Morgunblaðið - 28.06.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.06.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNl 1983 29 Stærðfræðingar þinga að Flúðum ég vona, að henni líði vel, þar sem hún er nú. Ég vona, að leiðir okkar eigi eftir að liggja saman, þegar þar að kemur. Mig langar til að kveðja Bínu með broti úr sálmi eftir Matthías Jochumson. Ó, bk-snuA stund, er burtu þukan Ifbur, sem blindar þessi daurtleg augu vor, en »dri dagur, dýrAarskær og blídur, med drottins Ijósi skín á öll vor spor. Sigrún Gísladóttir Vissulega erum við oft minnt á það í daglega lífinu hve „örstutt er bil milli blíðu og éls“, sérstaklega þegar vinir og vandamenn eru burtkallaðir úr þessu jarðlífi með snöggum hætti. Það vekur okkur til umhugsun- ar um staðreyndir lífsins, að eitt sinn skal hver deyja og enginn veit hvenær dauðinn ber að dyrum. Við ástvinamissi og góðra vina finnst okkur víst flestum, að myndist tómarúm hið innra með okkur. Svo varð um mig þegar ég frétti andlát Jakobínu Pálmadóttur vinkonu minnar og samstarfskonu um 15 ára skeið. Þegar ég sit hér í tofunni minni í Húsmæðraskólan- um Ósk á ísafirði og skrifa þessar fátæklegu línur um hana, þyrpast að mér minningarnar frá þeim tíma sem við unnum hér saman. Þá var oft glatt á hjalla. Tóma- rúmið fyllist og ég ylja mér vð minningarnar, finn hve dýrmætt er að eignast góða vini. Þó þeir flytjist burtu um langan veg, jafn- vel yfir gröf og dauða, lifa þeir með okkur. Svo er líka Guði fyrir að þakka, að hann gaf okkur fyrir- heit um framhald lífsins á æðra stigi, þegar jarðvistinni hér líkur. Við eigum þá trú, að aftur hittist vinir hinu megin. Árið 1948 kom ég til ísafjarðar til þess að taka við skólastjórn Húsmæðraskólans á ísafirði. Hann var þá að flytjast 1 nýtt og glæsilegt skólahús og voru þetta merk tímamót í sögu hans. Tveir kennarar voru þá fastráðnir við skólann, þær Jakobina Pálmadótt- ir og Guðrún Vigfúsdóttir. Báðar voru þær búnar að kenna við skól- ann í þrjú ár og orðnar öllum hnútum kunnugar. Man ég, að mér fannst mikill styrkur í því að hafa þær mér við hlið, þá sjálf ung og óreynd. Jakobina var okkar elst og fann og strax, að hennar dóm- greind var óhætt að treysta. Þetta voru yndislegir dagar, fullir ann- ríkis, þegar við vorum að setja skólann, fallegan og nýjan, i stand til þess að taka á móti 40 stúlkum svo von var á þá um haustið. Allar gengum við að þessu starfi hress- ar og glaðar, án þess að spyrja hvort komin væri yfirvinna. Við bjuggum allar í skólanum, sem var eins og lítið samfélag og heim- ilisandinn var góður. Jakobína kenndi fatasaum og allar hannyrðir, sem i þá daga voru bæði fagrar og fjölbreyti- legar. Hún hafði mjög næman smekk fyrir hvað var fallegt og vel gert. Við nemendur sína var hún þolinmóð og kurteis, enda leituðu þær óhræddar til hennar, utan kennslustunda. Á stóru skólaheimili reynir mikið á hvern einstakling. Mér var mikill styrkur í að hafa Jakobínu mér við hlið, þegar eitthvað bját- aði á í skólalífinu. Benti hún mér þá gjarnan á tvær hliðar málsins og tók málstað þeirra, sem í hlut áttu. Aldrei heyrði ég hana hnjóða í nokkurn mann eða fella harða dóma. Hún var listelsk og fjölhæf, hafði yndi af söng og hafði góða söngrödd. Það var mikið sungið og spilað í skólanum í þá daga. Jak- obína las mikið og var vel heima í íslenskum bókmenntum og hag- mælt vel, enda átti hún ekki langt að sækja það, dóttir þeirrar merku konu, Kristínar Sigfúsdóttur, skáldkonu. Samtímis Jakobínu fyrir vestan var Hólmfríður Jónsdóttir kenn- ari. Var þeim mjög vel til vina og féll Hólmfríður, glaðvær og gáfuð, mætavel inn í kennarhópinn, enda bjó hún lengst af í skólanum. Sér- staklega eru mér minnisstæðir af- mælisdagar okkar kennaranna. Þá lögðu þær gjarnan saman og ortu vísur og bragi, sem síðan voru sungnir af mikilli kátínu. Jakobína var afar vinsæl og au- fúsugestur hvar sem hún kom, að ég nú ekki tali um hve kær hún var fjölskyldu sinni, sem er óvenju samhent og ástrík. Man ég vel eft- ir því, þegar systkinabörnin litlu komu til hennar í heimsókn, hve dátt var með þeim og henni. Hún saumaði og prjónaði og puntaði þau til. Eftir að þau urðu fullorðin hefur þessi góða frændsemi hald- ist. Veit ég, að þau sakna hennar öll sárt. Mestur er þó missir Guð- rúnar systur hennar, sem bjó með henni síðustu árin eftir að hún flutti suður. Marga ánægjustund- ina hefi ég átt með þeim systrum á fallega heimilinu þeirra. Ekki gleymi ég heldur móttökunum á Akureyri, hjá foreldrum þeirra, þessu elskulega gáfaða fólki. Þar andaði á móti manni góðvild og hjartahlýja. Nú þegar þessi trygga góða vinkona er burt kvödd, veit ég með vissu, að þær mörgu ungu stúlkur, sem hún hefur leiðbeint um dag- ana, minnast hennar með þökk og hlýju. Hér í Húsmæðraskólanum mun Jakobínu ávallt minnst með virð- ingu og þökk. Við Guðrún Vigfús- dóttir, samkennarar hennar um árabil, geymum minningu um góð- an vin og samstarfsmann og send-, um Guðrúnu systur hennar og öðrum ættingjum, innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hennar. Þorbjörg Bjarnadóttir, skólastjóri. Kveðja frá Zonta- klúbbi Reykjavíkur Jakobína Pálmadóttir, sem svo skyndilega er horfin, var um ára- raðir félagskona í Zonta. Jakobína var traustur félagi sem studdi af heilum hug þau mál sem unnið var að. Hún var öllum til fyrirmyndar með fágaðri framkomu sinni. Um leið og við þökkum henni trygga vináttu vottum við að- standendum hennar innilega sam- úð. F.h. Zontaklúbbs Reykjavíkur, Sigríður Haraldsdóttir. Umboðsmaður Angloschool hér á landi og Samvinnuferðir-Landsýn efndu fyrir skömmu til getraunar og var dregið úr úrlausnum nýlega. Upp kom nafn Ólafs Sigtryggssonar og hlýtur hann í verðlaun flugferð og mánaðar skólavist í Englandi. Ilrunamannahreppi, 24. júní. I þESSARI viku var haldin hér að Flúðum norræn ráðstefna stærðfrsði- kennara í grunnskóla og í kennara- menntun. Ráðstefnan hófst síðastlið- inn sunnudag og henni lýkur í dag, fostudag. þátttakendur voru 32, sextán íslendingar og sextán frá hinum Norð- urlöndunum, öllum nema Noregi. Rætt hefur verið um námið frá byrjun til kennaramenntunar, einn- ig um áhrif tölvunotkunar í nútíma þjóðfélagi o.fl. Ráðstefnugestum hefur líkað dvölin vel hérna að Flúð- um og einnig hefur verið farið í ferð- ir á fagra og sögufræga staði hér í Árnessýslu. I sambandi við ráðstefn- una hefur verið opnuð sýning á námsgögnum i kennslumiðstöðinni, Laugavegi 66 í Reykjavík. Verður sú sýning opin eitthvað fram í júlí. Sig.Sigm. 8ESJI «£? HJALPARKOKKURINN KENWOOD chef Verð kr. 7.465 ." (Gengi, 23.6/83.) með þeytara, hrærara, hnoðara, grænmetis- og ávaxtakvörn, plasthHf yfir skál. KENWOOD CHEF er til í þremur mism. litum. Ennfremur er ávallt fyrirliggjandi úrval auka- hluta, svo sem, hakkavél, grænmetisrifjárn, grænmetis- og ávaxtapressa, kartöfluafhýðari, dósahnífur ofl. Eldhússtörfin verða leikur einn með KENWOOD CHEF RAFTÆKJADEILD PURINA kattafóðrið fæst í helstu MATVÖRUVERSLUNUM NÆRING VIÐ HÆFI - RANNSÓKNIR TRYGGJA GÆÐI IRlcfí PURINA Umboðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.