Morgunblaðið - 30.06.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.06.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1983 5 E i 8 Sl **; S_. jL vJ sy. > n n n f -9 V I&i^. JL ^T.r n nnn n _ii—11—i \(R Tvær af tillögunum sem Valdís og Gunnar gerðu að hönnun götunnar. Vistgata að hol- lenzkri fyrirmynd Á FUNDI íbúasamtaka Uingholtanna í vor, voru kynntar svokallaðar vistgöt- ur og þegar Þórsgata var grafin upp, vegna gamalla lagna, fannst íbúum hcnnar tilvalið að gera hana að vistgötu. Sú hugmynd hefur verið samþykkt af hálfu borgarráðs og innan skamms verður væntanlega hafist handa við framkvæmdir. Vistgötur eru götur með tak- markaða bílaumferð, en því meira rými fyrir gangandi vegfarendur, og eru þær skreyttar með blóma- kerjum, trjám og fleiri vistlegum munum. íbúarnir tveir sem kynntu þessa nýstárlegu hugmynd eru hjónin Valdís Bjarnadóttir, arkitekt og Gunnar Ingi Ragn- arsson, verkfræðingur. Þegar svo Þórsgatan var grafin upp vegna gamalla lagna sem þurfti að endurnýja, kom upp hugmyndin að gera hana að vist- götu. Voru þau Valdís og Gunnar fengin til að gera tillögur um hönnun götunnar, en ennþá hefur engin endanleg ákvörðun verið tekin varðandi útlit hennar, né um arkitekta. í samtali við Mbl. sagði Gunnar Ingi að hugmyndin að vistgötum væri upprunnin í Hollandi og hefðu Hollendingar verið frum- kvöðlar í gerð þeirra, en nú væru vistgötur orðnar algengar í allri Mið-Evrópu. Gunnar Ingi sagði að Þórsgata væri í mörgum atriðum mjög heppileg undir vistgötu, þar sem húsin þar væru byggð alveg út í götu beggja megin og engir garðar sneru að götunni sjálfri. Á sólríkum dögum hefðu íbúar göt- unnar því engan stað til að sóla sig, nema úti á tröppum, og því væri heppilegt að skapa þannig tækifæri fyrir íbúana að njóta veðurblíðunnar í vistlegu um- hverfi þar sem lítil bílaumferð væri. Gunnar Ingi sagði ennfrem- ur að búið væri að rifa eitt húsið við götuna og væri því tilvalið tækifæri að nýta það sem útivist- ar- og leiksvæði fyrir börnin í hverfinu. Vistgata er tiltölulega nýtt fyrirbrigði á íslandi, en Gunnar Ingi sagði þó að í nýju hverfunum við Suðurhlíðar í Reykjavík væri gert ráð fyrir slíkum götum, sem óneitanlega gæfi nýja hverfinu vistlegri blæ innan um alla steinsteypuna. Borgarráð samþykkti þriðju- daginn 21. júní að verða við óskum íbúanna við Þórsgötu um breyt- ingar á henni, en Gunnar Ingi sagði að málið færi aftur fyrir skipulagsnefnd Reykjavíkurborg- ar á næstunni. Eftir það yrði væntanlega ákveðið hverjir hönn- uðu götuna og hvert útlit hennar yrði. Mbl. hafði tal af nokkrum íbúum Þórsgötu og voru þeir allir sammála um að almennt ríkti ánægja með þetta nýja fyrirkomu- lag og sögðu flesta mjög spennta yfir því hvernig til tækist. Ibúarn- ir taka mikinn þátt í þessum framkvæmdum og ríkir því mikil tilhlökkun með þetta framtak þeirra í götunni. Mikill áhugi fyrir fiskirækt á Austfjörðum (KMtagerdi, 28. júní. DAGANA 24. og 25. júní var aðalfundur Búnaðarsambands Austurlands haldinn að Hallormsstað. Auk venjulegra aðalfundarstarfa voru haldin er- indi um fiskirækt, en mikill áhugi er fyrir þeim málum hér um slóðir. Hafnar hafa verið skipulagðar veiðitilraunir í ám og vötnum með góðum árangri. Ráðinn hefur verið fiskifræðingur til austurlandsdeildar Veiðimálastofnunar og er þess vænzt að honum verði gert kleift að starfa hér allt árið og að nægilegt fjármagn verði tryggt í því skyni. Nokkur refabú hafa þegar tekið til starfa á sambandssvæðinu og einnig ullarkanínubú. Þar sem riðuveikin hefur herjað, binda menn nokkrar vonir við þessar nýju búgreinar, en riðuveiki í sauðfé virðist breiðast örar út en áður hér fyrir austan. Hvatti fundurinn sveitastjórnir, dýra- lækna og bændur almennt til þess að stöðva þessa óheillaþróun. Þá var rætt um möguleika á að koma upp einhvers konar hjálpar- þjónustu fyrir bændafólk sem á í erfiðleikum með að vinna erfiðari verk á búum sínum. Meðal margra ályktana var eftirfarandi sam- þykkt: „Fundurinn hvetur stjórnir búnaðarfélaga á sambandssvæð- inu og bændur almennt að beita sér fyrir átaki til bættra um- gengnishátta á bændabýlum." Ákveðið hefur verið að stofna búfræðslubraut við Eiðaskóla nú í haust og fer vel á því á hundrað ára afmæli búnaðarskólans, en hann starfaði einmitt sem slíkur fram til ársins 1919 er honum var breytt í alþýðuskóla. Hvernig til tekst byggist allt á aðsókn að hinni nýju námsbraut. Veðurfar hér eystra hefur verið kalt í mestallt vor, oft næturfrost í maí og jafnvel fram í júní. Gróð- ur var því seint á ferð, einkum í úthaga, og hefur lambfé verið á gjöf með lengsta móti. Undan- farna daga hafa þó verið hlýindi ásamt nægri vætu, og gróður því tekið vel við sér. G.V.Þ. HUGSA MARGIR SÉR TIL HREYFINGS Tími sumarleyfa . stendur sem hæst STt vid höfum á boð- fjk/ stólum geysi fjöl- mm' breytt úrval sumar- w 1 fatnaðar * „ÍSLENZK SPJÖR — BETRI KJÖR‘ " Batamerki júnímánaöar &KARNABÆR I . LAUGAVEGI 66 - GLÆSIBÆ - AUSTURSTRÆTI 22 Æ Vv SÍMI FRÁ SKIPTIRORDI flSOSS SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 85055 Og umboðsmenn um allt land Í Reykjavík: Austurstræti 22 — Laugavegi 20 — Laugavegi 66 — Glæsibæ. Úti á landi: Eplið — isafirði, Eyjabær — Vestmannaeyjum, Fataval — Kaflavík, Álfhóll — Siglufirði, Nína — Akranesi, Ram — Húsavík, Bakhúsiö — Hafnarfiröi, Austurbær — Reyöarfiröi, Kaupféi. Rangæinga — Hvolsvelli, Sparta — Sauðárkróki, Skógar — Egilsstööum, Isbjörninn — Borgarnesi, Lea — Ólafsvík, Lindin — Selfossi, Paloma — Vopnafiröi, Patróna — Patreksfiröi, Báran — Grindavík, Þórshamar — Stykkishólmi, Hornabær — Höfn Hornafiröi, Aþena — Blönduósi, Nesbær — Neskaupstaö, Versl. Magnúsar Rögnvaldssonar — Búöardal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.