Morgunblaðið - 30.06.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.06.1983, Blaðsíða 48
BÍLLINN BlLASALA SlMI 79944 SMIÐJUVEGI4 KÓBAVOGI FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1983 RAY CHARLES Á ÍSLANDI fimmtudaginn 7. júli kl. 20.00 og 23.00 á Broadway. Takmark- anir á flugi einkavéla í gærkvöldi EFTIR vaktaskipti riugumferðarstjóra kl. 19.30 í gærkvöldi var flugumferð um Reykjavíkurflugvöll takmörkuð mjög vegna þess að aðeins einn flug- umferðarstjóri var til vinnu í flugturn- inum af þremur sem þar íttu að vera á vakt. Þeir sem mættu ekki voru sagðir forfallaðir og ekki munu aðrir hafa fengist til að hlaupa í skarðið. Aðeins var afgreitt nauðsynlegasta flug svo sem áætlunarflug og sjúkra- og neyðar- flug en engum einkaflugvélum var heimilað flugtak samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins. Haukur Hauksson varaflugmála- stjóri sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi að sér hefðu borist kvart- anir vegna þessa og myndi hann kanna það í dag hvað hefði valdið þessu. Samkvæmt upplýsingum Mbl. í gærkvöldi stafar þetta af kjara- deilu flugumferðarstjóra við yfir- völd. f gærkvöldi var mjög gott veð- ur og líklegt að mikil umferð einka- flugvéla yrði á Reykjavíkurflugvelli. Sagði varaflugmálastjóri að ef svo væri þá teldi hann það fráleita að- ferð hjá flugumferðarstjórunum að snúa sér þannig gegn einkaflug- mönnunum, sem fengju örfáa svona góða daga á ári til að sinna áhuga- máli sínu. Tilraunavinnsla á gulllaxi að byrja TILRAUNAVINNSLA á gulllaxi er nú að hefjast á vegum Rannsóknar- stofnunar fiskiðnaðarins. Að sögn Björns Dagbjartssonar, framkvæmda- stjóra stofnunarinnar, er hér um samnorrænt rannsóknarverkefni að ræða sem beinist að því að vinna fiskmarning úr vannýttum fiski. Verkefni þetta er styrkt af Norræna iðnþróunarsjóðnum og vinnslan mun fara fram hjá BÚR. Auk vinnslu á gullaxi mun eins verða tilraunavinnsla á öðr- um vannýttum fiskstofnum og fiskúrgangi, ekki síst fiskhaus- um. Eins og fram hefur komið í fréttum Morgunblaðsins veiðist annað slagið töluvert af gulllaxi með karfanum, allt að 1—2 tonn í hverju hali. Að sögn Björns Dagbjartssonar er ekki unnt að fara beint í að veiða gulllaxinn þótt Austur-Evrópuþjóðir hefðu veitt fleiri þúsund tonn af gull- laxi hér við land skömmu áður en landhelgin var síðast færð út. Norðmenn og Færeyingar hafa veitt töluvert af þessum fiski, t.d. hafa Norðmenn árlega framleitt um 2 þúsund tonn af marningi úr gulllaxi. „Meðal þess úrgangs sem við höfum sérstaklega áhuga á að nýta eru fiskhausar. Að vísu hef- ur tekist að selja herta hausa til Nígeríu öðru hvoru en óvíst hvernig það muni ganga í fram- tíðinni. Þá má einnig nefna marning af karfahryggjum og þorskhryggjum. Það hefur sýnt sig að unnt er að ná út marningi af hausum og hryggjum sem myndi auka nýtingu frystihús- anna um 5—10%,“ sagði Björn Dagbjartsson. Víglundur Jónsson forstjóri Hróa hf. vegna pólska skipsins: Sé ekki hvernig við fjármögnum 30% „ÞETTA gengur ekki enn upp hjá mér. Við erum aðeins búnir að greiða 10% en eigum að greiða 30% áður en skipið kemur í febrúar. Ég veit satt að segja ekki hvernig maður kemst út úr þessu, en það er að minnsta kosti ekki enn búið að loka alveg dyrunum á okkur,“ sagði Víglundur Jónsson forstjóri Hróa hf. í Ólafsvík, er Mbl. spurði hann hvernig gengi að fjármagna þau 30% af kaupverði pólska skipsins, sem Hrói hf. á að fá afhentan í febrúarmánuði nk. Skip Hróa er eitt af þremur fiskiskipum sem væntanleg eru til landsins vegna viðskiptasamnings, sem gerður var við Pólverja fyrir um tveimur árum. Víglundur sagðist einmitt vera að vinna í málinu þessa dagana, en hann sæi engan veginn út úr því, þó svo hann hefði ekki gefist upp. Aðspurður sagði hann enga von til að fá fjármagn úr opin- berum sjóðum, en sér fyndist dæmið allt harla óréttlátt. „Samningurinn er gerður í doll- urum og þegar gengið var frá honum var dollarinn á 8 krónur en núna er hann kominn í 27 krónur. Skipið átti því upphaf- lega að kosta um 17 milljónir en er nú komið í á milli 60 til 70 milljónir," sagði hann. Víglundur sagði að ofan á þetta vandamál Hróa hf. bættist að þeir ættu óselt fullt hús af fiski síðan í vetur. Hrói á fyrir einn bát og hlut í togara, en fyrirtækið hefur að sögn Víg- lundar keypt fisk víða að. Um 120 bíða hjartaþræðingar á Landspítalanum: Unnið að endur- bótum á tækinu UNNIÐ HEFUR veriö ad endurbótum jafnframt því sem viöhald hefur farið fram á röntgentæki því sem notað er til hjartaþræöinga og annarra æða- rannsókna á Landspítalanum, en þetta er eina tækið sinnar tegundar á landinu. Af þessum sökum hefur ekki verið hægt aö notast viö tækiö í tíu daga , en gert er ráð fyrir að það komist í gagnið í byrjun næstu viku. Umrætt tæki er nálægt því tíu ára gamalt og var tækifærið notað nú til þessara breytinga um leið og sumar deildir sjúkrahússins loka vegna sumarleyfa, því sjúklingar þurfa að leggjast inn í tvo sólar- hringa þegar þeir fara í hjarta- þræðingu. Um 120 eru á biðlista eftir hjartaþræðingu og er það meðal annars vegna skorts á sjúkrarúmum, en einnig bilaði viðkomandi vél í vetur og var stopp af þeim sökum um skeið, eins og sagt var frá í fréttum á þeim tíma. Kjartan Pálsson, læknir á hjartadeild Landspítalans, sagði í gær í samtali við Morgunblaðið að það væri óþægilegt að vera án tækisins, einkum fyrir fólk sem þyrfti að bíða. Það væri hins vegar ekki þörf á öðru tæki til landsins, því þetta tæki gæti annað þörf- inni, þó það væri hins vegar komið til ára sinna og gott væri að fá nýtt. Hægt væri að taka um 50 manns í hjartaþræðingu á mánuði hverjum. Þá sagði Kjartan að sú staða gæti komið upp, þar sem lægi á notkun tækisins, en það væri óalgengt og í þeim tilfellum væri sá kostur fyrir hendi að senda sjúkiinga út, ef ekki væri hægt að nota tækið hér af ein- hverjum orsökum. Hér væri hins vegar um eðlilegt viðhald að ræða sem ekki yrði komist hjá. Faxaflói: Aukinn áhugi á veiðum í dragnót AUKINN áhugi er nú á skarkolarveið- um í dragnót á Faxaflóa að sögn Þórð- ar Eyþórssonar, deildarstjóra í sjávar- útvegsráðuneytinu. Að undanförnu hafa aðeins 6 bátar fengið leyfi til að stunda þær veiðar. Að sögn Þórðar voru dragnótar- veiðar bannaðar í Faxaflóa með lög- um frá 1976. Síðan var gerð undan- þága frá þeim lögum, fyrst hvað varðaði tilraunaveiðar, en síðustu tvö árin hafa 6 bátar haft leyfi til þessara veiða og hafa þær gengið vel. Sagði Þórður að skilyrði fyrir þessum veiðum væri, að kolinn væri unninn á þremur stöðum við flóann, á Akranesi, í Reykjavík og Keflavík. Sókn væri takmörkuð við 6 báta og 1.500 lesta hámarksafla. Ferðagjaldeyr- ir og flugvalla- skattur til endur- skoðunar í haust „ÉG REIKNA með að þetta verði tekið til athugunar við gerð fjárlaga- frumvarpsins og afgreiðslu fjárlaga á næsta þingi,“ sagði Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra, er Mbl. spurði hann hvort ríkisstjórnin hefði ■ hyggju að afnema eða lækka sér- stakt álag á gjaldeyri ferðamanna. Fjármálaráðherra sagði að hið sama ætti við um athugun á svo- nefndum flugvallarskatti, en ráð- herrann hefur lýst sig fylgjandi því að þessum gjöldum verði af- létt. Handtekinn fyrir ósiðlegt athæfi UM fjögurleytið í gærdag var maður handtekinn í skóginum skammt frá Höfðabakkabrúnni fyrir að hafa í frammi afbrigðilegt kynferðislegt athæfi við stúlku- börn á aldrinum 10—12 ára. Mað- urinn mun þó ekki hafa leitað á börnin. Hann hefur orðið uppvís að líku athæfi fyrr. Morgunblaðid/ RAX Heitasti dagur sumarsins í GÆR var heitasti dagurinn suðvestanlands það sem af er sumri, en rigningu er spáð aftur í dag. Bændur eru nú einn af öðrum að hefja slátt, en þeir fyrstu byrjuðu á laug- ardag. Hjónin á Neðra-Hálsi í Kjós, Kristján Oddsson og Dóra Ruf, voru ásamt öðru heimilisfólki í óða önn að hirða hey af túnum og setja í votheysgryfju er Morgun- blaðsmenn litu við á Neðra- Hálsi í gær. Sjá nánar á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.