Morgunblaðið - 28.06.1983, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1983
Japanska stjórnin
styrkti umboð sitt
Tókjó, 27. júní. AP.
FRJALSLYNDI lýðræðisflokkurinn í Japan hreppti sextíu og þrjú þingsæti af
hundrað tuttugu og sex í kosningunum á sunnudag, en kosningarnar voru
fyrsti prófsteinninn á undirtektir almennings við stjórnarstefnu flokksins
undir forystu Yasuhiro Nakasones.
Forsætisráðherrann lýsti því
yfir í dag að hann væri einkar
ánægður með úrslit kosninganna
til efri deildar þingsins. Sagðist
hann mundu kalla þing saman
eins skjótt og auðið væri til að
gera að lögum fyrirætlanir um að
draga saman ríkisbáknið og örva
efnahagslíf með lækkun skatta.
Nakasone varð leiðtogi Frjáls-
lynda lýðræðisflokksins og forsæt-
isráðherra Japan eftir að Zenko
Suzuki sagði af sér í nóvember.
Kosningarnar á sunnudag gáfu
kjósendum í fyrsta sinn tækifæri
til að segja álit sitt á aðhalds-
stefnu stjórnarinnar í fjármálum
og tilraunum hennar til að efla
samstarf landsins við vestrænar
þjóðir í efnahags- og öryggismál-
um.
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn
hefur nú hundrað þrjátíu og sjö
sæta meirihluta í efri deild þings-
ins, eftir að hafa bætt við sig fjór-
um. Japanski sósíalistaflokkurinn,
sem er stærsti stjórnarandstöðu-
flokkurinn, fékk tuttugu og tvö
sæti, en tapaði þar með tveimur.
Mynd þessi sýnir hvar langferðabifreið liggur þvert á veginum skammt
frá flugvelli norður af París á sunnudag, en fimm manns létust og 22
slösuðust er bflstjóri bifreiðarinnar missti stjórn á henni er hann dott-
aði við Stýrið. SínMmynd AP.
Fimm létust er
ökumaður dottaði
íhaldsmenn allra
landa sameinast
Nýtt alþjóðabandalag íhalds- og miðflokka leit dagsins Ijós í London í
síðustu viku. Bandalagið samanstendur af tveimur smærri bandalögum,
Evrópska lýðræðisbandalaginu, sem stofnað var 1978, og Kyrrahafsbanda-
lagi lýðræðisflokka, sem sett var á fót fyrir tæpu ári. Ber það heitið Alþjóð-
lega lýðræðisbandalagið (IDU) og segir í frétt brezka blaðsins The Times að
því sé ætlað að vera mótvægi við Alþjóðabandalagi sósíalista.
Samkvæmt frásögn Dr. Alois
Mock frá Austurríki, sem er for-
seti bandalagsins, kveður stefnu-
yfirlýsing þess á um að flokkarn-
ir „berjist fyrir frjálsu, opnu og
lýðræðislegu þjóðskipulagi, sem
geri öllum kleift að nota hæfi-
leika sína til fulls“. Einnig lagði
Mock áherzlu á stunðing banda-
lagsins við fjölskyldulíf, sjálf-
stæði og einkaframtak.
Á meðfylgjandi mynd má
greina nokkra af leiðtogum
bandalagsins, Alois Mock, t. v.,
George Bush, varaforseta
Bandaríkjanna, Margaret
Thatcher, forsætisráðherra
Bretlands, Poul Schluter, for-
sætisráðherra Danmerkur, og
Kare Willoch, forsætisráðherra
Noregs.
Avallon, Frakklandi, 27. juní. AP.
FIMM breskir ferðamenn létu líflð og 22 aðrir særðust snemma á
sunnudag þegar langferðabifreið á leið frá Spáni fór út af veginum
þegar ökumaður hennar sofnaði við stýrið skammt frá flugvelli norður
af París.
Embættismenn segja að þrír
hinna slösuðu séu mjög þungt
haldnir.
Lögreglan tilkynnti um slysið
og sagði það hafa borið þannig
að, að ökumaður bifreiðarinnar
hefði dottað við stýrið skammt
frá bænum Nitry, suðvestur af
París, með þeim afleiðingum að
bifreiðin fór út í vegarkantinn.
Þegar hann reyndi síðan að ná
henni aftur upp á veginn hvolfdi
henni með þeim afleiðingum að
tveir bílar, sem voru á eftir
henni, rákust á hana.
Langferðabifreiðin, sem var í
eigu fransks fyrirtækis, var að
flytja farþegana frá Spáni á
flugvöll í nágrenni Parísar það-
an sem áætlað var að þeir flygju
til Bretlands.
Frakkar sprengdu
nifteindasprengju
Hamborii, 26. júní. AP.
FRANSKI varnarmálaráðherrann
Charles Hernu sagði f samtali við
þýska vikuritið Der Spiegel í síðasta
tölublaði, að rétt væri að Frakkar
hefðu sprengt nifteindasprengju á
Mururoaeyju fyrir nokkru. „Eg var
þar sjálfur og tilraunin tókst með
ágætum,“ sagði ráðherrann. Hann
sagði ennfremur að franska ríkis-
stjórnin væri að velta þvf fyrir sér
hvort Frakkland ætti að framleiða
vopnið.
„Það er pólitísk ákvörðun hvort
af framleiðslu sprengjunnar verður
og það er undir Mitterrand forseta
komið hvað gerist. Ef ákveðið verð-
ur að framleiða vopnið, munu
Frakkar eingöngu hafa það í bak-
höndinni og ekki yrði litið á
sprengjuna sem hluta af hinum
hefðbundna herafla.
Óvíst er hvenær Mitterrand sker
úr um málið, en það er ekki útilokað
að nifteindasprengja verði höfð
með í varnarmálaáætluninni fyrir
1984—1988,“ sagði varnarmálaráð-
herrann.
Lech Walesa:
„14. ágúst er mikilvægasti dag-
urinn sem bíður þjóðarinnar“
Varsjá, Póllandi. 26. júní. AP.
PÓLSKI verkalýðsleiðtoginn Lech Walesa neitaði því um helgina að
hann væri í þann mund að draga sig í hlé, en sterkur orðrómur þar um
hefur verið á kreiki að undanförnu, ekki síst eftir grein sem birtist í einu
af málgögnum Páfagarðs. Þar var m.a. ýjað að því að ástæðan fyrir því að
fundur Walesa og Páls páfa fór fram fyrir luktum dyrum, væri sú, að páfi
hafl verið að reyna að fá Walesa til að hætta afskiptum sínum af
verkalýðsbaráttunni í Póllandi.
„Ég sný ekki bakinu við bar-
áttunni, ég get það ekki, þetta er
ógeðfellt starf, en ég vil ekki
bregðast þeim sem treysta mér.
Ef í ljós kemur hins vegar að það
sé málstaðnum til góða að ég
víki, þá geri ég það að sjálfsögðu
þegar í stað," sagði Walesa í
samtali við bandarisku sjón-
varpsstöðina ABC.
„Við munum taka stefnuna á
14. ágúst næstkomandi, þá hóf-
ust þeir atburðir sem leiddu til
þess að Samstaða var stofnuð
árið 1980 og sá dagur er nú mik-
ilvægasti dagurinn sem bíður
þessa þjóðfélags. Þá held ég að
pólsk alþýða ætti að biðja þá,
sem skrifuðu undir samþykktir á
sínum tíma, að setjast niður og
huga að því hverju var lofað. Við
munum spyrja þá, grátbiðja þá
og ef það ekki heppnast, þá mun-
um við þvinga þá til þess,“ sagði
Walesa. Hann var síðan spurður
hvort leiðtogar Samstööu væru
að skipuleggja meiriháttar mót-
mæli. Hann svaraði: „Ég útiloka
ekkert, en best væri að stjórn-
völd kæmu til móts við okkur án
þess að við þyrftum að fara út á
göturnar til mótmæla." Félagar
Samstöðu voru um 9,5 milljónir
talsins og þeir hafa allir hunsað
hin nýju verkalýðsfélög, sem
stofnsett voru eftir að Samstaða
var bönnuð og eru undir hæl
herstjórnarinnar. í félögum
stjórnarinnar eru tæplega 3
milljónir manna.
Walesa sagði einnig í samtali
við ABC, að hann væri „sterkari"
eftir samtal sitt við Pál páfa. Að
öðru leyti fjallaði hann ekki um
fund sinn með kirkjuleiðtogan-
um. Vart var Páll páfi horfinn
frá Póllandi, er hin ríkisreknu
dagblöð hófu á ný rógsherferð á
hendur Walesa. Dagblað hersins,
Zolnierz Wolosci, sagði að Wal-
esa ætti Samstöðu að þakka
hversu vellauðugur hann væri
orðinn, það væri ekki hvaða
rafvirki sem væri sem hefði
einkabílstjóra, einkaritara, líf-
verði o.fl. auk þess sem hann
væri orðinn einkavinur margra
vestrænna fréttamanna og því
stórvarasamur náungi. Sagði
blaðið hann meta hinn nýfengna
auð sinn meira en pólska alþýðu.
Rógur af þessu tagi er ekki nýr
af nálinni í pólskum fjölmiðlum,
en að honum skuli haldið áfram
jafn skömmu eftir brottför páfa
og raun ber vitni, bendir til þess
að staða Walesa gagnvart
stjórnvöldum hafi í engu breyst,
hann er enn horn í síðu þeirra.
Séra Virgilio Levi, ritstjórn-
arfulltrúinn við málgagn Páfa-
garðs, L’osservatore, sá sem rit-
aði forsíðugreinina umdeildu þar
sem Lech Walesa var sagður bú-
inn að „tapa orrustu sinni“ og
væri að „hverfa af sjónarsvið-
inu“, hefur sagt af sér á blaðinu
og jafnframt greint frá því að
orð hans í blaðinu hafi verið
persónuleg skoðun sín og annað
ekki. Talsmenn Páfagarðs sögðu
að greinin endurspeglaði ekki
stöðu Páfagarðs í málinu. Litið
var á grein Levis framan af sem
vísbendingu um að Páll páfi og
pólska herstjórnin hefðu komist
að samkomulagi um hlutverk
Walesa og páfi hefði átt leyni-
fund með Walesa til að skýra
honum frá því. Annað hefur
komið í ljós.
Segjast
ábyrgar
Torino, Ítalíu, 27. júní. AP.
KAUÐU herdeildirnar lýstu sig í dag
ábyrgar fyrir morði á aðalsaksóknar-
anum í Torino, sem framið var í gær.
í símaviðtali við skrifstofu blaðs-
ins Corriere della Sera tilkynnti
maður sem kynnti sig sem fulltrúa
Rauðu herdeildanna að morðið á
Caccia hefði verið þeirra svar við
handtökunni á Pietro Vanzi. Vanzi
er fyrrverandi leiðtogi Rauðu her-
deildanna, sem var handtekinn í
Róm síðastliðinn þriðjudag.
V-Þýskaland:
Sjö létust við
árekstur í lofti
Biberach, Veslur-Pýskalandi, 27. júní. AP.
SJ() manns létust og átta slösuðust í
dag þegar frönsk Mirage-orustuþota
og vestur-þýsk einkaflugvél rákust
saman í lofti yflr bænum Biberach, að
því er segir í fregnum lögreglunnar.
Lögreglan tilkynnti í kvöld að
fjögur lík hefðu fundist á jörðu
niðri í rústum húsa er eyðilögðust
þegar flak Mirage-þotunnar féil yf-
ir þorpið Birkendorf rétt fyrir norð-
an Biberach. Flugmaður orustu-
þotunnar og tveir menn sem voru
um borð í einkaflugvélinni létust
samstundis.