Morgunblaðið - 30.06.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.06.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1983 VIÐSKIPH VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: Sighvatur Blöndahl Verðbólgumeistarar: íslendingar eru í 8. sæti SÍÐUSTU tólf mánaða tölur sýna, að verðbólga í iðnríkjunum hefur hjaðnað niður í um 5,3%, segir m.a. í nýjasta fréttabréfi Verzlunarráðs íslands. „Það er aðeins broti lægra en meðaltalsverðbólga í Asíulöndum og lítið eitt betra en meðaltalið í OPEC-ríkjunum. þessi samnburð- ur er þó að nokkru villandi þar sem opinberar tölur frá þessum löndum eru oft fengnar með niðurgreiðslum og styrkjum. Það ríki sem stendur sig bezt í verðlagsmálum er Saudi-Arabía. þar lækkaði verðlag um 0,4% á síðasta ári. Næst kemur Singa- pore, en þar varð verðbólgan að- eins 0,5% á einu ári. Suður- Ameríkulöndin skipa sex efstu sætin yfir lönd með mesta verð- bólgu en ísland er í 8. sæti í skránni yfir mestu verðbólguþjóð- ir heims". Danskur iðnaður: Um 10% aukning í fjárfestingu 1984 FJÁRFESTING í dönskum iðnaði mun aukast um 10% á árinu 1984, samkvæmt niðurstöðum spár Félags danskra iðnrekenda, en þær voru kvnntar á fundi með blaðamönnum á dögunum. Talsmaður félagsins sagði, að aukning í fjárfestingu myndi væntanlega nægja til að halda at- vinnuleysinu í Danmörku í horf- inu, en það hefur farið stöðugt vaxandi hin síðari misseri. Það kom ennfremur fram, að fjárfesting í dönskum iðnaði mun væntanlega aukast um nærri 5% á yfirstandandi ári, en á síðasta ári stóð fjárfesting hins vegar í stað. Talsmaður Félags danskra iðn- rekenda sagði að væntanlega myndi aukin fjárfesting á þessu ári skapa um 10.000 ný störf og jafnvel enn fleiri á næsta ári. Um 11% framleiðslu- aukning janúar — apríl FRANSKIR bflaframleiðendur framleiddu samtals 1.075.389 bfla fyrstu fjóra mánuði þessa árs, sem er um 11% aukning frá því á sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum talsmanns samtaka framleiðenda. í aprílmánuði varð framleiðslu- aukningin um 13%, þegar samtals voru framleiddir 263.356 bílar. Talsmaður samtaka bílaframleið- enda sagði aðalástæðuna fyrir þessari framleiðsluaukningu nú tilkomu nýrra bíla á markaðinn. Nefndi hann t d. Renault 11, Peug- eot 205 og Citroén BX. Útflutningur franskra bíla- framleiðenda jókst um 2,6% fyrstu fjóra mánuði ársins, en samtals voru fluttir 556.305 bílar úr landi. Útflutningsaukningin varð hins vegar nokkru meiri í aprílmánuði, eða um 6%, þegar alls voru fluttir út 137.658 bílar. Nýskráningar bíla í Frakklandi voru 2,5% færri fyrstu fjóra mán- uði þessa árs en þær voru á sama tíma í fyrra. Þá voru þær um 1,7% færri en sömu mánuði árið 1981. Nýskráningum fjölgaði hins vegar í aprílmánuði um 3,4%. Flutningsmiðlunarfyrir- tækið Lema hefur sérhæft sig í íslandsflutningum „STARFSEMI fyrirtækisins hefur farið stöðugt vaxandi og í dag eru liðlega 80 íslenzk fyrirtæki í við- skiptum við okkur,“ sagði Allan IVJartin, forstjóri flutnings- miðlunarfyrirtækisins Lema International, í samtali við Mbl., en fyrirtæki hans, sem var stofnað 1968, hefur sérhæft sig í þjónustu við íslenzk fyrirtæki. „Ástæðan fyrir því, að ég stofn- aði flutningsmiðlunarfyrirtæki, sem hefur sérhæft sig í þjónustu við íslenzk fyrirtæki, er einfald- lega sú, að ég starfaði áður fyrir Jökla hf. í Bretlandi og kynntist fjölmörgum íslenzkum aðilum í þessari starfsgrein. Starfsemi Jökla var síðan hætt eins og kunn- ugt er og lét ég þá slag standa og stofnaði Lema, sagði Allan Mart- in. Allan Martin sagði aðspurður að nokkur íslenzk fyrirtæki væru búin að vera í viðskiptum við Lema allt frá stofnun þeirra, og þau væru í raun bezti talsmaður fyrirtækisins. Fyrirtækjum hefði síðan stöðugt verið að fjölga og væru liðlega 80 nú í föstum við- skiptum eins og áður sagði. „Við hjá Lema höfum leitazt við að halda góðu sambandi við við- skiptavini okkar á íslandi og heimsækjum í því sambandi fs- land reglulega. Þá fáum við tæki- færi til að vera í persónulegra sambandi við menn, auk þess að kynna fyrirtæjcið fyrir hugsanleg- um nýjum viðskiptavinum," sagði Allan Martin. Allan Martin sagði, að í við- skiptum við Lema væru fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum ef svo mætti að orði komast. Hann Vísitalan var 98 stig, hafði fallið úr 99 stigum í aprílmánuði. Vísi- talan var hins vegar 101 stig í maímánuði á síðasta ári. Hafði því fallið um 3 stig milli ára. Eftirspurn innanlands var sú sama i maímánuði síðastliðnum og hún var fyrir ári síðan, en hins vegar var eftirspurn eftir vestur- sagði ennfremur aðspurður, að starfsemi Lema hefði eingöngu verið bundin við ísland í upphafi, en með árunum hefði starfsemin þanizt og nú væru tveir stærstu viðskiptahópar þess íslendingar og Möltubúar. Allan Martin sagði, að samstarf Lema væri bæði mikið og gott við íslenzku skipafélögin Eimskip og Hafskip. „Annars sjáum við um að koma vöru frá verksmiðju og að skipi, auk allrar pappírsvinnu, þannig að viðskiptavinir okkar þurfa í raun ekki að koma nálægt hlutunum fyrr en varan er komin í vöruhús á íslandi. Við getum síðan með viðskiptasamböndum okkar innan Bretlands boðið mjög góð verð fyrir flutninga innanlands," sagði Állan Martin að síðustu. þýzkum framleiðsluvörum um 8,7% minni erlendis, en fyrir ári síðan. Talsmaður efnahagsmálaráðu- neytisins sagði aðspurður, að bú- ast mætti við að málin væru að þróast í rétta átt með haustinu og umtalsverð aukning yrði á eftir- spurn undir lok ársins. Minnkandi eftirspurn eftir vestur-þýzkum framleiðsluvörum PÖNTUNUM í framleiðsluiðnaði í Vestur-Þýzkalandi fækkaði um 1% í maímánuöi sl., að sögn talsmanns vestur-þýzka efnahagsmálaráðuneytisins, sem sagði jafnframt, að pöntunum hefði fækkað bæði innanlands og utan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.