Morgunblaðið - 28.06.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1983
Asa Björg Asgeirs-
dóttir — Minning
Fædd 15. júní 1964
Dáin 18. júní 1983
í dag kveðjum við ástkæra
frænku, Ásu Björg, sem langt
fyrir aldur fram er kölluð á fund
feðranna. Ása Björg var dóttir
Sigurlínar S. Óskarsdóttur frá
Hábæ og Ásgeirs Friðjónssonar.
Hún var fædd í Reykjavík og átti
þar heima mestan hluta ævi
sinnar.
Hún Ása Björg var um margt
sérstök stúlka. Ég minnist hennar
fyrst þegar hún var þriggja ára.
Hún var óvenju svipsterkt barn,
með stór augu og gullna lokka.
Hún var fjörug og síkát en vildi
fara sínu fram. Helst vildi hún
vera í sunnudagafötunum alla vik-
una. Já, hún vildi vera fín í tauinu
hún Ása mín.
Nokkrum árum síðar erum við
saman í Þykkvabænum hjá afa og
Gústu. Hún flögrar um hlaðið, tín-
ir sér túnfífla, býr sér til krans og
skartar. Á kvöldin þegar við
Gústa vöskum upp, segir Ása
okkur sögur og leikur kallana í
sveitinni af mikilli list.
Á skólaárum mínum er ég tíður
gestur á heimili Siggu frænku. Þó
að þar sé stundum þröngt í búi er
gestrisnin einstök. Alltaf fagnar
Ása mér vel og stundum með gjöf-
um. Enginn er örlátari en Asa.
Mamma hennar segir mér að hún
gæfi utan af sér fötin ef hún fengi
sjálf að ráða. í skólanum er Ása
dugleg að starfa. Hún semur heilu
leikritin og leikur af mestu snilld.
Hún hefur alveg ótrúlegt hug-
myndaflug. Og hún teiknar líka
öllum betur, einkum skopmyndir,
þar sem kímnigáfan nær alveg
fram í fingurgóma.
Eftir því sem árin líða eignast
Ása fleiri vini. Hún er vinsæl,
enda er hún alltaf hrókur alls
fagnaðar og tekst alltaf að koma
fólki í gott skap. Það vantar mikið
í hópinn ef Ása er ekki með.
Að grunnskólanum loknum fer
Ása að vinna, ýmist í Reykjavík
eða Ólafsvík. Síðastliðinn vetur
fer hún síðan í myndlistarnám til
Danmerkur. Þar stendur hún sig
vel og sýnir að hún er efni í list-
málara. Þegar hún kemur heim nú
í byrjun júní sýnir hún fjölskyldu
sinni fallegar myndir sem hún
hefur málað í skólanum. Þessar
myndir urðu því miður þær síð-
ustu sem Ása málaði því aðeins
tveimur dögum eftir 19 ára af-
mælið er Ása látin. Þessi stúlka
sem átti framtíðina fyrir sér og
átti eftir að njóta dásemda full-
orðinsáranna. Hver er tilgangur-
inn? Það er ekki í valdi okkar
mannanna að efast um tilgang
Guðs. Hans ráðstafanir hljóta að
vera réttar. Hann hlýtur að hafa
ætlað Ásu annað og verðugra
hlutverk en hún hafði hér meðal
vor.
Við kveðjum Ásu með trega og
söknuði. Minningin um skemmti-
legar stundir með henni lifir.
Elsku Sigga frænka, ég votta
þér, fjölskyldu þinni og vin'um Ásu
Bjargar innilega samúð mína.
Steinunn Ósk
Útburðarmálið:
Leiðrétting
JÓN Steinar Gunnlaugsson for-
maður Lögmannafélags íslands
hafði samband við Morgunblaðið
út af frétt í blaðinu í gær um mál
hjóna, sem Hæstiréttur dæmdi til
að rýma íbúð sína.
31
í fréttinni var sagt frá því að
hjónin hefðu farið fram á frestun
framkvæmdar dómsins og vitnað í
bréf hjónanna til Hæstaréttar þar
sem þau sögðu að „Jón heitinn
Ragnarsson hafði verið skipaður
af Lögmannafélagi íslands" til að
fara með mál þeirra. Einnig að
lögmaður þeirra í Belgíu hafi
gengið frá bréfi til Lögmannafé-
lagsins þar sem óskað hafi verið
eftir skipun annars lögmanns
vegna fráfalls Jóns E. Ragnars-
sonar.
Jón Steinar sagði að Lögmanna-
félag íslands skipaði aldrei lög-
menn til að fara með mál ein-
stakra manna. „Að því er þetta
mál varðar, skrifaði belgíski lög-
maðurinn Lögmannafélaginu -bréf
og kvartaði undan því að þetta
fólk ætti erfitt með að fá lög-
mannsaðstoð hér á landi. Þá hafði
ég persónulega milligöngu um að
koma belgíska lögmanninum í
samband við Jón E. Ragnarsson,
sem reyndist fús til að taka málið
að sér. Þetta kom aldrei til kasta
Lögmannafélagsins, enda skipar
það ekki lögmenn til að fara með
mál einstakra manna," sagði Jón
Steinar.
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Bútasala — Bútasala
Teppasalan, Laugaveg 5.
ísl. handverksm.þj.
hefur starfskrafta.
Sími 23944 frá kl. 7—11 f.h.
Trésmiður til aðstoðar
Uppsetning á öllum innróttingum
og huröum. Panel- og þilju-
klæöningar. Sími 40379.
Hilmar Foss
Lögg. skjalþýö. og dómtúlkur.
Hafnarstr. 11, sími 14824.
Víxlar og skuldabréf
i umboössölu.
Fyrirgreiöslustofan, Vesturgötu
18, simi 16233. Þorleifur Guö-
mundsson, heima 12469.
Konan sem lagöi inn
bréfið
sitt í Landsbankann á þriöjudag-
inn 21. og hitti mig á eftir, vin-
saml. hringdu i sima 31672,
þriöjud. 28. kl. 18.00.
1.—3. júlí 1983
Hekluferð
Gengiö veröur á Heklu, gist á
farfuglaheimilinu Leirubakka,
nánari uppl. á skrifst. Laufásvegi
41 og í síma 24950.
Farfuglar.
UTIVISTARFERÐIR
Helgarferðir 1.—3. júlí
1. Húsafell. Tjaldgisting. Sund-
laug. Gönguferöir, t.d. í
Surtshelli.
2. Eiríksjökull. Tjaldgisting.
3. Þórsmörk. Gist i nýja Útivist-
arskálanum í Básum. Göngu-
feröir fyrir alla.
Sumarleyfi:
1. Noröur-Noregur, Trmosö.
Göngu- og skoöunarferöir frá
Tromsö. Ódýrt flug.
2. Hornstrandir — Hornavík.
15,—23. júlí.
3. Hornstrandir — Aöalvík.
15.—23. júlí.
4. Aöalvík — Lónafjöröur —
Hornavík. 15.—23. júli (B).
Upplýsingar og farseölar á
skrifstofunni, Lækjargötu 6A,
sími 14505 (símsvari).
Sjáumst.
Útivlst.
Fíladelfía
Kveöjusamkoma fyrir Norsku
lúörasveitina i kvöld kl. 20.00.
Fjölbreytt dagskrá.
Ath.: Samkoman veröur í Fíla-
delfíu
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR 11798 og 19533.
Sumarleyfisferðir:
1. —10. júlí: Hvítárnes — Þver-
| brekknamúll — Þjófadallr.
j Gönguferö milli sæluhúsa. I
þessari ferö veröur farið í Karls-
drátt, gengiö á Hrútfelliö (1410
m), Fjallkirkjuna og víöar. Farar-
stjóri: Hjalti Kristgeirsson.
2. —9. júlí (8 dagar): Hornvík
Hornstrandir. Gist í tjöldum. Far-
j arstjori: Gísli Hjartarson.
2. —9. júlí (8 dagar): Borgar-
fjöröur eystri — Loömundar-
fjöröur. Flogið til Egilsstaöa,
þaöan með bíl til Borgarfjarðar.
Gist í húsum. Fararstjóri:
Tryggvi Halldórsson.
Allar upplýsingar og farmiöa-
sala á skrilstofunni, Óldugötu
3.
Feröafélag islands.
Hörgshlíð 12
Samkoma í kvöld kl. 8.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR 11798 og 19533.
Miövikudagur 29. júní:
1. Kl. 08 Þórsmörk. Góð gisti-
aöstaöa, fallegt umhverfl.
Farmiöar seldir á skrifstof-
unni, Öldugötu 3.
2. Kl. 20 (kvöldganga) Búr-
fellsgjá — Kaldársel. Verö kr.
100,-. Farmiöar viö bíl.
Feröafélag islands.
eOEOWRNCWtFELAQ ISLANOSB
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR 11798 og 19533.
Helgarferðir 1.—3. júlí:
1. Húnavatnssýsla — Vatns-
dalsá — Alskaskálará. Gist í
húsi. Gengiö með Alkaskál-
ará.
2. Þórsmörk. Gönguferöir um-
svæöiö. Gist í sæluhúsi.
Farmiöasala og allar upplýsingar
á skrifstofunni, Öldugötu 3.
Feröafélag islands.
K
«.ii
ÚTIVISTARFERÐIR
Miðvikud. 29. júní kl. 20.00.
Selför á Almenninga. Létt
j ganga fyrir alla. Veör 130 kr. og
j frítt fyrir börn. Brottför frá bens-
I ínsölu BSi (í Hafnarfiröi v/kirkju-
| garö).
radauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
til sölu
Fiskverkunarstöð
á Suðurlandi
Stööin er í 2200 fm húsnæöi. Allur búnaöur
fyrir saltfiskskreiðar og síldarverkun, enn-
fremur aöstaða fyrir véla- og netaverkstæöi
Þorsteinn Garöarsson,
viöskiptafræðingur,
kvöld og helgarsími 99-3834.
Fiskibátur óskast
Höfum kaupanda aö góöum um 100 tonna
bát. Þarf að vera góöur togbátur.
Vantar einnig 12—60 tonna báta á skrá.
Eignahöllin SSl?skipasi“a
Hilmar Victorsson vlösklptafr.
Hverfisgötu76
l húsnæöi í boöi
Ferðafólk Akureyri
2ja herb. íbúö meö öllum húsbúnaði til leigu.
Upplýsingar í síma 96-23525.
tilkynningar
Hestamannafélagið
Andvari í Garðabæ og
Bessastaðahreppi
Dregiö hefur verið í happdrætti félagsins og
upp komu eftirtalin númer:
1. vinningur: Reiöhestur aö andviröi 25.000
krónur nr. 4895.
2. vinningur: Feldmann-hnakkur nr. 2870.
3. vinningur: Feldmann-hnakkur nr. 321.
Vinninga skal vitja hjá formanni félagsins,
Andreasi Bergmann í síma 54079.
fundir — mannfagnaöir
Vörubílstjóra-
félagið
Þróttur
Almennur félagsfundur veröur haldinn í húsi
félagsins Borgartúni 33, fimmtudaginn 30.
júní 1983 kl. 18.15.
Fundarefni:
1. Tillöqur til lagabreytinga.
2. Formaöur Landssambands vörubifreiöa-
stjóra segir frá samningum viö Vegagerö
ríkisins.
3. Félagsmál.
4. Önnur mál.
Stjórnin.
Stjórnin