallaði það, þá vildi hún ekki láta sjá sig með staf, en Guð tók af henni völdin, svo síðustu árin varð hún að sætta sig við að vera bund- in við í hjólastól. Hún var ekki sátt við þau örlög. Hún átti sér sinn Guð og hún var trúuð og ég held að það hafi oft hjálpað henni til að taka því sem lífið bauð henni upp á. Það fer ekki hjá því að það var margvíslegt sem lífið bauð henni upp á. Kona gift manni eins og afa sem vann eins og hann gat, og fékk af vinnu, og þau eignuðust sex börn og amma saumaði, prjón- aði og heklaði allt á þau og fyrir heimilið. Hún bjó manni sínum og börnum gott heimili eins og stund- um stendur í minningargreinum og mér finnst oft léleg lýsing og mat á konum sem hafa gert svo mikið og margvíslegt sem lítið er metið í nútímasamfélagi. Vinna okkar húsmæðra er ekki talin með í þjóðartekjunum og ef við verðum veikar erum við metnar á nokkrar krónur á dag. Það er hægt að gefa ömmu þessa lýsingu með „rentu". Alltaf stóð afi við hliðina á henni sem trúr og dyggur lífsförunautur og gerði allt á heimilinu sem hann gat. Þegar börnin voru lfiil hjálp- aði hann henni að baða þau og eftir að hann fór að vera meira heima og hún orðin heilsulítil, þá heyrðist oft: „Valli minn geturðu ekki sett upp matinn" eða „get- urðu ekki þvegið þvottinn" eða „tekið til“. Svarið var alltaf: „Já, Beta mín.“ Að hugsa sér hvað þau voru langt á undan tímanum. Afi væri í dag dæmi um hvernig nút- ímakarlmaður þarf að vera. Alltaf virtist mér samkomulagið vera gott en auðvitað hlýtur þeim stundum að hafa orðið sundur- orða, en aidrei man ég eftir því. Heimili þeirra leit alltaf vel út, vel útbúið búsáhöldum og húsgögn- um. Þau voru myndarleg hjón. Nú hafa þau bæði lokið ævistarfi sínu hér á jörðinni. I dag, 28. júní 1983, eru liðin 65 ár síðan þau giftu sig. Ég sem niðji þeirra hugsa til þeirra með hlýju. Blessuð sé minn- ing þeirra. Elísabet Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.