Morgunblaðið - 28.06.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.06.1983, Blaðsíða 40
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1983 „ pcxkkabir Ipú afia þinum -Pyrir SmÚacLótið ?" ... að spyrja hann ekki hvernig honum hafi gengið í golf- inu. TM Rag U.S Pal Off —atl rtghts reservad •1983 Los Angetes Timas Syndicate Þetta er nú hola í lagi, kalla ég! Með morgunkaffinu Ég hef enn ekki komið auga á þessar sætu stelpur sem mvndirn ar voru af á ferðapésanum! HÖGNI HREKKVÍSI Efrihlíð: Smæð þessa ágæta barna- heimilis ætti líka að vera plús fyrir borgaryfirvöld — Opið bréf til Davíðs Oddssonar borgarstjóra Guðríður Loftsdóttir skrifar: „Ég er alveg á nálum síðan ég las Morgunblaðið 24.06 ’83, þar sem sagt er frá því að byggja eigi á svæðinu hjá Hamrahlíðarskóla. Það er út af fyrir sig jákvætt. En hvað verður um bæjarins besta barnaheimili sem heitir Efrihlíð og stendur á svæðinu miðju? Þetta er heimilislegasta barna- heimili sem ég veit um og það væri synd að leggja það niður. Það er í gömlu húsi sem þarf að endurnýja eða rífa, og líklegt er að það verði rifið. En hvað verður um starfs- emina? Verður henni haldið áfram í nýju húsi? (Vonandi.) Eða verður starfsemin rifin upp með rótum og börnum og fóstrum dreift á önnur barnaheimili út um allan bæinn. (Vonandi ekki.) Ég á þarna persónulegra hags- muna að gæta, þar sem sonur minn dvelur þarna á daginn. Að vísu er þetta barnaheimili lítið miðað við önnur á Reykjavíkur- svæðinu (aðeins tæplega 30 börn í allt) en það er um leið stóri plús- inn við það, því þess vegna m.a. reynist það vera sérstaklega heim- ilislegt fyrir börnin. Smæð þessa ágæta barnaheimilis ætti líka að vera plús fyrir borgaryfirvöld, því þá þarf heldur ekki að byggja svo stórt, ef út í það væri farið: Ég bið þig, háttvirti borgar- stjóri, að hafa skilning á máli mínu og leyfa hinum heimilislega anda Efrihlíðar að lifa, en ekki tvístra góðum hópi. Virðingarfyllst.“ Þessir hringdu . . * A hvaða for- sendu var verkið gefið frá Bessa- stöðum? Sigurbjörg Siguróardóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar að vita á hvað forsendu það byggist að forseti fslands taki málverk á Bessastöðum og gefi það og hvort það sé yfirleitt heimild fyrir slíku. Mér er sama þó að Arnfirðingar hafi gefið Sveini Björnssyni málverkið. Hvernig telja yf- ir- völd stætt á að loka fyrir þessa þjónustu? Móðir í Norðurbænum í Hafnar- firði hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Mig langar til að leggja orð í belg út af pistlin- um sem birtist í dálkunum hjá ,þér á miðvikudag í síðustu viku um gæsluvöllinn Norðurberg hér í bæ. Okkur mæðrunum í Norð- urbænum finnst það forkastan- legt, hvernig staðið hefur verið að þessu máli af hálfu bæjaryfirvalda og vildum við gjarna fá einhver svör frá þeim um það, hvort hér sé um tíma- bundnar ráðstafanir að ræða eða endanlegar. Hvernig telja yfir- völd sér stætt á að loka fyrir þessa þjónustu, á meðan tveggja til þriggja ára bið er eftir leik- skólaplássi fyrir börn í Norður- bænum? Við væntum svara við þessum spurningum. Kannski ekki von Guðmundur Gíslason, Kópa- vogi, hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Við, sem ekki viljum hundahald í Kópavogi og höfum sýnt það með atkvæða- greiðslu i skoðanakönnun, telj- um, að ekki hafi verið tekið mark á þeirri skoðanakönnun, og kannski ekki von, þegar bæjar- stjórn virðist meta meira hunda og hundaeigendur í Kópavogi en uppvaxandi æsku bæjarins, sbr. aðförina að Víghólaskóla. Enda erum við ekki jafn háværir og hundaeigendur og hundar, því að hvorirtveggju eru nú farnir að gelta og það hátt. Ennfremur langar mig til að fá það upplýst, hvað forseti ís- lands hefur heiðrað marga frá upphafi, fyrst herra Sveinn Björnsson og síðan hver og einn. Mér sýnist nefnilega, að núver- andi forseti, sem talaði um það í framboðsræðum sínum, að þetta þyrfti að gera með alveg sér- stakri varkárni, hafi verið ósínk- ur á orðurnar í sinni valdatíð. Þess vegna væri fróðlegt að fá töluiegan samanburð um þetta efni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.