Morgunblaðið - 28.06.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.06.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1983 21 Varaforsetinn leikur við Borg Stokkhólmi, 27. júní. AP. GEORGE Bush, varaforseti Bandaríkjanna kom á mánudag í tveggja daga opinbera heimsókn til Svíþjódar til viðræðna við sænska forsætisráðherrann, Olov Palme, um heimsmálin. Bush mun einnig gefast kostur á að leika tennis við Björn Borg, sem var sigurvegari á alþjóðamóti tennisleikara í Wimbledon fimm sinnum. Bandaríski varaforsetinn flaug til Svíþjóðar frá Bergen í Noregi, þar sem hann fór í eins dags skemmtisiglingu ásamt konu sinni í Harðangursfirði. Hann hafði áður verið í Vestur-Þýzkalandi, þar sem andstæðingar Bandaríkjanna hentu grjóti og flöskum að bílalest varaforsetans í Krefeld á laugar- dag. Kanzlari Vestur-Þýzkalands, Helmut Kohl, hefur fyrirskipað rannsókn á því hvers vegna mót- mælendurnir voru ekki handsam- aðir áður en af grjótkastinu varð. Sagði kanzlarinn í dag að ofbeldis- aðgerðir mótmælendanna hefðu skaðað orðstír Þjóðverja utanlands og væru afsakanir yfirvalda í Rín- Westfalen alls kostar ófullnægj- andi. Fteistandi Færeyjaferðir meðRaianda Sumarleyfisferðir Faranda eru alltaf dálítið sérstakar. í ferðina til Vínarborgar komust færri en vildu, og þannig verður vafalaust með Farandaferðirnar til Færeyja. Þær eru nefnilega dálítið sérstakar. V aschenko-fólkið til Vesturlanda Vín, Moskvu, 27. júní. AP. FJÖLSKYLDA, sem tilheyrir hvítasunnusöfnuðinum í Sovétríkjunum kom í dag til Vínar eftir margra ára bið eftir vegabréfsáritun. Vín er fyrsti áfanga- staður fjölskyldunnar á leið hennar til ísrael. Það voru fimmtán meðlimir Vashchenko-fjölskyldunnar sem komu flugleiðis til Vínarborgar síð- degis í dag þar sem Lydia Vasch- enko, sem áður hafði fengið vega- bréfsáritun frá Sovétríkjunum og haldið til ísrael, kom til móts við fjölskyldu sína. Fimm ár eru liðin frá því Pyotr Vaschenko, 55 ára, eiginkona hans Augustina, 54 ára, Lydia og tvær systur hennar komust fram hjá sovéskum öryggisvörðum við bandaríska sendiráðið í Moskvu þar sem þau báðu um aðstoð við öflun vegabréfsáritana fyrir fjöl- skylduna. Lubov Vaschenko, sagði við kom- una í dag, að fjölskyldunni hefði verið tikynnt að þeim hefði verið veitt leyfi til að yfirgefa landið 22. júní síðastliðinn og væri hún þakklát bæði bandarískum og sov- éskum yfirvöldum. Farandi býður ferðir til Færeyja á þriðjudögum og laugar- dögum, prýðilega gististaði, möguleika á skoðunarferðum um eyjarnar átján, sérferðir til Klaksvíkur, heimsókn í Kirkjubæ, - og svo má ekki gleyma verslununum í Þórshöfn, sem margar hverjar gefa Kaupmannahafnarbúðunum lítið eftir! Við minnum sérstaklega á Ólafsvökuna. Þá dansa frændur okkar og syngja upp á gamla mátann og klæðast þjóðbúningi til hátíðarbrigða. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu okkar. ffaiandi Vesturgotu 4 - sími: 17415 -ferðir fyrir þá sem vilja eitthvað nýtt! Verkföllunum í Chile aflétt Santiago, Chile, 27. júní. AP. VÖRUBÍLAEIGENDUR og verka- lýðsfélög afléttu verkfalli sínu aðfara- nótt mánudags og sögðust vonast til að herstjórnin myndi hlusta á kröfur þeirra. Verkfallið sem staðið hafði í fjóra daga hafði ekki mikil áhrif á starfsemi í landinu aðra en vöru- flutninga og því var aflétt eftir að biskupar rómversk-kaþólsku kirkj- unnar gáfu út yfirlýsingu þar sem Israel: Augusto Pinochet og stjórn hans var hvött til að hefja samningavið- ræður við verkalýðsleiðtoga. Adolfo Quinteros, formaður sam- bands vörubílaeigenda, sagði á fundi með fréttamönnum að hann hefði staðið í óbeinum viðræðum við Enrique Montero, innanríkis- ráðherra, og tvo hershöfðingja. Hann sagðist vænta þess að beinar viðræður við stjórnvöld hæfust í þessari viku. Hungurverkfalli lækna er lokið Tel Aviv, 27. júní. AP. ÍSRAELSKU læknarnir sem verið hafa í hungurverkfalli síðustu tvær vikurnar hafa látið af því og í gær settust þeir að sinni fyrstu máltíð í háa herrans tíð. Verkfallið, sem stað- ið hafði yfir í 118 daga, leystist að hluta, er ísraelska ríkisstjórnin bauð læknum upp á að hlutlaus nefnd sæi um kjarabótaumræðurnar fyrir hönd ríkisvaldsins. Þessi niðurstaða er ekki góð til afspurnar fyrir ríkisstjórn Begins, en hún er túlkuð á þá leið að stjórnin hafi í raun gengið að öllum kröfum lækna. Fjármálaráðherr- ann, Roram Aridor, er sagður æfur út í félaga sína í stjórninni, þar sem hann hefur haldið mjög að sér höndum í ríkisútgjöldum til þess að stemma stigu við gífurlegri verð- bólgu. Óttast hann að læknarnir fái nú slíka kjarabót að það hleypi skriðu af stað í atvinnulífinu. Blöð í ísrael hafa látið að því liggja, að láti Aridor ekki af störfum, verði hann hreinlega látinn víkja. Það var Menachem Begin, for- sætisráðherra sjálfur, sem tók af skarið, en honum hafði borist til eyrna að dæmi væru til þess að sjúklingar þjáðust mjög vegna skorts á umönnun. Flóðin á Indlandi: Æ fleiri lík Nýja Delhi, 27. júní. AP. FLEIRI lík hafa fundist á flóöasvæð- unum í Gujarat á Indlandi og í gær var vitað um 412 sem drukknað höfðu í hinum miklu vatnavöxtura sem komu í kjölfarið á geysilegu rign- ingaveðri. Var ausandi rigning í marga daga og svo mjög bólgnuðu ár, aö flæddi yfir 30 stíflur. Indira Gandhi, forsætisráðherra Indlands, hélt til flóðasvæðanna í gær og skoðaði þau úr þyrlu. Hún sagði að umfangsmikið hjálpar- starf þyrfti til að koma öllu í samt lag á ný og hét því að verja meira fé til hjálparstarfs. 40.000 hús skol- uðust burt í einni borg og í annarri einangruðust 130.000 manns. Alls hafa 61.000 nautgripir drukknað og eignatjón annað hefur verið stór- kostlegt. J 1— Hótd f£~' Stykkishólmur Dýöur sumardaga viö Breiöafjörö Cisting í tvær nætur og sigling meö Baldri um Breiöafjörö, komiö viö í Flatey. Verö aöeins 1750 krónur. Skreppið í Stykkishólm, skoðið Snæfellsnes og Breiðafjarðareyjar - perlur íslenskrarnáttúru - slakið á í friðsæld á fyrsta flokks hóteli. Hótel Stykkishólmur JSm 938330

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.