Morgunblaðið - 30.06.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.06.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1983 Glenda Maurice Tónlist Jón Asgeirsson Listamennska er ögun í að miðla og gefa en ekki ögun í að sýna sig og þiggja lof fyrir. Sú endurgjöf sem kem- ur fram í hrifningu móttak- enda er ekki innantómt lof, heldur þakklæti fyrir það sem gefið var. Ljóðasöngur er sú tegund sönglistar, þar sem mest er borið í innri gerð verksins og til að flytja slíka list verður listamaðurinn að fórna sjálfum sér í einlægri trú á gildi þess að gefa. Sagnfræðingum hefur orðið tíðrætt um hjálpsemi Franz Lizst og hversu vel hann reyndist mörgum tónlistar- manninum. Slík hjálpsemi, sem hér um ræðir, er ekki í ætt við vorkunnsemi, heldur nær því að vera samhygð, sem augljóslega er einkenni Sönghátíðar ’83. Glenda Maurice hefur notið þeirrar samhygðar er einkennir starf Dalton Baldwins og hún kann sjálf að gefa af öllu hjarta. Raddtækni hennar er mikil, röddin einstaklega falleg og hlý og túlkunin einlæg og djúp. Þarna er á ferðinni mik- ill listamaður. Efnisskrá tónleikanna var einstaklega mögnuð, þung en efnisrík og krefjandi bæði fyrir flytjendur og hlustend- ur. Lögin sem Glenda Maur- ice og Dalton Baldwin fluttu eru eftir Brahms, Duparc, Mahler, Poulenc og Rach- maninoff. Eftir Duparc voru flutt fjögur lög en höfundur þeirra átti sér sérkennilega sögu. Hann var einn af efni- legustu nemendum Cesar Franck en um fertugt missti hann heilsuna og þó hann héldi fullum sönsum gat hann ekki fengist við tón- smíðar er neinu næmi upp frá því. Hann hafði þá samið eitt sinfónískt ljóð er heitir Leonore, lítið næturljóð fyrir hljómsveit, nokkur píanólög og sextán sönglög, sem nú er skipað í flokk með bestu sönglögum Frakka. Sönglög- in eru samin á árunum 1886 til 1884 og þykja einkar Glenda Maurice merkileg fyrir djúpa túlkun á texta og allt að því sinfónísk vinnubrögð í samspili söngraddar og undirleiks. Duparc fæddist 1848, missti heilsuna 1885 og lifði til 1933, nærri hálfa öld, í al- gjörri þögn og myrkri heilsu- leysis. Af öðrum höfundum var mest nýnæmi í lagaflokki eftir Poulenc, er hann kallar Verk málarans, og fimm lög- um eftir Rachmaninoff. í rauninni er óþarft að segja annað en að Glenda Maurice er mikill listamaður, ein- staklega hlý og elskuleg söngkona. Europa Road Atlas Fæst hjá flestum bóksölum. Hin þekkta ökuleiðabók Europa Road Atlas er komin aftur. Ein besta handbók bifreiðastjóra, sem ætla sér að aka um Evrópu, sem hægt er að fá. Europa Road Atlas hefur að geyma allar upplýsingar um hraðbrautir, þjóðvegi, leiðir og leiðakerfi allra Evrópulanda. Auk þess eru stækkaðar myndir af götum allra helstu stórborga Evrópu. 198 kort í fullum litum, stækkaðar myndir af götukortum 97 stórborga. Petta er bók sem er bráðnauðsynleg öllum þeim, sem ætla að ferðast I bíl í sumarleyfinu. Við höfum einnig á boðstólum fjölmörg Hallwag sérkort af borgum og löndum um allan heim. ORÐABOKAUTOAFAN Bókabúð Steinars Bergstaðastræti 7, sími 16070. Opið frá 1-6 e.h. Flexibo hillusamstæöan er framleidd úr valinni massífri furu og lökkuð meö sýruhertu lakki. Hillusamstæöan er hentug fyrir heimiliö eöa sumarbústað- inn. Seld í einingum, auðveld og fjölbreytileg uppsetning. FCIÍ?(JH(ÍS ÍÐ HF. SUDURLANDSBRAUT30 105 REYKJAVÍK • S: 86605 The Glory of Jerusalem Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir The Glory of Jerusalem Texti: Sholmo S. Gafni. Ljósm.: A. van der Heyden. Útg. Phaidon, ísrael. Eins og manneskjan mótast borgir af árunum og atburðunum sem í þeim gerast. Sumar aðlaga sig breytingum, sumár berast brott með tímans straumi, aðrar varðveita sjálfa sig þrátt fyrir raunir og hörmungar. Af öllum borgum hefur áreiðanlega engin haldið jafn fast í uppruna sinn og Jerúsalem. Kannski hefur heldur engin borg í aldanna rás verið elskuð jafn heitt og þessi borg. Ferðamaður kemur varla á nokkurn stað með jafn miklar vonir í farangrinum og til Jerúsal- em. Þar geta menn orðið fyrir sár- um vonbrigðum, en einnig stór- brotinni upplifun. Hvert sem litið er er sagan, þar sem borgin dreifir sér um hæðirnar. Skilningur þess sem sækir heim Jerúsalem verður annar en áður og pólitísk vitund manns verður ekki söm. Hér getur maður fundið trú sína — hver sem hún er — opinberast og kristall- ast, en svo kann líka að fara að maður hverfi frá vonsvikinn. Því að töfrar Jerúsalem liggja ekki í mildri fegurð, heldur heillun for- tíðar og nútíðar. Gestur í Jerúsal- em sem finnur ekki þessa tog- streitu hefur varla upplifað þessa borg. Bókin The Glory of Jerusalem er óvenjulega glæsileg bók, vand- aðar ljósmyndir, textinn læsilegur og fróðlegur, inngangur Teddy Kolleks, borgarstjóra, snaggara- legur og hlýr eins og hans er von og vísa. Þó að í þessari bók sé einkum dvalið við merka staði og minjar er efalaust að glöggur les- andi — ég tala nú ekki um hafi hann verið í Jerúsalem — ætti að geta notið hennar í ríkum mæli. Forðast er að ræða um stjórnmál og stöðu Jerúsalem í þessari bók. Það er gott svona til tilbreytingar. Herdis Möllehave — ekki meir — ekki meir Helene eftir Herdis Möllehave, skáldsaga. Útg. Lindhardt og Ringhof. Hversu mikið getur kærleikur konu þolað og afborið í hjóna- bandi? Þetta mun vera sú spurn- ing sem Herdis Möllehave er að varpa fram í skáldsögu sinni, Hel- ene, sem er nýkomin út. Ekki duga minna en fjögur hundruð blaðsíð- ur til að finna svar við þessu. Þetta er tilrauo í þeim skilningi að reynt er að láta konuna segja allan sannleikann um hjónaband sitt. Sjá aliar hliðar. Maðurinn fær ekki að leggja orð í belg. Um- rædd hjón, Helene og Peter, gift- ust þegar hann var 45 ára og hún fimmtán árum yngri. Þau koma úr gerólíku umhverfi og stéttamun- urinn er svo djúpstæður, að Hel- ene getur varla ímyndað sér að til Iengdar geti þau þolað hvort ann- að. Hún er einstæð móðir og dálít- ill bóhem, frjálslynd og afskaplega óvenjuleg, frumleg og skemmtileg, góð og göfug, hann er dæmigert afsprengi borgarastéttarinnar, ríkur, gáfaður, myndarlegur, elskulegur við börn, móðgunar- gjarn með afbrigðum, þröngsýnn og ansi margt fleira. En þau elsk- ast. Og ákveða að giftast. Ekki af því að þau elska hvort annað. Öllu heldur þrátt fyrir það, vegna þess að það er svo auðsætt að þau eru andstæður sem munu allar stund- ir eiga í glímu og baráttu. Gæti þetta ekki verið ljómandi áhugavert? Það hefði ég haldið. Nema hvað skáldsagan er fráleit, það örlar ekki á frumleika í hugs- un, bókin er beinlínis tætingsleg og illa skrifuð, uppfull af sjálf- Herdis Möllehave sögðum hlutum sem er búið að segja milljón sinnum og milljón sinnum betur en Herdis Möllehave gerir. Aðalmálið er ekki hvort þeirra hefur rétt fyrir sér. Aðal- málið er sennilega ekki heldur að Herdis Möllehave tekst ekki að gera þetta að bók sem maður les með áhuga þótt efnið gæti gefið fyrirheit um það. Peter lemur Helene sundur og saman, en ekki fyrr en eftir tutt- ugu ára hjónaband. Hún flýr til vinkonu sinnar, Lene, og segir henni allt af létta. Á þessum fjög- ur hundruð blaðsíðum. Á næstsíð- ustu síðu fær Peter heilablóðfall. Helene snýr til hans. Kúgunin er fullkomnuð. Sögulok. Nú held ég að ég leggi ekki á mig fleiri bækur eftir Herdis Möllehave að sinni. Le var afleit en hélt áhuga, Lene sýnu verri. Og Helene er óboðleg samsuða. Samt hefur hún vakið umræður, a.m.k. í Danmörku. En kannski er það líka bara orðinn danskur kækur að deila um skrif Herdis Möllehave. MetsölubUu) á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.