Morgunblaðið - 30.06.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.06.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1983 1 5 frxteðvsrpíand Manrvíilerótr bannaðar utór> veg3 t5.ma» 20.JÚ8 Sólveig aö störfum, en umsjón med tjaldstæðinu við Reykjahlíð er hluti af Ferðafólk lætur oft svona skilti lönd og leið, þegar það á annað borð er landvarðarstarfinu. Morgunbia*i*/Gu»j«n. komið í Mývatnssveit í þeim tilgangi að skoða fuglalífið. Sumir eru voðalega lúmskir „STARF okkar skiptist í tvennt, annarsvegar tjaldvarsla á tjaldstæð- unum í Reykjahlíð og hinsvegar eft- irlit með allri umferð í Mývatnssveit, leiðbeina fólki, tína rusl og þess háttar. Við landverðirnir erum starfsfólk Skútustaðahrepps, en landvarslan heyrir að hluta til undir Náttúruverndarráð, þar sem þetta er friðað svæði,“ sagði Sólveig Jóns- dóttir á Arnarvatni, landvörður í Mývatnssveit, í samtali við Morgun- blaðið, er hún var spurð um starfsvið landvarðanna við Mývatn. Landsvæðið sem landverðirnir þurfa að fylgjast með er stórt og um- ferðin um það er mikil, auk þess sem þrjár aðalakstursleiðir eru inn og út úr sveitinni. Störfin eru því mörg og mikil en verðirnir aðeins tveir allt sumarið og tveir til viðbótar í júlí og ágúst. Aðspurð um brot ferðamanna á þeim reglum sem settar hafa verið um umgengni við Mývtan, sagði Sólveig: „Árekstrar við ferðafólk — segir Sólveig Jónsdóttir, land- vörður í Mý- vatnssveit, um eggJaÞjófana stafa yfirleitt af upplýsingaskorti þess, það veit ekki eða þykist ekki vita, að þetta svæði er friðað. Síð- an er það fólk sem kemur hingað í þeim tilgangi að skoða fuglana og ef til vill að ná sér í egg, það vill oft láta sig boð og bönn litlu skipta. Þetta eru mest útlend- ingar, en við lendum einnig stund- um í smáárekstrum við íslenska ferðamenn. Þá eru þeir að tjalda utan merktra tjaldstæða og veiða í leyfisleysi. En annars finnst mér ferðamenning okkar íslendinga hafa batnað mjög mikið á undan- förnum árum og mikið minna vandamál með þá en var hér áðui. Við lendum mest í vandræðum með þá aðila sem koma gagngert hingað til að ná sér í egg þessara alfriðuðu fugla. Hinir, sem koma til að skoða fuglana, mynda þá og ganga um svæðið, trufla okkur með áhuga sínum, því erfitt getur verið að greina þarna á milli. Þetta eru margir aðilar sem koma oft á hverju ári í þessum tiigangi og við vitum að eggja- þjófnaðir hafa viðgengist hér í sveitinni í mörg ár. Þetta fólk hef- ur ótrúlega miklar upplýsingar um fuglinn og varplandið, sem það hefur aflað sér erlendis, svo mikla að fáir íslendingar vita meira. Það liggur greinilega áralöng vinna þarna að baki. Þeir koma fyrst og rannsaka varplöndin og koma síð- an aftur gagngert í eggin og á þetta bæði við um fálka- og andar- eggin." — Hvernig gengur að standa þessa menn að verki? „Það er mjög erfitt að standa þá beinlínis að verki, en við látum lögregluna og útlendingaeftirlit vita ef við höfum menn grunaða um að hafa stolið eggjum. Annars eru þetta oft hinir viðkunnanleg- ustu menn, sem liggja ekki alltaf á því að þeir séu að fylgjast með fugli. En aðrir eru hinsvegar voða- lega lúmskir og fara alls konar krókaleiðir á bak við mann. Síðan þekkjum við suma þeirra sem komið hafa ár eftir ár og svo fáum við ábendingar um aðra. Ef við höfum einhverja alvarlega grun- aða, gerum við það oft að elta þá á röndum, hvert sem þeir fara, á meðan þeir dvelja hér og þá sjá þeir alvöruna í þessu og fara sér hægt. Annars getur verið erfitt að átta sig á þeim, því oft er það eins og einhverskonar höfuðpaur stjórni aðgerðunum og sendi hina og þessa útsendara sína hingað til að framkvæma áætlanir sem gerð- ar hafa verið um eggjaþjófnaði." — Hver er hugur íbúa sveitar- innar til þessara mála? „Við erum öll sammála um að vernda sveitina okkar gegn þessu. Við gerum okkur ljóst að náttúr- una verður að verja, því hér hefur verið stöðugur ágangur fugla- áhugamanna í marga áratugi og á þeim tíma hefur áreiðanlega miklu verið stolið." — Hvernig útbúnað hefur þetta fólk með sér? „Flestir koma á bílaleigubílum og tjalda. Þeir eru oft hlaðnir alls- konar tólum og tækjum, þar má nefna mjög fullkomnar myndavél- ar með sterkum linsum og kíkja. Sumir koma með dúntöskur og leynir það sér það ekki að þar eru eggjaþjófar á ferð og einnig þegar menn koma með klifurbúnað, því hann er ekki til neins annars en að komast í fálkahreiður," sagði Sól- veig Jónsdóttir að lokum. Ágætur árangur við borun eftir heitu vatni á Reykjum á Skeiðum Jarðborinn Ýmir við einn húsagarð- inn á Reykjum. Ljósm.: síg. sigm. Syðra-Langholti, 27. júní. NÝLEGA er lokið við að bora eftir heitu vatni að Reykjum á Skeiðum og varð ágætur ár- angur, en borað var niður á 119 metra dýpi og gefur holan með dælingu 20—30 lítra á sekúndu af 70 gráðu heitu vatni. Það eru 10 bændur neð- antil í Gnúpverjahreppi sem fóru fram á að fá að bora á Reykjum gegn því að hluti af vatninu verði til afnota fyrir Reykjabændur. Á Reykjum var boruð grunn hola árið 1947 sem gaf um tvo sek- úndulítra. Þegar Heklugosið varð árið 1970 minnkaði vatnið, hvort sem um hugsanlegt orsakasam- band er þarna um að ræða er ekki gott að segja, en nú er semsagt komið mikið af heitu vatni á Reykjum og bændurnir í Gnúp- verjahreppnum farnir að undir- búa heitavatnsleiðslu til sín sem verður um 6—7 km löng. Það hef- ur verið borað eftir heitu vatni hér í uppsveitum Árnessýslu á undan- förnum árum nokkuð víða og ár- angurinn verið goður þó að það sé því miður ekki alls staðar. Sums staðar hefa verið lagðar nokkuð langar leiðslur eins og t.d. að Selsbæjum og Hvítárholti í Hrunamannahreppnum, það er um 6 km leiðsla frá Flúðum. Sig. Sigm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.