Morgunblaðið - 28.06.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.06.1983, Blaðsíða 24
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1983 Minning: Jakobína Pálma- dóttir kennari Fædd 1. aprfl 1912. Dáin 18. júní 1983. Ég vil því trúa, art dauúinn sé ei dauði, en dýrleg lausn frá eymd og sorg og neyð. Ég vil því trúa hann auðgi mig þeim auði, sem einn á himneskt gildi á vorri leið. Ég trúi því, að ástin ódauðlega sé aðalþáttur lífsins bak við gröf, og það sem kvaddi ég hér með harmi og trega mér heilsi á ný sem ódauðleikans gjöf. K-S. — Bína systir er dáin! Þegar Gunna frænka hringdi til þess að segja mér þessa voðafregn, fannst mér naumast geta verið um raunveruleika að ræða. Aðeins nokkrum dögum áður hafði ég kvatt þær systur, svo innilega hressar í bragði, er þær héldu norður til Akureyrar í leit að framtíðarhúsnæði fyrir sig. Þær höfðu báðar skilað sínu langa og dygga ævistarfi, og nú skyidi elli- áranna notið i faðmi Eyjafjarðar- ins, sem fóstrað hafði ættmenni okkar mann fram af manni, þar sem minningar fegurstu æviár- anna höfðu orðið til. Sem snöggvast fannst mér helmyrkrið gagntaka mig. Það var svo erfitt að gera sér grein fyrir því, að svo snögglega væri hún horfin, hún, sem gengið hafði mér barnungum í móðurstað, svo að ég hafði alla tíð síðan fengið að njóta umhyggju hennar og ástúðar, sem verið hafa mér og mínu fólki leið- arljós á iðulega torrataðri lífsleið- inni. En eins og sólargeisli gegnum sortann skein mér minning henn- ar, rétt eins og enn einu sinni stryki hún mér um vangann til að hugga mig og styrkja mig í trúnni á guðlega forsjón, endurfundi ástvinanna og eilíft líf að loknu þessu. Jakobína Pálmadóttir, eða Bína frænka, eins og við þekktum hana betur, var dóttir hjónanna Krist- ínar Sigfúsdóttur, skáldkonu, og Pálma Jóhannessonar, bónda, sem þá bjuggu að Kálfagerði í Saur- bæjarhreppi í Eyjafirði. Hún var fjórða barn þeirra hjóna, fædd 1. apríl 1912. Að þeim Kristínu og Pálma standa rótgrónar eyfirskar ættir. Þau giftu sig árið 1901, og bjuggu fyrstu tvö árin að Helgastöðum, en fluttust árið 1903 að Skriðu. Þar fæddust tvö fyrstu börnin, Hólmgeir árið 1903 (dáinn 1956) og Sigrún árið 1907 (dáin 1932). Árið 1908 fluttist fjölskyldan að Kálfagerði og þar fæddust þrjú börn auk Jakobínu, Hannes árið 1909 (dáinn 1911), Jóhannes árið 1914 (dáinn 1978) og Guðrún árið 1917, en hún er búsett í Reykjavík. Fósturdóttur ólu þau hjónin upp, Lilju Jónsdóttur, fædda 1921, og er hún búsett að Kristsnesi í Eyja- firði. Jakobína ólst upp í Kálfagerði til ársins 1930, er Pálmi brá búi og flutti á mölina til Akureyrar með konu og yngri börnin. Við búinu tók Hólmgeir, elsti sonurinn. Um þessar mundir fer hvítu dauðinn hamförum um Eyjafjörð- inn og heggur stór skörð í raðir ungra sem aldinna. Kristneshæli er þéttskipað, margir dvelja þar langdvölum, sumir skemur, og enn aðrir eiga ekki þaðan afturkvæmt. Afleiðinganna sér merki á heimili Kristínar og Pálma. Þau sjá á eft- ir Sigrúnu dóttur sinni í gröfina NÁMSKEIÐ fyrir starfslið kirkjunn- ar í Hólastifti verður haldið í leikmannaskólanum á Hólum dag- ana 1.— 3. júlí næstkomandi, og verður þar fjallað um samstarf safnaðarfulltrúa, sóknarnefnda og sóknarpresta um andleg málefni safnaðarins. Fjallað verður um þetta í fyrir- lestraformi og með öðrum hætti, 1932, og Freygerði tengdadóttur sinni (móður minni) vorið 1933. Þá er Hólmgeir fársjúkur og nokkru síðar veikist Jakobína. Henni er komið til Reykjavíkur, þar sem hún hlýtur bata eftir nokkra legu á Landspítalanum. Nokkru eftir komuna norður fer Jakobína aftur suður til Reykja- víkur. Hún hefur náð heilsu og er nú komin til náms í saumaskap, en á því sviði var hún gædd afburða snilli og kunnáttu, enda varð það ævistarf hennar. Ekki aðeins að sníða og sauma, heldur tileinkaði hún sér þekkingu á víðfeðmari sviðum hannyrða, og hélt á kenn- araferli sínum til Kaupmanna- hafnar til að fullnuma sig í hann- yrðum. Kennslu á þessu sviði stundaði hún víða um land, nú síð- ast við Húsmæðraskóla Reykja- víkur, þar sem hún leiðbeindi uns hún hætti kennslustörfum fyrir aldurs sakir fyrir nokkrum árum. Afi og amma hófu búskap sinn á Akureyri í húsinu númer 19 vií Brekkugötu. Það hús var ekki að- eins stórt í eiginlegri merkingu. heldur miklu fremur hinni óeigin- legu. Þar áttu allir athvarf, sem þangað leituðu. Öllum var tekií opnum örmum, hverjum sem var og hvernig sem á stóð, aðallega fyrir tilstuðlan ömmu, sem alltaf gaf sér tíma til að sinna vanda- málum hvers og eins og laða fram eitthvað gott í sérhverri mann- eskju. Hún sat venjulegast við gamla saumavélarborðið sitt, reykti pípu, skrifaði með sverum sjálf- blekungi, hlustaði, huggaði og gaf holl ráð, og hugsunarháttur henn- ar hafði sín áhrif á alla fjölskyld- una, svo að maður varð betri og jákvæðari af samvistum við hana. Þarna var jafnan margt um manninn, og allir innilega vel- komnir. Síðar heyrði ég ömmu iðulega segja mæðulega, er líða tók á daginn: „Æi, ætlar nú enginn að koma í dag?“ Slíkir dagar voru mislukkudag- ar í hennar augum. Við mamma áttum líka athvarf í Brekkugötu 19, þegar hún fékk að fara af sjúkrahúsinu haustið 1932. Þar með var ég kominn inn á heimili afa og ömmu, og orðinn einn af fjölskyldunni. Þangað kom pabbi líka, þegar hann hafði náð heilsu, þótt löngu síðar væri. Þarna ólst ég upp, í þessu trausta og unaðslega umhverfi, við um- hyggju og ástúð, í faðmi sam- hentrar fjölskyldu, sem kappkost- aði umfram allt annað að ræða það góða í manneðlinu. Allt frá því fyrsta var Bína frænka mér eins og besta móðir, og þegar hún fór að kenna vetur- langt utan Akureyrar, var það helsta tilhlökkunarefnið að hún kæmi heim. Á viðkvæmustu upp- vaxtarárum mínum var hún ör- geðja unglingnum sá einlægi fé- lagi og vinur sem ég gat alltaf leit- að til með gleði mína'og sorg, og hlaut hverju sinni þá hvatningu, huggun eða hrós, sem best átti við hverju sinni, og fór harla lítið fyrir ávítum og snuprum, þótt vissulega væri til unnið, því að fyrirgefningin og ástríkið var öllu ofar. Þessi umhyggja dofnaði aldrei, m.a. verður settur á svið sóknar- nefndarfundur þar sem margvís- legustu efni verða tekin fyrir. Leitað verður svara við því hvaða hugmyndir menn hafa um sóknar- nefndir, hvort þeim beri aðeins að huga að viðhaldi kirkjuhússins eða einnig andlegu viðhaldi safn- aðarins. Fyrirlesarar á námskeiðinu þótt árin liðu, og þegar drengirnir mínir og nú síðast sonarsonurinn komu til sögunnar, gegndi alveg sama máli um þá. Það er sannfær- ing mín, að henni hafi ekki verið síður umhugað um ömmuhlut- verkið gagnvart þeim en móður- hlutverkið gagnvart mér, og tengdamóðurhlutverk hennar var frábærlega af hendi leyst, og átti eiginkona mín sannarlega hauk í horni þar sem Bína frænka var. Ein helsta ánægja okkar hefur jafnan verið „að líta inn á Háaleit- isbrautinni hjá Bínu og Gunnu", en þær systur hafa um tveggja áratuga skeið búið sér menning- arheimili í sama anda og ríkti hjá afa og ömmu, og var samnefnari allrar ættarinnar. Þangað komu allir í ættinni sem mögulega áttu þess kost í hvert sinn sem eitthvað stóð til. Enginn viðburður innan ættarinnar, í gleði eða sorg, átti sér stað án þess að Bína og Gunna legðu á sig ærna fyrirhöfn til þess að allt mætti fara sem best fram, og er alltof langt mál upp að telja, en líður engu okkar úr minni. Virðing okkar fyrir þeim var ótvíræð, og við stöndum í þakk- arskuld, sem seint verður goldin til fulls. Á kveðjustund er margs að minnast og fyrir mikið að þakka, en gegnum tárin gerum við okkur ljóst, að þetta er kveðjustund, en ekki leiðarlok. Minningin lifir um ástríki góðrar konu, sem hvar- vetna lét einungis gott af sér leiða, og í virðingu og þökk fylgja henni alúðarkveðjur yfir móðuna miklu, með fullvissu um endurfundi. Kf kærleik vantar, von og trúin deyja, þá verður jörð í geimnum kulnuð eyja. Han.s kraftur byggir háa stjörnuheima. Um hann er hverja öreind lífs að dreyma. KA Baldur Hólmgeirsson. I»að er ein hin æðsta sæla, elsku barn mitt, gleym því eigi, að geta ávallt glaður litið gengin spor á ævivegi. Þessar hendingar móður Jakob- ínu Pálmadóttur komu mér í hug er ég frétti lát hennar 18. júní sl. Þann dag lagði hún af stað frá Akureyri suður til Reykjavíkur, glöð og hress í fylgd með systur sinni og frændfólki. Engan grun- aði þá, að aðeins klukkustundar ferð væri framundan, og þá væru gengin spor á ævivegi öll. Jakobína Pálmadóttir var fædd 1. apríl 1912. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Sigfúsdóttir rithöfundur frá Helgastöðum og Pálmi Jóhannesson frá Skriðu í Saurbæjarhreppi. Jakobína minntist oft æsku sinnar og alltaf á hlýjan og skemmtilegan hátt. Þá kom ást hennar á foreldrum og systkinum skýrt fram. Það var oft heillandi að hlusta á hana, því frásögn verða Gerður Pálsdóttir Grund- arsókn, séra Guðni Þór ólafsson, Sigurður P. Björnsson Húsavík- ursókn og séra Vigfús Þór Árna- son. í sambandi við námskeiðið verð- ur aðalfundur Hólafélagsins hald- inn að Hólum í Hjaltadal sunnu- daginn 3. júlí klukkan 16. Áuk venjulegra aðalfundarstarfa verð- ur framtíð Hólafélagsins rædd. hennar var lipur og skopskynið var gott, en ætíð beitt innan hóf- legs ramma. Leiðir okkar Jakobínu lágu sam- an 1961, er hún réðist sem handa- vinnukennari að Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Hún var þá enginn byrjandi í starfi, hafði að baki langa starfsreynslu í öðrum skól- um. Það var tilhlökkunarefni að fá hana að skólanum, þar sem við vissum að hún hafði marga góða kosti til að bera. Hún setti óneit- anlega svip á umhverfið með hinni háttvísu og hlýju framkomu sinni. Hún sýndi trúmennsku í starfi og var hin góða fyrirmynd. Það var áberandi hve fljót hún var að átta sig á hlutunum, og ætíð kom hún fram til góðs og benti jafnan á hinar jákvæðu hliðar málanna. Ég minnist hennar við mörg tækifæri í skólanum. Á rnörgum sviðum var hún okkur ómetanleg stoð, til að mynda við allan söng, því hún hafði fagra rödd og var svo lagvís að aldrei skeikaði neinu. Þetta var okkur mikil hjálp við morgunsönginn, sem alla tíð var iðkaður í skólanum. Á fyrstu litlu jólunum, sem hún var með okkur, setti hún á svið þátt úr leikritinu „Tengdamamma" eftir móður sína. Ég man að ég bað hana að velja þátt til flutnings og valdi hún efni, þar sem uppgjör var á milli gamla og nýja tímans. Þetta heppnaðist svo vel og varð svo vinsælt, að með tilliti til þess að árlega komu nýir nemendur, höfð- um við þetta fastan lið á hverjum jólum, öllum til ánægju. Á kvöld- vökum kom það stundum í hlut okkar kennaranna að skemmta og þá var hlutur Jakobínu stór. Hún var ekki lengi að setja saman langan og smellinn brag. Svo æfði hún sönginn og brá sér í hvaða gervi sem var, jafnt tánings sem garr.allar konu. Jakobína var framúrskarandi góður kennari og ég held að hún hafi verið sannur vinur nemenda sinna. Það ríkti ró og festa í tím- um hjá henni. Oft leit ég inn í kennslustund hjá henni og þar sá ég aldrei óánægt andlit, heldur bros og ákafa yfir því, sem unnið var að. Það var auðséð, að kennara og nemendum leið vel. Þetta var mér gleðiefni. í 14 ár stóð sam- starf okkar, en hennar starfsferill varð lengri við skólann. Jakobína bjó með Guðrúnu syst- ur sinni eftir að þær fluttust til borgarinnar. Þær áttu stórt og yndislegt heimili, þar sem sönn gestrisni var í hávegum höfð. Þar var mikill og góður bókakostur, enda var Jakobína víðlesin og mjög bókmenntalega sinnuð. Þær systur opnuðu heimili sitt fyrir bræðrabörnum sínum og börnum fóstursystur sinnar, og ég held að varla hafi verið til sá hlut- ur, sem þær ekki vildu gera fyrir þau, stæði það í þeirra valdi. Jak- obína talaði oft um unga fólkið sitt, og alltaf var það sama óskin hjá henni að veita þeim alla þá menntun, sem efni stóðu til, og að þau yrðu góðir þjóðfélagsþegnar. Ég held að henni hafi orðið að ósk sinni. Jakobína hætti kennslu fyrir þrem árum og Guðrún systir hennar, sem um árabil hafði verið aðstoðarmatráðskona Landsspít- alans, lét af störfum 1. júní sl. Það var ætlun þeirra að flytja norður til Akureyrar, það var stóri draumurinn, og í þeim erindum voru þær á Akureyri að athuga um húsnæði o.fl. Ég hitti Jakobínu oft í vor og alltaf barst talið að þessari áætl- un þeirra, og það var auðfundið, að báðar hlökkuðu þær mjög til breytingarinnar. Þær voru góðar systur og samhuga um að láta gott af sér leiða. Ég finn sárt til með Guðrúnu, hennar missir er mikill, og allt frændfólkið sér á bak elskulegrar og góðrar frænku. Mér finnst dimmt yfir þessum júní-dögum, og það er söknuður í huga mér. En Kristín Sigfúsdóttir segir: Skinið er skæra.sl og heiULst í skúrum um morgun.sár; og bro.siú er bliÁast og hreinast, Hem blikar í gegnum tár. Innilegar samúðarkveðjur til Guðrúnar og hennar stóra frænd- liðs. Megi minningin um góða frænku milda sorg þeirra. Blessuð sé minning Jakobínu Pálmadóttur. Katrín Helgadóttir. Og nú fór sól aö nálgast æginn og nú var gott að hvíla sig, og vakna upp ungur einhvern daginn með eilífð glaða kringum þig. (Þorsteinn Erlingsson) Þessar ljóðlínur Þorsteins Erl- ingssonar hafa ómað í huga mín- um þessa döpru daga síðan kær fóstursystir mín, Jakobína Pálma- dóttir, lést af slysförum þ. 18. júní sl. Ástæðan er kannske sú, að oft er talið barst að brottför héðan úr heimi, þá fór hún með þetta ljóð. Jakobína var sérstæð og heil- steypt kona sem leit raunsæjum augum á tilveruna og virtist einkar lagið að taka hlutunum eins og þeir voru. Ýmislegt þurfti hún sjálf að reyna á lífsleiðinni en allt bar hún með sama jafnaðar- geðinu. Við höfum átt saman margar stórar stundir, bæði í gleði og sorg, og er ég innilega þakklát fyrir þær. Jakobína var auðug af göfgi hjartans og höfðingi ef til hennar var leitað. Var þá hvorki spöruð fyrirhöfn né annað sem mátti verða til að greiða úr fyrir þeim sem hjálpar þurftu með. Aldrei var slíkt talið eftir né á það minnst, svo sjálfsögð var hjálp- semi hennar. Fáa hefi ég þekkt sem gátu jafn óttalaust og á jafn raunsæjan hátt rætt um dauðann og lífsins óvissu. Ég veit líka að hún óskaði þess að fá að fara áður en elli og hrörnun buguðu líkama og sál. En þótt heilsan væri farin að bila vonuð- um við öll að enn væri langt að leiðarlokum. Síst áttum við von á því að kallið kæmi þennan sól- bjarta sumardag er allt virtist leika í lyndi. Á þessari kveðjustund er efst í huganum þakklæti til Jakobínu fyrir samveruna, þakklæti fyrir allt sem hún hefur fyrir mig gert og mína fjölskyldu. Það gleymist ekki en geymist í sjóði minn- inganna svo lengi sem hjartað slær. Nú opnar Tangið fóstran góða, faðmar þreytta barnið sitt hún býr þar hlýtt um brjóstið móða og blessar lokað augað þitt. Hún veit hve bjartur bjarminn var þótt brosin glöðu sofi þar. (l>orsteinn Krlingsson) Blessuð sé minning Jakobínu. Lilja Jónsdóttir Sunnudaginn 19. júní sl. barst mér sú sára fregn, að hún Bína væri dáin, að hún hefði farist í bílslysi daginn áður, þegar hún var á leiðinni norðan frá Akureyri til Reykjavíkur. Það setti að mér hljóðan grát. Af hverju? spurði ég. Ég kynntist Bínu þegar ég kom í fjölskylduboð á heimili þeirra systra, Guðrúnar og hennar, og það var mitt fyrsta af mörgum yndislegum boðum á því heimili. Bína sá alltaf björtu hliðarnar á lífinu, alltaf kát og hress og fólki leið vel í návist hennar. Hún var alltaf tilbúin að hjálpa öðrum, og það var gott að tala við hana, því að hún gat sett sig í spor annarra og skildi unga fólkið, enda sjálf ung í anda. Hún var snillingur í höndunum og engin önnur kom til greina að sauma brúðarkjólinn minn, þegar brúðkaup okkar Hólmgeirs var ákveðið, og ekki stóð á henni Bínu að sauma hann, og fékk hún Guð- rúnu systur sína til liðsinnis við sig. Þau voru ekki svo fá kvöldin, sem þær systurnar, Bína og Gunna, eyddu í það að sauma kjól- inn og dytta að blúndum og silki- borðum. Þegar ég kom til að máta og tók son minn með mér, lék Bína á als oddi, og þeim stundum gleymi ég aldrei. Ég er hreykin af því að brúðarkjóllinn minn var saumaður af Bínu. Hún Bína átti bók eftir eitt sitt uppáhalds skáld, Matthías Joch- umsson. Það var auðséð, að hún hafði haldið upp á hann lengi, því að sem barn hafði hún skrifað „Bína“ á þessa bók og merkt hana sér. Minningarnar um elsku Bínu eru margar, og alltaf mun ég hugsa til hennar með söknuði og Námskeið fyrir starfslið kirkjunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.