Morgunblaðið - 28.06.1983, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1983
Pólsku fiskiskipin:
Greiðum 30% án þess
að leita í opinbera sjóði
— segir Haraldur Gíslason, stjórnarformaður Samtogs
BRÉFASKIPTI eru nú í gangi sam-
kvæmt heimildum Mbl. milli iðnaðar-
og viðskiptaráðuneytis vegna pólsku
fiskiskipanna sem væntanleg eru til
landsins. Iðnaðarráðherra sagði að-
spurður um málið í gær, að hann gæti
engar upplýsingar gefið á þessu stigi,
að hans ósk væri deildarstjóri í ráðu-
neytinu nú að vinna að úttekt á mál-
inu.
Samkvæmt heimildum Mbl.
munu spurningar m.a. hafa vaknað
um hvernig skipakaupin eru fjár-
mögnuð, en Samtog í Vestmanna-
eyjum, sem er kaupandi að tveimur
skipanna, fékk nýverið fyrir-
Tívolíið á Miklatúni:
30 þús. gestir
fram til þessa
GISKA má á að um 30 þúsund manns hafi sótt Tívolíið á Miklatúni
fram að þessu. Aðsóknin var mjög dræm í rigningarveöri síðustu viku,
en var á hinn bóginn mjög góð um helgina, að sögn Halldórs Guð-
mundssonar, blaðafulltrúa fyrirtækisins.
Halldór sagði það ráðast af mót nálguðust og eru fjárráðin
aðsókninni í þessari viku og um
næstu helgi hvort fyrirtækið
borgaði sig. Það færi ekki endi-
lega eftir þeim fjölda sem kæmi
heldur því hvernig fólk verði
sínu fé á svæðinu. „Við þóttumst
til dæmis sjá það á eyðslu
manna um helgina að mánaða-
því minni," sagði Halldór.
Þess má geta að Tívolínu lýkur
á sunnudag. Tækin verða að vera
komin í skip á þriðjudag og ekki
unnt að framlengja veru þeirra
hér, þar sem þau verða að vera
komin til Löge á Sjálandi fyrir
11. júlí.
Heimsókn
George Bush
GEORGE Bush, varaforseti
Bandaríkjanna, er væntanlegur til
landsins þriðjudaginn 5. júlí ásamt
eiginkonu sinni, Barböru, og fylgd-
arliði. Varaforsetinn kemur við hér á
leiðinni vestur um haf, en hann er
nú á ferðalagi um Evrópu.
Fyrsta daginn verður hann
viðstaddur móttöku bandaríska
sendiherrans í tilefni þjóðhátíð-
ardags Bandaríkjanna 4. júlí. Þá
situr hann kvöldverðarboð for-
sætisráðherrahjónanna á Hótel
Sögu.
A miðvikudag verða viðræður i
stjórnarráðinu, þar sem varafor-
setinn hittir að máli þá Steingrím
Hermannsson, forsætisráðherra,
og Geir Hallgrímsson, utanríkis-
ráðherra. Að þeim viðræðum lokn-
um verður farið til Þingvalla og
þar verður hádegisverður í boði
Alþingis.
Ef veður leyfir verður síðdegis
þann dag farið í laxveiði í Þverá í
Borgarfirði og munu þyrlur frá
varnarliðinu og landhelgisgæsl-
greiðslu hjá því opinbera til að
halda rekstri sínum gangandi, en
það eins og mörg önnur fyrirtæki í
fiskvinnslu og útvegi hefur átt í
miklum fjárhagserfiðleikum.
Kaupverð skipanna er rúmlega 2
milljónir dollara fyrir hvert þeirra.
70% kaupverðsins er fengið að láni
hjá skipasmiðastöðinni pólsku og
ríkisábyrgð er á þeim lánum.
Kaupendur verða aftur á móti
sjálfir að fjármagna 30%, sem
standa verður skil á fyrir komu
skipanna, en tvö þeirra koma í lok
þessa árs en hið þriðja í febrúar á
næsta ári.
Mbl. ræddi í gærkvöldi við Har-
ald Gíslason stjórnarformann
Samtogs, en Samtog er sameign
fjögurra fiskvinnslufyrirtækja í
Vestmannaeyjum. Spurningunni
um hvernig kaupin væru fjármögn-
uð svaraði hann á þá leið, að Sam-
tog hefði öll tilskilin Ieyfi til kaup-
anna og gengið hefði verið frá fjár-
mögnun, en það væri mál fyrirtæk-
isins hvernig að því væri staðið, en
þess bæri að geta að hér væri um
iangtímaáætlun að ræða, þar sem
þeir hefðu ákveðið kaupin fyrir um
tveimur árum þegar fyrirtækjun-
um gekk allt í haginn. „Eigendur
Samtogs hafa að fullu staðið við
allar skuldbindingar í sambandi
við kaupin og munu gera það
áfram, án þess að leita í opinbera
sjóði hvað þessi 30% varðar," sagði
hann.
Fífuhvammsbærinn rifinn
VINNUSKÓLI Kópavogs vinnur nú við að rífa gamla Fífuhvammsbæ-
inn, en hann er eitt af elztu húsum í Kópavogi. Bærinn eignaðist bæinn
er hann keypti Fífuhvamm. Að sögn Árna Björgvinssonar, verkstjóra
hjá bænum, hefur lengi staðið til að rífa bæinn, meðal annars í fyrra, en
ekki hefur orðið af því fyrr en nú. Byrjuðu börnin á verkinu í gær og
miðar vel áfram.
Fargjöld milli staða erlendis í flugi:
Geta verið bæði dýrari
og ódýrari hér á landi
George Bush, varaforseti
unni flytja veiðimennina frá Þing-
völlum. Síðdegis verður málsverð-
ur að Bessastöðum í boði Vigdísar
Finnbogadóttur, forseta íslands.
Árdegis á fimmtudeginum verð-
ur Stofnun Árna Magnússonar
skoðuð og síðan verður farið til
Keflavíkurflugvallar þar sem
varaforsetinn og fylgdarlið hans
kynna sér starfsemi varnarliðsins
og hitta starfslið á flugvellinum.
Heimsókninni lýkur kl. 13.00 þann
sama dag.
— segir Stefán Halldórsson hjá Arnarflugi
„EIN ÁSTÆÐAN fyrir þessu er sú, að algengt er, að settar séu reglur
varðandi hin lægri fargjöld, sem í boði eru hverju sinni, sem kveða á um, að
þau megi aðeins selja í þeim löndum, sem verið er að fljúga á milli,“ sagði
Stefán Halldórsson, hjá Arnarflugi, í samtali við Mbl., er hann var inntur
eftir ástæðum þess, að á stundum kemur fram mismunur á verði á flugfar-
seðlum milli staða erlendis, eftir því hvort þeir eru keyptir hér heima, eða á
staönum.
„Þessar reglur eru settar til að
koma í veg fyrir, að flugfélög í
einu landi geti boðið óvenjulega
hagstæð fargjöld frá sínu heima-
landi til annars ákvörðunarstaðar
og selt þau í þriðja landinu. Hægt
væri að hugsa sér, að það væri
hagstæðara fyrir brezka ferða-
menn, að fljúga í gegnum Holland
til Sviss, en að fljúga með brezk-
um flugfélögum beint," sagði Stef-
án Halldórsson.
Veðurútlit fram að helgi:
Votviðri sunnanlands og vestan
en góðviðri norðanlands og austan
„VIÐ ERUM á það órólegum stað, að ég get ekkert sagt um horfurnar
nema næstu fimm daga, á vangaveltum lengra fram í tímann væri ekkert
byggjandi,“ sagði Markús Á. Einarsson veðurfræðingur er við spurðum
hann hvað þeir Veðurstofumenn héldu um veðurhorfur í sumar, hvort hér
yrði votviðrasamt eða þurrt og sólbjart.
„Fimm daga spárnar, sem
gerðar hafa verið í miðstöð evr-
ópskra veðurstofa í Englandi,
hafa reynst vel, en stefnt er að
því að lengja þessar spár upp í
tíu daga.
Samkvæmt þessum spám
verða suðvestlægar áttir ríkj-
andi fram að helgi. Það þýðir að
um sunnan- og vestanvert landið
verður fremur skýjað og úrkoma
alltaf öðru hverju, en um norð-
austanvert og austanvert landið
ætti að verða gott veður.
Þetta þýðir þó ekki að alls
ekkert geti rofað til hér sunnan-
lands, og samkvæmt þessum
spám yrði það helzt miðvikudag-
urinr, sem gæti orðið góður
hér,“ sagði Markús.
Markús sagði að öðru hverju
hefðu Veðurstofunni borist spár
fyrir heilan mánuð, þar sem
reynt hefði verið að segja fyrir
um hvort mánuðurinn hafi átt
að vera votviðrasamur eða þurr,
hlýr eða kaldur. Þær koma ekki
reglulega, en á sínum tíma tók
Markús þær saman og við sam-
anburð á þeim og raunverulegri
veðráttu hefði komið í ljós að
fyrir okkar svæði var ekkert á
þeim byggjandi, eins og hann
orðaði það.
„Vitaskuld eru veðurfræð-
ingar um heim allan að reyna að
vinna að því að lengja spátíma-
bilið, en það gengur hægt og það
lengsta og bezta sem nú er völ á
að mínu mati er það sem kemur
frá evrópsku miðstöðinni í Eng-
landi, en við fáum frá henni
daglega yfirlit fimm daga fram í
tímann, þar sem reynt er að
glugga í helztu þróunareinkenn-
in, og hafa þær ekki reynst illa,“
sagði Markús.
í aðalatriðum er útlit fyrir
hæglætisveður hér á landi fram
að helgi. í dag, þriðjudag, verður
líklega vestanátt og bjartviðri á
austanverðu landinu, en skýjað
og suddi sunnanlands og vestan.
Á miðvikudag gæti birt til en
síðan þykknar líklega aftur upp
á fimmtudag, samkvæmt upplýs-
ingum Veðurstofunnar. Þrálátt
háþrýstisvæði, sem lítill bilbug-
ur er á, er suður og suðaustur í
hafi og beinir það lægðum að ís-
landi. Svo virtist þó sem róleg-
heit myndu færast yfir veðra-
kerfin hér norður uppi og hugs-
aniega væri hægt að fara að gera
sér einhverjar vonir um breyt-
ingar, en þær voru þó ekki sjá-
anlegar.
„Önnur ástæða fyrir þessu getur
verið gengisþróunin. Svokallað
farseðlagengi er hækkað í ákveðn-
um stökkum, þannig að ákveðinn
mismunur getur komið fram í
verði. Notkun slíks gengis er í
raun bráðnauðsynleg fyrir ís-
lenzku félögin, vegna sífellds
gengissigs. Á meginlandi Evrópu
breytist verð aftur á móti yfirleitt
ekki,“ sagði Stefán Halldórsson
ennfremur.
Stefán sagði ennfremur, að það
væru ekki síður dæmi um hið
gagnstæða, það er, að farseðlar í
flugi milli staða erlendis væru
ódýrari hér á landi, en ef þeir
væru keyptir erlendis. Mætti þar
til dæmis nefna, að sé farseðill
keyptur hér á landi, er hann
reiknaður samkvæmt venjulegu
gengi, en ef hann er keyptur er-
lendis, greiðist hann væntanlega
með gjaldeyri, sem keyptur hefur
verið með 10% álagi.
Hasssmygl:
Tveir útlending-
ar kyrrsettir
Utlendingunum tveim sem sátu í
gæsluvarðhaldi vegna smygls á 800
grömmum af hassi hefur verið sleppt
og málið sent saksóknara.
Ctlendingarnir tveir voru hand-
teknir 3. júní, annar í Reykjavík en
hinn á Höfn í Hornafirði. Voru þeir
þá nýkomnir frá Glasgow og Lon-
don þar sem þeir höfðu keypt
hassið. Hald var lagt á 200 grömm,
en þeir höfðu þegar selt 600
grömm. Mennirnir hafa verið kyrr-
settir hér á landi, þar til ákæra
verður gefin út. Þeir komu hingað
til lands í fyrrahaust og hafa unnið
hér á landi síðan þá.