Morgunblaðið - 30.06.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.06.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1983 45 Á íslenskum vegum eru ruddar á ferð Ferðalangur skrifar: „Velvakandi. Ferðalög hér innanlands hafa lengi verið áhugamál mitt. Þó er farið að draga verulega úr ákefðinni. Fram- rúðubrot og lakkskemmdir eru fylgifiskar slíkra ferðalaga. Margsinnis hef ég staðið mig að því að aka á miðjum vegi móti ökuföntum, þannig að þeir neyðist til að slá af ferð á síðustu stundu áður en mæst er. Þetta gefst einatt vel, en veldur spennu og leiðindum hjá manns eigin farþegum. Um sl. helgi ók ég um Vest- urlandsveg og hafði lofað að hætta glannaakstri mót öku- föntum. Nú, þetta var sama sagan. Enginn undi því að aka á eftir bíl á „aðeins" há- markshraða, þótt á holóttum malarvegum væri. Undan- tekning var að mæta öku- manni, sem kunni þá reglu að hægja á ferð áður en mæst var. Ofbeldið nær hámarki, ef maður er svo bláeygður að stöðva sjálfur og víkja sem mest. Á íslenskum vegum eru ruddar á ferð, sem hvorki vilja né kunna að haga akstri eftir aðstæðum. Annað dæmi um ferðalanga: Tjaldstæði er á Þingvöllum í grennd við nýreistan þjón- ustuskála. Á þessu flötum er varla hægt að drepa niður fæti fyrir hrossaskít og þessa gætti víðar, svo sem á hlaði þjón- ustuskálans og bekkjum, sem víst átti að vera hægt að tylla sér á. Ferðalangar, sem leigt höfðu tjaldstæði þarna, máttu svo þola það að góðglaðir hestamenn flengriðu á flötun- um meðfram tjöldunum. Þarf fleiri gaddavíragirðingar eða hvað?“ Þessir hringdu . . . Hvorki lystugt né lystaukandi Guðmundur Gi.sla.son, Kópa- vogi, hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Hvað kostar útsending á 30 mínútna út- varpsþætti, meðtalin þóknun umsjónarmanns? Telur út- varpsráð réttlætanlegt að eyða fé fjárvana stofnunar, að þeirra eigin sögn, í þátt eins og Lystauka, frá Ríkisútvarp- inu á Akureyri kl. 11.30—12.00 27. júní sl. Annan eins vitleys- iskjaftavaðal hefur ekki verið að heyra í útvarpinu í langan tíma. Ef útvarpsráð telur þetta afsakanlegt ættu þeir sem það skipa að hætta að væla um fjárhagsvanda stofn- unarinnar. Að mínu mati var þetta hvorki iystugt né lyst- aukandi. Þýöanda að engu getið Gréta Sigfúsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar að vita, hvort það sé siður hjá útvarpinu að þegja um nafn þýðanda, ef flutt eru erlend ljóð. Þetta gerðist á dögunum, er flutt var ljóð eftir Tagore, að þýð- andans, Gunnars Dal, var að engu getið. Og í gærkvöldi (mánudagskvöld 27. júní) ger- ist þetta aftur, nú í erindi Gísla Þórs Gunnarssonar, þar sem hann vitnar í ljóð Kahl- ilgibrans, án þess að geta þýð- andans, sem sömuleiðis er Gunnar Dal. Þetta finnst mér óhæft, ekki síst með tilliti til þess, að þeir eru sárafáir, sem hefðu getað tekist þessar þýð- ingar á hendur, hvað þá gert það eins vel og hann. SUMARHÚS TEIKNINGAR Við teiknum sumarhúsiö fyrir þig meö stuttum fyrir- vara. Einnig meö staölaðar teikningar af sumarhús- um. 11 geröir 33 fm til 60 fm. Sendum teikningar í póstkröfu. Teiknivangur, Súöarvogi 4, R., sími 81317. OPIÐ 13—19 Alltaf á fóstudögum Hrafninn flygur Ný kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar Larry Hagman í hlutverki J.R. í Dallas Góömenni í hlutverki skúrksins? Fleygnir kjólar og þröng- ar buxur í tísku Tískufréttir frá Kaupmannahöfn Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til fdstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisfong verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Aukningin nemur þrjátíu pró sent. Rétt væri: Aukningin nemur þrjátíu prósentum (þ.e. þrjátíu hundraðshlutum). 0^ SIGGA V/öGA É 1iLVE»AN FÚ GENGUR FRfl Dí?fl5LIMU Föstudagsblaðið ergott forskot á helgina AUGLVSíNGASTOFA KRISTlNAR HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.